Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1991, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.10.1991, Síða 26
34 FIMMTUDAGUR17. ’OKTÓBER T99F Tippaðátólf_____________ Kópavogsbúi tók tóKuna Úrslit hafa verið óvænt í ensku knattspyrnunni undanfarnar vikur og var potturinn orðinn þrefaidur þegar Kópavogsbúi tók sig til og hirti ailan fyrsta vinninginn, 1.664.274 krónur. Hann tippaði fyrir 700 krón- ur á opinn seðil. Setti eitt merki á sjö leiki en tvö merki á fimm leiki. Auk tólfunnar fékk hann fimm ellefur og tíu tíur. 700 króna seðill gefur því af sér 1 x 1.664.274 krónur + 5 X 25.493 krónur + 10 x 2.152 krónur = 1.813.259 krónur. Dálaglegur skild- ingur það. Alls seldust 174.428 raðir. Fyrsti vinningur var 1.664.274 krónur og rennur óskiptur til Kópavogsbúans. Annar vinningur, 331.413 krónur, skiptast milli 13 raða með 11 rétta. Hver röð fær 25.493 krónur. Þriðji vinningur, 331.413 krónur, skiptist milli 154 raða með tíu rétta og fær hver röð 2.152 krónur. Framar eru komnir heim Fram endurheimti efsta sætið á félagaáheitalistanum enda eru Framarar komnir heim frá Grikk- landi eftir Evrópuleikinn við Panat- hinaikos. Fram fékk áheit 10.907 raða, KR fékk áheit 8.291 raða, ÍBK fékk áheit 7.557 raða og Valur áheit 7.268 raða. Hvergerðingar birtust 'á listanum í 9. sæti með 3.509 raðir. Það er greinilegt að nokkrir tipparar þar eru djarfir þegar potturinn er stór. Getraunaspá fjölmiðlanna > Q <3 c Q. i_ *o _£0 -Q c c ' <D H— (U > r* 0 :0 4-» Jf> (U 0 c c E ‘> «0 ;0 =j O) (U > 4-» ‘3 w 15 LO 00 3 «0 > -O. h“ !a G ~GQ £ u_ < < LEIKVIKA NR.: 42 Chelsea Liverpool X 1 2 2 X 2 1 2 1 2 Coventry Crystal P X 1 X 1 1 1 1 1 1 1 Everton AstonVilla 1 1 1 1 1 1 1 1 2 2 Luton Sheff.Wed 2 1 2 1 2 2 X 2 1 X Manch.Utd Arsenal 1 1 1 X 1 1 1 1 1 1 Notts County Leeds 2 1 X 2 2 X 2 2 2 2 Oldham WestHam 1 1 2 1 X 1 1 X X X Sheff.Utd Nott.For 2 1 2 1 2 2 2 1 X X Southampton Norwich 1 1 1 1 X 1 X X 1 1 Tottenham Manch.City 1 1 X 1 1 1 1 1 2 X Wimbledon Q.P.R 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 Grimsby Middlesbro 2 1 2 2 X 2 2 2 1 X Árangur eftir sjö leikvikur.: 41 41 41 42 40 43 46 36 35 36 Enska 1. deildin L HEIMALEIKIR U J T Mörk U ÚTILEIKIR J T Mörk S 11 4 2 0 12-1 Manch.Utd 4 1 0 6 -2 27 12 4 2 0 12-6 Leeds 2 3 1. 8 -4 23 11 4 1 1 14 -8 Arsenal 2 1 2 12 -9 20 12 5 0 1 16 -7 Sheff.Wed 1 2 3 5 -7 20 12 4 1 2 10 -3 Coventry 2 1 2 5 -7 20 12 3 0 3 8 -8 Manch.City 3 1 2 7 -7 19 12 2 3 1 12 -8 Chelsea 2 2 2 9-10 17 12 4 0 2 14 -9 Wimbledon 1 2 3 7-10 17 11 3 1 2 11 -12 Crystal P 2 1 2 9-11 17 11 3 1 1 12 -9 Nott.For 2 0 4 9 -8 16 12 3 3 0 12-5 Everton 1 1 4 7-11 16 9 1 0 2 4-5 Tottenham 4 1 1 13 -9 16 10 3 2 0 8 -4 Liverpool 1 2 2 3 -4 16 12 3 1 2 10 -4 Aston Villa 1 2 3 6-10 15 12 2 3 1 7-6 Norwich 1 3 2 8-11 15 12 2 1 3 7 -12 Notts County 2 2 2 8 -7 15 11 3 2 1 12 -8 Oldham 1 0 4 5-9 