Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1991, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1991, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1991. Útlönd Nóbelsþeginn fannstíAfríku Prófessor Ronald Coase, nó- belsverðlaunaþegi í hagfræði, er aftur kominn í leitirnar. Hann fannst í rústum Karþagóborgar hinnar fornu fyrir utan Túnis í gær og hafði ekki hugmynd um að hann hefði fengið verðlaun- in. „Þetta kemur mér mjög á óvart,“ sagöi prófessorinn við fréttamann Reuters-íréttastof- unnar sem fann hann. „En mig iangar Hka til að vita hvers vegna ég fékk verðlaunin. Ég er hér til að rannsaka rústir Karþagó.“ Sænska nóbelsnefndin veitti honum verðlaunin á þriðjudag fyrir kenningar hans þar sem m.a. er fjallað um þýðingu við- skiptakostnaðar fyrir efnahags- lífiö. Glæpaaldaí Bretlandi Lögregluþjónar á Breúandi skýrðu frá því í gær aö míkil glæpaalda ógnaði nú landsmönn- um. „Lögleysa hefur sífeUt aukist á undanfömum árum," sagði Alan Eastwood, formaður lögreglu- samtakanna sem í eru 147 þúsund félagsmenn. Eastwood sagði að á tuttugu árum heíði glæpum íjölgað úr einni milljón í tvær. „Á aðeins tíu árum hefur sú tala hækkað í fimm milljónir." Nóbelinníefna- fræðitilSviss Prófessor Richard Ernst við Eidgenössische tækniháskólann í Zurich í Sviss voru veitt nóbels- verðlaunin í efnafræði í gær. í tilkynningu sænsku akadem- íunnar kom fram að prófessor Emst hefði fengið verðlaunin fyr- ir framlag sitt til þróunar kjarna- segulómunar, NMR, en mæh- tækni þessi er notuð til að greina sameindabyggingu efna í upp- lausn. Þetta er talin einhver mik- ilvægasta mælitæknin i efna- fræði. Ernst, sem er 58 ára, hefur ver- ið prófessor viö skólann í Zurich frá 1976. Þegar nóbelsverðlaunin voru tilkynnt var hann um borð í flugvél á leið frá Moskvu til Bandaríkjanna þar sem hann á að veita viðtöku öðrum verðlaun- um. Risastórborgar- isjakiáreki Risastór borgarísjaki ílýtur um í Suður-Atlantshafi og gæti skap- aö hættu á siglingaleiðum innan skamms, að sögn sérfræðinga á Falklandseyjum. Borgarísjakinn þekur um átta þúsund ferkílómetra svæði og er þar af leiðandi aðeins litlu minni en Kýpur. Ofan á isjakanum eru leifar vís- indastöðvar frá Suðurskauts- landinu og sjást byggingarnar greinilega á gervitunglamyndum. Borgarisjakinn brotnaði frá Suð- urskautslandinu í ágúst og rekur íimmtán sjómílur í norðvestur á degi hverjum. Hann er núna rúma sjö hundruð kílómetra fyrir suðvestan Falklandseyjar. Sér- fræðingar spá því að hann brotni í þúsundir minni jaka þegar hann kemur í heitari sjó og geti oröi skaðlegur skipum. Ekki 'er vitað hvaðan bygging- arnar ofan á borgarísjakanum eru. Sumir heimildarmenn telja að þær séu frá rannsóknarferð sem farin var áríð 1958 undir stjórn breska landkönnuðarins Sir Vivian Fuchs. Aörir segja að þetta séu leifar af gamalli argen- tískri bækistöð sem heitir Bel- grano I. Reuter og TT Tuttugu og þrír menn létu Mð í mesta fjöldamorði 1 sögu Bandaríkjanna: James Baker í ísrael: Nú liggur fyrir að 23 menn létu líf- ið í morðárás vörubílstjóra á veit- ingastað í bænum Killeen i Texas í hádeginu í gær. Maðurinn skaut á allt sem hreyfðist áður en hann beindi byssu sinni að eigin höföi og svipti sig lífi. Þetta er mesta fjölda- morð í sögu Bandaríkjanna. Maðurinn koma aðvífandi á vöru- bíl og ók honum á glugga veitinga- hússins. Vitni heyrðu hann hrópa um leið og hann snaraðist út úr bíln- um: „Texas, ég vona að þetta sé þess virði.