Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1991, Qupperneq 14
14
MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 1991.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar. blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVÍK, SÍMI (91 )27022 - FAX: (91)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð i lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Friðarverðlaunahafi:
Friðarverðlaun Nóbels komu í hlut Aung San Suu
Kyi, sem er leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Myanmar,
sem er betur þekkt undir nafninu Burma. Þessi kona
leiddi flokk sinn til mikils kosningasigurs í fyrra, en
hefur setið í stofufangelsi í þrjú ár og var jafnvel fangels-
uð þegar kosningabaráttan fór fram. Hún er gift bresk-
um manni og á með honum þrjú börn. Þau eru búsett
í Englandi og hafa ekki fengið að hafa samband við
Aung San Suu Kyi frá því að hún var hneppt í fangelsi.
í Burma situr herforingjastjórn að völdum, eftir að
hafa hrifsað þau til sín með gerræði og það er til marks
um einræðið og ofríkið í landinu að engin opinber til-
kynning hefur verið gefin út um verðlaunaveitinguna
og enginn hefur vogað sér að fagna eða tjá sig um nó-
belsverðlaun Aung San Suu Kyi.
Hinn vestræni heimur er fáfróður um ástandið í
Burma. Þó búa þar um íjörutíu milljónir manna og
Burma hefur verið vettvangur stríðsátaka og mikilla
atburða í síðari heimsstyrjöldinni. Aðalaritari Samein-
uðu þjóðanna, U Thant, kemur frá Burma. Það er til
marks um fáfræðina að fæstir höfðu hugmynd um að
landið héti nýju nafni og nafn friðarverðalaunahafans
var með öllu óþekkt þar til útnefningin átti sér stað.
Aung San Suu Kyi er persónugervingur þúsunda
annarra stjórnmálamanna, sem hafa barist fyrir lýð-
ræði í heimalöndum sínum og hafa síðan horfið spor-
laust. Amnesty International hefur verið eini aðilinn í
heiminum sem hefur gert tilraun cil að vekja athygli á
örlögum þessa fólks, sem hefur verið ofsótt vegna stjórn-
málaskoðana sinna. Að öðru leyti ríkir þögn og afskipta-
leysi um tilvist þess og verustaði, eftir að það hefur
verið fangelsað, pyntað og stundum drepið án dóms og
laga. í Asíu, Afríku og Ameríku úir og grúir af einræði
og herforingjastjórnum, sem hafa brotið lýðræðið á bak
aftur og svipta milljónir þegna þessara landa grundvall-
armannréttindum. Lýðræðið er fótum troðið, mannslíf
eru einskis virði og böðlarnir sitja í æðstu valdastólum.
Með því að veita Aung San Suu Kyi friðarverðlaun
Nóbels er verið að draga athyglina að þessu ástandi,
þeirri baráttu sem hugrakkir og frelsisunnandi stjórn-
málaleiðtogar heyja í hinum gleymdu og íjarlægu lönd-
um og þeim örlögum sem þeim eru búin. Þegar heims-
kommúnisminn er að líða undir lok og einræði hvers
konar á að vera á undanhaldi í heiminum, blasir við
sú staðreynd að tugir milljóna manna í þriðja heimin-
um, búa áfram við harðræði og kúgun.
Friðarverðlaun koma auðvitað að litlu gagni fyrir
þessa hugrökku konu, meðan hún situr á bak við lás
og slá. Verðlaunin ein eru fánýt uppskera, ef allt situr
við það sama í Burma. En vonin er sú að verðlaunaveit-
ingin hafi áhrif á almenningsálitið í heiminum og varpi
ljósi á gerræði herforingjaklíkunnar í Burma. Viður-
kenningin hlýtur að vera óþægileg fyrir herforingjana,
sem ekki geta lengur misþyrmt fólki og látið lýðræðis-
sinna hverfa sporlaust, ef þeir vilja taka þá'tt í samfé-
lagi þjóðanna. Sameinuðu þjóðirnar og aðrar áhrifa-
miklar stofnanir á alþjóðavettvangi eiga að láta slík
mál til sín taka. Það á ekki að þurfa nóbelsverðlaun til
að beita einræðisstjórnir þrýstingi.
Friðarverðlaun Nóbels hafa hitt í mark eins og svo
oft áður. Aung San Suu Kyi er okkur framandi, en hún
og allar aðrar þær hetjur sem berjast fyrir lýðræði og
frelsi, eru skyndilega á hvers manns vörum.
Ellert B. Schram
Grígori Javlinskí, sovéski hagfræðingurinn, aðalhöfundur efnahagslegrar björgunaráætlunar Sovétmanna,
ásamt Norman Lamont, fjármálaráðherra Breta.
Voðinn vís
Grígorí Javlinskí, sovéski hag-
fræðingurinn, aðalhöfundurinn að
efnahagslegri björgunaráætlun
fyrir Sovétríkin, hitti leiðtoga sjö
helstu iðnríkja heims í liöinni viku.
Hann reyndi að sannfæra þá um
hrikalega stöðu efnahagsmála
heimafyrir og bað um hjálp. Javl-
inskí, sem er aðeins 39 ára gamall,
tókst ætlunarverk sitt. Ríkustu
þjóðir heims hafa heitið því að veita
Sovétmönnum meiri fjárhagsst-
uðning en þær höfðu áður lofað
stjómvöldum í Moskvu. Vitanlega
segja ýmsar hagtölur og efnahags-
stæðir sína sögu og þetta lagði Javl-
inskí á borð fjármálaráðherranna
frá Sjöríkjunum á fundi í Bangkok.
