Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1992, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1992.
15
Hvert stefnir í fjár-
málum borgarinnar?
Frumvarp
að fjárhagsáœtlun Reykjavíkur
árið 1992
Þess ber ab gœta, aB allar
fjárhœBir eru taldar íþús. kr.,
þótt þess sé ekki viB þcer getiB.
„Rekstri Reykjavíkurborgar er þröngur stakkur skorinn í frumvarpi sjálf-
stæðismanna að fjárhagsáætlun fyrir árið 1992.“
í dag mun borgarstjóm Reykja-
víkur afgreiöa íjárhagsáætlun
borgarinnar fyrir þetta ár eftir
sviptivindasamt framkvæmdaár
núverandi meirihluta sjálfstæðis-
manna í borgarstjórn. í því fram-
varpi að fjárhagsáætlun, sem
meirihlutinn hefur lagt fram,
kennir ýmissa grasa og leynir sér
ekki að þrengra er í búi nú en oft
áður.
Rekstri Reykjavíkurborgar er
þröngur stakkur skorinn í fram-
varpi sjálfstæðismanna að fjár-
hagsáæÚun fyrir áriö 1992. Sú
staða er afleiðing óvarlegrar með-
ferðar fjármuna undanfarin ár,
aukinnar skuldasöfnunar og nýtil-
kominna álagna ríkisvaldsins á
sveitarfélagið sem að þessu sinni
munu kosta Reykjavíkurborg tæp-
lega þrjú hundruð milljónir króna.
Er það nánast jafnvirði Perluævin-
týrisins á síðasta ári.
Þrengt að rekstri,
lántökur auknar
Sá vandi, sem við blasir, er ávöxt-
ur ötullar framgöngu núverandi
forsætisráðherra, Davíðs Oddsson-
ar borgarfulltrúa. Nútíðarvandinn,
sem birtist í álögum ríkisvaldsins
á sveitarfélög landsins, era hans
verk; fortíðarvandinn, sem við er
að eiga í fjársýslu Reykjavíkur-
borgar eftir hans viðskilnað, sömu-
leiðis. Einn angi fortíðarvandans
er stóraukin skuldasöfnun. Síðustu
tvö kjörtímabil tvöfölduðust heild-
arskuldir borgarsjóðs að raungildi:
Yfirdráttur á hlaupareikningi hef-
ur aldrei verið eins hár og síðastlið-
ið ár og fjármagnskostnaður tekur
til sín sífellt meira fé. Þessi vandi
heyrir sjálfstæðismönnum til - og
þeim ber að leysa hann. En hvaða
úrræði sjá menn þá þegar svipast
Kjallaiinn
Ólína Þorvarðardóttir
borgarfulltrúi Nýs vettvangs
er um í þyrnirósargarði fyrirhggj-
andi fjárhagsáætlunar? Jú, þar er
nóg um þyma og þistla.
Þrengt er að rekstri til þess að
halda sjó við framkvæmdir og
greiðslur langtímaskulda en ljóst
er að til rekstrar þyrfti mun meira
fé en áætlað er til ráðstöfunar í
þessu frumvarpi. Til dæmis eru 130
milljónir ætlaðar til viðhalds skóla-
bygginga þegar þörf er fyrir 440
milljónir. Til eignabreytinga verð-
ur varið minna fé en á síðasta ári
en lántökur þó auknar.
Ráðhúsið tekur nú sjötta árið í
röð til sín dijúgan hluta fram-
kvæmdafjár. A þessu ári munu
fara ríflega fjögur hundruð milljón-
ir króna í lokafrágang hússins en
það er eilítið lægri upphæð en
rennur til allra framkvæmda
vegna öldrunarmála. Óneitanlega
stingur þetta í augun á tímum
versnandi efnahagsafkomu, yfir-
vofandi atvinnuleysis og harðra
spamaðaraðgerða hins opinbera
sem nú beitir blóðugum niður-
skurðarhnífnum á flestum sviðum
þjónustu og framkvæmda, ekki síst
vegna velferðarmála.
Sökum þess ofurkapps, sem lagt
hefur verið á einstök gæluverkefni
og lítt aðkallandi kosningaloforð
sjálfstæðismanna, hafa brýnir
hagsmunir borgarbúa verið fyrir
borð bornir. Hefur sá trassaskapur
orðið til þess að þjónusta borgar-
innar hefur ekki haldist í hendur
við öra fólksfjölgun og nútíma lifn-
aðarhætti heldur þvert á móti sigið
á ógæfuhliðina.
