Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1991, Qupperneq 14
14
FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1991.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON
Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK. SlMI (91 >27022-FAX: (91 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSfVIIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
/ fótspor Ólafs Ragnars
Hreinn þensluhalli ríkisins verður á næsta ári sextán
milljarðar króna, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Sú
tala segir okkur meira en „rekstrarhallinn“, hvert
stefnir í ríkisQármálum, þótt venjulega sé mest talað
um rekstrarhallann. Þessar tölur segja ófagra sögu um
stjórn ríkisíjármála. Svo vill til, að þensluhallinn sam-
kvæmt fjárlagafrumvarpi Friðriks Sophussonar fjár-
málaráðherra er nánast hinn sami og þensluhallinn var
samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrirrennara hans í emb-
ætti, Ólafs Ragnars Grímssonar, þegar það var lagt fram
fyrir ári.
Vinstri stjórnin sætti að sjálfsögðu harðri gagnrýni,
þegar fjárlagafrumvarp Ólafs Ragnars var lagt fram,
fyrir útþenslu ríkisbáknsins og met í skattlagningu á
landsmenn. Það er vissulega hörmulegt, að núverandi
stjórn hjakkar í því sama fari, að því er tekur til þenslu-
hallans. Ríkisumsvifm keyra því miður um þverbak.
Þensluhallinn, þensluáhrif ríkis, ríkisfyrirtækja og
sjóða, segir til um, hve miklu ríkið dælir út í efnahags-
lífið umfram skatta og afborganir af veittum lánum.
Þensluhallinn á yfirstandandi ári óx mikið, frá því
að fjárlagafrumvarpið fyrir árið var lagt fram í fyrra.
Ríkishalhnn jókst í meðförum þingsins, og hann óx gíf-
urlega, þegar á hólminn var komið. Við getum haft veik-
ar vonir um, að þensluhallinn vaxi ekki jafnmikið á
næsta ári, en þó liggur ekki fyrir, að frumvarpið fyrir
1992 sé raunsærra en fjárlagafrumvarpið var fyrir 1991.
Þorvaldur Gylfason prófessor bendir á það í DV í
gær, að óhyggilegt sé af núverandi ríkisstjórn að ætla
að halda áfram að reka ríkisbúskapinn með miklum
halla eins og endranær. Þó telji ríkisstjórnin sjálf rétti-
lega mjög brýnt að halda verðbólgunni í skefjum. Ríkis-
stjórnin stefnir að stórfelldum erlendum lántökum á
næsta ári, svo að skuldabyrði þjóðarinnar heldur áfram
að þyngjast verulega. Strax á næsta ári þurfum við að
greiða meira en fjórðu hverja krónu af útflutningstekj-
um okkar í vexti og afborganir af erlendum skuldum.
Þetta hlutfall hefur aldrei verið hærra. Þorvaldur Gylfa-
son bendir á, að við afgreiðslu lánsfjárlaga fyrir árið í
ár var áformað, að ríkissjóður tæki engin erlend lán.
Samt stefna erlendar lántökur ríkissjóðs nú í næstum
fjórtán milljarða króna á árinu. Þessar erlendu lántökur
ríkissjóðs umfram lánsfjárlög nema rösklega 200.000
krónum á hveija fjögurra manna fjölskyldu í landinu.
Ríkisstjórnin heldur áfram þeirri sóun á almannafé,
sem á sér stað í landbúnaði og sjávarútvegi.
Þeir, sem í byrjun bundu vonir við stjórnarsamstarf
Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins, hafa orðið fyr-
ir miklum vonbrigðum. Nú þurfti gerbreytingu á ýms-
um sviðum ríkisfjármála. Þar hafði óstjórnin markað
spor. En menn þurftu ekki endurtekningu á skyssum
síðustu vinstri stjórnar. Þá var til lítils unnið. Eins og
sést hér að framan, ríkir nú áframhaldandi óstjórn í
hármálum ríkisins. Það sést af hinum mikla halla, hin-
um gífurlegu lántökum og máttleysinu við að fást við
sóunina í landbúnaði og sjávarútvegi, svo að dæmi séu
nefnd.
