Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1992, Síða 3
MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1992.
3
dv Fréttir
Sesselju og Brynjari Erni er spáð
frægð og frama eftir að þau kepptu
í Blackpool á dögunum.
DV-mynd Hanna
íslenskt dans-
parfærlofí
bresku fagblaði
íslenska dansparið, Brynjar Öm
Þorleifsson og Sesselja Sigurðardótt-
ir, sem gerði garðinn frægan í
Blackpool í Englandi í síðasta mán-
uði hefur hlotið mikið iof fyrir
frammistöðu sína í bresku fagblaði.
í umræddri keppni sigruðu þau í jive
og urðu í 2. sæti í suðuramerískum
dönsum. Þau voru fulltrúar Nýja
dansskólans í keppninni.
Hið virta blað, Dance News, hrósar
þeim mjög fyrir frammistöðuna í
suðuramerísku dönsunum og segir
þau hafa haft fullkomið vald á sýn-
ingunni frá upphafi til enda. AÚar
hreyfingar þeirra hafi verið óað-
finnanlegar.
„Þau voru mjög nákvæm og fáguð
í sýningu sinni og útfærsla þeirra var
hreint frábær,“ segir gagnrýnandi
blaðsins. „Það var sannarlega gaman
að horfa á þau. Ég er viss um að
nöfn þeirra verða í framtíðinni grafin
á virtustu verðlaunagripi í heimin-
um - og þau verða þyngdar sinnar
virði í gulli!“
-JSS
Ný símaskrá:
NÝR OG
GLÆSILEGUR
MITSUBISHI
NÝTT OG STEFNUMARKANDI ÚTLIT
> Meira innirými > Betri hljóðeinangrun > Aukinn öryggisbúnaður >
> Aflmiklir hreyflar með rafstýrðri fjölinnsprautun > Styrktarbitar í hurðum >
Breytt og læsi-
legra letur
Ný símaskrá er komin út. Hún er
með svipuðu sniði og í fyrra. Þó hef-
ur letri á símanúmerunum sjálfum
verið breytt og er það læsilegra en
áður, að því er fram kemur í frétt frá
Póst- og símamálastofnuninni.
Símnotendur geta fengiö nýju
skrána á póst- og símstöðvum um
allt land gegn framvísun sérstakra
afhendingarseðla sem þeir fá senda
í pósti. Símaskráin tekur gildi 23.
maí næstkomandi en þann dag verð-
ur að minnsta kosti 200 númerum í
Garðabæ breytt. Þau verða eftirleiðis
sex stafa.
Með aðalskránni eru gefnar út sér-
stakar svæðaskrár fyrir landsbyggð-
ina og veröa þær til sölu á póst- og
símstöðvum fyrir 160 krónur.
-JSS
> Aukin þægindi > Enn betri aksturseiginleikar >
DÆMIÐ SJÁLF
AÐ LOKNUM REYNSLUAKSTRI
Verð frá kr. 897.600
HVARFAKÚTUR
MINNI MENGUN
>
A M
HFKLA
MITSUBISHI LAUGAraTT74
MOTORS SÍMI695500
>
ilímttmerkBméÉii ‘Wö.
ínútímaverslun eru tvö orð sem allt veltur á. -þau eru:
vörubekkina oíi biónusta. Áðalstarf okkar er nefnilega
að veita þér upplýsingar um vörurnar, -aðstoða þig-
ganga með þér ígegnum úival verslunarinnar og leita
að því sem þér hentar best.
í fallegustu verslun landsins starfa fagmenn.
Húsgagnahðllin
BÍLDSHÖFÐA 20 - 112 REYKJAVÍK - SÍMI 91-681199
—