Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1992, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1992, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1992. FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1992. 25 Iþróttir íþróttir (14) 28 0-2, 3-4, 4-10, 6-12, (6-14), 7-17, 8-19,9-20,11-21,14-21,16-28,20-28. Mörk HK: Tonar 10/2, Óskar Elv- ar 5, Rúnar 2/2, ÞorkeJl 1, Jón Bersi 1, Þorkelll. Vatnn $kot: Bjanú 13. Magmis 1. Mörk FH: Hans 8/3, Guðjón 4, Gunnar 4, Sigurður 4, Pétur 3, Kristján 3, Hálfdán 1. Óskar 1. Varin skot: Bergsveinn 19, Har- aldur 3/1. Brottvísanir: HK 8 minútur. Dómarar: Signrgeir Sveinsson og Gunnar Viðarsson, ágœtir. Áhorfendur: 260. Fram (10) 29 Víkingur (16) 31 0-1, 0-3, 1-5, 4-6, 4-9, 6-12, 9-14, (10-16), 11-16, 11-21, 14-24, 15-25, 21-28, 26-30, 28-31, 29-31. Mörk Fram: Gunnar 7/1, Karl 6/2, Páll 3, Ragnar 3, Ðavíð 2, Her- mann 2, Jason 2, Andri 2 og Val- geír 2. Varin skot: Þór 5, Sigurður 5. Mörk Víkings: Birgir 12, Bjarki 7, Gunnar 5/2, Björgvin 2, Árni 2, Trúfan l, Helgi l og Ingimundur l. Varin skot: Reynir 7, Hrafn 3. Brottyísanir: Fram ; 2 min. og Víkingur 6 mín. Dóraarar: Hákon Siguriónsson og Guðjón L. Sigurðsson. Mjög slakir. Áhorfendur: 600. Grótta (10) 21 Valur (15) 20 2-2, 4-5, 5-10, 8-13, (10-15), 12-16, 18-17, 19-19, 20-20, 21-20. Mörk Gróttu: Páll 6, Jón Örvar 5, Guðraundur 5/1, Stefán 2, Svafar 1, Gunnar 1, Friöleifur 1. Varin skot: Revine 18/1. Mörk Vals: Ólafur 6, Ingi Rafn 5, Valdimar 4/2, Dagur 3. Finnur 1, Þóröur 1. Varin skot: Guðmundur 10. Brottvísanir: Grótta 4 minútur. Dómarar: Óli P. Ólsen og Gunnar Kjartansson, komnst þokkalega frá leiknum, ieyfðu of míkla hörku. Áhorfendur: 150. (15) 28 4-0, 4-1, 8-2, 12-3, 15-4, (15-7), 16-8,20-9,24-12,25-14,26-16,28-18. Mörk KA: Sigurpáil 11/3, Ámi Páll 4, Stefán 4, Jóhann 3, Alfreð 2, Jón EgiU 2, Pétur 1, Ámi S. 1. Varin skot: Axel 8, Birgir 3. Mörk UBK: Björgvln 6/3, Elvar 3, Ámi 3, Eyjólfur 2, Ingi Þór 2, Ingólfur 1, Sigurbjöm 1. Varin skot: Þórir 4, Ásgeir 8. Brottvísanir: KA 6 mlnútur, UBK 8 mínútur (Þórir rautt fyrir brot). Dómarar: Einar Sveinsson og Gunnlaugur Hjálmarsson, ágœtir. Áliorfendur: 602. Selfoss (15) 28 Haukar (14) 27 0-2, 5-2, 7-8, 9-11, 13-13, (15-14), 18-18, 21-21, 25-22, 28-25, 28-27. Mörk Seifoss: Sigurður S. 10/2, Einar G. 5, Einar S. 4, Sigurjón 4, Gústaf 4, Jón Þórir 1. Varin skot: Gísll 8/1, Einar 2. Mörk Hauka: Halldór 11, Baumruk 5, PáU 4/1, Sigurjón 3, Pétur 2, Öskar 1, Sveinberg 1. Varin skot: Þorlákur 4, Magnús Brottvísanin Selfoss 6 mínútur, Haukar 6 mínútur. Dómarar: Gísii H. Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, freraur siakir. Áhorfendur: 410. Staöan FH.........18 15 2 1 510-416 32 Vítongur... 17 13 2 2 444-385 28 Selfoss....16 9 1 6 430 417 19 KA.........17 8 3 6 421-411 19 Fram.......17 7 4 6 397-409 18 ÍBV........16 7 2 7 430-413 16 Stjaraan...,l7 7 1 9 417-402 15 Vaiur......16 5 5 6 391-385 15 Haukar..... 