Ríkisstjórnin slær jafnframt met í skattlagningu
landsmanna. Að öllu samanlögðu virðist hún líkja eftir
fjármálastjórn Ólafs Ragnars Grímssonar í mikilvæg-
ústu atriðum. Stjórnin lofar jafnframt stöðugt bót og
betrun og setur fram loforðarullu, þar sem vandanum
er réttilega lýst - en annað gerist ekki.
Haukur Helgason
Hveráaðgæta
bróður míns?
Ein er sú spurning sem upp kemur
hvaö eftir annaö þegar rætt er um
samskipti manna, spurning sem
spurt var á sínum tíma af hræði-
legu tilefni: Á ég aö gæta bróöur
míns? Um þúsundir ára hafa leikir
sem læröir velt henni fyrir sér.
Trúarbragðahöfundar og siöa-
postular, stjórnmálamenn og auö-
jöfrar, smákóngar og keisarar hafa
rætt þessa spurningu og svarað
henni játandi eöa neitandi eftir at-
vikum. Ellegar þá gefist upp viö aö
svara henni, neitaö að hafa skoðun
á henni af því aö hún er óþægileg,
óskiljanleg eða jafnvel óþörf. Heim-
spekingar hafa rýnt í orðin, togaö
og teygt merkingar þeirra þar til
fátt eitt var eftir annaö en mismun-
andi hugmyndaríkar útleggingar á
skoðunum annarra heimspekinga.
Hér veröur þessi spurning ekki
rædd til neinnar hlítar enda viður-
kenni ég fúslega aö hún býöur upp
á margs konar túlkun. Hins vegar
vildi ég vekja athygli á nokkrum
þversögnum sem oft koma fyrir
þegar rætt er um hvort viö eigum
skyldum að gegna við aðra en okk-
ur sjálf eða okkar nánustu.
Sjúkdómar og kvöl
Dag hvern svelta milljónir
manna um heim allan og milljónir,
konur, böm, karlar, engjast í sjúk-
dómum og kvöl sem eiga rætur að
rekja til ofbeldis, ótta, hernaðar,
kúgunar. Sum af fátækustu ríkjum
veraldar verja mestum hluta þjóö-
artekna sinna til vopnakaupa og til
einkaeyöslu þeirra sem með völdin
fara hverju sinni. Herflugvélar og
byssur eru í slíkum löndum talin
mikilvægari en matur, menntun,
heilbrigöisþjónusta og samgöngur.
Hvaö veldur því aö þessu fé er ekki
varið til þeirra hluta sem efla
menntun, heilbrigði og sjálfsvirö-
ingu fólks? Svarið er einfalt. Hin
gerspillta valdastétt segir sig vera
vini fólksins og það þurfi aö efla
varnir gegn óvinum innanlands og
utan. Þessir herrar skapa kvöl og
dauöa í þeirri blekkingu að þeir séu
að verja hagsmuni þjóðarinnar.
Amnesty International
En þaö er ekki aöeins í hinum
fátæku ríkjum þar sem ein herfor-
ingjaklíkan tekur við af annarri
eða byltingarforingja hefur dagaö
uppi á valdastólum og eru eins og
nátttröll í nútímanum. Fæst ríki
heims hafa hreinan skjöld í mann-
réttindamálum. Þau alþjóðasam-
tök sem berjast fyrir réttindum
pólitiskra fanga og reyndar allra
þeirra sem misrétti eru beittir hafa
upplýsingar um mannréttindabrot
í fjölmörgum ríkjum í öllum heims-
hlutum. Amnesty International
hefur nú um langt skeið vakiö at-
hygli umheimsins á því hvar skór-
inn kreppir í mannréttindamálum
og bent á þaö misræmi sem er milli
löggjafar og framkvæmdar aö því
er varöar meðferð fanga. Þau hafa
aflaö upplýsinga um hvernig fólk
er fangelsað fyrir litlar sem engar
sakir, oftast af pólitískum ástæö-
um. Fátt óttast valdhafar meira en
gagnrýni á eigin gerðir. Þaö þarf
vissulega siöferöisstyrk til þess aö
fara meö mikil völd. Og jafnvel
smákarlar í dvergríkjum geta áöur
en varir farið aö Mta á sig sem ger-
endur heimsviöburöa, skapendur
nýrra stjórnkerfa og samninga
þjóða í milli sem skapi nýja framtíð
og nýja félagsskipan. Þess vegna
leitast valdamenn viö aö kæfa alla
gagnrýni, þagga niöur í þeim sem
þeir óttast að ógni völdum þeirra.