“ Þeir sem eftir lifðu í veitingahúsinu sögðu að morðinginn hefði augljós- lega verið vitskertur. Eitt vitni sagði að svipur mannsins hefði virst tryll- ingslegur. Hann fékk nokkurn tíma til að athafna sig áður en lögreglan kom á staðinn. Lögreglan segir að morðinginn hafi náð aö skjóta um 100 skotum áður en hann særðist af skotum lögreglunnar. Þegar svo var komið svipti hann sig lífi. Ekki er vitað hvað morðinginn hét. Hann var hvítur og um þrítugt, vopn- aður tveimur skammbyssum. Önnur er 17 skota og hálfsjálfvirk. Vitni sögðu að hann heföi hlaðið þá byssu margoft meðan skothríðin stóð yfir. Einn maður festist undir vörubíln- um þegar honum var ekið á veitinga- húsið. Þennan mann skaut morðing- inn fyrstan og hóf svo að skjóta í gríð og erg á aðra gesti. Ekkert er vitað hvað honum gekk til og lögregl- an hefur ekki getað ráðið í hvað hann átti við með orðunum sem vitni höfðu eftir honum. Reuter Þegar fjöldamorðinginn loks svipti sig lífi lágu 23 gestir veitingahússins í valnum. Lögreglan hafði áður náð að særa manninn skotsárum. Hér má sjá sjúkraliða hlúa að særðu fólki fyrir utan veitingahúsið að morðæði manns- ins loknu. Simamynd Reuter Lokatilraun við friðarráðstefnuna James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fyrir höndum erf- iðar viðræður við ísraelsmenn í dag í lokatilraun sinni til að koma á fót friðarráðstefnu um Mið-Austurlönd fyrir mánaðamót. Baker hefur miðað vel áleiðis að fá ísraelsmenn, arabaríkin og Palest- ínumenn til að fallast á að mæta til ráðstefnunnar en lítið má út af bregða til að tilraunir hans renni út í sandinn. „Það getur allt gerst,“ sagði Yitz- hak Shamir, forsætisráðherra ísra- els, þegar hann var spurður hvort ísraelsmenn gætu dregiö til baka skilyrt samþykki sitt fyrir ráðstefn- unni. Baker og Shamir hittast í dag til að ræða helsta ágreiningsefnið, full- trúa Palestínumanna á samkomuna. ísraelsmenn neita að sitja andspænis Frelsissamtökum Palestínu, PLO, og þeir neita einnig að ræða við fulltrúa araba í Austur-Jerúsalem. Palestínumenn hófu fundahöld í Túnis í gær þar sem þeir ræða hvort þeir eigi aö taka þátt í friðarráðstefn- unni. Þó er talið ólíklegt að ákvörðun verði tekin fyrr en eftir fund Bakers með fulltrúum Palestínumanna á herteknu svæðunum síðar í dag. Embættismaður PLO sagði í gær að samtökin hefðu komist að sam- komulagi við Jórdani um sameigin- lega sendinefnd ef fundur PLO í Tún- is ákveður að mæta til ráðstefnunn- Israelskir unglingar motmæla komu James Bakers, utanrikisráðherra Bandaríkjanna, tii ísraels þar sem hann ætlar að gera lokatilraun til að koma á friðarráðstefnu landanna fyrir botni Miðjarðarhafs. ar. Jórdanir voru þó ekki lengi að draga úr þætti PLO og sögöu að þeir hefðu verið að ræða viö fulltrúa íbúa herteknu svæðanna. Baker var í Damaskus á Sýrlandi í gær þar sem honum tókst að fá Símamynd Reuter stjórnvöld til að fallast að sitja friðar- ráöstefnuna. Utanríkisráðherra Sýr- lands sagði þó að hann mundi neita að taka í höndina á ísraelskum starfsbróður sínum. Reuter Armenía: Hófsamur forseti örugg- ur um sigur Allt bendir til aö Levon Ter- Petrosjan, forseti þingsins í Armeníu, fari með sigur af hólmi í forsetakosningunum í Armeníu. Eftir því sem nýjustu tölur benda til verður sigur Petrosjans með nokkrum yfirburðum. Petrosjan sagði í kosningabar- áttunni að hann stefndi að sjálf- stæði Armeníu. Hann þykir þó hófsamur í skoðunum og er and- vígur sterkri þjóðernishyggju eins og þeirri sem einkennt hefur skoðanir margra landa hans. Fimm aðrir menn voru í kjöri og mæltu þeir allir fyrir að Arfn- enar sýndu meiri hörku í sam- skiptunum við nágrannana í Az- erbajdzhan. Ter-Petrosjan stóð fyrr í haust fyrir samningum við Azera þar sem samkomulag náð- ist um hið umdeilda hérað Nag- orno-Karabak. Þjóðernissinnar hafa gagnrýnt þann samning og sagt að Armenar hafi þar látið af hendi mikilvæg réttindi. Kosningaþátttaka nú var um 70% en það þykir fremur lítið. Þegar efnt var til þjóðaratkvæða- greiðslu um sjálfstæöi landsins kusu yflr 95% atkvæðisbærra manna. Ter-Petrosjan er af and- stæðingum sínum gagnrýndur fyrir að vera of hallur undir stjórnina í Moskvu, enda stefnir hann að náinni samvinnu í fram- tíðinni við önnur lýðveldi Sovét- ríkjanna. Reuter Skaut í tryllingsæði á allt sem hreyfðist - „Texas, ég vona að þetta sé þess virði,“ sagði morðinginn og hóf að skjóta

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.