Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1992, Page 9
MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1992.
9
Utlönd
Neyðarástand 1 Bangkok eftir mótmæli stjómarandstæðinga:
Fimm manns féllu í
átökum við löqreglu
Neyðarástand ríkti í Bangkok á
Tælandi í morgun eftir að fimm
manns að minnsta kosti létu lífið í
átökum milli öryggissveita og mót-
mælenda sem kröfðust afsagnar for-
sætisráðherra landsins sem kemur
úr röðum hersins.
„Landherinn, sjóherinn, flugher-
inn, lögreglan og borgaralegar sveitir
hafa náð tökum á óeirðunum og eru
nú að reyna að grípa til mildilegra
aðgerða til að dreifa óeirðaseggjun-
um án þess að það kosti fleiri manns-
líf,“ sagði í tilkynningu í tælenska
sjónvarpinu.
Starfsmenn líkhúss borgarinnar
sögðu að fimm manns að minnsta
kosti hefðu fallið í átökunum þegar
• stjórnarherinn skaut þúsundum
skota að mannfjöldanum.
Aðrir starfsmenn 'sjúkrahúsa
sögðu að þeim heföi verið bannað að
skýra frá mannfalli.
Heimildarmenn innan hersins
sögðu að 180 manns hefðu særst, þar
af tugir alvarlega, í bardögunum'í
gærkvöldi og í morgun. Flestir hinna
slösuðu urðu fyrir barðinu á kylfum
lögreglunnar, að sögn lækna.
Sex þúsund stjómarandstæðingar
héldu áfram mótmælunum í dag,
þrátt fyrir skipanir yfirvalda um að
hverfa á brott. í gær tóku tvö hundr-
uð þúsund manns þátt í mótmælaað-
gerðunum.
„Verið áfram með okkur,“ sagði
Chamlong Srimuang, fyrrverandi
fylkisstjóri í Bangkok, við stuðnings-
menn sína sem vilja bola Suchinda
Kraprayoon forsætisráðherra úr
embætti. Forsætisráðherrann er
fyrrverandi hershöfðingi sem var
boðið embættið án þess að hann hefði
hlotið til þess kosningu.
Einn sjónvarvottur sagðist hafa séð
hermenn skjóta á mannþröngina og
fórnarlömb falla til jarðar en ekki
var hægt að fá staðfestingu á frásögn
hans. Annar sjónarvottur sagðist
hafa séð vestrænan fréttamann falla
fyrir byssukúlu. Að minnsta kosti
þrír ljósmyndarar særðust í átökun-
um.
Suchinda, sem sagði af sér embætti
æðsta yfirmanns hersins til að setj-
ast í forsætisráöherrastólinn, lýsti
yfir neyðarástandi í höfuðborginni
og nærsveitum skömmu eftir mið-
nætti.
Stofnað var sérstakt ráð hers og
lögreglu til að halda lög og reglu í
borginni. Bann var lagt við samkom-
um fleiri en tíu manna og hótað var
að koma á ritskoðun fjölmiðla.
Mótmæhn hófust á friðsamlegan
hátt í gær en upp úr sauð þegar
göngumönnum var meinað að fara
að stjórnarbyggingunum þar sem
Suchinda hefur aösetur sitt.
Reuter
Skjótvirkur stíflueyðir
Eyðir stíflum fljótt • Tuskur
• Feiti
• Lífræn efni r— “ — V
• Hár / — \
• Dömubindi • Sótthreinsar m
einnig lagnir
One Shot fer fljótt að stíflunni af því að það er
tvisvar sinnum Tilbúinn
þyngra en vatn.
stíllu
Útsölustaðir: Þjónustustöðvar LeylllrJ
Shell og helstu byggingavöruversl-
anir.
Dreifing: Hringás ht.
s. 77878,985-29797.
Tælenskir lögregluþjónar leiða burtu alblóðugan mótmælanda sem tók þátt
í kröfugöngu til að fá forsætisráðherra Tælands til að segja af sér.
Símamynd Reuter
Jesús var ekki Jesús
Ahmed Osman, egypskur fræði-
maður, heldur því fram í nýrri og
umdeildri bók sinni að Jesús Krist-
ur, drengjakonungurinn Tutankha-
mun og Josúa, sá sem Gamla testa-
mentið segir aö hafi fellt múrana í
Jeríkó séu einn og sami maðurinn.
í bókinni, sem heitir í lauslegri
þýðingu „Hús Messíasar" og kemur
út í dag, eru færð rök fyrir því að
hinn raunverulegi Jesús fjafi verið
uppi nærri 1400 árum áður en hefð-
bundin sagnfræði heldur fram.
Osman segir aö Jesús hafi ekki lát-
ið lífið á krossinum í Jerúsalem held-
ur hafi hann verið hengdur í tjaldi
því þar sem sáttmálsörk ísraels-
manna var geymd við rætur Sínaí-
fjalls.
Að sögn Osmans var hann einnig
sonur Mósesar en Osman hélt því
fram í annarri bók að spámaður
Gamla testamentisins væri Akhenat-
en, faðir Tutankhamuns.
Egyptalandsfræðingum og fræði-
mönnum í Biblíurannsóknum var
heldur skemmt þegar þeim var skýrt
frá innihaldi bókarinnar og þeir voru
heldur vantrúaðir á það.
„Af hveiju skellir hann ekki Napó-
león með líka, þetta er allt svo fjar-
stæðukennt," sagði dr. Robert Gor-
don, sérfræðingur í Gamla testa-
mentinuviðOxfordháskóla. Reuter
Ævintýraleg sumardvöl í sveit
fyrir 6 til 12 ára börn
að sumardvalarheimilinu
Kjarnholtum í Biskupstungum.
Á áttunda starísári okkar bjóðum við uppá fjölbreytta og
vandaða dagskrá undir stjórn reyndra leiðbeinenda:
Reiðnámskeið, íþróttir, leiki, sveitastörf, siglingar, sund,
ferðalög, kvöldvökur o.fl.
VERÐ:
I tilefni þjóðarsáttar höldum við verðinu óbreyttu frá því í fyrra:
1 vika kr. 15.800,2 vikur kr. 29.800.
Staðfestingargjald fyrir 1 viku kr. 5.800, fyrir 2 vikur kr. 9.800
Systkinaafsláttur: 1 vika kr. 1.200, 2 vikur kr. 2.400
Tímabil:
31. maí - 6. júní 28. júní - 4. júlí 26. júlí - 1. ágúst
7. júní - 13. júní 5. júlí - 11. júlí 3. ágúst - 9. ágúst
14. júní - 20. júní 12. júlí - 18. júlí
21. júní - 27. júní 19. júlí - 25. júlí
Innritun og upplýsingar
sími 98-68808 á daginn og 98-68991
um kvöld og helgar.
Fræ og áburður
í hentugum umbúðum
RÁÐGJÖF SÉRFRÆÐINGA UM GARÐ- OG GRÓÐURRÆKT
VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANNA
SMIÐJUVEGI 5, 200 KÓPAVOGUR, SÍMI 43211