Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1991, Side 18
18
MÁNUDÁGUR '21. OKTÓBER 1991.
Fjárhagsáætlun
Reykjavíkurborgar 1992
Nú stendur yfir gerð fjárhagsáætlunar Reykjavíkur-
borgar fyrir árið 1992. Athygli borgarbúa, svo og
hagsmunasamtaka (t.d. íbúasamtaka) er vakin á að
óskir, tillögur og ábendingar varðandi gerð fjárhagsá-
ætlunarinnar þurfa að hafa borist borgarráði fyrir 20.
nóvember nk.
18. október 1991.
Borgarstjórinn í Reykjavík
Fréttir
Bændaskólinn Hólum
Hrossarækt og reið-
mennska í 1. sætinu
Umboðs- og
söluaðilar eru
á Gulu línunni
mwiMgim
62-62-62
Hringdu fyrst í Gulu línuna áður en þú leitar annað
eftir Walter Wager var lögð til grundvallar kvikmynd-
inni Die Hard 2: Die Harder, sem sýnd var í Bíóborg-
inni undir nafninu Á tæpasta vaði.
Flestum flugvöllum á austurströnd Bandaríkjanna
hefur verið lokað vegna snjókomu. Nítján flugvélar
bíða þess að geta lent á Kennedyflugvelli í New
York áður en hann lokast líka. Þá hringir ókunnur
maður og allt í einu er veðrið orðið aukaatriði...
þegar flugturninn myrkvast og slokknar á ratsjánni.
Meðan klukkan tifar verður Malone lögreglumaður
að komast að því hver ókunni maðurinn er og stöðva
hann - áður en flugvélin með ungri dóttur lögreglu-
mannsins hrapar til jarðar... eftir 58 mínútur...
Þetta er úrvals spennusaga þar sem ekkert lát er á
spennunni frá upphafi bókar fram á síðustu síðu.
Úrvalsbækur eru sérstaklega valdar handa þeim sem
hafa yndi af að lesa.
Úrvalsbækur - ótrúlega ódýrar
Á næsta sölustað
Áskriftar- og pantanasími 62-60-10
Aðeins
kr. 790,-
Bókin 58 mínútur
ÞórhaSur Ásmundsson, DV, Sauöárkróki:
Bændaskólinn á Hólum var settur
14. október. Fleiri nemendur stunda
nám við skólann í vetur en nokkru
sinni fyrr, 50 að tölu, þar af 47 í al-
mennri búfræði og 40 sem ætla að
sérhæfa sig í hrossarækt og reið-
mennsku. Sú grein virðist njóta
mestra vinsælda búnaðarnáms um
þessar mundir.
Nýr skólastjóri er mættur til starfa
við skólann. Sá heitir Sveinbjöm
Eyjólfsson, röggsamur náungi þrátt
fyrir ungan aldur. Hann er aðeins
31 árs og starfaði áður sem deildar-
stjóri búnaöarsviðs í landbúnaðar-
ráðuneytinu. Sveinbjöm leysir Jón
Bjarnason af en Jón er í ársleyfi og
situr nú á skólabekk í Skotlandi.
Veturinn nýtir hann til endurmennt-
unar í Edinborgarháskóla.
Nemendum fiskeldisbrautar Hóla-
skóla, svokallaörar sporðbrautar,
hefur fækkaö síðustu vetur. Kann
að vera að slæm staða fiskeldis í
landinu ráði þar einhveiju um. Ein-
ungis þrír fiskeldisnemar eru við
Hólaskóla í vetur.
Við líflambaval á Gunnarsstöðum i Þistilfirði. Þar má sjá, talið frá vinstri, Pétur Guðmundsson, bónda á Hraunum
í Fljótum, Egil Bjarnason, ráðunaut á Sauðárkróki, Jóhannes Sigfússon, bónda á Gunnarsstöðum, Guðbjart Guö-
mundsson, ráðunaut á Blönduósi, og Grænlendinginn Tómas, starfsmann á Gunnarsstaðabúinu.
DV-mynd öm
Bændur fá nýjan fjárstof n
Öm Þórarinssan, DV, Fljótum:
Nokkrir bændur í Skagafirði fá
nýjan fjárstofn í haust aö loknu fjár-
leysi vegna riðuniðurskurðar. Þann-
ig hafa verið keypt rúmlega 400 lömb
undanfarið sem dreifast á allmarga
bæi í héraðinu því sumir bændur eru
nú að bæta við þann fjárstofn sem
þeir keyptu í fyrra.
120 lömb eru keypt í Ámeshreppi
á Ströndum en 300 í Sauðanes- og
Svalbarðshreppum í Norður-Þing-
eyjarsýslu. Skagfirðingar keyptu fé á
þessum stöðum í fyna og er sú
reynsla sem fengin er af því fé frem-
ur góð. A báðum svæðum stendur
sauðfjárræktin á áratugagömlum
merg og hefur bændum tekist að
rækta upp úrvalsfjárstofna með til-
liti til vænleika, holdsöfnunar og
fijósemi.
Um 700
hross í
Víði-
dalsrétt
Magnús Ólafesan, DV, Húnaþingi:
Þrátt fyrir slæmt veður mætti fjöldi
fólks til hrossaréttar í Víðidalsrétt.
Þar ráku bændur hross sín í dilka
og var talið að um 700 hross hefðu
komið af afréttinum að þessu sinni.
Ef menn vildu selja hross sín voru
þau sett í sérstakan dilk þar sem
væntanlegir kaupéndur gátu skoðað
þau og prúttað um verð eins og hæf-
ir við hrossakaup.
Það var ekki bara réttað í Víðidals-
rétt um helgina því hross voru einn-
ig rekin í Laufskálarétt.
Þaö gengur mikið á þegar veriö er að draga hross í dilka á haustin.
DV-mynd Magnús