Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1991, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 17. GKTÓBER 1991. Fréttir____________________________________________________________________________________dv Hæstiréttur dæmdi fyrrum sparisjóösstjóra Sparisjóðs Rauðasandshrepps í 7 mánaða fangelsi: Viðurkenndi skjalaf als en neitaði sökum um fjárdrátt - skaðabótamál upp á milljónatug tekið fyrir 1 Hæstarétti síðar 1 vetur Hæstiréttur hefur dæmt fyrruih sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Rauöa- sandshrepps og gjaldkera sveitar- sjóðsins í 7 mánaða fangelsi fyrir íjárdrátt og skjalafals. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa dregið sér rúmar 2,7 milljónir króna úr sjóðn- um á árunum 1982-1987 án þess að færa þaö í bækur. Maðurinn var eini starfsmaður sparisjóðsins. Hæsti- réttur þyngdi verulegá héraösdóm skipaðs setudómara sem dæmdi manninn í 5 mánaða fangelsi, þar af 4 mánuði skilorðsbundið. Hæstiréttur hefur einnig til með- ferðar skaðabótamál upp á um millj- ónatug þar sem Eyrasparisjóður, sem hefur sameinast Rauðasands- sparisjóðnum, krefst þess að maður- inn greiði upphæðina sem hann dró sér ásamt vöxtum. í því máli eru einnig til meðferðar gagnkröfur fyrr- um sparisjóðsstjórans. Hann hefur ávallt haldið því fram að hann hafi í raun átt það fé sem hann tók úr sjóðnum. Undirréttur dæmdi mann- inn hins vegar til að greiða umrædda fjárhæð með vöxtum í skaðabótamál- inu. Maðurinn lagði fram gagnkröfur í skaðabótamálinu á þeim forsendum að hann hefði átt inni ógreidd laun og húsaleigu en kröfum hans var hafnað í héraðsdómi. Maðurinn áfrýjaði þá skaðabótamálinu til Hæstaréttar. Þar verður það vænt- anlega tekið fyrir síðar í vetur. Viðurkenndi skjalafalsbrotið í sakamálinu sem Hæstiréttur hef ur nú dæmt í var fjallað um tvennar sakargiftir - íjárdrátt og skjalafals. í raun var aldrei ágreiningur um að maðurinn hefði tekið og hagnýtt sér það fé sem máhö snerist um. Við rannsókn á bókhaldi sparisjóðsins kom fram að um helming af innstæð- um sjóðsins vantaði. Framreiknað til dagsins í dag hefur fjárhæðin marg- faldast. Sparisjóðsstjórinn fyrrver- andi viðurkenndi við yfirheyrslur að hafa tekið sér samtals um 2,7 milljón- ir króna úr sparisjóðnum á árunum 1982-1987 - en ekki með þeim hætti að það hefði verið fjárdráttur. Maðurinn taldi sig eiga þessa fjár- muni samkvæmt ráðningarsamningi - þó að hann hefði ekki talið ástæður til að færa peningafærslurnar til bókar. Sakargiftirnar um skjalafals snerust einmitt um þá hlið málsins. Maðurinn taldi sig eiga hjá spari- sjóðnum laun, risnu og húsaleigu enda var sparisjóðurinn í húsnæði í eigu mannsins. Þeim sem halda bæk- ur, eins og sparistjóðsstjórinn gerði á sínum tíma, mega hins vegar ekki hagræða sannleikanum með því að draga undan eða rangfæra þannig að önnur niðurstaða verði lesin úr skjölum en efni eru til. Sparisjóðs- stjórinn viðurkenndi því skjalafals- brotið en neitaði sakargiftum um fjárdrátt. Hæstiréttur þyngdi dæmda refs- ingu mannsins í héraðsdómi veru- lega - úr 5 mánaöa fangelsi, þar af 4 skilorðsbundnum í 7 mánaöa óskil- orðsbundið fangelsi. í dóminum segir meðal annars: „Við ákvörðun refsingar ber að líta til þess að ákærði tókst á hendur trúnaðarstarf þegar hann gerðist sparisjóðsstjóri. Hann framdi brot sín með verkum sem telja verður misnotkun á stöðu hans . . .