Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1991, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1991, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1991. Spumingin Horfir þú mikið á sjónvarp? Kristinn Halldórsson: Já, töluvert, eitthvað á hveiju kvöldi og mikið meira á veturna en sumrin. Páll Ásgeirsson: Nei, bara á fréttim- ar og stutta þætti. Rósa Guðný Steinarsdóttir: Já, á hverju kvöldi. Ásta Snædís Guðmundsdóttir: Já, alltaf á fréttir og e.t.v. eitthvað ann- að. Benedikta Ketilsdóttir: Já, á hverju kvöldi. Bryndís Þorsteinsdóttir: Já, á hveij- um degi og helst á framhaldsþætti. Lesendur_______________ Ruglingur í boðröð „Þessu fólki er síðan ætlað að meta meiðsli slasaðra og ákveða forgangs- röð að læknisþjónustu." V.V. skrifar: í síðustu viku tilkynnti meðalstór flugvél að eldur væri laus í vélinni og hún þyrfti að lenda á Keflavíkur- flugvelli. Hið íslenska öryggiskerfi bregst við. Það fyrsta sem gerist er að það á sér stað „ruglingur í boð- röð“ (eins og spakur almannavarna- maður orðar það í útvarpi). Slíkur mglingur gerir það að verkum að viðeigandi björgunarsveit er ekki kölluð út fyrr en töluvert eftir að slysið verður. Nú berst útkall til hinna fjölmörgu björgunarsveitar- manna, sem eru staddir hér og hvar um héraðið, og eru því misfljótir/- seinir að koma sér á slysstaðinn. Þessu fólki er síðan ætlaö að meta meiðsli slasaðra og ákveða forgangs- röð að læknisþjónustu. í því dæmi, sem hér er tekið, er starf björgunar- manna mun auðveldara en orðið hefði undir venjulegum kringum- stæðum. Ástæðan fyrir því er ofur- einfóld: þeir sjúklingar, sem mesta þörf höfðu fyrir aðhlynningu, eru látnir loks þegar fyrstu björgunar- menn koma á slysstaðinn. Björgun- armenn taka nú til hendinni við að bjarga því sem bjargað verður og eru sjúklingar sendir á sjúkrastofnanir í héraði og stóru sjúkrahúsin í Reykja- vík. Þegar svo á spítalann er komið hafa sjúkir yfir litlu að gleðjast. Gjör- gæsludeildimar hafa við þann ákveðna vanda að stríða að vera of fáliðaðar starfsfólki, vera of illa bún- ar tækjum og búa yfir of fáum legu- rúmum svo rétt nægir til daglegs reksturs ef vel árar. Að slasast við annan mann eða fleiri er sem sagt dauðadómur. Hér er að sjálfsögðu tekið nokkuð djúpt í árinni og gert ráð fyrir að allt fari úrskeiðis sem það getur. En það er ekki lengra síöan en í sumar að lærðir menn fluttu þær fréttir að gjörgæsludeildir sjúkrahúsanna gætu ekki brugðist við meðalstóru slysi því búnaður (sérstaklega talað um öndunarvélar) var gjörnýtur. Það er heldur ekki lengra síðan en í síðustu viku að fréttir bárast um það að gleymst hefði að kalla út björgun- arsveitir þegar neyðarkall barst frá breiðþotu sem stefnt var til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Hér eru reifaðir einungis tveir hlekkir í lpngri keðju almannavarna og bráðaþjónustu helbrigðiskerfis- ins. Má því spyrja hvort aðrir hlekk- ir séu jafn veikburða. Verðum við svo heppin að komast aö því hvaða hlekkir það eru áður en þeir bresta? Greiða skuldir annarra Birna Guðrún Þorleifsdóttir skrifar: Fyrir rúmu ári skrifaði ég grein í DV um hjón sem ég hafði