Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1992, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1992, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1992. 9 Utlönd Bretar spá óþverralegustu kosningabaráttu á öldinni: Eðli flokksleiðtoga er að halda framhjá - segir kunnur breskur sálfræðingur um hrösun Paddy Ashdown . „Það er ekkert óeðlilegt við það þótt flokksleiðtogar haldi framhjá. Þeir eru oft kraftmiklir menn sem eru fjarri heimilum sínum langtim- um saman. Þeir fyflast örvæntingu sem endar með framhjáhaldi, annað- hvort með nánum samstarfsmönn- um eða vændiskonum," segir breski sáifræðingurinn Sidney Crown til skýringar á framhjáhaldi Paddy Ashdown, leiðtoga frjálslyndra demókrata í Bretlandi. Ashdown neyddist í gær til að við- urkenna opinberlega að hann hefði fyrir fimm árum haldið í fimm mán- uði við einkaritara sinn. Ashdown varð fyrri til að segja frá málinu enda þótti sýnt að það kæmist í hámæli þegar aö. pappírum, þar sem frá framhjáhaldinu var sagt, var stolið úr peningaskáp. Skjölin voru geymd hjá lögfræðingi Ashdowns. Ashdown er vinsæfl leiðtogi þótt fylgi flokks hans sé lítiö. Margir Bret- ar eru þeirrar skoðunar að pólitískir andstæðingar Ashdown hafi komi skjölunum til fjölmiðla til að sverta hann. Fyrst gripið hafi verið til þessa ráðs megi búast við að mjög óþverra- leg kosningabarátta fari í hönd í Bretlandi. Kosið verður 1 vor. Áður hafa komið fram í kosninga- baráttunni upplýsingar um meinta þjónkum Neils Kinnocks, leiðtoga Verkamaimaflokkins, við sovéska valdhafa. í því máli hafa íhaldsmenn haft undanferðina og þeir eru einnig gnmaðir um að standa að baki upp- náminu vegna framhjáhalds Ash- down. Þó er á það bent að Verka- mannaflokkurinn er líklegri til að hagnast á áfallinu sem Ashdown hef- ur óneitanlega orðið fyrir. Ihaldsflokkurinn og Verkamanna- flokkurinn hafa álíka fylgi meðal kjósenda og mjótt gæti orðið á mim- unum í kosningunum. Mikið er því í húfi fyrir þessa flokka að jafna um andstæðinga sína. Reuter arverdlauní Reykjavík Akveðið er að norrænu leiklist- arverölaunin verði aflient í Reykjavík i júní í sumar. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent á Islandi. Verðlauna- féð nemur 500 þúsund íslenskum krónum. Hver Norðurlandaþjóð- aima greiðir 120 þúsund krónur nema íslendingar sem greiða 20 þúsund. iorísJellsíní Norðurlanda- heimsóknívor Von er á Borís Jeltsin Rúss- landsforseta í opinbera hemsókn til Finnlands, Svíþjóðar og Nor- egs í vor. Talið er aö áður en for- setinn kemur reyni Svíar að útkljá endanlega áralangar deil- ur um kafbátaferðir Sovétmanna um sænska lögsögu og meintar njósnir þeirra f Svíþjóð. Svíar vilja að Rússar taki óbyrgð á þessura gerðum nú þegar Sovét- ríkin eru horfm af sjónarsviðinu. ÞávfljaNorðmennfa endanlega samninga við Rússa um skipt- ingu auðlinda í Barentshafi en í tíð Sovétríkjanna tókst aldrei að semja um þau mál. Þar er ósam- komulag bæöi um nýtingu flski- stofna og olíulinda. xt Paddy Ashdown, leiðtogi Frjálslyndra demókrata i Bretlandi, játaði á sig framhjáhald en sagði jafnframt að hjónaband hans og Jane væri jafntraust nú og það hefði verið undanfarin þrjátíu ár. Ashdown verður engu að síður í miklum vanda i komandi kosningabaráttu. Símamynd Reuter FATAMARKAÐURINN Strandgötu 26, Hafnarfirði (gamla Kaupfélagshúsið) UM MIÐJAN FEBRÚAR TÖKUM VIÐ INN NÝJAR VÖRUR EN ÞANGAÐ TIL HÖLDUM VIÐ GJAFAÚTSÖLU Aliir barnaskór kr. 600, skór á dömur og herra kr. 1.200, kuldaskór á fullorðna og börn kr. 1.000-1.800, herrabuxur kr. 800-1.540, dömupeysur kr. 995-1.700, herraskyrt- ur kr. 800-1.200, allar barnaúlpur kr. 2.400, herrajakkaföt kr. 8.500. Mikið úrval af barnafötum o.fl. o.fl. Föt og skór á alla fjölskylduna. Opið fimmtudag 10-16, föstudag 10-19, laugardag 10-16, sunnudag 12-16. Verð frá kr. 900 Opið virka daga kl. 12-18 laugardaga kl. 10-14 RR-skór Skemmuvegi 32 L, Kópavogi, s. 75777

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.