Þá hef- ur ákærði ekki greitt neitt af því fé sem hann dró sér.“ Dómsgerðir biðu i 14 mánuði í dómi Hæstiréttar eru vinnubrögð héraðsdómsins í sakamálinu átalin. Engin vitni voru kölluð fyrir héraðs- dóm. Samning sjálfs dómsins þótti einnig í andstöðu við lög. Sakborn- ingurinn óskaði eftir áfrýjun hinn 27. júlí 1989 en héraðsdómarinn sendi dómsgerðimar ekki til Hæstaréttar fyrr en 14 mánuðum síðar. Guðrún Erlendsdóttir hæstaréttar- dómari taldi annmarka málsmeð- ferðarinnar fyrir héraðsdómi svo mikla aö hún sagði í sératkvæði að máhnu ætti að vísa aftur heim í hér- aö. Meirihluti dómsins, hæstaréttar- dómararnir Bjarni K. Bjarnason, Gunnar M. Guðmundsson, Haraldur Henrysson og Jónatan Þórmundsson lagaprófessor átöidu gallana á máls- meðferðinni fyrir héraðsdómi. Þeir töldu á hinn bóginn ekki nægar ástæður til að ómerkja málsmeðferð- ina. -ÓTT Systkinin Jóna Valgerður Kristjánsdóttir og Guðjón A. Kristjánsson munu vera fyrstu systkinin sem sitja samtímis á Alþingi. Þau sitja fyrir sinn stjórn- málaflokkinn hvort en sögöu að faðir þeirra kynni leið til að vera sammála þeim báðum. DV-mynd GVA Systkin sitja samtímis á Alþingi fyrir sinn flokkinn hvort: Faðir okkar kann leið til að vera sammála okkur báðum - sögöu Jóna Valgerður Kristjánsdóttir og Guöjón A. Kristjánsson „Það hefur alltaf verið gott póli- tískt samkomulag í okkar fjölskyldu. Og enda þótt við sitjum á þingi fyrir sinn stjórnmálaflokkinn hvort veit ég að faðir okkar kann leið til að vera sammála okkur báðum,“ sagði Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, al- þingismaður Kvennalista, þegar rætt var stuttlega við hana og bróður hennar, Guðjón A. Kristjánsson. Hann situr nú á þingi fyrir Sjálfstæð- isflokkinn sem varamaður Einars K. Guðfinssonar. Guðjón sagði að það væri ef til vill svolítill blæbrigðamunur á pólítísk- um skoðunum þeirra systkina, ekki meira. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem systkin sitja samtímis á Alþingi. Systkin hafa áður verið alþingis- menn en ekki setið samtímis á þingi. Þar má nefna Ingibjörgu H. Bjarna- son, sem sat á þingi frá 1922 til 1930, og Lárus H. Bjarnason sem sat á þingi 1911 til 1913, hafði áður veriö konungskjörinn þingmaður. Sigurö- ur Thoroddsen sat á þingi 1942‘ til 1946 og systir hans, Katrín Thorodd- sen læknir, sat á þingi 1946 til 1949. Loks eru það systkinin Sigurður Bjarnason frá Vigur, sem sat lengi á þingi en hætti 1970, og Sigurlaug Bjarnadóttir en hún tók sæti á Al- þingi 1974. -S.dór í dag mælir Dagfari Glaður eða góðglaður? Um fátt er meira talað þessa dag- ana en Bermúdaskálaræðuna í Leifsstöð á dögunum. Það er þrátt- að um það fram og aftur hvort for- sætisráðherra hafl verið glaöur eða góðglaður þá hann fagnaði heims- meisturunum frá Yokohama. Þetta hefur gengið svo langt að sérstakur útvarpsþáttur var lagður undir álit hlustenda á því brennandi spurs- máli hvort Davíð hefði verið litt við skál eða mikið við skál þegar Bermúdaskálin var borin í hús. Dagfari missti raunar af þessum þætti en heyrði í Þjóðarsálinni þar sem kona nokkur kvartaöi undan því að bein útvarpssending frá móttökuathöfninni hefði staðið of lengi yfir þar sem Davíð hefði ekki verið eins og hann átti að sér að vera. Nú hefur því lengi verið haldið fram að menn eigi aö vera glaðir á góðri