Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1992, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1992, Side 4
4 MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 1992. Fréttir Færeyingar vilja veiðiheimildir gegn tollalækkunum: Enginn viðskiptasamningur og tollahækkun framundan - kröfu Færeyinga alfarið hafnað afíslenskum stjómvöldum „Færeysk stjómvöld hafa gefið til kynna að þau vilji ræða afnám tolla gegn því að halda veiðiheimildunum. Við höfum einnig orðið varir við þá skoðun innlendra hagsmunaaðila, svo sem skipafélaga og kjötútflytj- enda, að það eigi að fara varlega í að skera niður veiðiheimildir Færey- inga hér við land. Okkar svar til stjómvalda í Færeyjum er hins vegar alveg skýrt. Við blöndum ekki saman umrasðum um veiðiheimildir og tolla,“ segir Þorsteinn Pálsson sjáv- arútvegsráðherra. Færeyingar hafa heimild til að veiöa allt að 9 þúsund lestir af fiski í íslenskri fiskveiðilögsögu, þar af 1,5 þúsund lestir af þorski. Skömmu fyr- ir áramót lýsti Þorsteinn því yfir við stjómvöld í Færeyjum aö um vem- lega skerðingu og jafnvel afnám veiöiheimilda við ísland yrði að ræða á næstunni. Þorsteinn hittir fær- eyska ráðamenn að máli í Stokk- hólmi í lok þessa mánaðar og mun í kjölfarið taka ákvörðun í málinu. í tengslum við endurskoðun á frí- verslunarsamningi við EB á síðasta ári ákváðu Færeyingar að hækka tolla á innfluttar vörar frá þeim ríkj- um utan EB sem hafa ekki sérstakan viðskiptasamning við Færeyjar. Tollahækkunin mun taka gildi um næstu mánaöamót. Þar sem enginn viðskiptasamningur er í gildi milh íslands og Færeyja mun tollahækk- unin að óbreyttu ná til stórs hluta íslenskra útflutningsvara. Enn liggur ekki fyrir hvaða vörar taki tollahækkunum né hve miklum. Samkvæmt heimildum DV er nú unnið aö undirbúningi viðskipta- samnings við Færeyinga í utanríkis- ráöuneytinu. Sú vinna mun þó vera skammt á veg komin. Líklegt þykir aö við gerð þess samnings muni Færeyingar taka mið af því hvort veiðiheimildir þeirra verða skertar. Þorsteinn aftekur ekki aö veiði- heimildir Færeyinga verði með öllu felldar niður. Aðspurður vildi hann ekki ræða fýrirhugaðar tollahækk- anir Færeyinga í þessu sambandi. Hann segir málið alfarið í sínum höndum sem sjávarútvegsráðherra en sem fyrr muni hann þó kynna máhð fyrir ríkisstjóminni. „Fundurinn í Stokkhólmi verður samráðsfundur en ákvörðim um hugsanlega veiðiheimfid munu ís- lendingar taka einhhða. Ég hef þegar tilkynnt þeim að um verulega skerð- ingu verði að ræða. Magnið er okkar að ákveða og er ekki háö samkomu- lagi.“ Hahdór Blöndal landbúnaðarráð- herra tekur undir það sjónarmið sjávarútvegsráðherra að ekki komi til greina að blanda saman veiöi- heimfidum og verslunarhagsmunum í samningum við Færeyinga. Hann segir ekkert formlegt erindi hafa komiö frá Færeyingum varðandi skipti á veiðiheimfidum og kaupum á lambakjöti héöan. „Það hafa ýmsir aðilar lýst yfir áhyggjum vegna þessa máls og verið umhugað að ekki dragi úr viðskipt- um þjóðanna. í þessu sambandi hef- ur meðal annars veriö talað um sölu á lambakjöti. Færeyingar hafa boðist til aö hðka fyrir viðskiptum þjóðanna með lækkun toha en um leið lýst yfir áhyggjum vegna skerðingar veiðiheimilda. Að mati íslenskra stjórnvalda kemur hins vegar ekki til greina að blanda þessum málum sarnan." -kaa Davíð Oddsson (orsætisráðherra og Ásgeir Pétursson bæjarfógeti lögðu blómsveig að leiöi Ingibjargar og Olats Thors í Gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu. DV-mynd GVA Minningarathöfn vegna aldaraf mæl- is Ólafs Thors „Á aldarafmæh Ólafs Thors hugs- um við til drengskaparmanns, til for- ingjans snjaha sem stýrði flokki sín- um svo farsæhega, sem leiddi þjóð sína af styrk og trúfestu og vann henni dagsverk sem lengi mun end- ast. Við biðjum Guð að blessa minn- ingu Ingibjargar og Ólafs Thors og heitum því frá þessum stað að vinna landinu þeirra, landinu okkar, aht sem við megum." Þannig fórust Davið Oddssyni for- sætisráðherra meðal annars orð í gær, er hann lagði blómsveig að leiði Ingibjargar og Ólafs Thors í tilefni af því að þá vora hundrað ár hðin frá fæðingu Ólafs. Aldarafmæhs Ólafs Thors fyrrver- andi formanns Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra var minnst með ýmsum hætti í gær. Minningarat- höfn var við styttu hans í Keflavík. Hún hófst klukkan 10.30. Blómsveig- ur var lagður