Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1992, Síða 15
MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 1992.
15
GATT-samningur og
hagsmunir neytenda
„Nú standa íslenskir bændur frammi fyrir alveg nýjum viðhorfum," seg-
ir m.a. í greininni.
í umræðum um GATT-málið
undanfama daga hefur umræða
um hagsmuni neytenda hér á landi
verið afar grunnfæmisleg.
Að bændum frátöldum á þó eng-
inn meiri hagsmuna að gæta í
þessu sambandi en hinn almenni
neytandi. Það kann aö þykja hlut-
drægt af undirrituðum að ræða
þetta mál á opinberum vettvangi
þar sem ég hef atvinnu af því að
gæta hagsmuna bænda. Ég tel mig
hins vegar hafa fulla ástæðu sem
neytandi að hafa skoðun á þeirri
hlið málsins.
Mér virðast hagsmunir neytenda
í þessum efnum vera þríþættir. í
fyrsta lagi það að hafa öraggan
aðgang að nægu framboði mat-
væla, í öðru lagi að geta treyst
gæðum þeirrar matvöru sem við
kaupum og í þriðja lagi að matvar-
an sé á sem sanngjörnustu verði.
Matvælaöryggið
Þessum þætti málsins hefur ekki
verið gefinn sérstakur gaumur hér
á landi og hafa bændur verið því
nær einir um að halda fram mikil-
vægi hans. Það virðist þó nokkuð
augljóst að eyþjóð eins og íslend-
ingar, sem flyija þarf inn u.þ.b. 50%
af neysluþörfinni (mælt í hitaein-
ingum), þarf að vera á verði í þessu
efni.
Mál þetta heyrir undir Hagvam-
arráð en ekki er kunnugt um að
því hafi verið sinnt á þeim vett-
vangi. Hins vegar er til áhtsgerð
um málið, „Fæðuöflun á þreng-
ingatímum", sem unnin var af
þeim Ólafi Ólafssyni landlækni og
Birni S. Stefánssyni hagfræðingi.
Hollustuþátturinn
Einn þáttur þeirrar velferðar,
sem íslendingar og aðrar Norður-
landaþjóöir búa við, er að geta
KjáUarinn
Hákon Sigurgrímsson
framkvæmdastjóri
Stéttarsambands bænda
treyst því að sú matvara, sem við
kaupum og matbúum fyrir fjöl-
skyldur okkar, sé holl og ómenguð.
Ymsar þjóðir búa ekki við slíkt
öryggi lengur, svo sem nágrannar
okkar Bretar, einnig Bandaríkja-
menn þar sem matareitrun og aðr-
ar afleiðingar lélegs fæðis er að
verða ein aigengasta dánarorsökin.
Mikilvægt er að gera sér ljóst að
matvæh sem framleidd eru við
svipaðar heilbrigðiskröfur og hér
tíðkast eru hlutfallslega dýr.
Þaö kostar meira að framleiða
egg þar sem einungis er heimilt að
hafa 4 hænur í búri, eins og stefnt
er að á landi, en í löndum þar sem
látiö er afskiptalaust þótt 5-6 hæn-
ur séu hafðar í búri af sömu stærð.
Sama gildir um ýmiss konar hjálp-
arefni og lyf eins og t.d. það að
blanda fúkkalyfjum í fóður alifugla
til að halda niðri ýmiss konar sjúk-
dómum og gefa sláturgripum
hormóna til þess að auka vaxtar-
hraðann. Mikið er framleitt af slík-
um matvælum í heiminum í dag
og hlutur þeirra á markaðnum fer
stækkandi.
Valkostur hinna fátæku
Á undanförnum áratugum hefur
myndast ný þjóðfélagsstétt í hinum
iðnvædda hluta heimsins „Hinir
nýfátæku (les nouveaux pauvres)“.
Þetta eru fórnarlömb langvarandi
atvinnuleysis og minnkandi hag-
vaxtar sem einungis njóta lág-
marks menntunar, hafa ekki efni á
að kaupa félagslegar tryggingar og
verða að sætta sig við að neyta
annars flokks matvæla. Tahð er að
5-10% af íbúum Vestur-Evrópu og
10-15% af íbúum Bandaríkjanna
muni í næstu framtíð búa við slík
kjör.
Hér á landi virðist sem betur fer
vera breið samstaða um það að
fórna ekki heilbrigðiskröfunum
fyrir lágt verð. Þetta kom fram í
ályktun Neytendasamtakanna um
GATT-máhð í síðustu viku og í
stefnumörkun Sjömannanefndar
um aukna hagræðingu í landbún-
aðinum er tekið fram að hagræð-
ingin megi ekki verða á kostnað
gæðanna.
