Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1992, Page 8
8
MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 1992.
Utlönd
Beitti kynþokka
rænafjéramenn
Kona nokkur í borginni Harbin
í noröurhluta Kína beitti kyn-
þokka sínum til aö narra að
minnsta kosti fjóra menn heim
með sér þar sem eiginmaöur
hennar myrti þá og bútaöi lík
þeirra í sundur.
Opinbert dagblaö í Kína segir
að hjónin hafi gert þetta í því
skyni aö ræna mennina og að
fyrsta morðið hafi verið framið
1989.
„Þau stálualls fimm gullhringj-
um, tvennum eyrnalokkum úr
gulli, tveimur silfurarmböndum,
fjórum úrum og peningum aö
andvirði um tuttugu þúsund
krónur," sagöi í blaðinu.
Lögreglan er enn aö rannsaka
málið.
Fannstlátinn
eftirfimmtíma
lestarferð
Miðaldra japanskur maður lést
úr hjartaslagi í fullri farþegalest
í Tokyo á fóstudagsmorgun en
enginn farþeganna veitti honum
athygli í fimm Mukkustundir. Lik
mannsins fannst um hádegi á
fóstudag.
Af lestarmiða mannsins mátti
sjá að hann steig um borö í lestina
um Mukkan sjö um morguninn.
Svo viröist sem lestin hafi farið
tvær hringferöir milli endastööva
áður en stöövarvörður fann
manninn.
15.000 portúg-
öiskbörnviitna
Um fimmtán þúsund börn und-
ir fjórtán ára aldri vinna ólöglega
í Portúgal, að því er atvinnu- og
félagsmálaráðherra landsins,
Jose Silva Peneda, sagði í gær.
í ræöu sem ráðherrann hélt á
ráðstefnu um bamavinnu sagöi
hann að stjómvöld hefðu gert
ýmislegt til að bæta ástandiö frá
því sem það var 1987 þegar um
tuttugu og fimm þúsund börn
unnu ólöglega.
Tölurnar sem ráðherrann
nefhdi eru mun lægri en áætlanir
Alþjóðavinnumálastofnunar
Sameinuðu þjóöanna sem telur
að sextíu og þrjú þúsund portúg-
ölsk böm vinni ólöglega.
Börnin vinna flest í litlum vefh-
aöarverksmiðjum i norðurhluta
Iandsins þar sem laun era mjög
lág.
Dreifa ástralskir
menn eyðniveir-
unniumAsíu?
Ástralskir karlmenn sem fara í
kynlífsferðir til Asíu kunna aö
vera aö dreifa eyöniveirunni
meöal vændiskvenna, aö því er
sagöi í ástralska læknablaðinu í
morgun.
Þar er sagt frá manni einum
sem fór til eyjarinnar Balí í Indó-
nesíu þar sem hann haíði sam-
neyti viö vændiskonur.
Við heimkomuna fór hann í
eyönipróf og reyndist það já-
kvætt. Hins vegar kom upp úr
dúmum aö hann haföi smitast af
ástralskri konu tveimur árum
áður.
„í bessu tilviki er þaö kynlífs-
feröalangurinn sem hefur stofn-
aö vændiskonum í hættu meö
HlV-smiti. Þetta gæti hafa orsak-
aö smit meöal hópa þar sem veir-
unnar haföi ekM orðið vart áö-
ur,“ sagöi dr. Nick Crofts í grein
í blaðinu.
Reuter
i
Herráðið 1 Georgíu styrkir stöðu sína:
Gamsakhurdia er
búinn að tapa öllu
- ekki er vitað hvar forsetinn brottrekni er niðurkominn
Herráðiö, sem fer með völdin í
Georgíu, styrkti stöðu sína í vestur-
héraði landsins þar sem hinn brott-
ræki forseti, Zivad Gamsakhurdia,
nýtur einna mests fylgis. Tengiz
Kitovani, annar formanna ráðsins
og fyrram undirmaður forsetans,
sagði að Gamsakhurdia væri búinn
að vera í stjórnmálum lýðveldis-
ins.
„Gamsakhurdia er búinn að tapa
ölfu og hann getur ekki lengur haft
nein áhrif á gang mála í Georgíu eða
stjórnað á neinn. hátt,“ sagði Kito-
vani við blaðamenn í höfuðborginni
Tíflis. Hann sagði að innan þriggja
eða fjögurra daga yrði aftur komin
ró á óróasvæðunum sem fylgja
Gamsakhurdia enn að málum.
Alit bendir til þess að hersveitum
stjórnarinnar hafði orðiö vel ágengt
í vesturhéraðum lýðveldisins en þar
sem íjarskipti eru nánast engin gæti
sigurvissa herráðsins reynst ótíma-
bær.