stund. En það er vandratað meðalhófið og oft stutt á milli gleði og góðgleði. Ekki síst þegar það er lagt á ráðamenn þjóðarinnar að mæta í margar veislur sama kvöld- ið og gleðjást með glöðum. Ýmsir hafa farið flatt á því gegnum tíðina og gleðin breyst í góðgleði áður en varir. Ráðherrar hvar sem er í heiminum eru oft og tíðum gleði- menn ekki síður en þeir sem lægra eru settir. Minnisstæður gleðimað- ur úr þeim hópi er Georg Brown sem var utanríkisráöherra Breta á sínum tíma. Góðgleði hans við ýmis tækifæri var umfjöllunarefni fjölmiðla víða um heim. Eitt sinn kom Brown í heimsókn hingað til lands og var umsvifalaust skellt í útsýnisferð um borgina. Sennilega hefur gleymst að nesta karlinn til fararinnar því hann lét sér fátt um finnast þegar honum var sýnd feg- urð borgarinnar. Lét raunar svo ummælt að hann hefði hvergi séö jafnljótan arkitektúr og í Reykjavík nema ef vera kynni á Englandi. Dofnaöi þá yfir gestgjöfunum og óku þeir ráðherranum hið snarasta heim á hótel. Varðandi Bermúdaskáhna í Leifsstöö hefur því verið haldið fram að menn eigi ekki að vera góðglaðir í vinnutímanum - bara glaðir. En þegar skálaglamur er hluti vinnunnar má alltaf búast við því að mörk gleði og góðgleði verði óljós. Ekki síst þegar tekið er tillit til þess að undanfarnar vikur hafa ráðherrar haft fá tækifæri til að gleðjast. Hver af öðrum hafa þeir birst á skjánum og þulið raunatöl- ur yfir sjálfum sér og þjóðinni. Þetta hafa ekki verið glaðir menn - hvað þá góðglaðir. Svo loks þegar kemur tilefni til að gleðjast kunna menn sér ekki læti og verða harla glaðir. Þjóðin veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið þegar menn sem bera áhyggjur heimsins á herðun- um bregða skyndilega á leik og varpa af sér oki landsfeðranna á gleðistund. En miðað við ástand þjóðmála er skiljanlegt að ráða- menn þurfi hjálparmeðul til að geta glaðst þegar tilefni gefst til. Enda lét Davíð þess getið í skálaræðu sinni í Leifsstöð að þjóöarbrosið hefði verið frosið allan þann tíma sem bridgesveitin var í Japan. Það er hins vegar alkunna að hvers kyns mixtúrur geta veriö of sterkt blandaðar hvort sem þær eru not- aðar gegn kvefi eða til að komast í rétta stemningu í mannfagnaði. Undir þeim kringumstæðum ber mixtúruneytendum að varast löng ræðuhöld og þá ekki síst ef þeir eru ráðherrar og tala í beinni útsend- ingu. Hvort sem forsætisráðherra hef- ur tekið of sterka blöndu eða ekki fyrir skálaræðuna í Leifsstöð þá varð honum ekki annað á en að gefa Bridgesambandinu tíu millj- ónir í nafni Reykjavíkurborgar og má það teljast vel sloppiö. Að vísu kvað hann ríkisstjómina ætla að styðja bridsara til góðra verka en það er svo loðið orðalag aö það mun vart auka fjárlagahallann svo nokkru nemi. Það hefði verið öllu verra ef hann hefði farið að gefa spilamönnum milljónir úr ríkis- kassanum en það munar ekki um einn kepp í sláturtíðinni þegar borgin er annars vegar. Þá má ekki gleyma því að Davíð tilkynnti Markúsi Erni borgarstjóra þessa ákvörðun sína áður en hann hélt áleiðis í Leifsstöð og því var ekki farið á bak við neinn nema þá minnihlutann í borgarstjórn sem er skipaður tómum nánösum. Með tilliti til þessa er óþarfi að halda áfram rökræðum um hvort Davíð hafi verið glaöur eða góðglaður þá hann fagnaði heimsmeisturunum. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.