Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1991, Blaðsíða 4
.MÁNL'ÍJAGUK '21. ÖKTÓBER 1991.
Fréttir
Jón Baldvin Hannibalsson um EB-EFTA viðræðumar í Lúxemborg:
Meiri líkur eru á að
samningar takist ekki
Jón G. Hauksson, DV, Lúxemborg;
Jón Baldvin Hannibalsson utanrík-
isráðherra segir að miðað við fengna
reynslu af Evrópubandalaginu, EB,
séu nú meiri líkur á að samningar
um evrópskt efnahagssvæði, EES,
sem hefjast í Lúxemborg í dag, takist
ekki.
„Ég er í raun hvorki bjartsýnn né
svartsýnn á stöðuna í máhnu. Þetta
getur brugðið til beggja vona.
Reynslan af viðræðunum til þessa
sýnir að meiri hkur eru á að þetta
takist ekki,“ sagði Jón Baldvin í sam-
tali við blaöamann DV við komuna
th Lúxemborgar í gær.
Að mati Jóns verður deilan um
þungaílutninga um Alpana meiri
hindrun á fundinum hér í Lúxem-
borg en deilan um fiskinn, fijálsan
markaösaögang sjávarafurða
EFTA-ríkjanna inn á markað Evr-
ópubandalagsins.
Alpamálió aðalhindrunin
„Ég tel að Alpamáhð verði aðal-
hindrunin. Grikkir, Hohendingar og
ítalir hafa algerlega hafnaö samn-
ingsdrögunum sem framkvæmda-
stjóm EB gerði við Svisslendinga á
dögunum. Þeir hafa skammast yfir
þessu og segja samkomulagið vera
oftúikað. Þessi ríki munu taka þessi
mál kröftuglega upp á fundinum. Ef
ekki tekst að beygja ríkisstjómir
þessara þriggja þjóða í málinu em
samningar um evrópskt efnahags-
.svæði úr sögunni.
Ég tel kröfur Evrópubandalagsins
um umferð þungaflutningabíla um
Alpana vera mjög ósanngjamar. Þær
ganga gegn umhverfisvemd og bera
vott um bölvaða frekju."
Varðandi fiskinn telur Jón Baldvin
að þrennt geti spiht samkomulagi. í
fyrsta lagi að Spánveijar harðneiti
samningunum en í tilboðinu sem nú
er rætt um er gert ráð fýrir minni
afla tíl har.da Spánveijum en á fund-
inum í Lúxemborg í sumar. í öðm
lagi geti samningar orðið ipjög erfið-
ir ef aðhdarþjóðir bandalagsins sýna
algeran ósveigjanleika. í þriðja lagi
sé það svo spumingin um svigrúm
Norðmanna en Evrópubandalagið
gerir fyrst og fremst kröfur á Norð-
menn í viðræðum um fiskinn.
„Ef við metum stöðu norsku ríkis-
stjómarinnar heima fyrir þá er hún
í sjálfheldu í málinu. Hún er í minni-
hluta og þarf aðstoð tveggja flokka í
stjómarandstöðu th að koma málinu
í gegn. Engu að síður er öllum Ijóst
að þessir samningar eru Norðmönn-
um lífsnauðsyn. Ef þeir em hins veg-
ar of dým verði keyptir em líkur á
að þeir verði ekki samþykktur í Nor-
egi.“
Dagar EFTAtaldir?
Jón vhdi ekkert tjá sig um hvort
við íslendingar gætum gengið að því
thboði sem Evrópubandalagið hefur
sett fram.
Hann telur fuhvíst að ef ekki næst
samkomulag á fundinum hér í Lúx-
emborg í dag sé viðræðunum um
evrópskt efnahagssvæði lokið. „Þetta
er búiö ef ekki gengur saman hér á
fundinum.“
Um hvað þá taki viö segir Jón lík-
legast að þau EFTA-ríki sem horft
hafa til EB sæki um aðhd. „Finnar
verða líklegast búnir að sækja um
fyrir vorið en Norömenn bíða eflaust
fram yfir kosningar."
Því má skjóta hér inn í að Austur-
ríkismenn og Svíar hafa þegar sótt
um aðhd að Evrópubandalaginu.
Gangi Finnar og Norðmenn inn líka
eru aðeins þrjú EFTA-ríki, ísland,
Sviss og Lichtenstein, fyrir utan
bandalagið. Dagar EFTA yrðu þá
nánast taldir.