14 12 1 2 3 5-7 West Ham 1 3 2 7 -9 11 12 0 4 2 5 -9 Q.P.R 1 2 3 5-10 9 12 1 1 4 4 -13 Southampton 1 2 3 6 -8 9 12 2 2 1 5 -4 Luton 0 1 6 1 -23 9 12 1 2 3 4-8 Sheff.Utd 0 1 5 10-18 6 Enska 2. deildin HEIMALEIKIR ÚTILEIKIR L U J T Mörk U J T Mörk S 13 6 1 0 12 -1 Middlesbro 2 1 3 7-9 26 12 5 0 1 12-9 Ipswich 2 3 1 10 -9 24 11 4 1 1 13 -5 Cambridge 3 0 2 9 -9 22 11 4 1 1 13-7 Swindon 2 1 2 13 -8 20 11 4 0 2 9 -7 Charlton 2 2 1 7 -5 20 12 3 1 2 11 -7 Derby 2 3 1 7 -6 19 11 2 1 2 7 -7 Wolves 3 2 1 10 -6 18 11 3 2 1 9 -5 Blackburn 2 1 2 6 -6 18 11 4 1 0 8 -1 Portsmouth 1 2 3 4-9 18 13 2 4 0 6 -4 PortVale 2 0 5 6-10 16 12 4 2 1 9 -7 Bristol City 0 2 3 6-12 16 11 4 0 1 9 -3 Leicester 1 1 4 4-14 16 11 2 3 0 10 -8 Tranmere 1 3 2 6 -6 15 11 2 1 3 8 -9 Southend 2 2 1 4 -3 15 12 2 2 2 11 -10 Brighton 2 1 3 8-11 15 11 2 0 3 9 -9 Millwall 2 2 2 11 -10 14 12 2 2 1 9-6 Sunderland 2 0 5 12-16 14 11 1 2 3 10-12 Grimsby 3 0 2 7 -8 14 13 3 0 4 7-11 Barnsley 1 2 3 6 -9 14 11 2 0 3 6 -7 Watford 2 1 3 7 -7 13 11 3 1 2 10-8 Oxford 0 0 5 4 -11 10 12 1 4 1 10 -9 Newcastle 1 0 5 7 -14 10 11 2 1 2 10-10 Bristol Rov 0 1 5 3-10 8 11 2 1 2 6-10 Plymouth 0 1 5 8-16 8 Jafnt mjög í AX-hópleiknum Nú eru þijár vikur eftir í AX-hóp- leiknum. Leikurinn stendur yfir í tíu vikur og gildir besta skor átta vikna. AX-bifreið er í vinning. Leikurinn er mjög jafn. Efstu hópunum gekk iila og þeir sem voru neðar sóttu sig. Fjórir hópar: B.K., G.B.P., FÁLKAR og HÓP-SEX eru efstir með 70 stig, BOND, EMMESS, GÁSS, GULLNA- MAN og SÆSTEINN eru með 69 stig og WOLVES, ÓG, SEYÐUR, MAGIC- TIPP og POSTULAR með 68 stig. Aðrir eru með minna. Það er ekki ólíklegt að nokkrir hópar verði jafnir að lokum og þurfi að heyja bráða- bana. Sex stiga leikur áOld Trafford Það má búast við því að margir knattspyrnuáhugamenn verði heima við á laugardaginn.og sitji við sjón- varpið þegar Manchester United tek- ur á móti Arsenal á Old Trafford í Manchester. Leikurinn verður sýnd- ur beint í sjónvarpinu og hefst klukk- an 13.55. Manchesterliðið er með sjö stiga forystu á Arsenal og þætti ekki miður að auka hana í tíu stig. Hurlock kominn aftur til Englands Terry Hurlock, hinn gallharði mið- vallarspilari hjá Reading, Brentford, Millwall og síðast Rangers, er kom- inn til Southampton. Framkvæmda- stjóri Southampton, Ian Branfoot, leist ekki nógu vel á liðiö því hann greiddi 400.000 pund fyrir Hurlock sem er orðinn 33 ára. Hurlock var hjá Rangers í rúmt ár en náði ekki að festa sig í sessi. Sheffield Unlted kaupir fyrir metupphæð Þó svo að miklir stormar geisi oft í búningsherbergjum liða er það merkilegt hve leikmenn og fram- kvæmdastjórar eru oft hændir hver að öðrum. Margir framkvæmdastjór- ar kaupa leikmenn frá sínum gömlu liðum ef þeir skipta um starf. Dave Bassett, framkvæmdastjóri Sheffield United, hefur verið iðinn við að kaupa leikmenn sem hafa áður spilað fyrir