Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1991, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1991, Side 16
16 MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 1991. Fréttir Atvinnuástandið 1 september: Minnsta atvinnu- leysi sem mælst hefur á árinu I september voru skráðir tæplega 26 þúsund atvinnuleysisdagar á landinu, 14 þúsund hjá konum og 12 þúsund hjá körlum. Þetta jafn- gildir því að 1.190 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum en það samsvarar 0,9 próent af áætluðum mannafla á vinnumarkaði samkvæmt spá Þjóöhagsstofnunar. Á sama tíma í fyrra reyndist atvinnuleysið 1 pró- sent. Þetta kemur fram í nýju yfir- liti um atvinnuástandið sem vinnu- málaskrifstofa félagsmálaráðu- neytisins hefur gefið út. Samanborið við ágústmánuð fækkaði skráðum atvinnuleysis- dögum um 5.500 daga. Er þetta minnsta atvinnuleysi sem skráð hefur verið í einum mánuði á ár- inu. í þessu sambandi er þó rétt að taka fram að septembermánuður er sá mánuður sem að jafnaði hefur hæst atvinnustig. Sé atvinnuleysiö í júlí, ágúst og september skoðað kemur í ljós aö skráðir atvinnulevsisdagar voru rúmlega 93 þúsund, eða 22 þúsund færri samanborið við sömu mánuði í fyrra. Sem hlutfall af mannafla var atvinnuleysið þessa mánuði í ár 1 prósent miðað við 1,3 prósent ífyrra. -kaa VESTFIRÐIR 0,2 0,2 Atvinnuleysið í september í % I í JORÐURLAND j-j VESTRA W( VESTUR-21 LAND ’ I Q 1,7 0,6 Heimild: félagsmálaráðuneytið NORÐUfíLAND 0^9 VESTRA NORÐURLAND EYSTRA AUSTURLAND ID 0,5 n HÖFUÐB- '—' SVÆDID 1-1 □ 1,1 hO,9 I SUÐURLAND SKYRINGAR | Konur ] Katlar Þessar glæsilegu og hressu stúlkur munu koma Suöurnesjabúum í gott form i vetur. Frá vinstri Guðbjörg Finns- dóttir, Bryndis Jónsdóttir, Guðrún Reynisdóttir, Oddný Stefánsdóttir, Biate Rademacher, Þýskalandi, Nancy Wellen- stein frá Bandarikjunum - DV-mynd Ægir Már. Sólbaðs- og þrekmiðstöðin í Keflavik 10 ára: Hingað kemur fjöldi fólks á degi hverjum Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: Sólbaðs- og þrekmiðstöðin Perlan í Keflavík er 10 ára um þessar mund- ir. Þrekmiöstöðin var opnuð fyrir 5 árum og hefur sífellt verið að stækka. Þar eru ein fullkomnustu lyftinga- tæki sem völ eru á hérlendis. Eigend- umir, þau Alda Jónsdóttir og Birgir Olsen, byrjuðu með 30 m2 sólbaðs- stofu í Njarðvík, síðan fluttu þau sig í Keflavík í 50 m2 húsnæði sem þau hafa verið að stækka undanfarin ár og eru nú komin með 530 m2 á einum besta stað 1 Kefiavík. „Það var kominn tími til að stækka og hafa góðan tækjasal og erobikksal enda kemur mikill íjöldi hingað á degi hverjum. Við höfum smám sam- an verið að byggja upp aðstöðuna og keypt eitthvað nýtt á hveiju ári. Þá höfum við fengið gestakennara frá Bandaríkjunum sem kennir erobikk. Hún hefur kennt í Kansas í USA. Þykir mjög fær enda með 8 ára reynslu og öll þau réttindi sem kenn- ari þarf aö hafa. Þá erum við líka meö þýskan íþróttafræðing hjá okk- ur sem kennir það nýjasta. Það má ekki gleyma islensku erobikkkenn- urunum sem hafa einnig sótt sín námskeið og þykja færir