Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1991, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað
í DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafn-
leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
skotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn
Askrift - Dreifing:
Frjálst,óháð dagblað
FIMMTUDAGUR 17. OKTÖBER 1991.
Hafafundið
loðnuá
löngu svæði
Sígarettum
stolið
Snæfellsnes:
Fiskmarkað-
ur stof naður
Fiskmarkaður Breiðafjarðar var
stofnaður í gær. Að honum standa
sveitarfélögin á Snæfellsnesi, stærstu
fyrirtækin og útgerðarmenn á svæð-
inu. Stofnendur eru 80 talsins og hlut-
afé fyrirtækisins er 15 milljónir.
Að sögn Páls Ingólfssonar stjórnar-
formanns verður markaðurinn stað-
settur í Qórum þéttbýlisstöðum á
Snæfellsnesi; Stykkishólmi, Ólafs-
vík, Grundarfírði og á Rifi. Áætlað
er að hefja uppboð í byrjun næsta
mánaðar. -JSS
LOKI
Allt er mest íTexas!
’ '* „Við höfum verið á rækju hér út
af Vestfjörðum og fylgdumst því vel
með skipúnum sem voru við loðnu-
leit á dögunum. Það er alveg ljóst að
það er mikil loðna á miðunum. Leit-
arskipin 4 tilkynntu um loðnu á yfir
300 mílna löngu svæði. En svo gerist
bara ekki neitt. Rannsóknarskipið
var allt annars staðar að dunda sér,“
sagði Bjarni Sveinsson, skipstjóri á
rækju- og loðnuveiðiskipinu Pétri
Jónssyni RE, i samtali við DV í morg-
un.
Bjarni sagði skipstjórana á leitar-
skipunum hafa gagnrýnt fiskifræð-
ingana fyrir að koma ekki á þaö
svæði þar sern loðnan fannst, eins
að sjómönnunum þætti fiskifræðing-
arnir gera lítið úr því sem leitarskip-
in voru að finna af loðnu. Sjálfur
sagðist Bjarni Hafa orðið var við
loðnu, enda þótt hann væri á rækju-
veiðum. Hann sagðist líta svo á að
það væri ekki minna af loðnu nú en
í venjulegu árferöi þar norður frá.
Öll skilyrði í sjónum væru líka eins
og best verður á kosið. -S.dór
RLR var tilkynnt um fjögur innbrot
á höfuðborgarsvæðinu sem áttu sér
stað í fyrrinótt. 80-90 sígarettulengj-
um auk skiptimyntar var stolið úr
verslun við Hófgerði í Kópavogi.
Andvirði þýfisins er metið á liðlega
200 þúsund krónur. Einnig var brot-
ist inn í verslun að Kársnesbraut 100
en þar var verkfærum stolið. Við
Nethyl í Árbæjarhverfi var brotist
inn í tvö fyrirtæki.
Lögreglan í Reykjavík handsamaði
í morgun síbrotamann sem var bú-
inn að stela um 30 lítrum af bensíni
af bifreið í Breiðholti. Hann gaf þær
skýringar að hann væri að verða of
seinnívinnu. • -ÓTT
Fenqu f angelsis
w w
dóma fyrir öku
skírteinafals
Sakadómur Reykjavíkur hefur
dæmt þijá Reykvikinga til fangels-
isrefsingar, 6 mánaða, 3 mánaða
og 30 daga, fyrir aðOd sina að fólsun
ökuskirteina fyrir 25 unglinga á
árunum 1989-1990. Höfuðpaurinn
var dæmdur fyrir skjalafals en hin
tvö fyrir hlutdeild að skjalafalsi.
Refsingar fólksins eru skilorðs-
bundnar í 2 ár. Skírteinunum fram-
vísuðu 25-menningamir ýmist í
vínveitingahúsum, í verslunum
ÁTVR eða á báðum stöðum.
24 ára karlmaður var höfuðpaur-
inn í málinu. Hann viðurkenndi að
hafa falsað ökuskírteini fyrir 25
ungmenni. Maðurinn tók 2.500
krónur fyrir hvert skírteini. Verkiö
framkvæmdi hann i öll skiptin á
heimib sínu með tölvuteikniforriti
og prentaði skírteinin út með leysi-
prentara.
29 ára kona og 21 árs karlmaður
voru hins vegar mUligöngumenn
um að útvega „viðskiptafólk". Kon-
an var ákærð fyrir fyrir að hafa
haft mibigöngu að fölsun höfuð-
paursins fyrir 20 ungmenni. Yngri
maðurinn var ákæröur fyrir að
hafa haft miOigöngu að sölu fals-
aðra ökuskírteina til þriggja ung-
menna. Fyrir hvert skipti fengu
mibigöngumennirnir 500 krónur
frá höfuðpaurnum.