17 5 4 8 413-424 14 Grótta.....17 4 4 9 344-407 12 Hif............. 17 3 2 12 383-416 8 UBK........17 2 2 X3 310-395 6 Leík ÍBV og Stjörnunnar var trest- að vegna ófærðar og verður vsent- aniega í Byjum í kvöld. Siguröur Tómasson í skilanefnd HSÍ: Skuldir HSÍ voru 65 milljónir um áramótin - voru 45 milljónir, segir Jón Hjaltalín Magnússon „Við tókum til starfa í skilanefnd- inni á milli jóla og nýárs og eftir að hafa kafað niður í þessi mál er ljóst að skuidir Handknattleikssam- bandsins voru 65 milljónir um ára- mótin en ekki 40 eins og handknatt- leiksforystan sagði um áramótin," sagði Sigurður Tómasson í samtali við DV í gærkvöldi en hann á sæti í skilanefndinni sem fékk það hlut- verk að glíma við hrikalegan fjár- hagsvanda HSÍ. Samkvæmt þessum upplýsingum duga þær 20 milljónir, sem HSÍ fékk frá ríkinu vegna fjár- hagserfiðleikanna, ekki fyrir þeirri upphæð sem munar á tölum frá HSÍ um áramótin og raunverulegrar skuldastöðu HSÍ þá. „Við höfum verið að vinna í þess- um málum af fullum krafti, semja um skuldir og greiða aðrar og okkur hefur hvarvetna verið vel tekiö. En það er ljóst að grundvallaratriði fyrir því að hægt sé að skapa HSÍ rekstrar- grundvöll er að skipt verði um for- ystu hjá sambandinu. Það er forystu- kreppa hjá HSÍ í dag,“ sagði Sigurður ennfremur. Auk hans eiga þeir Guð- jón L. Sigurðsson, Erlingur Hannes- son og Valur Páll Þórðarson, gjald- keri HSÍ, sæti í skilanefndinni. - Sagði formaður HSÍ fjölmiðlum og fleirum ósatt um áramótin er hann fullyrti að skuldir HSÍ væru um 40-45 milljónir? „Annaðhvort hefur Jón Hjaltalín sagt ósatt eða hann hefur ekki vitað betur.“ - Á ekki formaður sérsambands að vita hveijar skuldirnar eru á hveij- um tíma? „Maður skyldi ætla það.“ - Ert þú bjartsýnn á að hægt sé aö bjarga fjármálum HSÍ og koma sam- bandinu aftur á réttan kjöl? „Já, ég er það. Við höfum alla möguleika á að rífa okkur upp úr þessu með bættum rekstri. En það er grundvaUaratriði að skipt verði um forystu hjá HSÍ ef íjárhagurinn á að geta batnað," sagði Sigurður Tómasson. „Kemur mér á óvart“ „Þetta kemur mér á óvart. Ég tel mig vera fullviss um að skuldir HSÍ um áramótin hafi verið 45 milljónir, 25 mllljónir í langtímaskuldum og 20 milljónir í skammtímaskuldum. Við stefnum aö því að skuldir HSÍ verði um 15 milljónir á ársþinginu í vor,“ sagði Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ, í samtali við DV í gærkvöldi. - Sigurður segir að grundvöllur fyr- ir bættum rekstri HSÍ sé að skipt verði um forystu sambandsins. Hver eru þín viðbrögð? „Sigurður hefur sagt þetta áður. Hann er duglegur maður. Mér skilst að hann hafi verið beðinn um að hætta sem formaður handknattleiks- deildar Fram á sínum tíma vegna mikilla skulda deildarinnar,“ sagði JónHjaltalín. -SK Mikill styrkur fyrir landsliðið í handknattleik: AKreðmeð í Austurríki - þrír „gamlir refir“ með landsliðinu 1 B-keppninni Alfreð Gíslason verður með íslenska landsliðinu í Austurriki og það ætti að verða góður styrkur. DV-mynd