Lægra vöruverð
Nú standa íslenskir bændur
frammi fyrir alveg nýjum viðhorf-
um. Frá 1. september nk. fellur
verðábyrgð ríkisins á mjólk og
kindakjöti niður og greiðslu út-
flutningsbóta verður hætt. Bændur
bera eftir það aha ábyrgð á mark-
aðssetningu framleiðslunnar. Jafn-
framt virðist ljóst að aukin erlend
samkeppni kemur til sögunnar í
einhverjum mæh á næstu misser-
um. Th þess að bregðast við þessu
er með nýjum búvörusamningi
stefnt að því að verð sauðfjárafurða
til framleiðenda lækki um 20% á
næstu 6 árum. Gera má ráð fyrir
svipaðri þróun í mjólkurfram-
leiðslunni og alifugla- og svína-
bændur stefna að verulegri lækkun
á verði sinnar framleiðslu. Ef hhð-
stæð hagræðing verður í úr-
vinnslugreinunum á verð inn-
lendra matvæla að lækka umtals-
vert á næstu 4-6 árum.
Það er þessi þróun sem bændur
telja nauðsynlegt að nái fram að
ganga áður en þeir geti tekist á við
þá samkeppni sem leiða mun af
framkvæmd GATT-samkomulags-
ins.
Lækkar GATT-samkomulag-
ið matarreikninginn?
Því hefur verið haldið mjög á lofti
hve mikinn hag neytendur muni
hafa af væntanlegu GATT-sam-
komulagi. Ef nánar er að gáð virð-
ist hins vegar augljóst að niður-
skurður á niðurgreiðslum og út-
flutningsbótum mun leiða til
hækkandi vöruverðs. Þess er þegar
farið að gæta í komverði.
Það sem fyrir Bandaríkjamönn-
um vakir með því að knýja fram
samkomulag innan GATT er ekki
það að auka hlutdeild sína á heims-
markaði með búvörur heldur von-
in um þaö aö GATT-samkomulag
leiði th hækkandi heimsmarkaðs-
verðs svo að dregið geti úr þeim
gífurlegu styrkjum sem landbún-
aðurinn nýtur þar í landi og þar
með þeim mikla halla sem er á fjár-
lögum ríkisins. Sama er aö segja
um Ástrah og Nýsjálendinga. Þeir
em ekki fyrst og fremst að hugsa
um aukna markaðshlutdeild held-
ur vonast þeir th þess að hækkandi
verð geti bjargað landbúnaði þeirra
frá hmni en hann er kominn í þrot
eftir langvarandi verðfall á heims-
markaði.
Ef hækkanir á erlendum matvæl-
um vega að verulegu leyti upp þá
lækkun sem vonast er til að verði
á innlendum matvælum gæti svo
farið að hagnaður okkar neytenda
á íslandi yrði minni en ýmsir hafa
vonast th.
Hákon Sigurgrímsson
„Frá 1. september nk. fellur verðábyrgð
ríkisins á mjólk og kindakjöti niður og
greiðslu til útflutningsbóta verður
hætt. Bændur bera eftir það alla ábyrgð
á markaðssetningu framleiðslunnar.“
Kerfisheimskan
Það hvílir mikhl ljómi yfir sjálf-
stæðisbaráttu þjóðarinnar á 19.
öldinni og á fyrri hluta 20. aldar.
Dugmiklir menn hófu merkið og
þjóðin fylgdi eftir. Fólk skildi vel
að þar þurfti á hverjum þegn að
halda og hann þurfti að ganga hehl,
hehbrigður og óskiptur th starfa.
Það var því risið upp gegn hverri
óáran sem fylgt hafði frelsisskerð-
ingunni og fátæktinni og þaö var
bindindissinnuð bjartsýn og kraft-
mikh þjóð sem náði sambandslaga-
samningum 1918 og hóf rismikla
framfarasókn th bættra lífskjara.
Sjálfstæðið I hættu
Eftir að ísland varð fuhvalda ríki
og lýðveldið var stofnað er eins og
við teljum frelsi þjóðarinnar sjálf-
sagðan hlut og það verði ævarandi
og allar þjóðir, bæði nær og fjær,
líti þau mál sömu augum. Þess
vegna sé öhu óhætt.
Þetta er mikhl misskilningur. Ef
við eigum að halda sjálfstæðinu
þurfum við að vera á varðbergi.
