Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1992, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1992.
Fréttir
Kjarasamningamir hanga á bláþræði:
Búist við að slitni upp
úr viðræðum næstu daga
- VSÍ hafnaði öllum kröfum ASÍ á samningafundi í gær
Á samningafundi Alþýðusam-
bandsins og Vinnuveitendasam-
bandsins í gær lögðu fulltrúar ASÍ
fram tvær aöalkröfur. Annars vegar
var krafa um samræmingu á hinum
svonefnda jólabónusi sem greiddur
er út í desember. Þar eru greiðslur
mismunandi eftir félögum eða allt frá
10 þúsund krónum og upp í 25 þús-
und krónur. Hins vegar er krafist
samræmingar á orlofi sem er mis-
munandi eftir félögum og starfsaldri.
Vinnuveitendur höfnuðu báðum
þessum kröfum. Að auki standa svo
þær sérkröfur verkalýðsfélaganna
sem hafa verið til umræðu í margar
vikur.
Að mati þeirra aðila vinnumarkað-
arins sem DV ræddi við í gær er nú
er svo komið að kjarasamningarnir
eru komnir í blindgötu. Allir voru
sammála um að upp úr samningavið-
ræðunum myndi slitna alveg á næst-
unni, jafnvel á mánudaginn kemur
en þá er næsti samningafundur boð-
aður. Um leið og slitnar upp úr þeim
viðræðum vinnuveitenda og verka-
lýðshreyfingar, sem staðið hafa með
hléum síðan í haust, er komin upp
alveg ný staða í málinu. Þá verður
því vísað formlega til ríkissáttasemj-
ara og um leið færist aukin harka í
kjarasamningana.
Samtímis og þetta gerist ætlar öll
launþegahreyfingin í slag við ríkis-
stjórnina með kröfu um að sú skerð-
ing, sem átt hefur sér stað á velferð-
arkerfinu og menntakerfinu, verði
tekin til baka. Þar ætla launþega-
samtökin að standa með nýjum sam-
tökum, öryrkja, aldraðra og sjúkl-
inga, sem stofnuð verða í dag með
það að markmiði að verja velferðar-
kerfið.
Loks er þess að geta að kjarasamn-
ingum Sjómannasambands íslands
og útgerðarmanna hefur verið vísað
til ríkissáttasemjara. í gær var fyrsti
fundur þessara aðila haldinn án
nokkurs árangurs. Þar virðist allt
standa jafnfast og í viðræðum ASÍ
og VSÍ.
Almennt er búist við að þetta nýja
viðhorf, sem komið er upp, muni
leiða til aukinnar hörku á vinnu-
markaði með ófyrirsjáanlegxnn af-
leiðingum.
-S.dór
Það er gaman að leika sér í snjónum eins og sést á þessari mynd. Stelpurnar, sem hér renna sér, heita Hlín
Stefánsdóttir, Guðbjörg Ágústsdóttir, Kristín Clausen og Sunna Ósk Friðbertsdóttir. DV-mynd Hanna
Ný samtök verða stofnuð í dag:
Breiðfylking
öryrkja, aldraðra
og sjúklinga
- tilganguriiin aö beijast gegn niöurskurði á velferðarkerfinu
Fyrir hádegi í dag verða stofnuð
ný samtök sem óhætt er að kalla
breiðfylkingu. Að stofnun samtak-
anna standa meðal annarra Öryrkja-
bandalagið, Samtök aldraðra og hin
ýmsu félög sjúklinga sem til eru í
Íandinu. Þessi nýju samtök munu
njóta stuðnings allra launþegahreyf-
inga í landinu og hafa raunar fengið
frá þeim aðstoð viö undirbúning
stofnmiar samtakanna að undan-
fömu.
Tilgangm- samtakanna er að beij-
ast gegn þeim niðurskurði á velferð-
arkerfinu sem þegar hefur orðið og
til stendur að framkvæma. í drögum
að stefnuskrá samtakanna segir
meöal annars:
„Aðilar skora á ríkisstjómina og
Alþingi að snúa þegar í stað við blað-
inu ellegar gefa þjóðinni kost á segja
álit sitt á áorðnum og fyrirhuguðum
breytingum á velferðarkerfmu."
Síðan er upptalning á því sem sam-
tökin vilja að hætt verði við og em
það atriði eins og niðurskurður á
bamalífeyri, elli- og örorkulífeyri,
fjármunum til sjúkrahúsa, niöur-
skurði í skólakerfinu og hækkun á
lyfjakostnaði og þjónustu lækna.
Einn viðmælenda DV orðaði það
svo að hér væri verið að stofna „gras-
rótarsamtök" sem yrðu þau fjöl-
mennustu sem sögur fara af hér á
landi, ekki síst þegar litið er til fulls
stuðnings launþegasamtaka lands-
ins.