Brynjar Gauti Alfreð Gíslason, þjálfari og leik- maður KA á Akureyri, mun leika með íslenska landshðinu í hand- knattleik í B-keppninni í Austurríki. Þorbergur Aðalsteinsson landsliðs- þjálfari hefur lagt mjög mikla áherslu á aö fá Alfreð til hðs við landsliðið fyrir B-keppnina og hon- um verður að ósk sinni samkvæmt öruggum heimildum DV. Þetta eru mikil gleöitíðindi fyrir íslenska landshðið og með komu Al- freðs í landsliðshópinn aukast mögu- leikar landsliðsins á einu af efstu fjórum sætunum í Austurríki veru- lega. Alfreð er sem kunnugt er þjálf- ari KA og getur ekki tekið mikinn þátt í undirbúningi landsliðsins fyrir B-keppnina. Það ætti ekki að koma að sök enda Alfreð einn reyndasti handknattleiksmaður landsins. Enn er óvíst hvort Júlíus Jónasson getur leikið með landsliðinu í B- keppninni og líklegt að í besta falli fái hann sig lausan frá Bidasoa þegar riðlakeppnin verður byijuð. Þá er ekki enn ljóst hvort Héðinn Gilsson stendur undir þeim kröfum sem til hans eru gerðar af landshðsþjálfar- anum. Þorbergur hefur þannig verið í vandræðum með stöðu hægri hand- arskyttu vinstra megin fyrir utan en nú er ljóst að Alfreð mun mæta í slag- inn. Alfreð Gíslason sagði í gærkvöldi: „Það er enn allt óbreytt hvað mig varðar og sé ekki að ég geti tekið þátt í B-keppninni. Ég hef ekki haft frið og stöðugt sagt nei en það hlust- ar bara enginn á mann. Þetta er erf- itt.“ Eins og áður sagði hefur DV fyrir því öruggar heimildir að Alfreð leiki í B-keppninni. Þar með verða þrír „gamlir reflr" með í slagnum í Aust- urríki; Alfreð, Einar Þorvarðarson og Kristján Arason. -SK Revine lok- aði markinu - og Grótta vann Val, 21-20 Kraftaverkamaðurinn Alexander Revine, hinn frábæri markvörður Gróttu, kom heldur betur við sögu þegar Grótta sigraði Val, 21-20, í ótrúlegum spennuleik á Seltjarnar- nesi í gærkvöldi. Revine lokaði hreinlega marki Gróttu í síðari hálf- leik og varði þá 43 skot og lagði gmnninn að mikilvægum sigri Selt- irninga. Valsmenn virtust hafa leikinn al- gerlega í hendi sér í fyrri hálfleik. Með Inga Rafn Jónsson í aðalhlut- verkinu skoruðu þeir hvert markið á fætur öðru framhjá slakri vörn Gróttu og höfðu 5 marka forystu í leikhléi. Þá var komið að þætti Revine í markinu. Hann lokaði markinu bók- staflega og Valsmenn náðu ekki að skora í rúmlega 16 mínútur. Revine gaf félögum sínum tóninn og þeir minnkuðu muninn jafnt og þétt og komust síðan yfir, 18-17, þegar innan við 10 mínútur voru eftir. Lokakafl- inn var æsispennandi en Gróttu- mönnum tókst að tryggja sér sigur- inn með marki Jón Orvars Kristins- sonar þegar 3 mínútur voru eftir. Valsmenn freistuðu þess aö jafna en Revine varöi þrívegis á lokamínút- unum og tryggði Gróttu kærkominn sigur í hinni hörðu fallbaráttu. „Þetta var mjög góöur síðari hálf- leikur eftir slakan fyrri háifleik. Við settumst niður og ræddum málin í leikhléi. Við vissum að við gátum unniö þá eftir að hafa horft á leik þeirra gegn KA. Takmark okkar er sem fyrr að halda 