Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1992, Síða 14
14
MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 1992.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÚLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLT111,105 RVlK, SlMI (91 )27022- FAX: Auglýsingar: (91 )626684
- aðrar deildir: (91)27079
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Ólafur Thors
í gær voru hundrað ár liðin frá fæðingu Ólafs Thors.
Sjálfstæðismenn minntust þessa atburðar og heiðruðu
minningu Ólafs sem var f'ormaður Sjálfstæðisflokksins
í þrjá áratugi og gerði hann öðrum mönnum fremur að
því stórveldi sem við þekkjum.
Máltækið segir að fjarlægðin geri fjöllin blá og menn-
ina mikla og sjálfsagt þykir flestum meira tU stjórnmála-
foringja koma eftir að þeir eru aUir. Að minnsta kosti
er jafnan talað með lotningu og aðdáun um þá kynslóð
íslenskra flokksforystumanna sem bar hita og þunga
dagsins á miðri þessari öld. Einkum eftir að þeir létu
af störfum. Eru þar margir kallaðir.
Eflaust er sá mikU ævintýraljómi sem stafar af nafni
Ólafs Thors að einhverju leyti sprottinn af þeirri ástæðu
að Ólafur er horfmn úr dægurþrasinu fyrir margt löngu
síðan, foringi sem verður mildU af fjarlægðinni. En þá
er þess líka að geta að þeir eru fleiri sem hafa horfið
yfir móðuna miklu og hafa gleymst og eru ekki annað
en nöfn á spjöldum sögunnar. Komu og fóru.
Stundum er sagt að tUkoma sjónvarpsins hafi breytt
ímynd stjórnmálamanna og foringja og ekki sé sann-
gjarnt að bera núverandi forystumenn saman við for-
verana vegna þess að fáir standist þann dóm og þá
reynslu að birtast alþjóð á skerminum kvöld eftir kvöld.
Foringjar fyrri tíma nutu þess að fá frið fyrir því návígi
sem sjónvarpið og fjölmiðlafárið felur í sér.
Allt þetta verður að hafa í huga þegar Ólafur Thors
er metinn sem stjórnmálaforingi. Það sem þó stendur
eftir er sú staðreynd að Ólafur Thors var enginn venju-
legur maður, hvorki í úthti né athöfn. Hann varð þjóð-
sagnapersóna í lifandi lífi og varö meiri eftir því sem
menn kynntust honum betur. Hann var höfðinglegur í
sjón, framúrskarandi sérstæður persónuleiki, afburða
ræðumaður og öllum ber saman um mannkosti hans,
gáfur og glettni. Fer vart á milh mála að þessi maður
hefði orðið þjóðmálaforingi á hverri tíð og jafnvel enn
sterkari ef sjónvarpið hefði fylgt honum eftir frá degi
tU dags.
En það var ekki aðeins persóna og mannkostir Ólafs
Thors sem gera hann eftirminnUegan. Stjórnmálabar-
átta hans var sömuleiðis einstök. Hann átti stærsta þátt-
inn í því að breyta Sjálfstæðisflokknum úr íhaldsflokki
í frjálslyndan flokk. Hann bar gæfu tU að stýra flokki
sínum á þann veg að sjálfstæðisstefnan höfðaði 111 stórs
hluta þjóðarinnar, atvinnurekenda jafnt sem launþega,
bænda og borgara. Þetta var aUs ekki sjálfgefið en hafði
um leið úrsUtaáhrif á þá stefnu sem íslendingar tóku í
innanríkismálum, stéttabaráttu, almannatryggingamál-
um og því jafnræði sem hér hefur ríkt. Ólafur Thors
lagði þann grunn.
í utanríkismálum barðist Ólafur fyrir sjálfstæði, vest-
rænu samstarfi, útfærslu landhelginnar og frelsishug-
sjón í stað ánauðar kommúnismans. Sú barátta var
ekki aUtaf dans á rósum en minningu Ólafs er ekki síst
haldið á lofti vegna þeirrar samstöðu sem hann beitti
sér fyrir meðal lýðræðisafla þegar einræðis- og öfgaöfl
sóttu að honum og þjóðinni. Margir stjómmálaforingjar
eru eftirminnUegir fyrir ræðusniUd og póUtíska hæfi-
leika en sitja nú uppi með þau örlög að hafa lamið höfð-
inu við steininn og barist fyrir rangan og faUinn mál-
stað?
Það var gæfa íslendinga að eiga mann á borð við
Ólaf Thors þegar þjóðin öðlaðist sjálfstæði og sleit bams-
skónrnn. Nafn hans mun lifa. EUert B. Schram
„... mikilvægt að gera viðeigandi ráðstafanir til að bæta öryggi vegfarenda um Reykjanesbraut", segir Árni
Ragnar m.a. í greininni.
Einkavæðing
samgöngu-
mannvirkja
Á nýafstaðinni ráðstefnu Verk-
takasambands íslands um framtíð-
arsýn atvinnulífs á íslandi var sagt
frá hugmynd um einkaframtak við
tvöfóldun Reykjanesbrautar.
Samgönguráðherra hafnaði hug-
myndinni án frekari athugunar.
Viðbrögð hans eru vonbrigði öllum
þeim sem vilja að bætt verði öryggi
vegfarenda um Reykjanesbraut, og
öllum þeim sem vilja hefja einka-
væðingu opinberrar starfsemi hér-
lendis.
Glöggt er gest augað
Fyrir nokkrum mánuðum stóð
Landsbréf, verðbréfafyrirtæki í
eigu Landsbanka íslands, fyrir ráð-
stefnu. Meöal erindisflytjenda var
breskur maður sem m.a. hefur
unnið við athugun Enskilda á fjár-
magnsmarkaði okkar.