enda búnir að vera lengi í þessu. Guðbjörg Finnsdóttir, íþróttakennari að mennt, var í 2 mánuöi í Bandaríkjun- um í sumar, kenndi í einn mánuð þar erobikk og stóð sig mjög vel. Þetta er áhugamál hjá okkur og viljum við hafa aöstöðuna góöa. Við settum einnig upp hér litla sport- vöruverslun til að koma til móts við fólkið og það kann aö meta það. Viö hjónin sjáum ekki eftir neinum þeim tíma sem við höfum verið hérna." sögðu þau Alda og Birgir. Washington, Orlando og Tokyo 7. til 20. okt. Gautab., Stokkh., og Ósló 25.-31. jan. * Osló og " ' Kaupmannahötn ^ 19.-25. mars^ Kaupmannahöfn 25.-30. maí og Uruguay og ^ Nýfundnaland 30. júlí til 10. ágúst FetðUfforseta til útlawml991 Opinberar ferðir forseta íslands til útlanda: Hef ur verið er- lendis 54 daga 42 fyrstu vikurnar Forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, kom í gær heim frá Japan. Þar tók hún á móti heiðursdoktorsnafn- bót. Þá hefur hún dvaliö erlendis í opinberum erindagjörðum í 54 daga á 42 fyrstu vikum ársins. Það þýðir aö hún hafi veriö erlendis rúmlega einn dag í hverri viku ársins. Fyrsta opinbera ferð forsetans til útlanda á árinu var til Gautaborgar, Stokkhólms og Óslóar dagana 25. til 31. janúar. Næsta ferð var til Óslóar og Kaupmannahafnar 19. til 25. mars. Þá kom ferö til Kaupmannahafnar 25. til 30. maí. Þar á eftir kom löng ferð til Urugu- ay og Nýfundnalands dagana 30. júlí til 10. ágúst. Enn fór forsetinn til Kaupmannahafnar 11. til 15. sept- ember. Þá til írlands 2. til 4. október og loks stendur nú yfir ferð frá 7. til 20. október þar sem farið var til Washington og Orlando í Bandaríkj- unum og þaðan til Tokyo í Japan. Allur kostnaður við opinberar ferðir forsetans er greiddur af ríkis- sjóði. Að auki fær forseti íslands í þessum ferðum dagpeninga sem er sama upphæð og ráðherrar fá eða 13.770 og upp í 14.770 krónur eftir því hvert farið er. Ofan á upphæðirnar bætist svo 20 prósent, alveg eins og hjá ráðherrum. Dagpeningar Vigdís- ar Finnbogadóttur í ár eru því rúmar 900 þúsund krónur. Forseti íslands greiðirekkiskatta. -S.dór Landsvirkjim: Leggur línu á Sandskeiði „Þetta eru bráðabirgðastaurar sem settir voru upp vegna línu sem á að leggja þarna þvert yfir veg- inn,“ sagði Agnar Olsen, forstöðu- maður verkfræðideildar hjá Landsvirkjun, aðspurður hvaöa til- gangi staurarnir þjónuðu sem nú er búið að reisa á Sandskeiði. „Víramir í nýju línuna, Búrfells- línu 3b, verða dregnir yfir götuna og stauramir eiga bara að koma í veg fyrir að þeir falli á hana. Þetta er því bara öryggisráðstöfun á meöan verið er að leggja línuna," sagði Agnar. Nýja línan, Búrfellslína 3b, kem- ur í framtíðinni til með aö liggja frá Sandskeiði til Hamraness sem er ný tengistöð sunnan við Hvaífiörð. „Fyrst um sinn tengist línan til bráðabirgða inn á Búrfellslínu 2 en verður væntanlega tengd alla leið í Búrfell þegar þar að kernur," sagði Agnar. -ingo Staurarnlr á Sandskelði eru reistir til bráðabirgða á meðan verið er að leggja Búrfellslinu 3b. DV-mynd GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.