hann. Sá hinn síðasti í röðinni er miðvörðurinn Brian Gayle sem var keyptur frá Ipswich fyrir 800.000 pund. Það er nýtt met hjá Sheffield- liðinu. Sheffield seldi nýlega Vince Jones sem spilaði einmitt fyrir Bas- sett hjá Wimbledon og notar kaup- verðið til að næla í Brian Gayle. Gayle hefur áður spilað með Manc- hester City og Wimbledon en fram- kvæmdastjóri Wimbledon á þeim tíma var einmitt Dave Bassett. Walsh útilokaður fráTottenham Paul Walsh, hinn víðförh framheiji Tottenham er í slæmum málum. Eft- ir öllum sólarmerkjum að dæma er ferli hans með Tottenham lokið. Honum hefur verið bannað að koma á keppnisvöll félagsins, White Hart Lane, svo og æfingasvæðið Mill Hill. Ástæðan er kjaftshögg sem hann veitti Ray Clemence varaliðsþjálfara. í leik varaliðsins gegn Charlton, sem Walsh hefur spilað fyrir, benti Clemence Walsh að koma út af. Walsh var greinilega ekki ánægður og henti treyjunni í Clemence sem henti henni til baka. Þá trylltist Walsh og barði Clemence nokkur högg. Walsh var samstundis settur á sölulista og sektaður um tveggja vikna laun. Nú á hann enga framtíð lengur með Tottenham en hefur ver- ið lánaður til QPR í að minnsta kosti jnánuð. . . 1 Chelsea - Liverpool X Liverpool tók Chelsea í kennslustund á Stamford Bridge í fyrravetur en nú hafa aðstæður breyst. Chelsea er styrkara og Liverppol veikara. Lykilmenn Liverpool-liðsins eru meiddir og Graham Souness hefur meira að segja látið sjá sig í herklæðum liðsins á varamannabekknum, En það er aldrei hægt að afskrifa Liverpool þannig að sigur í fyrra breytist í jafntefli nú. 2 Coventry - Crystal Palace X Coventry hefur gengið betur í vetur en við vár búist. Liðið lenti í basli í vor og urðu leikmenn að taka á öllu sem þeir áttu til að bjarga sér frá falli. Leikmenn Crystal Palace spila af krafti. Sumir segja of miklum krafti því þeim hefur verið vísað töluvert af velli blessuðum. Stórmeistarajafntefli er við hæfi. 3 Everton - Aston Villa 1 Ef leikmenn Everton spila svipað því sem við sáum í sjón- varpinu er Tottenhamvöminni var splundrað, má búast við sigri Goodisonmanna. Peter Beardsley er potturinn og pann- an j leik liðsins og Pólverjinn Robert War2ycha eldsnöggur á kantinum hægra rnegixm. Tony Cottee bíður í vítateignum og hremmir knöttinn þegar hann kemur þangað. 4 Luton - Sheffield W. 2 Leikmenn Luton hafa skorað sex mörk í 12 Ieikjum eða nákvæmlega mark í öðrum hverjum leik. í fjórum síðustu leikjum sínum hefur liðið skorað eitt mark. Það virðist því vera spuming um þaó hvort leikmenn Shefiíeldliðsins nái að skora eitt mark til að hirða öll þrjú stigin. 5 Manchester U. - Arsenal 1 Það er beðið eftir þessum leik með eftirvæntingu, jafnt í Englandi og hér á landi. Leikurinn verður sýndur beint í íslenska sjónvarpinu. Manchester United er með sjö stiga forystu á Arsenal sem hefur lagt hvert liðið á fætur öðru undanfamar vikur og sópað yfir þau. Peter Schmeichel, hinn danski markvörður Manchester United, hefur einungis fengið á sig eitt mark á heimavelli til þessa. 