1. deildarsætinu en það getur allt gerst,“ sagði Stefán Amarson, leikmaður Gróttu, ánægð- ur méð sigurinn. Gróttuliðið barðist geysi vel í síðari hálfleik. Auk hins frábæra Revine átti Jón Örvar mjög góöan leik og Páll Bjömsson var öflugur að vanda á línunni. Valshöiö virðist vera í mikill lægð um þessar mundir og verða Vals- menn að fara að hugsa sinn gang ef ekki á illa að fara. Guðmundur Hrafnkelsson varði vel og var besti maður liösins. Ingi Rafn og Ólafur Stefánsson komust ágætlega frá sínu enaðrirvoruslakir. -RR Björgvin Rúnarsson skorar fyrir Víkinga gegn Fram í gærkvöldi. DV-mynd Brynjar Gauti Endasprettur Fram - dugði ekki og Víkingur vann, 29-31 Leikmenn Fram og Víkings voru 1 langt frá því að vera í essinu sínu í gærkvöldi er hðin áttust við í Laug- ardalshöfl. Víkingar sigraðu, 29-31, eftir 10-16 í leikhléi. Lengi vel leit út fyrir stórsigur Vík- inga og komust þeir í 10 marka for- ystu í síðari hálfleik, 15-25. Þá hrökk Fram-liðiö í gang, Víkingar gáfu eft- ir, og það sem eför lifði leiksins skor- uðu Framarar 14 mörk gegn 6 og Víkingar máttu þakka fyrir að Fram-liðið fór ekki fyrr í gang í leikn- um. Leikurinn var annars mjög slakur og þrátt fyrir mörg mörk, mark á mínútu, var hann leiðinlegur á að horfa. Birgir Sigurðsson var yfir- burðamaður hjá Víkingum og Gunn- ar Andrésson bestur hjá Fram. Þá varði Sigurður Þórðarson ágætlega er hann kom inn á í síðari hálfleik. -SK/-AGP FHafgrekldi HKí ffyrri háffleiknum - og vann í Kópavogi, 20-28 FH-ingar voru ekki í teljandi vand- ræðum með HK þegar félögin mætt- ust í Digranesi í gærkvöldi. FH náöi átta marka forskoti fyrir hlé og eftir það var formsatriði að ljúka leikn- um. Mest munaði tólf mörkum en HK skoraði fjögur síðustu mörkin og lokatölur urðu 20-28. HK-menn geta sjálfum sér um kennt að missa FH-inga eins langt fram úr sér og raun bar vitni. Þeir klúðraðu dauðafærum og hraðaupp- hlaupum hvað eför annað og FH gekk auðveldlega á lagið. Síðasta korterið hvíldi FH lykilmennina en þaö breytö ekki miklu. Bergsveinn Bergsveinsson átö góð- an leik í marki FH, varði 19 skot á 45 mínútum. Aðrir skiluðu sínu og helsta ánægjuefni Hafnfiröinga var að Guðjón Amason kom loks inn í liöið í síðari hálfleik eför langvar- andi meiðsh og sýndi gamalkunna takta. Michal Tonar var yfirburðamaður hjá HK og skoraði níu mörk í síðari hálfleikniun, mörg á glæsilegan hátt. Óskar Elvar Óskarsson stóð fyrir sínu og Bjami Frostason varði ágæt- lega en fór illa með mörg hraðaupp- hlaup meö slæmum sendingum. -VS nú 11 þegar KA vann UBK, 28-18 Gtmnar Níelsaon, DV, Akmeyri: KA var í litlum vandræðum með botnliö Breiöabliks í KA-húsinu í gærkvöldi. Eflir að hafa náð 11 marka forskoti í fyrri hálíleik slök- uðu KA-menn á og leyföu öllum að spila og Kópavogsliðið náði að laga stöðuna aðeins en lokatölur uröu 28-18, og KA er þar með komiö í fjórða sæti eftir gott gengi að und- anfómu. Sigurpáll Aöalsteinsson lék mjög vel með KA, skoraði á annan tug marka flórða