En þaö er ekki aðeins í alræðis-
ríkjum sem „óæskilegar" persónur
eru gerðar óvirkar. í mörgum þeim
ríkjum sem stæra sig af lýðræði,
frjálsum kosningum og fjölflokka-
kerfi er grunnt á hugsunarhætti
sem leiöir til kúgunar og ofbeldis.
Það fer ekki hjá því að margir fyll-
KjáUariim
Haraldur Ólafsson
dósent
ist vonleysi gagnvart öllu þessu
ofbeldi og þessari kúgun sem hvar-
vetna viðgengst. Trúarbrögðin við
hvern svo sem þau kenna sig vekja
andúö á þeim sem trúa öðru um
hin óskiljanlegu og fjarlægu mátt-
arvöld. Stjómmálaskoöanir eins
rekast á stjórnmálaskoðanir ann-
ars og úr verður hatur, ofstæki og
ofbeldi. Hagkerfi keppa um hylli
og þeir sem tapa eru fólkið í heim-
inum, hinn þöguli varnarlausi
massi. Ógeðugt er þetta allt og ekki
furöa þótt margir vilji sem minnst
um þetta hugsa. Þaö er svo þægi-
legt aö draga sig inn í skel og láta
illt sem gott þeytast hjá í þeirri von
að ekkert illt geti hent mann ef
. bara maður láti lítið fara fyrir sér.
Mannréttindabrot
Þau eru verst hin þöglu svik.
Lágvært kvak hér norður við heim-
skautsbaug drukknar í áróðursgný
hinna stóru og voldugu. En ef við
þegjum berum viö meiri ábyrgð en
ef við tölum. Hver einasta athöfn
okkar geymist einhvers staðar og
hefur áhrif á það sem gerist alls
staðar í heiminum. Hver bæn okk-
ar hefur áhrif, hvort sem er til góðs
eða ills. Við getum ekki gert margt,
en það er einlæg trú mín að það
verði aö styðja allt þáð sem horfir
til góðs fyrir einhvern bróður okk-
ar eða systur hvort sem þau búa
fjær eða nær. Öldruð vinkona mín
sem þolað hafði hörmungar of-
stækis og ofbeldis í því sem kallaö
var eitt fremsta menningarríki
heims, sagði oft, að einungis með
því að hafa áhrif á þá sem næstir
eru sé unnt aö hafa áhrif á það sem
gerist í öðrum löndum. Einungis
með því að hefjast handa, tala,
starfa, ýta á eftir getum við vænst
þess að þoka einhverju áleiðis.
Amnesty International eru áreið-
anlega ekki gallalaus samtök frem-
ur en annað það sem menn setja á
laggirnar. En þau eru tilraun til aö
minna á að það er fylgst með mann-
réttindabrotum, að það hefur ein-
hverja merkingu að allir eigi að
vera jafnir gagnvart lögum, - og
ekki hvað síst að enginn hefur rétt
til þess að beita einstaklinga innan
eigin þjóðar ofbeldi með lagasetn-
ingu sem brýtur gegn grundvallar-
réttindum þeim sem samþykkt
hafa verið á þingi þjóðanna. Þess
vegna er rödd þessara samtaka
þörf og við skulum hlusta á hana.
Haraldur Ólafsson
„Dag hvern svelta milljónir manna um heim allan ... “
„Amnesty International hefur nú um
langt skeið vakið athygli umheimsins
á því hvar skórinn kreppir í mannrétt-
indamálum og bent á það misræmi sem
er milli löggjafar og framkvæmdar að
því er varðar meðferð fanga“