Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1991, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1991, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1991. FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1991. 25 íþróttir Sport- stúfar Borðtennismót Vík- ings og Pizzahússins verður haldið í TBR- húsinu (stóra salnum) sunnudaginn 20. október. Keppt veröur í punktakeppni, notaðar verða þriggja stjörnu borðtenn- iskúlur og veitt verðlaun fyrir flögur efstu sætin í hverjum flokki. Síðasti skráningardagur er 18. október. Marseille sækir um til UEFA að nota leikmann Franska félagið Mar- seille hefur sent fyrir- spurn til UEFA þess efnis hvort það fái að nota Júgóslavann Allen Boksic í Evrópuleiknum gegn Sparta Prag í næstu viku. Boksic, sem er 21 árs, kom til Marseille eftir að tímabilið hófst og má því ekki leika í 1. deild í vetur. Marseille telur sig ekki sjá neina fyrirstöðu að Boksic leiki í Evrópukeppn- inni. UEFA tekur á þessu máli í lok vikunnar. Tarpley í ævilangt keppnisbann Bandaríski körfu- knattleiksmaðurinn Roy Tarpley var í gær dæmdur í ævilangt keppnisbann fyrir að neita að gangast undir lyíjapróf. Tarpley, sem leikur með Dallas Ma- vericks, getur þó sótt um að banninu verði aflétt eftir tvö ár. Tarpley, sem hefur þurft að fara í meðferð vegna eiturlyíjaneyslu, hefur tvívegis áður farið í keppn- isbann. Hann fékk 49 leikja bann í ársbyrjun 1989 þegar hann hóf lyfjaneyslu á ný eftir meðferð og tók síðan út 33 leikja bann eftir að hafa ekið bifreiö undir áhrif- um lyfja. Helgi til ÍBK Æglr Már Kárason, DV, Suöumesjum; Helgi Arnarson hefur gengið til liðs við 2. deildar lið Keflvíkinga í knattspyrnu. Helgi lék lengi með Njarðvík en hefur tvö undanfarin ár þjálfað og leikið með 4. deildar liöi KSH. Jóhann og Ólafur bestir Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum; Knattspyrnulið ÍBK og Víðis héldu á dögunum uppskeruhátíö- ir sínar eftir tímabilið. Keflvík- ingar völdu Jóhann B. Magnús- son leikmann ársins en hjá Víði varð Ólafur Róbertsson fyrir val- inu. Þrjátíu þjálfarar á námskeið í Köln Þijátíu íslenskir knattspyrnu- þjálfarar fóru í morgun til Þýska- lands á námskeið sem KSÍ heldur í samvinnu viö íþróttaháskólann í Köln. Þeir sem fóru voru eftir- taldir: Guðni Kjartansson, Guð- mundur Ólafsson, Aðalsteinn Örnólfsson, Sigurður Þorsteins- son, Kjartan Másson, Pálmi Ing- ólfsson, Bjarni Jóhannsson, Þórir Bergsson, Ingvar Jónsson, Gunn- ar Örn Gunnarsson, Ólafur Jó- hannesson, Janus Guðlaugsson, Guðjón Þórðarson, Úlfar Daníels- son, Vanda Sigurgeirsdóttir, Hörður Hilmarsson, Jóhann Torfason, Margrét Sigurðardótt- ir, Eiríkur Sigfússon, Þórður Lár- usson, Ásgeir Elíasson, Gylfi Gíslason, Hinrik Þórhallsson, Sigurbjöm Hjaltason, Vignir Daðason, Njáll Eiðsson, Eiríkur Björgvinsson, Lýður Skarphéð- insson, Ragna Lóa Stefánsdóttir og Vignir Baldursson. Þór Símon Ragnarsson fór með á vegum KSÍ og Páll Guölaugsson, landsliðs- þjálfari Færeyja, bætist í hópinn. Þeir Bjami Jóhannsson og Guð- jón Þórðarson fara síöan áfram á ráðstefnu þjálfarasambands Evr- ópu í Bratislava. Hrikalegt kæruleysi - ísland sigraði slakt lið Tékkóslóvakíu öðru sinni, 25-23 Taki