skrifað upp á lán hjá fyrir fjórum árum. Nú lang- ar mig að taka upp þráðinn að nýju því ég þurfti að greiða þetta lán. Ef ég hefði ekki gert það hefði ég misst íbúðina mína. Ég hef margoft hringt í þetta fólk og spurt það hvenær það ætli að borga mér þetta til baka og það lofar öllu fógru. En af þeim 210.000 krónum sem ég hef greitt fyr- ir hjónin hafa þau aðeins endurgreitt mér 5.000 krónur. Eitt sinn hringdi ég í konuna og hún lofaði að greiða mér 25.000 krónur. Þegar mig var farið að lengja eftir peningunum hringdi ég aftur, þá hótaöi hún mér öllu illu og sagðist senda á mig lög- fræðing. En ef þessi hjón hafa efni á að fá sér lögfræðing þá hafa þau efni á að greiða mér eitthvað af þessum peningum til baka sem ég greiddi fyrir þau. Ég tel reyndar að þetta séu samantekin ráð hjá þeim að borga mér ekki þessa peninga til baka. Eg stend alveg ráðalaus og veit ekki hvað ég á að gera. Ég hef ekki efni á því að greiða skuldir annarra. Ekkert vit á sjómennsku „Fiskurinn í sjónum er ekki auðlind allra landsmanna." Við komumst varla fyrir í bönkum eða heilsuræktarbisness. Þetta eru nefnilega 2400 sjómenn sem missa vinnuna, vinnuálagið á þeim sem þá yrðu eftir á sjó mundi líka aukast um 40% til að ná sama afla. Satt að segja langar mig ekkert í pláss eftir að það fyrirkomulag er komið á því þá þarf ofurmenni. Stöðugt er klifað á því að við fiskum meira en stofn- arnir þola. Af hverju er svona lítið talað um að þorskklakið hefur mis- tekist að mestu í ein sex ár? Varla er það okkur að kenna. Fiskurinn í sjónum er ekki áuðlind allra lands- manna. Fiskurinn í sjónum er eign þeirra sem nenna að ná í hann, aörir hafa þar ekkert segja. Líklega væri best að allir sjómenn í landinu, bæði farmenn og fiskimenn, færu í svona fjögurra mánaða frí á meðan verið er að klára gjaldeyrinn sem til er á hólmanum. Sjálfsagt yrði þá einnig orðiö lítið um bensín og kókópuffs. Bjóða þá til samninga og semja um tvennt við þessa menn sem alltaf eru að narta í okkur: 1. Viðurkenningu á því að sjómenn skaffa 70% af gjald- eyri þessarar þjóðar og eru nauðsyn- legir; 2. Vinnufrið. Guðmundur Ásgeirsson skrifar: Mikil og hundleiðinleg umræða að mér finnst er stöðugt í gangi um fisk- veiðimál okkar íslendinga. Ég er sjálfur fiskimaður og hef verið það stöðugt í 33 ár. Ég veit að vísu varla hvort ég er sjómaður eða atvinnu- glæpamaður því allt sem úrskeiðis fer í þjóðfélaginu virðist vera mér og starfsfélögum mínum að kenna. Hver strigakjaftur á fætur öðrum geysist fram á völlinn í sjónvarpi, útvarpi og blöðum og skammar okk- ur eins og hunda. Þetta eru alls kon- ar fræðingar og blaðamenn sem eiga þrennt sameiginlegt. 1. Þeir hafa ekk- ert vit á sjómennsku. 2. Vita það eitt um hafið að það er kalt og blautt. 