Johnny Kartséva, yfirmaður her-
sveitanna í bænum Kutaisi, þar sem
herráðið hefur höfuðstöðvar sínar,
sagði að bærinn Samtredia sem er
miðstöð lestarsamgangna í vestur-
héraðinu, hefði gefist upp fyrir
stjómarhermönnum án blóðsúthell-
inga á laugardag. Héraðsmiðstöðin
Abasja féll einnig í hendur herráðs-
manna.
Ekki var vitað með vissu í gær
hvar Gamsakhurdia var niðurkom-
inn. Herforingi í herráðinu sagði að
hann væri líklega í bænum Gali í
Abkhaziuhéraði en rússneska sjón-
Gömul kona i Tíflis, höfuðborg Georgíu, biður hermenn herráðsins að hætta að skjóta á stuðningsmenn Gamsak-
hurdia, forsetans brottrekna. Hermennirnir skutu aðeins út í loftið. Símamynd Reuter
varpið sagði að hann væri í höfuð-
borg Abkhaziu, Sukhumi, ferða-
mannabæ við Svartahafið.
í Tíflis skutu hermenn herráðsins
úr byssum sínum yfir höfuð nokkur
þúsund stuðningsmanna Gamsak-
hurdia sem komu saman þrátt fyrir
neyðarástandslög. Hermennimir
flúðu hins vegar af hólmi þegar
mannfjöldinn tók á rás í átt til þeirra.
Enginn slasaðist.
Reuter
Vaxandi spenna milli Serbíu og Króatíu:
Tíu menn létu lífið
í vopnahlésbrotum
Suzana Dujkovic heldur hér á syni sínum, Marko, fyrsta barninu sem fædd-
ist á sjúkrahúsinu í Vukovar, eftir aö bardögum þar lauk. Símamynd Reuter
Spenna fer nú vaxandi milli Serbíu
og nýfrjálsrar Króatíu. Að minnsta
kosti tíu manns létu lífiö í vopnahlés-
brotum yfir helgina og leiðtogar
serbneskra harðlínumanna neita að
viðurkenna forræði Króatíu.
RíMsútvarpið í Belgrad, höfuðborg
Serbíu, veittist að Evrópubandalag-
inu í gær fyrir að viðurkenna sjálf-
stæði Króatíu og Slóveníu þann 15.
janúar og sagði að viðurkenningin
hefði skapað aðstæður fyrir lang-
vinnt stríð á Balkanskaga.
Vopnahlésbrotin hafa færst í auk-
ana eftir viðurkenningu EB og út-
varpið í Króatíu sagði að fimm króa-
tísMr varðliðar hefðu fallið í árás á
bæinn Gospic. Tanjug-fréttastofan í
Belgrad sagði að fimm sambandsher-
menn heföu fallið í átökum við Kró-
ata.
Leiðtogar serbneskra svæða innan
Króatíu sögðu að þeir mundu aldrei
verða hluti af sjálfstæðu ríM né
mundu þeir heldur leyfa júgóslav-
neska hemum að hverfa á brott af
landi sínu eins og gert er ráð fyrir í
friðaráætlun Sameinuðu þjóðanna.
Þeir sögðu að áætlun SÞ væri óað-
gengileg.
Eftirlitsmenn SÞ era komnir til
Krajinahéraðs, stærsta serbneska
svæðisins í Króatíu.
Reuter
nauman
Zhelyu Zhelev, forseti Búlagar-
íu, hafði nauman sigur í síðari
umferð forsetakosninganna í
landinu. Hann fékk 53,5% at-
kvæða en andstæðingur hans,
Velko Valkanov, frambjóðandi
arftaka gamla kommúistaílokks-
ins, fékk 46,5%.
Þetta er minni munur en marg-
ir áttu von á því forsetinn hafði
öruggt forskot eftir fyrri umferð-
ina. Valkanov höfðaði mjög til
þjóðerniskenndar í málflutningi
sínum og það féll í góðan jarðveg
þjá fólki sem telur aö umbóta-
sinnar stefni íramtíö búlgörsku
þjóðarínnar í voða.
í Búigaríu er sú regla viðhöfð
aö réttkjörinn forseti verður að
hafa hreinan meirihluta kjósenda
að baM sér. i fyrri umferöinni
voru 18 frambjóðendur og fékk
enginn tilskilinn meiriMuta.
Zhelev forseti hefur hoitiö því
að halda áiram fyrri stefnu um
umbætur í efnahags- og stjóm-
málum landins. Hann sagði m.a.
eftir aö úrslit lágu fyrlr að Búlg-
örum væri mikil nauðsyn á að
laða að erlent flármagn.
Hann sagði að það kæmi á óvart
að landar sínir höfnuðu komm-
únistum ekki með jafn afgerandi
hætti og víðast í Austur-Evrópu.
Hann sagöi þó aö þróunin í átt til
fijálsræðis væri á öruggri braut
og ekM yrði snúið aftúr tii fyrri
stjórnarhátta. j Reuter