íslensku landsUðsmennirnir í handknattleik sig ekki alvarlega saman í andlitinu á þeim tíma sem eftir er fram að b-keppninni í hand- knattleik snemma á næsta ári er ekki hægt að búast við merkilegum árangri á því mikilvæga móti fyrir íslenskan handknattleik. Leikur íslenska landsliðsins í gærkvöldi gegn Tékkum einkenndist af hrika- legu kæruleysi og var engu líkara en hlutirnir ættu aö gerast af sjálfu sér. Slíka framkomu er ekki hægt að líða hjá landsliðsmönnum og er þeim til skammar þegar allir vita að þeir geta gert aíbragðsgóða hluti. Það á að vera metnaðarmál allra handknattleiksmanna að fá að leika í landsliði en þegar slíkt tækifæri gefst á ekki aö nota það með þeim hætti sem þorrinn af landsliðsmönnum gerði í gær- kvöldi. Og ef leikmenn landsliðsins gera ekki bragarbót á leik sínum á áhorfendum á komandi landsleikj- um hér heima enn eftir að fækka. Að vísu vannst sigur, 25-23, í leikn- um í gærkvöldi en hann átti að vera mun stærri og öruggari en tölurnar gefa til kynna. „Viö vor- um kærulausir og hættum þegar staðan var 24-20. Tékkarnir eru ekki með sterkt lið og við eigum að vinna þá með mun meiri mun en í þessum tveimur leikjum," sagði Sigurður Valur Sveinsson, fyrirhði íslenska liðsins, eftir leik- inn. Það eru orð að sönnu hjá Sigurði að Tékkarnir eru ekki með sterkt hð í dag og raunar er þetta eitt slak- asta lið sem Tékkar hafa sent til íslands. Það sem fyrst og fremst fór úrskeiðis í gærkvöldi hjá íslenska liðinu var varnarleikurinn og þar stóðu menn staðir í tíma og ótíma. Slakar tékkneskar skyttur fengu að skjóta óáreittar á íslenska mark- ið gegn Guðmundi Hrafnkelssyni varnarlausum. Örlítill neisti var í sóknarleiknum og hann eilítið betri en í fyrri leiknum en betur má ef duga skal. Vissulega er landsliðið nú í upphafssporum undirbúningsins fyrir b-keppnina og landsliðsþjálfarinn eðlhega að prófa alla skapaða hluti og ekki hægt að búast við toppleik hjá landsliðinu ef litiö er á dagatal- ið. En það er sjálfsögð krafa að landsliðsmenn leggi sig fram og beijist til síðustu mínútu þegar þeir leika fyrir íslands hönd í stað þess að spranga um sahnn eins og þeir eigi heiminn með kæruleysið að leiðarljósi. Slíkt er alveg óþo- landi þegar landsliðið á í hlut og gildir þá einu um hvaða íþrótta- grein er að ræða. Og sérstaklega er erfltt að horfa á shka framkomu leikmanna sem eru að vinna sér sess í landsliðinu. Skástir í íslenska liðinu í gær voru þeir Konráð Olavsson og Birg- ir Sigurðsson og voru þeir raunar bestu menn vallarins. -SK ísland - Tékkóslóvakía 25-23 (12-11) 0-2, 1-2, 2-2, 3-5, 5-5, 7-5, 8-6, 9-7, 10-9, 10-11, (12-11), 13-11, 16-13, 16-14, 17-14,18-15,18-16,19-16, 20-16,20-17, 21-17,22-18, 23-19, 23-21,23-22, 24-22, 24-23, 25-23. Mörk íslands: Konráð Oiavsson 10/2, Birgir Sigurðsson 5, Siguröur V. Sveinsson 4, Sigurður Sveinsson 3, Sigurður Bjarnason 2, Óskar Armanns- son 1. Mörk Tékkóslóvakíu: Sediacek 5, Lipták 4/2, Hudak 3, Holesá 2, Zdenek 2, Házl 2, Tonar 2, Folta 1, Frantiscek l og Suma 1. Varín skot: Guðmundur Hrafnkeisson 7, Mesiarik 6/1, Svajien 4/1. Brottrekstrar: ísland 10 mínútur, Tékkóslóvakia 6 mínútur. Sóknamýting: ísland 45/25 = 55%, Tékkóslóvakía 46/23 = 50%. Dómarar: Broman og Biademo frá Svíþjóð. Skrautiegir og skemmthegir. Áhorfendur: 600. Birgir Sigurösson lék vel í gærkvöldi, eins og í fyrrakvöld, og skoraði fimm mörk, flest eftir línusendingar Sigurðar Vals Sveinssonar. Einar var óstöðvandi - þegar Tindastóll vann Snæfell, 69-83 Þannig skoruðu liðin mörhin: ISLAND 25 Mörk úr víta- köstum eru talin með þar sem þau unnust TEKKOSLOVAKIA 23 % 3 3 1 ■ Langskot 0 Gegnumbrot ■ Horn □ Lína □ Hraðaupphlaup Uppgjafaleikmenn - voru gulls ígildi í leik Víkinga og ÍS Kristján Sigurðsson, DV, Stykkishólmi: Tindastóll vann sannfærandi sigur á Snæfehi, 69-83, í Stykkishólmi í gærkvöldi. Eftir jafnar upphafsmín- útur náði Tindastóll forystunni og haföi leikinn í hendi sér það sem eft- ir var - fjölbrautaskólanemum frá Sauðárkróki til mikillar ánægju en þeir mættu með tól og tæki með sér og lýstu leiknum beint til heima- byggðarinnar! Tindastóll lék þennan leik mjög skynsamlega og spilaði vörnina eins og þarf gegn Snæfelli. Bakveröirnir voru teknir gríðarlega stíft og fram- arlega þannig að þeir komu boltan- um ekki inn á stóru mennina. Eftir að Tindastóll komst yfir spilaði liðið langar sóknir og þá náði Snæfell ekki að ógna því, sama hvort beitt var svæðisvöm eða pressuvörn. Einar Einarsson var yfirburða- maður hjá Tindastóh og skoraði níu þriggja stiga körfur. Honum mistókst varla skot og skoraöi ,oft úr erfiðri aðstöðu. Ivan Jonas fór í gang i róleg- heitum, hann leikur ekki áferðarfall- egan körfubolta en skhar því sem hann á að gera. Valur Ingimundar- son hafði hægt um sig en var þokka- legur í vörninni. Rúnar Guðjónsson hélt Snæfelli á floti í fyrri hálfleik, skoraði grimmt og hélt Val niðri. í síðari hálfleik tóku Tim Harvey og Bárður Eyþórsson við aðalhlutverkunum. Tim var sér- staklega sterkur í sóknarfráköstun- um og Bárður fór að renna sér í gegn- um vörn Tindastóls hvað eftir annað. Hins vegar var Karl Guðlaugsson, leikmaður 2. umferðar hjá DV, heill- um horfinn og skoraði ekki stig. Snæfeh (27) 69 Tindastóll(40) 83 8-6, 12-18, 16-22, 26-38, (27-40), 33-42, 48-61, 55-69, 63-81, 69-83. Stig Snæfells: Tim Harvey 23, Bárður Eyþórsson 20, Rúnar Guð- jónsson 16, Hjörleifur Sigurþórs- son 8, Hreinn Þorkelsson 2. Stig Tindastóls: Einar Einarsson 33, Ivan Jonas 25, Valur Ingimund- arson 15, Kristinn Baldvinsson 7, Hinrik Gunnarsson 2, Karl Jóns- son 1. Vhlur: SnæfeU 19, Tindastóh 11. Vítanýting: Snaefell 40%, Tinda- stóll 77%. 3ja stíga körfUr: Snæfell 1, Tinda- stóll 11. Dómarar: Ámí Sigurlaugsson og Brynjar Þorsteinsson, þokkalegir. Ahorfendur: 350. Þrír leikir voru í gærkvöldi á ís- landsmótinu í blaki. Karlalið ÍS vann Skeiðamenn i bragðdaufum þriggja hrinu leik. Tveir kvennaleikir fóru fram, Stúdínur mættu Víkingum og Breiðabhk lék gegn HK. Það var greinilega svolítill tauga- strekkingur í leikmönnum ÍS og Vík- ings. Leikurinn var sveiflukenndur og það lið, sem átti betri uppgjafir hverju sinni, réð ferðinni. Víkingar réðu lögum og lofum í byrjun en gerðust of kærulausir og hleyptu Stúdínum upp að hlið sér, 13-13. Endaspretturinn var þó Vík- inga og unnu Víkingsstúlkur, 15-13. IS-ingar sneru blaðinu við í næstu hrinu og hreinlega rúlluðu