leitonn í röð, og segja má að landsliðið sé gott fyrst hann kemst ekki einu sinni i æfingahóp! Áiján ára nýliði, Ámi Páll Jó- hannsson, stóö sig mjög vel og Stef- án Kristjánsson virðist vera að nálgast eðlilega getu og það veit á Segja má Blikum tíl hróss að þeir hættu aldrei, voru alltaf að reyna og höföu þrátt fyrir ailt trú á því sem þeir voru að gera. Hjá þeim munaði miklu aö lykilmaður þeirra, Guömundur Pálmason, var ekki með. ttit -r'rr; v VetrarólympíuleLkarnir: lensku keppendurair á leikunum eru fimm talsins. íslendingarnir heQa keppni á mánu- daginn kemur klukkan 10 en þá keppa Haukur Eiríksson og Rögnvaldur Ingþórs- son í 30 kílómetra göngu. Fimmtudaginn 13. febrúar klukkan 10 keppa þeir félagar í 10 kilómetra göngu og laugardaginn 15. klukk- fram keppni í 15 kílómetra göngu. Alpagreinarnar byrja sunnudaginn 16. Sunnudaginn 16. febrúar kl. 12.15 keppa fyr- ir íslands hönd þeir Kristinn Björnson og Öraólfur Valdimarsson í risasvigi og daginn eftir kl. 12.15 keppir Ásta Halldórsdóttir í sömu grein. Omólfur og Kristinn og daginn eftir kl. 10 Ásta mun síðan ljúka keppni fyrir íslands hönd á ólympíuleikunum. Fimmtudaginn 20. febrúar kl. 10 og 14 og laugardaginn 22. febrúar kl. 10 og 14 fer keppni fram í svigi -GH Broddi. Arni Þór. Broddi og Árni keppa í dag - Broddi númer 62 Broddi Kristjánsson og Árni Þór Hallgrímsson keppa í dag á opna svissneska meistaramótinu í bad- minton í Basel. Þeir sluppu við und- anrásir og hefja keppni í 1. umferð. Broddi mætir Laurent Jacquen frá Sviss en Ámi Þór mætir Kaj Mittel- dorf frá Þýskalandi. í kvöld keppa síðan Ámi og Broddi saman í tvíliða- leik gegn Kevin Scott frá Skotlandi og Oliver Tongrantz frá Þýskalandi. Broddi er í 62. sæti á styrkleikalista Alþjóða badmintonsambandsins, sem gefinn var út 29. janúar, og hefur hækkað um fjögur sæti síðan síðast. Samkvæmt honum dugir 68. sætið á síðasta listanum, í apríl, til að kom- ast á ólympíuleikana í Barcelona. Ámi Þór er í 114. sæti en í tvíliðaleik eru þeir 42. sæti, sjö sætum frá því að komast á leikana. -GH/VS United slegið út - Southampton vann í vítakeppni Manchester United féll í gærkvöldi út úr ensku bikarkeppninni í knatt- spymu þegar liðið tapaði í víta- spymukeppni fyrir Southampton, 2-4, eftir að liðin höföu skilið jöfn í framlengdum leik, 2-2. Stuart Gray og Alan Shearer komu Southampton í 0-2 eftir 20 mínútur. Andrej Kantsjelstos minnkaði mun- inn og Brian McClair jafnaði fyrir United á lokamínútu leiksins. Þetta var annar leikur liðanna í 4. umferð keppninnar. Urslit í Englandi í gærkvöldi urðu þessi: Ensto bikarinn - 4. umferö: Bristol Rovers - Liverpool....1-1 (Dean Saunders kom Liverpool yf- ir) Derby - Aston Villa...........3-4 (Dwight Yorke skoraði 3 fyrir Villa) Ipswich - Bournemouth.........3-0 Norwich - Millwall............2-1 Oxford - Sunderland...........2-3 Sheffield Utd - Charlton......3-1 Deildabikarinn - 8-liða úrslit: Nott.Forest - Cr.Palace.......4-2 (Teddy Sheringham með 