Hann kom til landsins með flugi
til Keflavíkurflugvallar. Þar tóku
gestgjafar hans á móti honum og
við tók ökuferð um Reykjanesbraut
í kolsvörtu dimmviöri með rigning-
aréljum og roki. Gesturinn þrá-
spuröi hvemig í ósköpunum við
gætum boðið gestum okkar, er-
lendum ferðamönnum og sjálf búið
við þvílíkt og annað eins. Honum
var ekki skiljanlegt hvers vegna
ekki er bætt úr slíku öryggisleysi.
Hann var skelfmgu lostinn.
Á ráöstefnunni daginn eftir
nefndi hann tvöföldun Reykjanes-
brautar sem dæmi um möguleika
í einkavæðingu. Fjárfesting fjár-
mögnuð á frjálsum fjármagns-
markaði innanlands og erlendis.
Tekjur yrðu af vegtolli, sem endur-
greiddu fjármagn og annan kostn-
að á löngum tíma.
Á fyrstnefndri ráðstefnu Verk-
takasambands íslands nú fyrir
skömmu kom fram að Atvinnuþró-
unarfélag Suðumesja hf., Verk-
takasamband íslands og Landsbréf
hafa í félagi gert útfærslu og út-
reikninga til að athuga hvort hug-
myndin muni raunhæf og telja svo
vera.
Bætt öryggi vegfarenda
Á fjórum síðustu þingum hafa
verið flutt þingmál varðandi öryggi
vegfarenda á ReyKjanesbraut og
flutningsgetu brautarinnar.
ReyKjanesbraut, allt frá ReyKja-
vík tíl Flugstöðvar Leifs Eiríksson-
ar á Miönesheiði, er sérstæð meðal
þjóðvega landsins. Hún tengir höf-
KjaUarinn
Árni Ragnar Árnason
þingmaður fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn í Reykjaneskjördæmi
uðborgina við eina alþjóðaflugvöll-
inn í áætlunarflugi milli landa og
hggur gegnum þrjá af íjölmenn-
ustu kaupstöðum landsins.
Hún er notuð af því sem næst
öllum landsmönnum er þeir feröast
til annarra landa, langflestum er-
lendum ferðamönnum sem til
landsins koma og af nærfellt öllum
sem hingaö koma í opinberum er-
indum. Hún gefur erlendum gest-
um okkar fyrstu og síðustu kynni
af landinu og er því sterkur áhrifa-
valdur um endurkomu þeirra eða
ekki. Einmitt þessi áhrif urðu þess
valdandi aö hugmyndinni var fyrst
varpað fram.
Sérstaöa umferðar
um Reykjanesbraut
Engin önnur þjóðbraut er jafn-
mikið ekin áð nóttu - allan ársins
hring. Það skapast af viðskiptavin-
rnn og starfsmönnum flugsins og
starfsmönnum viö umsvif vamar-
liðsins búsettum á Reykjavíkur-
svæðinu. Þetta kemur ekki fram í
meðaltölum mn umferðarþunga en
hefur mikil áhrif á fjölda óhappa
og slysa á brautínni.
Umferðin hefur vaxið jafnt og
þétt á undanfórnum árum og vöru-
flutningar sýnu mest. Óhöpp og
slys hafa aukist að sama skapi.
Áhyggjur af öryggi vegfarenda,
sem leið eiga um Reykjanesbraut,
hafa komið fram í vaxandi mæli í
lesendadálkum og hlustendaþátt-
um fjölmiðla.
írekuðum ályktunum sveitar-
stjórna um brýna þörf til að bæta
úr, og í áður nefndum þingmálum.
Óhöpp og slys á Reykjanesbraut
nálgast tvö hundruð á ári. Fjöldi
slasaðra, varanlega örkumla og lát-
inna vegna slysa á Reykjanesbraut
hefur ekki verið tekinn saman, né
heldur þjóöhagslegt tap og kostn-
aður.
Ég efa að formúlur Vegagerðar
ríkisins taki til þessa við mat á arð-
semi framkvæmda.
Brýn þörf úrbóta
Með stóriðjuveri á Keilisnesi -
hvenær sem af veröur, með stóru
flugskýli á Keflavíkurflugvelli til
eftírlits og viðhalds á flugflota
Flugleiða hf., og hugsanlega ann-
arra aðila í alþjóðlegum flug-
rekstri, með tilkomu fríiðnaðar-
svæðis viö Keflavíkurflugvöll, með
auknum straumi ferðamanna til og
frá landinu ásamt vaxandi starf-
semi landsmanna í alls konar
ferðaþjónustu, t.d. tengdri heil-
brigðisþjónustu með dvöl, útívist
og líkamsrækt í einstæðu umhverfi
óvenjulegrar og hreinnar náttúru
um allt land, og með eðlilegum
vexti byggðarlaga og atvinnulífs á
Suðumesjum munu umferð og
flutningar um Reykjanesbraut
stóraukast í nálægri framtíð.
Það er því gífurlega mikilvægt að
gera viðeigandi ráðstafanir til að
bæta öryggi vegfarenda um
Reykjanesbraut.
Ámi Ragnar Árnason
„Áhyggjur af öryggi vegfarenda, sem
leið eiga um Reykjanesbraut, hafa
komið fram í vaxandi mæli í lesenda-
dálkum og hlustendaþáttum fjölmiðla
og í ítrekuðum ályktunum sveitar-
stjórna... “