Við glötuðum þvi á sínum tíma og
þannig getur enn farið. Við verðum
að treysta á okkur sjálf og fara með
gát. Við getum ekki búist við því
að það verði gæluverkefni annarra
þjóða að vemda sjálfstæði okkar.
Þess vegna þurfum við á dug-
miklu fólki að halda, fólki, sem ber
virðingu fyrir sjálfu sér, fólki, sem
vakir yfir menningu sinni og
tungu, fólki, sem ekki drekkur frá
sér ráð og rænu heldur byggir upp
andlegt og líkamlegt hehbrigði th
að takast á viö erfiðleika hvers
tíma. Þar má enginn bregðast.
Efnahagsleg áföll
Ég held að flestum sé Ijóst að erf-
KjaUarinn
Páll V. Daníelsson
viðskiptafræðingur
leyti sem núverandi ríkisstjóm tók
við völdum. Hlutskipti hennar var
því að taka á málum og breyta um
stefnu.
Það er mikhl vandi að fmna þær
leiöir sem minnstum sársauka
valda. Við þurfum þó ekki að falla
í svartsýni en ekki er stórmannlegt
að líta fram hjá vandanum.
Margir mótmæla
Það er ótrúlegt hvemig ýmsir í
þjóðfélaginu taka á þessum málum.
Fólk mótmælir, stéttir mótmæla,
stofnanir mótmæla, sveitarfélög
mótmæla og svo mætti lengi telja.
Enginn vhl takast á við að leysa
vandann. Það er verk náungans,
ekki mitt.
Sjálfstæðishugsjónin hjaðnar
eins og sápukúla ef bera þarf við-
„Eg held að flestum sé ljóst að erfiðleik-
ar eru framundan. Byggist það á því
tvennu að þjóðartekjur muni dragast
saman og erlend skuldasöfnun getur
ekki haldið áfram.“
iðleikar em framundan. Byggist
það á því tvennu aö þjóðartekjur
muni dragast saman og erlend
skuldasöfnun getur ekki haldið
áfram. Þess í stað verðum við að
fara að greiða lánin. Það th viðbót-
ar efnahagslega áfahinu veldur
óumflýjanlega mikhh kjararýmun
og miklum sársauka á öhum svið-
um þjóðlífsins.
Þótt blikur hafi verið á lofti þá
reið ekki höggið fyrr en um það
bótarpinkh th bjargar fuhveldinu.
Og sumir hóta hörðu, og ekki síður
þeir sem meira mega sín, og búi
þeir við þær aðstæður að geta verið
með hnífinn nálægt höfuðæðum
þjóðfélagsins þá skal kutanum beitt
og látið blæða.
Pinklamir skihu með hörkunni
settir á einhverja aðra. Sumir tala
eins og þeir geri sér enga grein fyr-
ir uppbyggingu efnahagslífs þjóð-
arinnar, það er nánast eins og
„Fólk mótmælir, stéttir mótmæla, stofnanir mótmæla ... Enginn vill tak-
ast á við að leysa vandann.“
þekking þeirra nái ekki lengra en
það að mjólkin komi úr femum.
Það sem þar er á bak við virðist
ekki th í þeirra virðulega hugskoti.
En það er gömul og ný saga að þeir
sem aðstöðu hafa reyna að koma
byrðunum yfir á aðra.
Reynslan af kerfum
Nú veit ég að þótt óöld ríki í þess-
um efnum þá er það ekki af mann-
vonsku. Fólk er yfirleitt gott. Hins
vegar er það fjötrað í óskhvirk,
stöðnuð og afturhaldssöm þjóðfé-
lagskerfi. Jafnvel forystumenn
þessara kerfa á flestum sviðum
þjóðlífsins em fastir í þeim eins og
strengjabrúður.
Og þegar fólk situr lengi í ýmsum
valdastöðum er miklu meiri hætta
á að kerfisheimskan taki völdin.
Þegar svo kemur stjórnvald sem
loksins vhl ganga inn á nýja braut
reynir kerfið aö halda völdum,
völdum sem geta valdið óbætanleg-
um skaða.
Flest kerfi, þótt góð séu í upp-
hafi, ganga sér th húðar, þau verða
afturhaldssöm, óskhvirk, sphlt og
sjúk. Það sýnir reynslan.
Við getum risið upp og komist
út úr ógöngunum en ekki með því
að neita aö taka á heldur með því
að alhr leggist á eitt th að bjarga
málum. Þá getur verið bjart fram-
undan.
Höggvum ekki í eigin véum. Ver-
um ábyrg. Verum vakandi yfir vel-
ferð og sjálfstæði þjóðar okkar.
Páh V. Daníelsson