Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1991, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1991, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1991. Fréttir Karlmaður og stúlka skiptu á rússneskri helgimynd og fíkniefnum: 19 ára stúlka í fangelsi fyrir amf etamínsmygl meintur vitorðsmaður ekki ákærður vegna sönnunarskorts Sakadómur í ávana- og flkniefna- málum hefur dæmt 19 ára stúlku í 10 mánaða fangelsi, þar af 7 mánuði skilorðsbundið, fyrir aö hafa flutt 137 grömm af amfetamini í líkama sínum til landsins seint á síðasta ári. 33 ára karlmaður, semtengdist málinu, bar af sér alla aðild að innflutningi fíkni- efnanna og var ekki ákærður. Stúlk- an bar meðal annars hjá lögreglu að ákveðið hefði verið að hún flytti amfetamíniö inn til landsins - lík- legra hefði veriö að maðurinn yrði handtekinn vegna aðildar hans að öörum flkniefnamálum. Umræddur maður hefur mikið dvalist erlendis. Stúlkan var handtekin í Leifsstöð við komu sína frá Kaupmannahöfn 30. nóvember 1990. Við likamsleit og leit í farangri hennar fannst ekkert athugavert. Lögregla ákvað þá að senda hana í röntgenmyndatöku. Þar kom aðskotahlutur í ljós í leggöngum stúlkunnar. Stúlkan sagði þá að þarna hefði veriö um að ræða 160 grömm af amfetamíni. Við vigtun reyndist efnið vega 137 grömm. Stúlkan var úrskurðuð í gæslu- varöhald þar sem hún var í 11 daga. Við eina yfirheyrsluna þar kom fram að hún hafði fariö til Danmerkur 8 mánuðum áður og ferðast með áður- nefndum manni um nokkur lönd. Hún bar að í Rússlandi hefðu þau „komist yfir“ nokkra íkona, rúss- neskar helgimyndir, og smyglað þeim til Amsterdam. Stúlkan sagði sig og manninn síðan hafa skipt á einum íkoni og 160 grömmum af amfetamíni í Hollandi. Síðan lá leiðin til íslands og stúlkan kom efnunum fyrir í líkama sínum. Ákveðið var að hún færi á undan en maðurinn kæmi síðar því líklegt væri að hann yrði handtekinn viþ komuna til íslands vegna fíkniefna- mála er hann hafði lent í hérlendis. Stúlkan sagði þau hafa ætlaö aö nota efnin til eigin nota. Daginn eftir að stúlkan kom til ís- lands kom maðuiinn og var hann handtekinn. Þegar lögreglan hafði manninn undir höndum sýndi hann af sér ógnandi framkomu og ein- kenni fíkniefnaneytanda. Lítiishátt- ar magn af fíkniefnum fannst á hon- um við komuna. Maðurinn bar af sér hvers konar aðild aö fíkninefnainn- flutningi stúlkunnar og sagðist ekk- ert um hann vita. Hann var ekki ákærður vegna þess máls. Mannin- um veröur hins vegar gert að greiða sekt vegna fíkniefnanna sem fundust á honum við komuna til íslands. Viö dómsyfirheyrslur þann 7. okt- óber síðastliðinn gekkst stúlkan við sakarefnum en breytti þá fyrri fram- burði um manninn - hann hefði ekki verið viðriðinn innflutning amfetam- ínsins. Stúlkan kvaðst hafa verið í mikilli fíkniefnaneyslu á framan- greindu tímabili og flutt efnin til landsins „í einhverju rugli“. Við refsiákvörðun tók dómurinn mið af ungum aldri stúlkunnar og því að hún hefur ekki orðið uppvís að öðru fíkniefnamisferli á þeim tíma sem liöinn er frá innflutningnum. Auk fangelsisrefsingar var stúlkan dæmd til aö greiða 104 þúsund krón- ur í málskostnað. Bjarni Stefánsson dómarafulltrúi kvaö upp dóminn. -ÓTT Opinberir starfsmenn: Fjölgaði um rúm- lega 600 á einu ári Opinberum starfsmönnum fjölgaði um 628 frá 31. júlí 1990-31. júlí 1991, samkvæmt töium frá starfsmanna- skrifstofu fjármálaráöuneytisins. Um mánaðamót júlí-ágúst 1990 voru stöðugildi opinberra starfsmanna 16.245 talsins en hafði fjölgað upp í 16.874 á sama tíma í sumar. Að sögn Birgis Guðjónssonar hjá starfsmannaskrifstofunni eru tals- verðar sveiflur í tölum um fjölda opinberra starfsmanna. Einkum