3 fyrir Forest) -VS Jordan fékk bann og sekt Michael Jordan, körfuboltasnill- ingurinn hjá Chicago Bulls, var í gær úrskurðaður í eins leiks bann og 300 þúsund króna sekt fyrir að hrinda dómara þegar Chicago tapaði fyrir Utah Jazz í þríframlengdum leik á mánudagskvöldið. Atvitoð átti sér stað þegar ein og hálf sekúnda var eftir af þriðju framlengingu. Sektin kemur ekto mikið við Jordan sem hefur 1,4 milljarða króna í árslaun! -VS Sigtryggur handarbrotinn Sigtryggur Albertsson, markvörð- ur Fram í handknattleik, leikur lík- lega ekki meira með á yfirstandandi keppnistímabili. Sigtryggur handar- brotnaöi fyrir skömmu og í gær var hann settur í gifs sem hann veröur í næstu fjórar vikumar. Þetta er nokk- urt áfall íyrir Fram-liðið enda haföi Sigtryggur staðið sig vel í markinu í leikjumFramívetur. -SK „Ekki hægt að vinna með svona dómgæslu“ - Selfoss vann Hauka, 28-27 Sveinn Helgasan, DV, SeKossi: „Við áttum að gera út um þennan leik miklu fyrr. Vömin var ekto nægilega góö en ég er ánægður með stigin,“ sagði Einar Guðmundsson, Selfyssingur, eftir að Sel- foss haföi sigrað Hauka í 1. deildinni á Selfossi í gærkvöldi. Lokatölur 28-27 og 15-14 í leikhléi. Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, var ekto jafnkátur í leikslok: „Það er ekto hægt að vinna leik með svona dómgæslu. Og með allri virðingu fyrir Sigurði Sveins- syni, þá er ekto alltaf aukakast þó hann skori ekto,“ sagði Viggó. Leikur liðanna var jafn allan tímann og gífurleg spenna á lokamínútunum. Heimamenn vom þremur mörkum yfir þegar skammt var til leiksloka, 28-25, og sigur Selfoss virtist ömggur. Síðustu tvö mörton skomðu Haukar en sigurinn var þó ekto í mitolfi hættu. En þrátt fyrir lítin mun í loton héldu Selfyssingar haus þegar mest reiö á og ollu fjölmörgum aðdáend- um sínum ekto vonbrigðum. Leikurinn var þó ekto vel leitonn og sérstaklega var varnarleikur Uðanna og markvarsla slök eins og tölumar bera með sér. Sigurður Sveinsson og Einar Guð- mundsson vom bestir í liði Selfyssinga en hjá Haukum var Haildór Ingólfsson mjög luntonn í sóknarleiknmn. Framstúlkur áttu ekto í vand- ræðum með stöllur sínar í Val x 1. deild kvenna í handknattleik í gær- kvöldi en þær unnu 25-14. Jafnræöi var meö liöunum fyrstu 15 mínútumar en þegar staöan var 3-3 var eins og allt færi úr batoás í sóknarleik Vals sem Framstúlkur nýttu sér með að skora úr hraða- upphlaupum og ná góðu forskoti fyrir leikhlé 10-3. Framstúlkur héldu uppteknum hætö í seinni hálfleik þær héldu áfram aö bæta viö og uppskáru þær signr sam- kvæmt því. Mörk Fram: Hafdls 7, Hulda 4, Díana 4, Steinunn 3, Inga Huld 2, Þórunn 2, Ósk 1, Kristín L Mörk Vals; Una 6, Kristín 3, Katr- ín 2, Berglind 2, Soffia 1. . ........................)