Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1992, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1992, Síða 18
18 MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 1992. Menning Úthlutun úr Kvikmyndasjóði Islands: Hraf n og Guðný fengu hvort um sig 21 milljjón - þrettán aðilar sóttu um styrk til framleiðslu leikinna kvikmynda Hrafn Gunnlaugsson og Guðný Halldórsdóttir fengu hæstu styrkina í ár. DV-mynd: BG Tvær kvikmyndir, Hin helgu vé, sem framleidd er af F.I.L.M. og leik- stýrð er af Hrafni Gunnlaugssyni, og Karlakórinn Hekla, framleidd af Kvikmyndafélaginu UMBI og leik- stýrð er af Guðnýju Halldórsdóttur, fengu hæstu styrki sem Kvikmynda- sjóður íslands úthlutaði í ár eða 21 milljón hvor. Kvikmynd Hrafns er sjálfsævisöguleg og flallar um hluta af bamæsku hans. í flokknum Kvikmyndir til fram- leiðslu fékk ein önnur kvikmynd styrk, Veggfóður sem gerð er af Kvik- myndafélagi íslands og leikstýrð er af Júlíusi Kemp. Fékk hún 2 milljón- ir. í þessum flokki voru það þrettán aðilar sem sóttu um styrk. í stuttu spjalli sagði Guöný Hall- dórsdóttir að Karlakórinn Hekla væri gamanmynd sem fjallaði um söngferð Karlakórs úr Hveragerði til Færeyja og Þýskalands Aðalpersónu myndarinnar leikur Ragnhildur Gísladóttir, stúlku sem vinnur vinn- ing í bingói hjá karlakómum og er vinningurinn ferð með kómum. Guðný, sem einnig skrifar handrit- ið, kvaðst hafa unnið að undirbún- ingi síðasthðin tvö ár og hefði hún fengið þýska aðila til að taka þátt í kostnaðinum en hún tók það fram að myndin væri alíslensk. Aætlað er að byrja að kvikmynda í júní og von- aðist Guðný til að myndin yrði tilbú- in til sýningar um næstu jól. Alls fengu tóif aðilar styrk. Hæstu styrkimir fyrir utan þá fyrrnefndu voru þeir sem úthlutaðir vom til heimildarmynda. Magnús Pálsson fékk 3,5 milijónir til að gera Undir regnboganum, Þorfinnur Guðnason fékk 2,5 milljónir til að gera Úti við flóann og Valdimar Leifsson fékk 2 milljónir til að gera myndina Lista- konan sem ísland hafnaði. Til undirbúnings og handritsgerð- ar fengu þrír aðilar styrk: Kvik- myndadeild Skífunnar eina milljón. Kallast verkefni þeirra Móri. Ari Kristins hálfa milljón. kallast verk hans Enginn veit og Sveinbjöm I. Baldvinsson hálfa milljón . kallast verk hans Skálholt. Einn aðih fékk styrk til undirbúnings heimilda- myndar, var það Anna Th. Rögnn- valdsdóttir til undibúnings myndar um Sigurð málara. Tveir aðolar fengu styrk til undirbúnings stutt- mynda. Þór Ehs Pálsson fékk eina milljón til undirbnings Nifl og Jón Ásgeir Hreinsson fékk styrk til und- irbúning á Tilbera. Þá geta þess að Kvikmyndaklúbbur íslands fékk 1 mihjón í styrk. Sam- tals vora veittar 57 mihjónir. Úthlut- unarnefndin geymdi 14 mihjónir sem munu renna th samnorræns verk- efnis. Úthlutunamefnd Kvikmynd- sjóðs er skipuð Laufeyju Guðjóns- dóttur, Róberti Amfinnssyni og Sig- urði Valgeirssyni. -HK Guðrún S. Gísladóttir og Bryndís Petra Bragadóttir leika Isbjörgu. Þjóðleikhúsiö: Ég heiti ísbjörg, ég er Ijón fyrsta leikritið á nýju sviði Leikgerð Hávars Siguijónssonar eftir skáldsögu Vigdísar Grímsdótt- ur, Ég heiti ísbjörg, ég er ljón, verður fyrsta leiritið sem sýnt verður á nýju leiksviði í Þjóðleikhúsinu. Hávar leikstýrir einnig sýningunni. Þetta er sagan af ísbjörgu sem situr í fangelsi fyrir morð. Hún rekur áhrifamikla sögu sína fyrir lögfræð- ingi og dregur ékkert undan, ahtfrá uppeldi við sérstakar heimihsað- stæður þar th glæpurinn er framinn. Tvær leikkonur fara með hlutverk ísbjargar, Guðrún S. Gísladóttir og Bryndís Petra Bragadóttir. Aðrir leikarar em Ragnheiður Steindórs- dóttir, Jóhann Sigurðarson, Þórar- inn Eyfjörð, Pálmi Gestsson og fleiri. -HK Veggfóður: Reykjavíkursaga um ungt fólk - segir leikstjórinn, Júlíus Kemp Þrjár kvikmyndir fengu úthlutun úr Kvikmyndasjóöi íslands til fram- leiðslu. Mikih munur er á peninga- upphæðinni sem Hin helgu vé og Karlakórinn Hekla fengu og þeirri upphæð sem Veggfóöur fékk, en að- eins tvær mhljónir komu í hlut þeirr- ar síðast töldu. Það sem er athyghs- vert við