Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1992, Blaðsíða 4
4
LAUGARDAGUR 1. FEBRÚAR 1992.
Fréttir
Smglamir sameinuðust um að segja upp tryggingum sínum:
Iðgjöld bif hjólatrygginga
hækkuðu um allt að 300%
„Tryggingamar hjá stóru félögun-
um fyrir mótorhjól hækkuöu um
300% hjá Sjóvá-Almennum og um
tæp 150% hjá VÍS. Á rúmlega 100
manna fundi á miðvikudagskvöldið
var ákveðið einróma að segja upp
öllum tryggingmn fyrir þessa helgi.
Það gildir fyrir alla í Bifhjólasamtök-
um lýðveldisins, 350 manns, sem er
rösklega 'A hluti allra mótorhjólaeig-
enda í landinu," sagði Þorsteinn
Marel Júlíusson, talsmaöur hjá
Sniglunum, Bifhjólasamtökum lýð-
veldisins, í samtali við DV.
„Við eru búnir að ná sambandi viö
alla félagsmenn með tölu, og það eru
allir sammála um úrsögnina. Við
erum ekki bara að segja upp trygg-
ingum á mótorhjólum heldur öllum
tryggingum okkar hjá félögunum.
Þetta eru allt saman skyldutrygging-
ar og við höfúm næsta mánuö til viö-
ræðna við tryggingafélögin. Þeir
þurfa að bjóða okkur til sín í viðræð-
ur en það hefur ekki verið neinn tími,
hvorki hjá okkur né þeim, vegna
anna.“
40 milljóna hækkun
„Þessar hækkanir, sem eru nú í
gangi, koma út sem um 40 milfjón
króna hækkun. Það er hræðilega
vont dæmi að þessar tryggingar skuli
allar vera sendar undir sama hatt,
burtséð frá stærð, hestöflum, aldri
eða reynslu. Það er engin trygginga-
stærðfræði notuð.
Það sem við viljum gera og okkar
tilboð miöar að er aö tengja aldur og
reynslu við hestöfl í tryggingunum.
Yngstu mennimir og stærstu hjólin
borga mest. Bara þetta atriði myndi
stuöla aö því að ungir menn fengju
sér frekar minni hjól sem stuölar að
minni tjónum og minni slysum.
Hingað til hefur ekki verið hlustað á
þessar röksemdir okkar.
Meðalaldur Sniglanna er tæp 30 ár
Sjálfsagt vefst það fyrir mörgum hvaöa svartl maöur er á myndinni en hún er tekin rétt ðður en æfing hófst á
Otello. Undir svartri ásjónunni leynist Garöar Cortes sem syngur Otello en svona lítur hann út eftir aö Svanhvit
Valgeirsdóttir förðunarmeistari hefur farið höndum um andlit hans. Otello, sem er ein þekktasta ópera Verdis,
verður frumsýnd i Gamla biói á vegum íslensku óperunnar um næstu helgi. DV-mynd BG
Jón Erlendsson, upplýsingaþjónustu háskólans:
Háskólinn verði virk-
ara af I í þjóðlíf inu
- nemendur nái tengslum við aðila í atvinnulífmu
„Háskóli íslands þarf að verða
miklu virkara afl í innlendu þjóð-
lífi en hann er í dag. Þetta getur
hann ef markið er sett hátt og unn-
ið skipulega. Lykillinn að þessu er
sá aö miklu fleiri stúdentar, kenn-
arar og aðrir starfsmenn háskólans
séu virkjaðir til árangursríkra,
umfangsmikilla og persónulegra
tengsla viö aðila í atvinnulífi,“
sagði Jón Erlendsson, forstöðu-
maður upplýsingaþjónustu háskól-
ans á atvinnumálaráðstefnu skól-
ans í gær.
Það var upplýsingaþjónustan, at-
vinnumálanefnd stúdentaráðs í
samvinnu við kynningamefnd H.í.
sem stóðu fyrir ráðstefnunni.
Markmiðið var að vekja umræðu
meðal háskólastúdenta sem og
aiínarra aðila í þjóðfélaginu um
hvað væri framundan í atvinnu-
málum þjóðarinnar, og þá sérstak-
lega menntamanna.
Jón sagði ennfremur að hver ein-
asti memandi, sem tæki lokapróf
frá háskólanum, ætti að vera búinn
aö skapa sér sæmileg eða góð per-
sónuleg tengsl í innlendu atvinnu-
lífi fyrir útskrift.
„Hver einasti nemandi á að
kunna frumatriði í stofnun og
rekstri fyrirtækja. Það að auki fag-
mannlega verkefnaöflun. Og helst
ætti hver einasti nemandi að fara
út í atvinnulífið með 1-2 mótaðar
hugmyndir um tækifæri sem hann
gæti nýtt upp á eigin spýtur ef at-
vinna er ekki í boði.“
„Stúdentar óttast atvinnuleysi í
sívaxandi mæli enda hefur at-
vinnuleysi meðal háskólamanna
aldrei verið jafnmikið og nú. Það
er nauðsyn á ráðstefnu sem þessari
til að kveikja þá hugsun meðal
stúdenta aö þeir fari að velta því
fyrir sér um leið og þeir hefja nám
hvað þeir geti gert að námi loknu.
Með því móti geta þeir byijað að
sérhæfa sig miklu fyrr en ella og
það ætti að auðvelda fólki aö kom-
ast inn á atvinnumarkaðinn," segir
Börkur Gunnarsson í atvinnu-
málanefnd stúdentaráðs.