eru þessar sveiflur áberandi yfir sumar- leyfismánuðina og áramót þegar ráð- ið er viðbótarfólk til afleysinga. „Ákvörðun um fjölda ríkisstarfs- manna er mál sem er vandmeðfar- ið,“ sagði Birgir. „Það sést best á því að oftar en ekki hafa fjármálaráðu- neidið og Ríkisendurskoðun deilt um hvaða tala sé rétt. Málið er það að meðferðin á launategundum hefur ekki verið nægjanlega samræmd þegar menn hafa lesið út fjölda ríkis- starfsmanna. En þessir aðilar munu væntanlega tala sama tungutak frá áramótum, þegar gengið er til að mynda út frá forsendum til fjárlaga- geröar, því þeir hafa sest niður og farið mjög vandlega saman yfir þess- ar launategundir og deilitölur sem notaðar eru í því efni. Það er því von til þess að allir noti sömu aðferð við útreikningana og fái sömu útkomu eftir áramót." -JSS Byggðastofnun: Engin ákvörðun varðandi Foldu - um hlutafjárfranilag Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: Byggðastofnun hefur ekki tekiö afstöðu til beiöni ullarvinnslufyrir- tækisins Foldu hf. á Akureyri um 12 milijóna króna hlutafjárframlag og reyndar ekki tekið málið fyrir á tveimur stjórnarfundum sem haldnir hafa veriö síðan beiönin barst stofnuninni. Áætlanir forsvarsmanna Foldu hf., sem stofnað var til á rústum Alafoss, gerðu ráð fyrir að hlutafé yrði 60 milljónir króna og Byggða- stofnun kæmi þar inn með 20% eins og stofnuninni er heimilt. Einn viðmælandi DV, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagðí það óneitan- lega vekja undrun að Byggðastofn- un ræddi ekki erindi Foldu um 12 milljóna króna framlag en gæfi sér samt tima til að afgreiða styrki til „vonlausra fiskeldisfyrirtækja upp á 140 milljónir króna“, eins og hann orðaöi það. Akureyringar fengu fyrsta „þefinn" af vetrinum i gær en þá snjóaði þar og geysileg háika var á götum baejarins. Margir bíleigendur ruku i að skeila vetrarhjólbörðunum undir bíla sína og í Dekkjahöllinni, þar sem þessi mynd var tekin, var örtröð út úr dyrum og um 20 starfsmenn á þönum við að umfeiga og þess háttar. DV-mynd gk, Akureyri Tveir flugmenn í allar farþegaflugvélar: Þetta oryggi er dýru verði keypt - segir framkvæmdastjóri Flugfélags Norðurlands Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Við erum óánægðir með þessa ákvörðun enda börðumst við gegn henni á sínum tíma. Þetta er hins vegar gert í nafni öryggis og það er ekki hægt að neita því að a.m.k. fræðilega séð eykur þetta öryggið, en það er dýru verði keypt," segir Sig- urður Aðcústeinsson, framkvæmda- stjóri Flugfélags Norðurlands, um þá ákvörðun að frá og með áramótum verði tveir flugmenn í öllum vélum í farþegaflugi hérlendis. Lög um þetta voru sett fyrir tveimur árum en eru nú að koma til framkvæmda að loknum aðlögunartíma flugfélag- anna. „Ég er ekki viss um að Stein- grímur Sigfússon, þáverandi sam- gönguráðherra, sem stóð að þessari lagasetningu, hafi séð fyrir hvað þetta þýðir fyrir litlu flugfélögin. Fyrir okkur þýðir þetta aukinn kostnað á hvem flugtíma og trúlega ekki jafnmiklá þjónustu við minni staðina sem við höfum flogið á með minni vélunum og með einn flug- mann um borð,“ sagði Sigurður. Hartn sagði að meirihluti áætlunar- flugs FN hefði fariö fram með minni vélum og einum flugmanni, ýmist á ákveðnum flugleiöum til minni stað- anna eða í einhverjum tilfellum á öðrum leiðum. „Við ætlum að kom- ast hjá því að velta þessum auka- kostnaöi yfir á farþega okkar. Við höfum bent samgönguráðuneytinu á að ef við eigum aö veita minni stöð- unum sömu þjónustu áfram verið að borga okkur fyrir það. Við ætlum ekki að rukka fólkið um þetta," sagði Sigurður Aðalsteinsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.