Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1991, Side 17
MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 1991.
17
Fréttir
Búvömsamningurinn 1 flárlagafrumvarpinu:
Rúmlega þrjú þúsund bændur
gerðir að ríkisstarfsmönnum
- sauðflárbændur munu fá 1.770 milljónir 1 beinar launagreiðslur
Fjárlagafrumvarp Friðriks Sop-
hussonar gerir ráð fyrir að beinar
greiðslur úr ríkissjóði til sauðfjár-
bænda nemi tæplega 1,8 milljörðum
á næsta ári. Þessar greiðslur eru af-
leiðing þess búvörusamnings sem
Steingrímur J. Sigfússon, fyrrver-
andi landbúnaðarráðherra, gerði við
bændur síðastliðið vor. Þennan
samning styður ríkisstjórnin sam-
kvæmt þeim stjórnarsáttmála sem
gerður var opinber í síðustu viku í
formi hvítrar bókar.
Samkvæmt þessum búvörusamn-
ingi mun ríkið greiða bændum helm-
ing þess verðs sem sauðfjárbændur
þurfa að fá fyrir framleiðslu síns. Á
næsta ári mun ríkið á þennan hátt
taka þátt í að framleiða 8.600 tonn
af kindakjöti. Samkvæmt upplýsing-
um frá landbúnaðarráðuneytinu
munu sauðijárbændur vera rétt ríf-
lega þrú þúsund. Munu þeir fá fyrstu
greiðslurnar í mars en síðan munu
þær berast þeim reglulega út árið.
Enn hefur ekki verið tekin ákvörð-
un um skattalega meðferð þeirra
greiðslna sem sauðfjárbændur munu
fá frá ríkinu. Ljóst er að í orði og á
prenti verður ekki hægt að fram-
leiðslutengja þessar greiðslur, enda
væri það í andstööu viö þau sjónar-
mið sem nú ríkja í alþjóðaviðskipt-
um, til að mynda í GATT-viðræðun-
um. Þykir margt benda til þess að
neyðarúræði ríkisstjórnarinnar
verði að gera bændur að daglauna-
mönnum er þiggi lífsviðurværi sitt
úr ríkisjötunni. Um það mun þó hafa
verið rætt að skilgreina þessar
greiðslur sem dreifbýlisstyrki eöa
atvinnubótagreiðslur.
-kaa
Norðfjarðar-
kirkja
stækkuð
Hjörvar Sigurjónsson, DV, Neskaupstað:
Nú í haust var byijað að stækka
kirkjuna hér í Neskaupstað til aust-
urs og norðurs. Brugðið var á það
ráð að taka skrúðshúsið frá kirkj-
unni og var það híft upp með krana
til austurs. Síðan var byggt þar á
milli og kirkjan stækkuð til norðurs.
Kór og orgel flyst í þann hluta ofan
af lofti þar sem hann var áður en á
loftinu verður komið fyrir bekkjum
fyrir kirkjugesti. Sérsmíðastöð Ing-
þórs Sveinssonar sér um verkið og
að sögn Ingþórs er þetta stækkum
upp á um 60 m2.
Tálknafjörður:
Einbýlishús-
iðfórá
■ ■■ ■■■■ * ■
sjo milljomr
Lúðvíg Thorberg, DV, Tálknafirði:
Á Tálknaflrði eiga lögheimili tæp-
lega 360 manns. íbúðir eru 90. Þar
af eiga fyrirtæki á staðnum og lána-
stofnanir ýmsar 27 þeirra.
Af þessum 90 íbúðum eru 15-20 til
sölu, þar á meðal tvær kaupleigu-
íbúðir sem auglýstar voru fyrir
tveimur árum, þá nýjar, en hafa ekki
selst.
í sumar var selt hér einbýlishús,
brunabótametið á tæpar 14 milljónir
króna, söluverð 7 milljónir króna,
kaupandi ríkissjóður íslands. Slíkt
mundi kallast reyfarakaup í Reykja-
vík.
Eftirspurn
eftir nýju
dilkakjöti
Regína Thorarensen, DV, Selfossi:
Kolbeinn Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri verslunarinnar Hafn-
ar á Selfossi og Þríhyrnings á Suður-
landi, hefur selt dilkakjöt af nýsiátr-
uðu síðustu daga á 370 krónur og 20
aura kílóið. Eftirspurnin er geysilega
mikil en var lítil fram að því. Skrokk-
arnir eru frá 14 upp í 17-18 kíló.
Fyrsta flokks kjöt og sagað niður fyr-
ir fólk og kostar 100 krónur að saga
skrokkinn niður að ósk kaupenda.
Kolbeinn framkvæmdastjóri hefði
átt að vera landbúnaðarráðherra og
það er kominn tími til að skipta þess-
um stuttbuxnaráðherrum sem fyrst
út af.
' ■
Smiðir við stækkun á Norðfjarðarkirkju.
DV-mynd Hjörvar
Samkeppnin um nafnið á nýja
kvikmyndahúsið sem Áma
Samúelsson er að opna þar sero
áður var skemmtistaðurinn Bro-
adway er lokið. Á milli 70 og 80
þúsund miðar skiluðu sér af
130.000 sem dreift var. Nafnið sem
valið var er Sagabíó og verður
Sagabíó þriðja kvikmyndahúsiö i
Reykjavík sem Árni og fjölskylda
hans rekur.
Þar sem fimmtán manns voru
með rétta nafnið verður dregið
úr eitt nafn við opnun Sagabíós í
nóvember og hlýtur sá heppni
Toyota bíl.
-HK
Baulmann
Hangandi lampar í miklu úrvali.
Ljós sem gefa víða
sem þrönga lýsingu.
/MICRON
UOSIÐ
KEMUR LANGT
OG MJOTT
Nú (oegar skammdegiS færist yfir,
skiptir máli aS vera vel upplýstur innandyra.
ViS komum til móts við hörSustu kröfur
um gæSi og hönnun Ijósa fyrir
heimili og vinnustaSi.
_______
RAFBUÐIN
AuSbrekku 11 • 200 Kópavogi • Sími: 42120
- Aieð auga fyrir Ijósi -
Concord
Concord kynnir INFINITE
lágspennukerfið, sem gefur
óendanlega möguleika
m.a. tvöfaldar og sveigðar
Ijósabrautir
Micron
Standljós með beinni
og óbeinni lýsingu,
hefóbundin og óhefóbundin hönnun.
Meðal annars hinn frægi lampi
Nunnan