Maðurinn sem ffamkvæmdi fals-
anirnar var dæmdur í 6 mánaða
fangelsi. Konan fékk 3 mánaða
fangelsisrefsingu en yngri maður-
inn var dæmdur í 30 daga fangelsi.
Allar refsingarnar eru skilorðs-
bundnar í 2 ár. Það þýðir að fólkið
fer ekki í fangelsisafplánun. Verði
það hins vegar uppvíst að brotum
á næstu 2 árum verður því gert að
sæta fangelsi. Höfúðpaurinn sat 4
daga í gæsluvarðhaldi á meðan lög-
reglurannsókn þessa máls stóð yf-
ir. Komi tO þess að hannfari í fang-
elsi munu þeir dagar dragast frá
afplánun hans. Guðjón St. Mar-
teinsson, sakadómari í Reykjavík,
kvað upp dóminn.
-ÓTT
Afar sterkur sviptivindur feykti bílunum til á veginum með þeim afleiðingum að þeir rákust mjög harkalega saman.
DV-mynd S
Veðrið á morgun:
Víðast úr-
komulaust
Á morgun verður norðvestan
gola eða kaldi. Skýjað verður með
köflum á Norður- og Vesturlandi
og smáél á stöku stað viö strönd-
ina en víðast úrkomulaust aö
kaOa. Bjartviðri verður sunnan-
og suðaustanlands. Hiti verður
ÚA stig síðdegis en víðast vægt
frost að næturlagi.
Alþingi:
Karpað um
EFTA-EB
Miklar umræður urðu um samn-
ingaviðræður EFTA og Evrópu-
bandalagsins um evrópskt efnahags-
svæði í utandagskrárumræðum á
Alþingi í gær. Fjöldi þingmanna tók
til máls.
Steingrímur Hermannsson, for-
maður Framsóknarflokksins, vék að
spumingunni um það hvers virði
evrópska efnahagssvæðið væri í
raun fyrir okkur Islendinga. Efaðist
hann um að það væri jafnmikils virði
og rætt hefði verið um.
Jón Baldvin Hannibalsson utanrík-
isráðherra vildi ekki tjá sig um stöðu
viðræðnanna aðeins nokkrum dög-
um fyrir úrslitafundinn í Lúxem-
borg. Hann kvað íslendinga alls ekki
hvika frá nokkrum prinsippmálum,
meðal annars um fyrirvara á rétti
útlendinga til fjárfestingar í útgerð,
frumvinnsluogorkumálum. -JGH
Týndur Þjóðverji
kominnfram
23 ára Þjóðverji, sem farið var að
óttast um í vikunni, fannst á gangi
við Höfðabakka í gær. Þjóðverjinn
hafði verið í húsi í Reykjavík en
hvarf þaöan með slíkum hætti að
ástæða þótti til að leita hans. Þegar
maðurinn fannst í gær sagðist hann
hafa hafst viö í tjaldi við Hafravatn.
-ÓTT
Reykjanesbraut í gær:
Sviptivindur
talinn orsök
banaslyss
Tæplega fimmtugur maður lést í
bílslysi á Reykjanesbraut, skammt
frá afleggjaranum í Voga, um klukk-
an fjögur síðdegis í gær. Maðurinn
var á fólksbil á leið til Keflavíkur
þegar hann mætti stórum olíuflutn-
ingabíl sem var á leið til Reykjavík-
ur. Atvikið varð Keflavíkurmegin
við Vogaafleggjarann.
Að sögn sjónarvotta, sem óku á eft-
ir bílunum, varð afar sterkur svipti-
vindur til þess að bílarnir virtust
fjúka til á veginum með þeim afleið-
ingum að þeir rákust mjög harkalega
saman. Talið er að maðurinn í fólks-
bílnum hafi látist nær samstundis
og er bifreiðin gjörónýt. Læknir kom
fljótlega á slysstað. Ölíubíllinn end-
aði utan vegar um 100 metra frá slys-
staö. Undirvagn hans skemmdist og
fór annað framhjólið af. Ökumaður
olíubílsins meiddist á hné. Mennirn-
ir voru einir í bílunum þegar slysið
varð. -ÓTT
0RU6GIR-ALV0RU
VARI - ORYGGISVORUR
0 91-29399
Allan sólarhringinn
¥ARI
Öryggisþjónusta
síðan 1 969
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4