yflr sof- andalega andstæðingana, 15-8. Hér voru það einkum góðar uppgjafir Jónu Hörpu Viggósdóttur, sem geröu útslagið. Mikill barningur var í næstu hrinu en Víkingum tókst þó að knýja fram sigur í henni en engu mátti muna, 17-16. Fjórða hrinan varð sú síðasta og hún reyndist Víkingum nokkuð auðveld, 15-11. Að öðrum ólöstuðum í liði Víkings átti Jóhanna Katrín Kristjánsdóttir bestan leik. „Sálrænn baklás" „Eftir sigur í fyrstu hrinunni kom upp eitthvert óskiljanlegt stress í stelpunum, það var eins og þær færu í sálrænan baklás. Þær náðu sér svo ekki niður fyrr en í fjórðu hrinu en þá var þaö um seinan," sagði Skjöld- ur Vatnar Björnsson, þjálfari HK, en stúlkurnar hans urðu að láta í minni pokann fyrir UBK í gærkvöldi, 1-3: 15-12, 4-15, 13-15 Og 14-16. Mirka Marikova var best HK-inga en Oddný Erlendsdóttir stóð upp úr í Uði Breiðabliks. ........................-gje Þeir ensku heppnir að sigra Tyrkina - Þýskaland, Holland og Júgóslavía með góða stöðu 1 riðlunum Englendingar standa best að vígi í 7. riðh Evrópukeppni landsliða í knatt- spymu eftir heppnissigur á Tyrkjum, 1-0, á Wembley í gærkvöldi. Alan Smith skoraði sigurmarkið með skalla á 21. mínútu eftir fyrirgjöf frá Stuart Pearce. Pólverjar og írar skildu jafnir í Pozn- an, 3-3, og þar með dugir Englendingum jafntefli í Póhandi í lokaleiknum til aö komast í úrshtin í Svíþjóð. írar komust í 1-3 í síðari hálfleiknum. Piotr Czac- howski, Jan Furtok og Jan Urban skor- uðu fyrir Pólveija en Paul McGrath, Andy Townsend og Tony Cascarino fyr- ir íra. Staðan í 7. riðli: England............5 3 2 0 6-2 8 írland.............5 1 4 0 10-5 6 Póhand.............5 2 2 1 7-5 6 Tyrkland...........5 0 0 5 0-11 0 Naumur sigur Tékka Tékkar sigruðu Albani, 2-1, í 1. riðli í Olomouc, frammi fyrir aðeins 2.366 áhorfendum. Karel Kula og Ludovit Lancz komu Tékkum í 2-0 en Hysen Zmijani minnkaði muninn fyrir Albani. Staðan í 1. riðli: Frakkland...........7 7 0 0 17-5 14 Tékkósl.............7 5 0 2 11-7 10 Spánn...............6 2 0 4 15-11 4 ísland..............7 2 0 5 6-7 4 Albanía.............7 1 0 6 2-21 2 Skotar töpuðu Rúmenar sigruðu Skota, 1-0, í Búkarest í 2. riðli, og þar með eiga þrjú lið sigur- möguleika í riölinum, Rúmenar, Skotar og Svisslendingar. Sviss stendur þest að vígi og dugar líklega jafntefh í lokaleik sínum, í Rúmeníu. Þaö var Gheorghe Hagi sem skoraöi sigumark Rúmena á 73. mínútu úr vítaspyrnu. Búlgaría vann San Marínó, 4-0, með mörkum frá Hristo Stoichkov, Zlatko Yankov og Nikolai IUev. Staðan í 2. riðli: Sviss............ 7 4 2 1 19-6 10 Skotland...........7 3 3 1 10-7 9 Búlgaría...........7 3 2 2 13-7 8 Rúmenía............6 3 12 11-6 7 San Marínó.........7 0 0 7 1-28 0 Júgóslavar í vand- ræðum með Færeyinga Júgóslavar lentu í óvæntum vandræð- um meö Færeyinga þegar þjóðirnar mættust á heimavelli Færeyinga í Landskrona í Svíþjóð. Þeim tókst þó að sigra, 0-2, og skoraði Vladimír Jugovic á 18. mínútu og Dejan Savicevic á 79. mínútu. Norður-írar unnu Austurríki, 2-1, í Belfast. Iain Dowie og Kingsley Black komu írum í 2-0 en Leo Lainer minnk- aði muninn. Júgóslavar standa best að vígi og þeim dugar væntanlega jafntefli í Austurríki í lokaleiknujh