3. Hafa aldrei þurft að vinna viö sjóinn eða í frystihúsi. Þvi er haldið fram að flotinn sé 40% of stór, en hve lengi? Ending skipa á íslandsmiðum er nú ekki mjög löng og ef flotinn er 40% of stór hvað á þá að gera við 40% af fiskimönnum þessarar þjóðar þeg- ar flotinn er orðinn hæfilegur. Hringið í síma 27022 milli kl. 14 og 16 -eða skrifíð ATH.: Nafn ogsímanr. verður að fylgja bréfum DV Hundurtekinn Tómas Hreggviðsson skrifar: í sumar kom maður frá Heil- brigðíseftirliti Reykjavíkur og hirti hundinn minn. Ég hafði skroppið frá en eldri maður hélt í hundinn úti í garði er maður kom þar frá heilbrigðiseftirlitinu og tók hundinn af gamla mannin- um. Ég fór niður í heilbrigðiseft- irlit og þá var mér sagt að hund- urinn væri uppi á Dýraspítala og að hundurinn hefði verið tekinn af mér vegna þess að einhver kvartaði undan honum. En hund- urinn var ekki uppi á Dýraspítala heldur frétti ég að hann hefði verið sendur austur á firði en ég veit ekki nánar hvert. Ég greiddi leyflsgjald, 8.000 krónur, fyrír hundinn 3. júní sl. en hef ekki fengið það endurgreitt. Þeir hjá heilbrigðiseftirlitun segjast hafa endurgreitt einhverjum manni það en ég veit ekki hver það getur verið, ekki hef ég fengið þessa peninga. Mér er reyndar sama um þessa perdnga, ég vil bara fá hundinn minn aftur. Ástralskar myndirgóðar R.S. hringdi: Mig langar að þakka Stöð 2 fyrir hinn góða ástralska sjónvarps- þátt, Bangkok-Hilton. Astralskir myndaflokkar eru að mínu mati eitt af því skemmtilegasta mynd- efni sem ég sé. Einnig vil ég taka fram að mér likar mjög vel það fyrirkomulag hjá Stöð 2 að sýna slíka framhaldsmyndaflokka dag eftir dag i stað þess að sýna þá með viku millibili eins og oftast er gert hjá Rikissjónvarpinu. Síð- asti þáttur er því í fersku minni þegar sest er niður til að horfa á framhaldið frá því deginum áður. En þegar vika og stundum tvær eru liðnar frá því maður sá fyrri hlutann er maður að reyna að rifja hann upp um leið og maður er að horfa á seinni hlutann og getur því misst úr ýmis mikilvæg atriði. Ég hvet bæði forráðamenn Ríkissjónvarps og Stöðvar 2 að taka fleiri ástralskar myndir og þáttaraðir til sýningar því ég veit að ég er ekki einn um þá skoðun að vera hrifmn af slíkutn mynd- um. Góðvísaeraldr- eiofoftkveðin Halldór hringdi; Ég hef spila bridge í ööldamörg ár og hef haft injög gaman af þvi að fara á mót og fylgjast með þeg- ar „meistaramir" era að spila. Þó ég hafi spilað bridge í mörg ár þá er ég nú bara „stofuspil- ari“, því er mér óhætt að kalla þá sem spila á mótum meistara. En nú höfum viö eignast meistara meistaranna, já, sjálfa heims- meistarana í bridge. Ég get ekki leynt ánægju minni yfir þessum glæsilega sigri og verð að fá að óska piltunum og um leiö þjóð- inni allri til hamingju með sigur- inn. Þrátt fyrir að allir, jafnt al- menningur sem stórhöfðingjar á borð við ráðherra, keppist við að óska þeim til hamingju tel ég að góð vísa sé aldrei of oft kveðin og segi þvi: Til hamingju, meist- arar, og gangi y kkur allt í haginn. Meðeinu penna- Gunnar hringdi: Ég get nú ekki orða bundist yfir þeim vinnubrögðum sem stjórn borgarinnar viðhefur. Þegar heimsmeistararnir i bridge komu til landsins stóð forsætisráðherra upp og tilkynnti þeim að til stæði að strika út skuld bridgesam- bandsins upp á 10 milljónir. Ég ætla mér ekki að öfundast út í sambandið og tel reyndar þetta mjög góöan feng fyrir það. En ég spyr nú bara, er hægt að þurrka 10 milljón króna skuld út með einu pennastriki?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.