Veggfóður, og greinir hana frá öhum öðrum kvikmyndum sem styrk fengu, er að búið er að kvik- mynda hana án þess að nokkur styrkur hafi áður komið í hennar hlut og verður kvikmyndin líklegast frumsýnd í júh. Júlíus Kemp leikstýrir Veggfóðri og sagði hann að hann hefði sótt um nákvæmlega það sem hann vantaði th að geta klárað myndina eða sjö og hálfa mihjón króna. „Ég hefði að sjálfsögðu átt að sækja um miklu meira, þá hefði kannski verið von um að fá meira úthlutaö. Þetta þýðir einfaldlega það að lánin veröa hærri,“ sagði Júlíus þegar hann var inntur eftir viðbrögðum sínum við úthlutuninni. Júlíus kvað framkvæmdina hafa gengið ágætlega. Skuldimar væra að vísu orðnar nokkuð miklar, en ekki þýddi annað en halda ótrauður áfram. „Við tókum myndina í Reykjavík í fyrrasumar, en hún er ReykjavíkurSaga um ungt fólk, tísk- ima, tíðarandann og allt sem fylgir lífi ungra íbúa Reykjavíkur." Július Kemp, leikstjóri Veggfóðurs, en myndin verður frumsýnd í júli. Aðalhlutverkið í Veggfóðri leikur Baltasar Kormákur. Aðrir leikarar í stórum hlutverkum em Steinn Ár- mann og Ingibjörg Stefánsdóttir. ...............................HK veita 100.000 kr. myndlistarstyrk Argentína, steikhús hefur ákveðið að einn veggur á veit- ingastaðnum verði notaöur sem listaveggur. Valinn verður einn myndhstarmaður sem fær að sýna verk sín einn mánuð í senn. í desember sýndi Tolh verk sín 1 veitingahúsinu og nú hangir þar verk eftir Huldu Hákon. í febrúar tekur svo Helgi Þorghs Friðjóns- son við. Eigendur Argentínu hafa ekki látið þar viö sitja heldur hafa þeir skipað í fimm manna nefnd sem mun síðar velja einn listamann sem hefur sýnt í Arg- entínu og veita honum 100.000 kr. í myndlistarstyrk. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Argentína styrkir listamenn. Síðastliðið sumar styrkti veitingahúsíð sýn- ingu Sveins Þorgeirssonar og Daníels Magnússonar í Nýlista- safninu. Umfjöllunum Meðannóttin iíðuríPolitiken Skáldsaga Fríðu Á. Siguröar- dóttir er annað af tveimur ís- lenskum skáldverkum sem til- nefnt er til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. í Politiken síðasthðinn miðvikudag birtist ritdómur um verkið. Það er Lisa Schmalensee Burgess sem fyrir nokkrum árum starfaði sem lekt- or hér á landi sem skrifar um bókina. í itarlegri umijöllun fer hún lofsamlegum orðum um bók- ina og skáldkonuna, segir hún meðal annars að sagan sé djúp sálfræðistúdía. Þess má geta að Fríöa Á. Sigurðardóttir fékk raenningarverðlaun DV fyrir bókmenntir í fyrra. „Norrænarsögur“ ílokavinnslu Við úthlutun hjá kvikmynda- sjóði í flokknum Framlög til framleiöslu árið 1990 fengu þijár kvikmyndir úthlutun. Þessar myndir munu ahar skha sér til áhorfenda á þessu ári. Ingaló í leikstjóm Ásdísar Thoroddsen verður frumsýnd í febrúar og Sódóma, Reykjavík verður frum- sýnd í haust. Þriðja myndin sem minna hefur farið fyrir hefur vinnuheitið Norrænar sögur og er kvikmyndafélagið Þumall einn framkvæmdaraðhi. Er hér um að ræða samnorrænt verkefni og skiptist myndin í þrjá hluta og var styrkur kvikmyndasjóðs th íslenska hlutans. Leikstjórar eru þrír, en Kristin Pálsdóttir leik- stýrir íslensku myndinni. Hinar tvær myndimar eru frá Græn- landi og Færeyjum. Kvikmynda- tökumaður að öllum myndunum er Sigurður Grimsson og Þumall sá um allar aðrar tæknhegar framkvæmdir. Sigurður kvaö all- ar áætlanir hafa staðist og allt væri í fuhum gangi við loka- vinnsluna og yrði frumsýning að öhum likindum síðast í mars. Góðaðsókní Góö aðsókn hefur verið á sýn- ingar LR í Borgarleikhúsinu. Helgina 10.-12. janúar komu 2300 leikhúsgestir á sýningar og voru þar á meðal rúmlega sex hundraö böm sem sóttu sýningar á baraa- leikritinu Ævintýriö. Frumsýnd- ur var sunnudagskvöldið 12. jan úar farsinn Rughö og fékk hann óbhðar viötökur hjá gagnrýnend- um, en aö sögn hafa áhorfendur skemmt sér konunglega. Aðrar sýningar, sem voru á sviðum Borgarleikhússins : þessa helgi, vora Þétting eftir Sveinbjöm I. Baldvinsson og Ljón í síðbuxum eftir Bjöm Th. Björnsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.