th að komast í úrslitakeppnina. Staðan í 4. riðli: Júgóslavía..........7 6 0 1 22-4 12 Danmörk.............7 5 1 1 16-6 11 N-Írland............7 2 3 2 10-9 7 Austurríki.........7 1 1 5 0-12 3 Færeyjar...........8 1 1 6 3-26 3 Stórsigur Þjóðverja Þjóðverjar náðu undirtökunum í 5. riðli meö því að sigra Walesbúa, 4-1, í Nurnberg. Andy Möller, Rudi Völler og Karl-Heinz Riedle skoruðu fyrir Þjóð- verja á síðustu 11 mínútum fyrri hálf- leiks og Thomas Doh kom þeim í 4-0. Paul Bodin lagaöi stöðuna fyrir Wales undir lokin með marki úr vítaspyrnu. Dean Saunders hjá Wales var rekinn af velh í byrjun siðari hálfleiks fyrir að brjóta á Doll. Þó Þjóöverjar standi nú best að vígi þurfa þeir að sigra í Belgíu til að hrista Walesbúana af sér. Staðan í 5. riðli: Wales.............5 3 117-6 7 Þýskaland.........4 3 0 1 8-4 6 Belgía............5 2 1 2 7-5 5 Lúxemborg.........4 0 0 4 2-9 0 Holland stendur vel Hohendingar eru með góða stöðu í 6. riðh eftir 1-0 sigur á Portúgölum í Rott- erdam. Richard Witschge skoraði sigur- markið á 20. mínútu og möguleikar Portúgala og Grikkja að ná Hollending- um eru nú takmarkaðir. Staðan í 6. riðli: Hohand..............7 5 1 1 15-2 11 Portúgal............7 4 12 10-4 9 Finnland............7 1 4 2 5-6 6 Grikkland...........4 2 118-55 Malta...............7 0 1 6 2-23 1 -VS íþróttir Einar í bann - fyrir útistöður við dómara Einar Guðmundsson, leikstjórn- andi Selfossliðsins í 1. deild karla í handknattleik, verður fjarri góðu gamni á föstudagskvöldið er Selfoss mætir Víkingum í 1. deildinni á Sel- fossi. Aganefnd HSÍ dæmdi Einar í eins leiks bann en hann fékk að sjá rauða spjaldið eftir leik Selfoss og Fram á Selfossi í 1. umferð íslandsmótsins. Einar lenti þá í útistöðum við annan dómara leiksins og mátti teljast heppinn að fá ekki lengra bann. Aga- nefndin dæmir í vetur í málum á þriðjudögum og taka dómar nefndar- innar gildi frá hádegi á fimmtudegin- um þar á eftir. Víkingar verða heldur ekki með fullskipað lið gegn Selfyssingum á föstudagskvöldið en Sovétmaðurinn í liði þeirra, Alexej Trúfan, er meidd- ur. Selfyssingar búast við miklu fjöl- menni á leikinn gegn Víkingum og hafa þeir ákveðið að vera með for- sölu aðgöngumiða í anddyri kaupfé- lagsins á fimmtudag og föstudag kl. 16-18, báðadagana. -SK Heima og heiman - hjá Valsmönnum og Hapoel Rshion Valsmenn hafa komist að sam- komulagi við ísraelska liðið Hapoel Rshion að leika fyrri leik hðanna í Reykjavík 3. nóvember og þann síð- ari í ísrael 9. nóvember. Um tíma voru þær hugmyndir viðraðar að Valsmenn lékju báða leikina ytra en þegar á reyndi tókst ekki að ná sam- komulagi um þann möguleika. „Þessi niöurstaða er okkur dýr en að senda lið til ísrael er afar kostnað- arsamt. í ísrael er reglugerð í gildi um að ef félagslið komast áfram í 2. umferð fái þau ekki leyfi að leika báða leikina í heimalandi mótheij- ans. Fyrst þetta var niöurstaðan eig- um við með eðlilegum leik að komast áfram í 3. umferð Evrópukeppninn- ar. Svissneska liðið Grasshoppers er óskaliðið í 3. umferð," sagði Bjarni Ákason, formaður handknattleiks- deildar Vals, í samtali við DV í gær. Danskir dómarar munu dæma leikinn í Reykjavík en í leikinn í