-J.Mar
og margir eiga meira en eitt mótor-
hjól eða bifreið. Það sér það hver
maður að það er nánast útilokað fyr-
ir menn að borga iðgjöld af fleiri en
einu hjóli eða hjóli og bifreiö. Menn
sem hafa hjól tryggð hjá til dæmis
Sjóvá-Almennum, sem hækkuðu
gjöldin mest og hafa engan bónus,
þurfa að borga um 150 þúsund á ári.
Með 55% bónus er þetta gjald 83.000
krónur.“ .
Viðræður eftir helgi
Þessar tölur komu ekki út fyrr en
um síöustu helgi og því er þetta svo
nýtt fyrir okkur enn. Við erum á
fullu innan Sniglanna að vinna í
þessum málum en við reiknum með
að hefja viðræður við tryggingafélög-
in í næstu viku.
Þegar tryggingar eru svona háar
fara menn að keyra tryggingarlausir,
taka hjólin sín út af skrá. Það býður
þeirri hættu heim og er bara mann-
legt eðli. Við höfum stuðning lögregl-
unnar því að hún gerir sér grein fyr-
ir því að þegar iðgjöldin eru komin
upp fyrir allt sem raunhæft er fara
menn að keyra tryggingarlausir. Þar
með er búið að velta hluta vanda-
máls tryggingafélaganna yfir á lög-
regluna. -IS
Öm Gústafsson, framkvæmdastjóri hjá VÍS:
Áhættan óviðunandi
eins og hún var
„Tryggingamar hjá okkur á.mót-
orhjólum hækka um 138% á milli
ára. Grunniðgjaldið hækkar úr
40.546 í 96.507 krónur. Það er bæði
ábyrgðar- og slysatrygging. Málið
snýst um það að þetta er gjörsamlega
óviöunandi áhætta eins og þetta
var,“ sagði Öm Gústafsson, fram-
kvæmdastjóri einstaklingstrygginga
hjá VÍS.
„Árið 1990 borgaði þessi stétt í heild
í landinu í slysatryggingu 2 milljónir
og 960 þúsund krónur. Það var borg-
að út tjón fyrir sama 48 mifljónir og
962 þúsund eða 1654% hærra gjald.
Fyrir mótorhjólin sjálf vom borgað-
ar 7.509 þúsundir í iðgjöld á árinu
1990. Fyrir tjón á bifhjólum vom
börgaðar 13 milljónir 426 þúsund eða
179% umfram iðgjöld.
Ef þetta er lagt saman vora iðgjöld-
in alls í þessum skyldutryggingum
10 milljónir 469 þúsund en Ijón 62
milljónir 388 þúsund eða 5%%. Það
þýðir að sex krónur fóra út frá trygg-
ingafélögunum fyrir hverja eina sem
kom inn. Þó að við snarhækkuðum
iðgjöldin þá nær það ekki nema broti
af veginum. Við munum áfram gera
út á taprekstur þrátt fyrir hækkan-
imar nú.
Árið 1991 er þessa tala ennþá 3
krónur á móti hverri einni. Þessar
tölur era unnar af óháðum aöila og
era þær einu marktæku. Það er kald-
hæðni örlaganna að það leiðir til
stórfelldra hagsbóta fyrir trygginga-
félögin ef þessir menn fara með sínar
tryggingar.
Fæstir þeirra 350 manna hjá Snigl-
unum, sem sögðu upp tryggingum
sínum, era með mikiö af öðram
tryggingum en á mótorhjólum. Hins
vegar viljum við eiga viö þá umræð-
ur og samstarf um þetta. Þeir hafa
bara ekki komið að máli við okkur
enn um þau mál,“ sagði Öm.
-ÍS
JFMAMJJÁS ONDJF
Miðað við að verðbólga i nóvember, desember og janúar helur verið i
kringum núliið og spáð er aðeins rúmlega 2 prósent verðbólgu i þessum
mánuöi eru enn mjög háir raunvextir á almennum óverðtryggðum skulda-
brétum.
Raunvextir enn mjög háir
Vaxtalækkun bankanna á óverð-
tryggðum útiánum um helgina segir
lítið til að slá niöur hina háu raun-
vexti. Þeir eru enn mjög háir, eða
um 13 prósent, á meöan vextir af vísi-
tölubundnum lánum eru um 10 pró-
sent.
Búnaðarbankinn er kominn með
umtalsverða forystu á aðra banka og
sparisjóði í lækkun nafnvaxta. Hann
lækkar vexti nú um helgina lang-
samlega mest allra banka.
Vextir á almennum óverðtryggðum
skuldabréfum hjá Búnaðarbanka
era nú 13,25 prósent. Næstir koma
sparisjóðimir og íslandsbanki með
15,25 prósent vexti. Landsbankinn er
með hæstu vexti á óverðtryggðum
skuldabréfum, eða 16 prósent.
Forvextir á víxlum era einnig
lægstir hjá Búnaðarbankanum, eða
12,5 prósent. Þeir eru 14,5 prósent hjá
sparisjóðunum, 14,75 prósent hjá Is-
landsbanka og 15,25 prósent hjá
Landsbankanum.
Landsbanki, íslandsbanki og spari-
sjóðimir lækka vextina á bilinu 0,5
til 0,75 prósentustig um helgina en
Búnaðarbanki um 2 prósentustig.
Meðalvextir bankanna á almennum
skuldabréfum lækka því aðeins úr
16,2 í 15,4 prósent. igh