..i —i Naumt hjá iBK ÍBK náði aö vinna fiö Hauka, 17-16, í Keflavík í gærkvöldl Haukastúlk- ur höföu yfir í hálfleik, 7-8, og höföu góða forystu um miðjan síö- ari hálfleikinn 9-13. Með góðri bar- áttu Tóku ÍBK-stúlkur lelkinn I sin- ar hendur og skomðu 6 mörk í röð á meðan ekkert gekk upp hjá Hauk- um og breyttu þar með stööuxmi í 15-13. ÍBK hélt fengnum hiut og náöu aö sigra eins og fyrr seg- Mörk ÍBK; Haini 7, Eva 3, Ólafía 2, Ingihjörg 2, Unnur 1, Asdis 1, Þuríður 1. Mörk Hauka: Kristín 6, Harpa 5, Ragnheiöur 4, Halia 1. HFjórir ieikir fara fram í Japisdeildinni i körfuknattleik í kvöld og hefjast alfir klúkk- an 20. ÍBK-Tindastóll leika i Keflavík, Haukar-Skallagrímur í Hafnarfirði, KR-Vaiur á Seltjam- arnesi og Þór-UMFN á Akureyri. Newcastle rak Ardiles og réð Kevin Keegan Kevin Keegan, einn frægastl knattspymu- maöur Englands, var í gær ráðinn fram- kvæmdasjóri enska 2. deildar- liðsins Newcasfle i stað Argent- ínumannsins Osvaldo Ardiles, sem fékk að taka pokann sinn eftir slæmt gengi h)á Newcastle í vetur. Keegan, sem er 40 ára gam- all, lék á áram áður með Liverpo- olog enska landsliðinu en hann lagði skóna á hilluna eftír keppn- istímabifið 1984. Keegan lék þó með Newcastle. Newcastle aðeins unnið 6 leiki af 30 í deildinni Ardiles kom tíl Newcastle í fyrra frá Swindon. í vetur hefur liðinu gengið afleitlega, aðeins unnið 6 af 30 leikjum í 2. deildinni og er í mikilli fallbaráttu en Newcastle hefur aldrei leikið i 3. deild. Á laugardaginn tapaöi liðið fyrir bontliði Oxford, 5-2, og þá sauð upp úr hjá forráðamönnum fé- lagsins. Margir meiddir hjá Stuttgart Allt útlit er fyrir að Stuttgax-t, lið Eyjólfs Sverríssonar, verði án nokkurra lykilmanna þegar sparkverktíðin hefst í Þýskalandi að nýju á laugardaginn. Matthias Sammer, Guido Buchwald, Maurizio Gaudino, Axxdreas Buck og markvörðurfim Eike Immel eru alfir meiddir og leika líklega ektó gegn Rostock. Fyrrum ieikmaður Man.Utd fannst látinn í bil sínum Alan Davies, fyrrum leikmaður meö Manchester United, fannst látimx í bifreiö sinni nálægt heim- ili sínu i Suöur-Wales í fyrra- kvöld. Davies, sem var þrítugur, lék rneð welska liðinu Swansea og á árum áöur lék hann með landsliöi Wales og með Manc- hesterUnítedárin 1983-1986. Lög- reglan útilokar að um glæp hafi verið að ræða og telur fullvíst að um sjálfsmorö hafi veríð að ræða en slanga frá útblæstri bifreiðar- innar haföi verið leidd inn í bíl- Meistaramót öldunga í frjálsum íþróttum Meistaramót öidunga í frjálsum íþróttum fer fram um helgina. Keppt verður í Bald- urshaga og hefst slagurinn kl. 13 báöa dagana og keppni lýkur kl. Búist er við mitólli þátttöku en nxitól gróska er í starfi öldunga- ráðs Frjálsíþróttasambandsins um þessar mundir og hefur verið lengi. í fyrra settu öldungar 20 Islandsmet innantiúss og ef til vxfl falla einhver met um helgina. Eftír 12. umferðir á Islandsmót- inu í keilu í kvennatlokki eru Afturgöngunxar í efsta sæti með 90 stig. Jafnar í öðm sæti eru Stelpumar og PLS konur með 72 stig. Úrsiit í 12. xxmferö urðu þannig: Stelpumar-Skytturnar 8-0, PLS konur-MSF konur 0-8, HA-Aíturgöngumar 0-8, Pinnap- Íur-Skutlumar 5-2, KR gulur- Kúlumar 6-2.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.