ísra- el koma dómarar frá Tyrklandi. Ákveðið hefur verið að Víkingar leiki fyrri leik sinn gegn Avidesa i Evrópukeppni félagsliða í Valencia 3. nóvember. Síðari leikurinn verður í Reykjavík 10. nóvember. -JKS Avidesa á toppnum - Júlíus skoraöi 5 og Geir 3 Geir Sveinsson og félagar í Alzira Avidesa tóku í gærkvöldi forystuna í sínum riðli í spænsku úrvalsdeild- inni í handknattleik með því að sigra Valladolid, 27-20. Geir skoraði 3 mörk í leiknum. Avidesa er greini- lega í góðu formi en liðið mætir Vík- ingum í IHF-keppninni í næsta mán- uði eins og kunnugt er. Júlíus Jónasson skoraði 5 mörk fyrir Bidasoa sem vann Puleva Mar- ist Malaga, 27-22, eftir 14-12 í hálf- leik. Bogdan Wenta og Fernando Bolea gerðu 7 mörk hvor fyrir Bida- soa. Þá gerðu Granollers og Barce- lona jafntefli, 26-26. Eftir 5 umferðir er Avidesa með 9 stig, Bidasoa 8, Granollers 8 og Barcelona er nú í 4. sætinu með 7 stig. -VS Glæsimark Þorvalds - Kýpur og ísland skildu jöfn, 1-1 Kýpur og ísland skildu jöfn, 1-1, í vináttulandsleik í knattspymu sem Iram fór í Lamaca á Kýpur í gær. Kýpurbúar náöu forystunni með fahegu marki eftir auka- spyrnu frá vítateig um miðjan fyrri hálfleik en á 55. mínútu jafnaöi Þorvaldur Örlygsson með glæsi- legu skoti af 20 metra færi eftir að Sigurður Jónsson haföi rennt bolt- anum tíl hans úr aukaspymu, „Fyrri hálfleikurinn var slakur en sá síðari mun betri. Það var þó htið um færí, en markvörður Kýp- ur varöi vel frá Atla Einarssyni sem var kominn í ágætt færi. Seinni hálfleikurinn einkenndist af því að dómarinn, sem var heima- maður, dæmdi mjög mikið og Kýp- urbúarair gengu á lagið og lágu eins og ketthngar um allan völl eft- ir hvert návígi," sagði Guðmundur Pétursson, formaöur landshðs- nefndar KSÍ, í samtah við DV í gærkvöldi. Guðmundur sagði að Sigurður Jónsson heföi átt góðan leik á miðj- unni og Valur Valsson sem aftasti maður í vöm. Þá hefói Baldur Bjarnason leikið vel í siðari hálf- leiknum og Friðrik Friðriksson markvörður gripið vel inn í leik- inn. „Dómgæslan var orðin hlægheg I seinni hálfleiknum. Atli Einars- son var kýldur og fékk síðan takka í andlitið. Þaö var hiti í mönnum og lá við slagsmálum undir lokin," sagöi Andri Marteinsson, lands- hðsmaður úr FH. Leikurinn fór fram í logni og 20 stiga hita og aö sögn Guðmundar vom aðstæður mjög góðar. Allir 16 leikmennirnir tóku þátt í leiknum en hðið var þannig skip- að: Birkir Kristinsson (Friðrik Friðriksson) - Valur Valsson, Sæv- ar Jónsson, Ath Helgason (Kristinn R. Jónsson) - Andri Marteinsson (Ólafur Kristjánsson), Sigurður Jónsson, Þorvaldur Örlygsson, Arnór Guðjohnsen, Baldur Bjama- son - Eyjólfur Sverrisson (Hlynur Stefánsson), Hörður Magnússon (Atli Einarsson). Atli Helgason lék sinn fyrsta landsleik í gærkvöldi og Ath Ein- arsson annán. Þorvaldur Öriygsson lék sinn 20. landsleik og skoraði í öðmm leikn- um í röö. Amór Guðjohnsen var fyrirliði landsliðsins í fyrsta skipti. ísland hefur nú leikið flóra lands- leiki röö án taps, unnið 2 leiki og gert 2 jafnteflL Það gerðist síöast árið 1984, en mest hefur ísland leik- ið fimm leiki í röð án þess að tapa, 1974-1975 og 1981-1982. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.