Samkvæmt heimildum DV ætla
launþegasamtökin að snúa bökum
saman og krefjast þess sama af ríkis-
stjórninni og samtökin, sem stofnuð
verða í dag, ætla að gera. Ljóst er að
vörn fyrir velferðarkerfið verður ein
aðalkrafa launþegasamtakanna í
þeim kjarasamningum sem nú
standayfir. -S.dór
Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra á fimdi með Siglfirðingum 1 gærkvöldi:
Við getum ekki kostað rekstur
þjóðfélagsins með erlendum lánum
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Þegar við erum að tala um 15
milljarða niðurskurð eða spamað á
einu ári ráða menn ekkert við slíkar
tölur með því að ganga framhjá ráðu-
neyti eins og heilbrigðisráðuneytinu
með 43 milljaröa á sínum vegum, og
menn komast ekki hjá að ganga að
ráðuneyti eins og menntamálaráðu-
neytinu sem er með 13,7 milljarða
króna. Og hvað er þetta? Þetta er
velferðarkerfi íslands. Þegar út-
gjaldavandi okkar er orðinn jafn-
mikiU og hann er komumst við ekki
hjá því að endurskoða þetta kerfi,“
sagði Sighvatur Björgvinsson heil-
brigðisráðherra á opnum fundi á
Hótel Höfn á Siglufirði í gærkvöldi.
- stefnan að hlífa þeim sem minna mega sín, sagði ráðherrann
Þetta var fyrsti fundurinn í fundaröð
ráðherrans sem ber heitið „Velferð á
varanlegum gmnni“ en fundirnir
em til þess haldnir að kynna al-
menningi aðgerðir ríkisstjómarinn-
ar sem sumir kalla niðurskurð en
aðrir sparnað.
Um 50 Siglfirðingar mættu á fund
Sighvats á Siglufirði en fundurinn
stóð yfir fram á nótt. Fjölmargir
þeirra tóku til máls á fundinum og
það var ljóst að fleira brann á Sigl-
firöingum en niðurskurður í heil-
brigðiskerfmu. Flestir ræðumanna
vildu líka ræða við ráðherrann um
skiptingu niðurskurðarins á þegn-
ana s.s. hátekjuskatt og skatta á íjár-
magnstekjur og það kom greinilega
fram á fundinum að Siglfirðingum
þykir mörgum sem byrðinni sé ekki
réttlátlega skipt.
Sighvatur fór vitt og breitt yfir
stöðu ríkisíjármálanna pg skýrði mál
sitt meö myndum. Þegar kom að heil-
brigðiskerfmu sagði Sighvatur að
það hefði verið haft að leiðarljósi í
þeim spamaði sem þar á sér stað að
hlífa þeim sem minnst mega sín.
„Það höfum við reynt að gera í sam-
bandi viö skerðingu á lífeyri og gjald-
töku í heilbrigðisþjónustunni. Mér
dettur ekki í hug að neita því að það
sem við erum að gera er að innleiða
hærri notendagjöld 1 heilbrigðisþjón-
ustunni en áður voru. Við erum að
láta fólk borga meira og ég er ekki
að draga fjöður yfir það. En við erum
að reyna aö framkvæma það þannig
að hlífa þeim sem minnst mega sín.
Það er annars vegar gamla fólkið og
hins vegar barnafólkið."
Sighvatur sagði að Siglfirðingar
könnuðust við þann vanda sem bæj-
arfélag sem þjóðfélagið stæði nú
frammi fyrir. Hran síldarstofnsins
hefði komið hart niður á Siglfirðing-
um á sínum tíma eins og aflabrestur
og óráðsía undanfarin ár bitnaöi nú
á þjóðinni sem heild. „Það sem við
höfum gert undanfarin ár er aö fara
út fyrir landsteinana og ná okkur í
lánsfé til að fjármagna útgjöld þjóð-
arinnar sem hún hefur ekki átt fyrir.
Á sama tíma og kakan sem við höfum
haft til skiptanna hefur verið að
minnka hefur erlend skuldasöfnun
verið á uppleið. Við höfum haldið
óbreyttri neyslu og útgjaldastigi en
tekið lán fyrir því erlendis," sagði
Sighvatur.
Sighvatur sagöi að erlendu lánin
hefðu verið notuð til að kosta al-
mennan rekstur samfélagsins, Lána-
sjóður námsmanna væri rekinn á
erlendum lánum, byggingalánasjóðir
þjóðarinnar einnig og erlend lán
væra tekin til að kosta skólakerfið
og heilbrigðiskerfið. „Það er löngu
tímabært aö menn geri sér grein fyr-
ir þvi að við getum ekki kostað rekst-
ur íslensks þjóðfélags með erlendum
lánum,“ sagði ráðherra.