að styttunni og ræða flutt. Klukkan tvö í gær hófst síðan at- höfn í Gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu í Reykjavík. Þar var lagð- ur blómsveigur að leiði Ingibjargar og Ólafs Thors. Síðan flutti forsætis- ráðherra ávarp og karlakórinn Fóst- bræður söng. Ungir sjálfstæðismenn stóðu heiðursvörð meðan athöfnin fórfram. -JSS í dag mælir Dagfari Ferðumst með Flugleiðum Menn era stundum að gamna sér við þann glannaskap að spreyta sig á samkeppni í feröabransanum. Setja upp hótel og ferðaskrifstofur og bílaleigur og stofna flugfélög út í bláinn, rétt eins og þeir hafi ein- hvem sjéns. Fijáls samkeppni lifi, segja einkaframtaksmenn í brans- anum og viö erum jafnvel að kjósa um það í kosningum hvort hér eigi að vera einokun eða fijálsræði í viðskiptum og menn era að skammast út í kvóta í fiskeríinu og skömmtunarkerfi í versluninni. Þetta á engan rétt á sér, segja fijáls- hyggjumenn og hrósa frjálsri sam- keppni. Nú erum viö að sjá afleiðingamar af þessari ævintýramennsku. Ver- öld er farin á hausinn, Úrval/Útsýn hefur yfirtekið Sögu og nú er þaö nýjast aö Úrval/Útsýn kaupir utan- landsdeild Atlantik-ferðaskrifstof- unnar. Skemmst er að minnast þess þegar Útsýn var innlimuð í Úrval sem nú er aö innlima aðrar feröaskrifstofur í bransanum. Aht er þetta á sömu bókina lært og renna nú allar ár til Dýrafjarðar vegna þess að aðalaeigandi Úr- val/Útsýnar er Flugleiðir hf. íslendingar hafa veriö að bisa viö að halda uppi ftjálsri samkeppni í ferðamálum. Allar hafa þessar skrifstofur, sem að framan er getið, verið settar á fót af fuhhugum sem hafa haldið að þeir ættu erindi inn á þennan vettvang. Þeir hafa haldið aö ferðaskrifstofur séu eitt og flug- félag annað. Þaö er mikih misskiln- ingur eins og þeir hafa rekið sig á og vora það ekki Flugleiðir sem þurftu að koma Veraldarferðafólk- inu til bjargar þegar búið var að loka fyrir rafmagnið og vatnið á hótelunum ytra? Vora það ekki Flugleiðir sem þurftu að bjarga Sögu frá gjaldþroti og eru það ekki Flugleiðir sem kippa til sín utan- landsferðunum hjá Atlantik þegar grípa þarf til hagræðingar og spamaöar? Og hvemig var þaö þegar Amar- flug fór á hausinn? Vora það ekki Flugleiðir sem hlupu í skarðiö í Amsterdam-fluginu og era það ekki Flugleiðir sem eiga hótelin og bíla- leigumar og Iceland Tours í Þýska- landi þegar einhveijum Þjóðveij- amum dettur í hug aö feröast tfl íslands? Og hveijir eiga Flugleiðir nema vinir okkar hjá Eimskip sem hyggja nú á frekari hótelbyggingar eftir að hafa keypt þrotabúið hjá Hafskipi? Og hverjir eiga Eimskip nema vinir okkar hjá Sjóvá og Al- mennum sem nú era að leggja síð- ustu hönd á endalok Ríkisskipa fyrir atbeina samgönguráöherra sem situr í stjóminni hjá Sjóvá á milli þess sem hann gegnir ráðher- rastörfum? Og hveijir era það sem hafa tekiö aö sér rekstur Leifstöðvarbygging- arinnar og hveijir era það sem sitja í flugráði og úthluta rekstrarleyf- um til annarra flugfélaga sem era svo vitlaus aö sækja um slík leyfi? Auðvitað vinir okkar hjá Flugleið- um, sem eru þannig búnir að tryggja sér einkaleyfi á flugferðum til og frá íslandi, yfirburðastöðu í fragtflutningum, rekstur hótela, rekstur ferðaskrifstofa og prívat ráðherra tfi að fylgjast með að einkaleyfin og kvótamir í ferða- bransanum fari á réttar hendur? Eitthvað var SAS að reyna að undirbjóða Flugleiðir á leiðunum milli Reykjavíkur og Kaupmanna- hafnar. Ráðherrann sá um að stööva það. Eitthvað var Sólarflug aö bjástra við leiguflug til sólar- landa. Flugleiðir eiga eftir að kvéða þá vitleysu niður meö undirboðum meðan Sólarflug verður að keppa við þau undirboð. Dagfari hefur alltaf sagt það og segir það enn að fijáls samkeppni á engan rétt á sér nema fyrir þá sem ráða markaðnum. Frjáls sam- keppni er best komin í höndum Sjóvá og Almenna sem eiga Eim- skip sem eiga Flugleiðir sem eiga hótelin og ferðaskrifstofúmar og geta einir komið hjálparvana ís- lendingum til bjargar þegar vatnið er tekið af þeim í útlöndum. Þetta hefur Sjálfstæðisflokkur- inn séð, enda er hann mest inni í lögmálum fijálsrar samkeppni. Sjálfstæðisflokkurinn vill að ferða- bransinn sé á einni hendi og marg- ar ferðaskrifstofur og mörg flugfé- lög era til óþurftar þeirri sam- keppni sem Flugleiöir og Eimskip þurfa að halda uppi svo að íslend- ingargetiferðast. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.