Stöðnuð og ómark-
viss þjónusta
Hjúkrunarheimili og önnur
nauösynleg aöstaða fyrir aldraða
hefur setið á hakanum. í þeim
málaflokki blasir nú við átakanleg-
ur úrræðaskortur og ómarkviss
stefnumótun. Er einna sárast að
horfa upp á afdrif B-álmu Borgar-
spítalans sem ætluö var undir öldr-
unardeild en mun með sama
áframhaldi trúlega aldrei komast í
gagnið, til hneisu fyrir bæði ríki
og borg.
Uppbygging skóla og dagvistar-
heimila hefur verið allt of hæg
þannig að aðstæður bama era víða
til skammar og mikill skortur er á
félagslegu húsnæði í borginni.
Þrátt fyrir þá staðreynd lét núver-
andi borgarstjóri sér nýlega um
munn fara þá stefnuyfirlýsingu að
draga þyrfti úr félagslegum úrræð-
um í húsnæðiskerfinu.
Ekki er veitt heimild fyrir nýjum
störfum sem bráðnauðsynleg era
vegna aukinnar þjónustuþarfar.
Eins og kunnugt er greiðir Reykja-
víkurborg starfsfólki sínu lægri
laun en tíðkast í öðrum sveitarfé-
lögum með þeim afleiðingum að
erfitt er að manna bráðnauðsynleg
störf og halda uppi lágmarksþjón-
ustu.
Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar
síðasta árs flutti Nýr vettvangur
32 breytingartillögur við frumvarp
sjálfstæðismanna án þess að tillit
væri til þeirra tekið. Að þessu sinni
verður sá leikur ekki endurtekinn.
Það er nokkuð Ijóst að meirihluti
sjálfstæðismanna vill hvorki sjá né
hlusta á ábendingar, rök og viðvar-
anir stjórnarandstöðunnar varð-
andi áherslur og forgangsröð verk-
efna í borginni, enda hefur fjár-
málastjóm og skuldasöfnun sett
svip sinn á nýliðið framkvæmdaár.
Við teljum rétt að þeir sem hafa
farið þannig með íjármuni axli þá
ábyrgð sem þeir hafa tekist á hend-
ur og ráði fram úr þeim vanda sem
við blasir. Góð ráð duga skammt
ef ekkert tillit er til þeirra tekið.
Ólína Þorvarðardóttir
„Síðustu tvö kjörtímabil tvöfölduðust
heildarskuldir borgarsjóðs að raun-
gildi: Yfirdráttur á hlaupareikningi
hefur aldrei verið eins hár og síðastlið-
ið ár...“
Gegn menntun; gegn sjálf u sér
ísland er ekki hollt bömum sín-
um. Við eyðum þijú hundrað þús-
und krónum á ári á hvem háskóla-
námsmann á meðan til dæmis
Bandaríkjamenn eyða milljón. ís-
lenska þjóðin leggur augljóslega lít-
ið upp úr menntun þegna sinna,
homsteini velferðarinnar. Eða er
það kannski bara tilviljun að stór
hluti hennar er vart talandi á móð-
urmáli sínu? Já, það er skrýtið að
fólk skuli undra sig á slöppu gengi
okkar um leið og það byggir fram-
tíðina á sandi.
Púkinn á fjósbitanum
Námslánin, forsenda náms hjá
flestum, hafa verið skert á ýmsan
hátt þó svo þau hafi vart dugað til
framfærslu fyrir. Rétt eins og fram-
lög til skóla era þau umtalsvert
lægri hér en annars staðar á Norð-
urlöndunum, svo dæmi sé tekið.
Það er því ljóst að menntakerfið á
íslandi er ekki til þess fallið að
mennta fólk á sómasamlegan hátt.
Þrátt fyrir það er dýrmætasta eign
hverrar þjóðar menntunin. Hér er
því komið enn eitt dæmið um
heimsku íslensku þjóðarinnar.
Svo virðist sem aðaláherslan sé
lögð á það sem minnstu máli skipt-
ir fyrir heildina. Er það ekki grát-
broslega fáránlegt að á meðan
skólakerfinu, heilbrigðiskerfinu og
ellilífeyrisþegum er fyrirskipað að
herða sultarólina í spamaðarskyni
fitna bændur eins og púkinn á fjós-
bitanum? Já, það er margt skrýtið
í kýrhausnum.