Hins vegar hefðu þessir ráðherr-
ar ekki síður gott af þvi að fara til
Sovétríkjanna, ganga um götur
Moskvu og sjá með eigin augum
sorglega sjón langra biðraða fyrir
utan verslanir, sem em að tæmast
eða eru því sem næst orðnar gal-
tómar. Sömu menn ættu að kynna
sér verðlagskerfið i Sovétríkjunum
(hið opinbera og óopinbera) og sjá
með eigin augum „verðlagsvitleys-
una“, sem enn tíðkast í Sovét þrátt
fyrir þúsundir áætlana um breytt
hagkerfi og loforð um breytingar í
átt til markaðsbúskapar.
Rússar niðurgreiða
hægri skoðanir
Undirritaður var á dögunum í
Moskvu og rakst af tilviljun á blað-
sölustað þar sem kleift var að fá
erlend blöð. Slíkir staðir era vand-
fundnir í stærstu „sveitaborg" í
heimi. í Moskvu búa um níu millj-
ónir manna. Þarna sá ég t.d. breska
tímaritiö The Economist og keypti
það auk annarra blaða. Neðst á
kápunni eru gefnir upp prísarnir á
tímaritinu í ýmsum löndum. Þann-
ig kostar The Economist $3,50 í
Bandaríkjunum og 200 krónur á
íslandi. Eg hélt að í rúblum talið
væri verðið eitthvað álika og reikn-
aðist til að blaðið ætti að kosta
u.þ.b. 90-100 rúblur ('/> til % af
mánaðarlaunum háskólakennara).
Það var samt aldeiiis ekki þannig.
The Economist kostaði 6 rúblur eða
um 20 sent, en í Bandaríkjunum
og á íslandi kostaði blaðið þannig
því sem næst sautján sinnum
meira! Hið sósíalíska hagkerfi
greiöir m.ö.o. niöur tímaritið The
Economist (boðskap hægri
manna!?) og sama gildir um allar
aðrar erlendar vörar sem hægt er
að kaupa með rúblum. Þannig
Kjallariim
Halldór Halldórsson
fréttamaður
verður verðlag í sumum tilvikum
nánast bráðhlægilegt.
Matvælin ódýrust!
Nú, þegar við blasir matvæla-
skortur í Sovétríkjunum í vetur,
er hægt (meö réttum „sambönd-
um“ eða ofurlitlum mútum, sem
eru daglegt brauð eystra núorðið)
að kaupa matvæli, t.d. úrvalsgott
kjöt, á mjög lágu verði. Eða eins
og einn rússneskur kunningi minn
sagði hlæjandi við mig um daginn:
„Þú átt eftir að læra það af eigin
raun að það er margt skrýtið í kýr-
hausnum hérna í Sovétríkjunum.
Þrátt fyrir allan orðaflauminn um
markaðsbúskap, þá er staðreyndin
samt að varan, sem mest eftirspurn
er eftir, matur af öllu tæi, er langó-
dýrastur af öllu því sem fólk þarf
að kaupa!"
Ég sannreyndi staðhæfingu hans
um verðið en ég hafði hins vegar
ekki réttu samböndin til þess að
borða kjöt í öll mál.
Þetta dæmi ætti að gera lesendum
ljóst við hvern vanda Sovétmenn
eiga að stríða. Ef Sovétmenn ætla
að breyta hagkerfi sínu og skipta
yfir í blandað hagkerfi á eftir að
verða verösprenging i landinu.
Eins og að framan greinir eru laun
í Sovét mjög lág og án hliðarað-
gerða er hætt við að fólk líði ekki
bara skort vegna lítils framboðs á
matvælum heldur líði þaö einnig
skort vegna þess að það hefur
hreinlega ekki peninga fyrir mat.
Nú er Jeltsín Rússlandsforseti
búinn að tilkynna að ný bráða-
birgðastjórn lýðveldisins ætli að
aflétta opinberri verðstjórnun og
þá er hætt við að almennir borgar-
ar í Moskvu láti illa að stjórn. Við
þessar hugsanlegu kringumstæður
er voðinn vís. Spurningin gæti
nefnilega snúist um það að Sovét-
menn fresti að nota sér þá efna-
hagsaðstoð, sem þeim býðst núna,
þangað til búið er að taka erfiðar
og tímafrekar pólitískar og efna-
hagslegar ákvarðanir. í Sovétríkj-
unum er djúpstæð efnahagskreppa
og því lengur sem beöið er því dýpri
og óviðráðanlegri verður þessi
kreppa.
Efnahagsaðstoð
í þágu öryggis
Þó ekki væri nema af framan-
greindri ástæöu verða efnaðri þjóð-
ir heims aö hjálpa Sovétmönnum.
Það kann að hljóma kaldranalegt
en e.t.v. er sterkasta röksemdin
fyrir efnahagsaðstoð við Sovét-
menn sú að hún sé í þágu stöðug-
leika í heiminum, einkum Vestur-
Evrópu. Óöaverðbólgan í landinu
er á bilinu 300-400% og hagfræö-
ingar eru sammála um að stutt sé
í efnahagshrun í Sovétríkjunum.
Verði það niðurstaðan þá er jafn-
framt hætt við að Sovétmenn dragi
með sér í fallinu ríki Austur-Evr-
ópu sem enn eiga mikil viðskipti
viö Sovétríkin.
í þessu sambandi er rétt að minna
á að eftir heimsstyrjöldina síðari
tók það ekki nema eina kynslóð að
breyta Vestur-Evrópu úr þiggjend-
um í gefendur.
Halldór Halldórsson
„Óðaverðbólgan í landinu er á bilinu
300-400% og hagfræðingar eru sam-
mála um að stutt sé 1 efnahagshrun 1
Sovétríkjunum.“