Um það hvort tvíhhða viðræður
hefjist á milh íslendinga og Evrópu-
bandalagsins, fari viðræður um EES
út um þúfur, segir Jón að það komi
vart th greina og bætir við: „Hver á
þá að greiða sjóðsframlagiö og hver
á þá að veita bandalaginu fiskveiði-
heimhdir?"
Jón Baldvin sagði íslendinga ekki
hafa verið í beinu sambandi við þjóð-
arleiðtoga eins og Mitterrand Frakk-
landsforseta og Kohl, kanslara
Þýskalands. Þeir hafa opinberlega
lýst yfir fihlum stuðningi við sér-
stöðu íslendinga í máhnu.
„Við höfum komið okkar upplýs-
ingum á framfæri við sendiherra
þessara ríkja i Reykjavík. Eins hefur
fastafuhtrúi okkar hjá EFTA komið
upplýsingum á framfæri."
Jón bætir því við að vegna forfalla
hafi Hannes Hafstein, aðalsamninga-
maður íslands í viðræðunum, gegnt
formennsku í fiskimálanefnd EFTA
að undanfömu og þannig haft góða
aðstöðu th að fara ofan í saumana á
sjónarmiðum okkar.
í óformlegu thboði framkvæmda-
stjórnar EB í síðustu viku, th lausnar
máhnu, vom, að sögn norsku frétta-
stofunnar NTB, settar upp kröfur um
að EFTA-ríkin gæfu 32 mhljarða ís-
lenskra króna í þróunarsjóð EB.
Jón vhdi ekki staðfesta þessa tölu.
Hann sagði að ef lausn fengist á deh-
unni um fiskinn og flutningana um
Alpana yrði sjóðamálið ekki hindr-
un. „Upphæðir verða þá víðsfjarri
þeim kröfum sem EB hefur krafist."
Músarholusjónarmið
Jón segir að eitt af því sem geti ýtt
á samningsvilja EB í Lúxemborg í
dag séu loforð bandalagsins um að
vera efnahagslegur bakhjarl ný-
fijálsra ríkja Austur-Evrópu.
„Ef samningar um EES nást ekki
sýnir það öhum htla getu bandalags-
ins th að semja vegna sérhagsmuna-
hópa innan þess. Eg hef kallað þetta
músarholusj ónarmið. ‘ ‘
Jón segir ennfremur að þjóðarleið-
togar nýfrjálsra ríkja Austur-Evrópu
hafi fylgst grannt með viðræðum
EFTA og EB. Takist samningar ekki
nú muni það rýra traust þeirra á
bandalaginu og draga úr trú þeirra
á að þeir geti náð sams konar samn-
ingum við það.
„Staða þjóða Austur-Evrópu er að
því leytinu til verri þar sem þau eru
fyrst og fremst að biðja um markaðs-
aðgang fyrir sínar landbúnaðarvör-
ur. Þar eru þó sérhagsmunirnir hjá
bandalaginu mestir. Ef ekki kemur
til „Marshahaöstoð“ bandalagsins
við ríki Austur-Evrópu, sem þó er
aðeins í því fólgin að opna markaði,
fer illa fyrir þeim. Fallegar hugsjónir
um nýjan evrópskan arkitektúr nást
því ekki nema vemdarstefnu banda-
lagsins, framsóknarstefnunni, verði
hrint í burtu.“
í dag mælir Dagfari_____J — -_________
Davíð dregur línuna
A flokksráðsfundi Sjálfstæðis-
flokksins á föstudaginn gerðist það
helst og kannski það eina að Davíð
formaður Oddsson flutti ræðu.
Formaðurinn flutti ræðu um góðan
flokk og góða ríkisstjórn annars
vegar og vonda flokka og vonda
stjórnarandstöðu hins vegar. Var
sem sagt ekki annað að heyra en
formaðurinn væri harla ánægður
með ástandið eftir að hann tók við.
Hann segist að vísu vera staddur í
skuggasundi en „við munum fljótt
komast úr þessu skuggasundi“.