Sú þjóð „sem kurlar það lifandi
og tínir á glóð / en elskar það dauð-
vona og dauða“, eins og Þorsteinn
Erlingsson kvað, kemst harla stutt
í lifsbaráttu sinni. Hún getur í besta
falli orðið meðalskussi.
KjaHarinn
Sigurgeir Orri
Sigurgeirsson
námsmaður í HÍ
Afætur
Námsmenn á íslandi era af mörg-
um litnir hornauga. Ástæðumar
kunna aö vera margar en allar era
þær meira og minna sprottnar af
misskilningi eða hreinlega bama-
legri öfund. „Huh! ég hef nú unnið
mitt siarf í gegnum tíðina og ekki
þurfti ég skóla til þess,“ segja þau
sem vanmeta gildi menntunar og
fylgjast ekki með tímanum. „Við
þurftum að koma undir okkur fót-
unum án nokkurra sníkjulána,"
segja þau öfundsjúku, uppfull af
minnimáttarkenndinni sem fylgdi
því að búa í fátæku landi sem hafði
ekki burði til að bjóða upp á að-
stöðu sem nú ætti að vera leikur
einn. „Fyrst við fengum ekki þá
eiga þau ekki heldur“ er viðkvæð-
ið. Hver kannast ekki við: „Ekki
fékk ég svona þegar ég var á mín-
um yngri árum, ha!“ og vandlæt-
ingartóninn í röddinni. - Þetta
segja þau hin sömu og fengu hý-
býli nánast ókeypis í óverötryggðri
óðaverðbólgu. Sérhver er nú sann-
girnin!
Annað viðhorf, sem ríkti hér til
skamms tíma og var í sjálfu sér
réttmætt, er það að menntakerfið
hefur alla tíð verið uppfullt af
kommúnistum sem lágu yfir því
eins og hrægammar með það eitt í
huga að troða sósíalískum viðhorf-
um sínum inn í nemendurna (eins
og maður rakst á sjálfur) og leggja
þannig grunninn að framtíðar-
„Ríkinu“. Það er vel skiljanlegt að
hugsandi fólk hafi haft Úlan bifur
á menntakerfinu af þessum sökum.
- Guði sé laun að botninn datt úr
þessari glórulausu hugsjón.
Viðhorf eins og það að náms-
menn séu bara afætur og sníkju-
dýr, sem sólunda lánum sínum í
hégóma, er rangt. Það ber vott um
hræðilega skammsýni. Námslán
era afsprengi framsýni og enginn
er verri þótt hann þiggi þau.
Reikult, rótlaust þang
Námsmenn virðast ekki hirða um
hagsmuni sína. Þeir minna einna
helst á rótlaust, reikult þang sem
lætur strauma og vinda segja sér
hvaða stefnu skal taka. Hvorki
heyrist hósti né stuna frá leiðtog-
um þeirra þegar hagur þeirra er
fyrir borð borinn. Þeim virðist
nokkuð sama um velferð skjól-
stæðinga sinna.
Þaö er leiðinlegt til þess að hugsa
að eflaust stafar þetta af því að
þeir sömu og era í forsvari fyrir
námsmenn eiga líka ímyndaðra
hagsmima að gæta innan flokka
sinna. Ef þeir æsa sig eitthvað er
póhtískri framtíð þeirra stefnt í
voða, að þeirra dómi. Skósveinarn-
ir og skómeyjamar era þannig
bundin í báða skó. Þau virðast líta
svo á að flokkurinn sé þau, en ekki
þau flokkurinn.
Þekking og þroski
Er menntun bara tæki til þess að
fá hærra kaup og í framhaldi af því
meiri hamingja? Nei, hún er annað
og meira en svoleiðis vélræn
tækniþekking. Hún er andlegur
þroski í víðum skilningi, þó margir
horfi fram hjá því, skiljanlega, þar
sem hamingjan er að mínum dómi
afar misskihð hugtak hér á landi.
Ég veðja á þjóð sem gengur
menntaveginn; skapar sjálfri sér
þokkalega aðstöðu th menntunar
og nýtir sér hana. En hvers vegna
í ósköpunum stöndum við svo aula-
lega að verki?
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
„Ef þeir æsa sig eitthvað er pólitískri framtið þeirra stefnt í voða ..
„Eg veðja á þjóð sem gengur mennta-
veginn; skapar sjálfri sér þokkalega
aðstöðu til menntunar og nýtir sér
hana. En hvers vegna í ósköpunum
stöndum við svo aulalega að verki?“