Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1991, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.1991, Side 19
MÁNUDAGUR 21. OKTÓBER 1991. Fréttir Viðgerð - ekki hættulaus - á veginum þar sem fyllan fór í sjóinn. DV-mynd Sigursteinn Steve Vai blómagítarinn Tilboðsverð 85.000 m/tösku, rétt verð 101.000. Góðir greiðsluskilmálar. HLJÓÐFÆRAVERSLUN PALMARS ÁRNA HF ÁRMÚLA 38 105 REYKJAVÍK SÍMI 32845 ÉmmmimM Kambanesskriður: Fylla úr veginum hrundi niður í sjó Sigursteinn Melsted, DV, Breiðdalsvík; Vegurinn um Kambanesskriður, milli Breiðdalsvikur og Stöðvarfjarð- ar, skemmdist mikið í stórrigningu fyrst í síðustu viku. Mörg þúsund rúmmetra fylla fór úr veginum og hrundi niður í sjó, 100-200 metra. Eftir stendur ein bílbreidd og er kanturinn mjög blautur. Viðgerð er hafm með stórvirkum vélum og er ekki hættulaus vegna þess hvað jarðvegurinn er laus. í sumar var grafið fyrir ljósleiðara í efri kant vegarins og óttast menn aö vatn hafi komist í jarðveginn og meira hrun geti orðið á þessum slóð- um. Stykkishólmur: Tónlistar- skólinn í nýtt húsnæði Kristján Sigurösson, DV, Stykkishólmi: Nýtt og glæsilegt húsnæði Tónlist- arskóla Stykkishólms var vígt laug- ardaginn 12. október sl. Vígslan var glæsileg og komu þar meðal annars fram nemendur skólans og skóla- hljómsveit Mosfellsbæjar. Tónlistarskóli Stykkishólms var stofnaður 1964 og var þar þá einn kennari starfandi. 1975 tók sveitarfé- lagið við rekstri skólans og annast hann enn. Nú starfa þrír kennarar við skólann auk skólastjórans, Daða Þórs Einarssonar. Nemendur eru 85. Ólafsflörður: Frystiskip keyptfrá Keflavík Helgi Jónsson, DV, ÓlaMrði: Nýtt frystiskip bættist í skipaflota Ólafsfiröinga 15. október. Margir bæjarbúa skoðuðu skipið við kom- una til Ólafsfjarðar. Gunnar Þór Magnússon útgerðarmaður hefur keypt frystiskipið Stafnes KE130,187 tonn, frá Keflavik. Skipið var smiðaö í Noregi áriö 1988. Hér er um að ræða aihliða fiskiskip en um borð er bún- aður til að frysta aflann. í sambandi við kaupin er gengiö út frá að skipt verði á skipum, það er að Sigurfari ÓF, sem var smíðaður 1966 og er því 25 ára gamall, gangi upp í hluta kaupverðs. Aflaheimildir verða eftir hjá hvorri útgerð. Skattafsláttur, sjálfvirkur lánsréttur, öflugur lífeyrissjóður, lán til húsnæðismála og afburða ávöxtun fæst með þátttöku í RS. Réttu megin við strilað með Regiubundnum spamaði Reglubundinn sparnaður - RS - er einfalt og sveigjanlegt sparnaðarkerfi byggt á nýjum og gömlum þjónustuþáttum Landsbankans. RS hentar öllum þeim sem hafa áhuga á aó vera réttu megin við strikið í fjármálum. Ávinningurinn er margfaldur: Þú eignast sparifé og ávaxtar þaó með öruggum og arðbærum hætti, átt greiðari aðgang að lánsfé, kemst í hóp bestu viðskiptavina bankans og nærð betri tökum á fjármálum þínum en nokkru sinni fyrr. Allt sem til þarf er að semja við bankann um aó millifæra ákveðna upphæð reglulega inn á Grunn, Landsbók, Kjörbók eða Spariveltu sem saman mynda RS. Viltu stofna þinn eigin lífeyrissjóó, spara fyrir ákveðnum útgjöldum, leggja grunn að þægilegri fjármögnun Við inngöngu í RS húsnæðis, tryggja þér skattafslátt, ávinna þér lánsrétt og tryggja þér örugga afburóa ávöxtun færðu þægilega hvort sem þú vilt spara í lengri eða skemmri tíma? fjárhagsáætíunar- Taktu þáttí Reglubundnum sparnaói Lands- ^íjí LðndSbStllCÍ möppufyrirheimilið þankans0g þú verðurréttu megin viðstrikió. B. íslðlldS og fjölskylduna. ÆBSLÆ Banki allra landsmanna Allar nánari upplýsingar fást I ítarlegum bæklingi sem liggur frammi í næstu afgreiðslu Landsbankans

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.