Allt voru þetta yfirlýsingar sem
bæði er skylt og rétt að viðhafa á
flokksráðsfundum þar sem saman-
komnir eru þeir máttarstólpar sem
eru sama sinnis. Menn verða aö fá
linuna. En Davíð geröi fleira í þess-
ari ræðu. Hann vék að þeim erfið-
leikum í landinu sem stafa af því
að fólk býr á ýmsum stöðum á land-
inu þar sem slæmt er að búa, að
minnsta kosti fyrir þá sem ekki búa
á þessum stöðum. Forsætisráð-
herra varpaði þess vegna fram
þeirri hugmynd hvort ekki væri
rétt að hjálpa þessu bágstadda fólki
th aö flytja burt frá þessum guð-
svoluðu stöðum þar sem okkur
hinum líður svo hla yfir að þar búi
fólk.
Forsætisráðherra segir aö sjóða-
sukkið og fyrirgreiðslan hafi komið
óorði á byggðapólitíkina og vill
breyta henni í þá veru að í staðinn
fyrir ógeðfellda byggðapóhtík
gangi menn í það að flytja fólkið
burt af landsbyggðiniii th að
byggðapólitík leggist niður. Þetta
er einfold lausn og afar snjöll hjá
formanni Sjálfstæðisflokksins því í
raun og veru nær það ekki nok-
kurri átt að fólk búi úti á landi án
þess að nokkur hafi beðið það um
að búa úti á landi. Það er bara fyr-
ir, þar sem þaö býr og það hefur
ekkert nema kostnað í för með sér.
Þess vegna vhl Davíð borga fólkinu
fyrir aö flytja og losna við það í
eitt skipti fyrir öh.
Ekki nefndi Davíð hvaða staði
hann hafði í huga. En þau eru
mörg krummaskuðin á landinu þar
sem fólk er að flækjast fyrir sjálfu
sér og öðrum og ríkisstjómin getur
stofnað sjóð sem fjármagnaður ér
með láni frá útlöndum til að fólk
geti sótt um styrk til að flyfja. Síðan
þarf að setja stjórn fyrir sjóðinn
sem tekur ákvörðun um það hveija
sé heppilegast aö flytja og þá hvert.
Þetta þurfa að vera góðir menn sem
skipast í stjómina og þeir þurfa að
ferðast um landið th að átta sig á
þvi hvaða fólk er til mestra vand-
ræða fyrir þjóðarbúið. Nefndin
þarf síðan að taka ákvörðun um
þaö hvaða staður liggur best viö
höggi.
Við skulum segja að nefndin
ákveði að leggja niður byggð í Ól-
afsvík. Það er nærtækt. Þar era
ekkert nema vandræðamenn og
útgerðin er á hausnum og fisk-
vinnslan og hæjarfélagið hka og
gott að byrja á svoleiöis stað. Svo
mundi nefndin ganga í hús og bjóða
fólki peninga fyrir aö flytja og þeir
sem ekki vhja flytja verða teknir í
karphúsið og það þarf að herða
sultarólina svo þeir eigi ekki ann-
arra kosta völ en samþykkja bú-
ferlaflutninga. Það má gera með
þvi að setja eftirlegukindurnar í
einangrun, stöðva aha vöruflutn-
inga á Nesiö, setja hafnbann á höfn-
ina og svelta þá síðan út eins og
gert var með tófuna í gamla daga.
Þannig getur forsætisráðherra
hugsaö sér að afnema hyggöapóli-
tíkina og leggja niður sjóðina með
því að stofna nýjan sjóð sem borgar
farið fyrir þá sem þurfa að flytja í
þágu þjóðarhags. Þetta er mikil
framtíðarsýn og heillandi viðfangs-
efni fyrir ríkisstjórnina og það
hlýtur að vera ofsalegur spenning-
ur í bæjunum allt í kring að kom-
ast í náðina hjá ráðherranum til
að verða fluttir sem fyrst. Bæjar-
stjórnir geta sent bænarbréf th rík-
isstjómarinnar og gert út sérstakar
sendinefndir með htabæklingum
th að lýsa þeirri hörmung sem fylg-
ir því að búa áfram þar sem fólkið
býr og knýja þannig á um skjóta
búferlaflutninga. Nú verður að
hafa snör handtök því það eru
margir um boðið þegar sú hug-
mynd verður að veruleika, að
leggja skuh niður byggðarlög og
bæjarfélög sem eru til ama fyrir
þá sem ekki búa í þessum bæjarfé-
lögum.
Davíð hefur gefiö línuna og dreg-
ið línuna mhh þeirra sem eiga rétt
á sér og hinna sem eiga aö hypja
sig með hafurtask sitt.
Dagfari