6 Notts County - Leeds 2 Leeds er laust við Evrópukepprú svo leikmenn geta ein- beitt sér að heimamótum. Liðið er í næstefsta sæti deildar- innar með 23 stig úr 12 leikjum. Hópurinn er sterkur. Marg- ir leikmenn hafa meiðst en aðrir komið í staðinn jafngóðir. Notts County hefur vissulega staðið fyrir sínu til þessa en lióið hefur þó sýnt veikleikamerki öðm hverju. 7 Oldham - West Ham 1 Það verður fróðlegt að sjá viðureign nýliðanna í 1. deild. Oldham hefur ekki tapað nema einum leik til þessa á heima- velh og West Ham unnið einn á útivelli. Vamir hðanna em frekar slakar og því má búast við markaleik. West Ham hefur ekki urrnið neinn af sex síðustu leikjunum á Boundary Park, tapað tveimur en gert jafiitefh fjórum sinnum. 8 Sheffield U. - Nottingham F. 2 Liðin hafa skipst á að sigra á Bramall Lane í hnífaborginni, frá stríðslokum hafa unnið sex sinnum hvort og gert eitt jafntefh. Nottingham-hðið er sterkara en heimaliðið, sem hefur mátt þola þung áföll í vetur. Hinir þolinmóðu og ungu gestir eiga efdr að fagna í rútubílnum á heimleiðinni. 9 Southampton - Norwich 1 Norwich hefur einungis tvisvar sinnum unnið Southampton á Dell-leikvanginum í Southampton í 27 síðustu leikjum hð- anna, frá stríðslokum. Southampton hefur gengið verr á heimavelli í haust en áður, því fjórir leikir af sex hafa tap- ast. Markatalan er einnig óhagstæð, því Southampton hefur skorað fjöru mörk en gestimir tuttugu og þrju. Þrátt fyrir það er það trú mín að Southampton taki alvarlega á heima- vallarvandamálinu í þessum leik. 10 Tottenham - Manchester C. 1 Tottenham hefur fariö iha með marga tippara undanfarin ár. Liðið er gersamlega óútreiknanlegt. Til dæmis hefur Tottenham tapað tveimur leikjum af þremur heima í haust. Manchester City hefur töluvert verið að bíta frá sér. Peter Reid, framkvæmdastjóri hðsins, sem einnig hefur spilað með, hður ekkert slen. En munuriim á þessum höum verð- ur Gary Lineker sem skorar hvert markið á fætur öðru. 11 Wilmbledon - QPR 1 „Það er erfítt fyrir okkur spilarana að einbeita okkur að knattspymu á Selhurst Park því að áhorfendur eru svo fáir þar," segir Terry Phelan, hinn eldfljóti bakvöröur Wimble- don. Wimbledon spilar heimaleiki sína á velli Crystal Palace og setur hvert áhorfendametið á fætur öðru. Ahorfendur voru 3.121 á leik hðsins gegn Sheffíeld Wednesday nýlega og það plagar leikmennina. Þó hafa þeir staðið sig sæmi- lega heima. QPR er í daufara lagi þessa dagana. 12 Grímsby - Middlesbrough 2 Middlesbro hefur unnið alla leiki sína á heimavelh en tapað helmingnum á útivehi. Liðið er þó enn í efsta sætí 2. deild- ar sem segir töluvert um styrk þess. Grimsby hefur ekki náð sér á strik á heimavelh.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.