Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1992, Side 30
42
MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1992.
Afmæli
Sigurður E. Guðmundsson
Sigurður E. Guðmundsson, forstjóri
Húsnæðisstofnunar ríkisins, Rauf-
arseli 11, Reykjavík, er sextugur í
dag.
Starfsferill
Sigurður Elimundur fæddist í
Reykjavík og ólst þar upp. Hann
lauk stúdentsprófi frá MR1952.
Sigurður var blaðamaður á Al-
þýðublaðinu 1952-59, var fram-
kvæmdastjóri Alþýðuflokksins
1959-65, var skrifstofustjóri Hús-
næðismálastofnunar ríkisins 1965-
1970 og er framkvæmdastjóri henn-
arfráársbyijun 1971.
Sigurður var varaþingmaður
Reykvíkinga 1970 og 1971 og borgar-
fulltrúi í Reykjavík 1982-86.
Fjölskylda
Kona Sigurðar er Aldís Pála Bene-
diktsdóttir, f. 8.7.1940, húsfreyja og
bankastarfsmaður við Landsbanka
íslands. Foreldrar hennar eru Bene-
dikt Sigurðsson, b. í Grímstungu á
Hólsfiöllum, og kona hans, Emilía
Kjartansdóttir húsfreyja.
Böm Sigurðar og Aldlsar eru Guð-
rún Helga, f. 16.9.1963, cand. mag.
í fiölmiðlafræði frá háskólanum í
Helsinki og húsmóðir í Hafnarfirði,
maður hennar er Friðrik Friðriks-
son arkitekt og eiga þau tvö börn,
Aldísi Evu og Dag Pál; Benedikt, f.
19.4.1965, BA í sagnfræði og bók-
menntum, búsettur í Reykjavík;
Kjartan Emil, f. 23.2.1971, nemi í
stjórnmálafræöi við HÍ.
Systkini Sigurðar eru Kristinn, f.
14.11.1935, yfirlæknir við Borgar-
spítalann, var kvæntur Valgerði
Bergþórsdóttur sem er látin; Krist-
ín, f. 1.2.1941, skrifstofumaður hjá
Verkamannafélaginu Hlíf í Hafnar-
firði, gift Guðjóni Albertssyni, rit-
höfundi og lögfræðingi hjá Trygg-
ingastofnun ríkisins; Þorgrímur, f.
1.2.1941, lögregluvarðstjórií
Reykjavík, formaður Lögreglufé-
lags Reykjavíkur. Fóstursystir Sig-
urðar er Margrét Pétursdóttir, f.
23.12.1950, d. 21.8.1984, gÍftEÍnari
Rafnssyni, starfsmanni Sjónvarps-
íns.
Foreldrar Sigurðar eru Guðmund-
ur Kristinsson, f. 22.1.1906, d. 1.4.
1976, verkamaður í Reykjavík, og
kona hans, Guðrún Ástríður Eli-
mundardóttir, f. 10.7.1905, hús-
freyja.
Ætt
Faðir Guðmundar var Kristinn,
trésmiður í Reykjavík, Gíslason, b.
á Högnastöðum i Hreppum, Jóns-
sonar, b. í Efra-Langholti, Magnús-
sonar, b. í Efra-Langholti, Eiríks-
sonar, b. í Bolholti, Jónssonar, for-
föður Bolholtsættarinnar. Móðir
Gísla var Kristín Gísladóttir, b. í
Litlu-Tungu, Jónssonar. Móðir
Kristínar var Ástríður, systir Ein-
ars, langafa Önnu, móður Ingólfs
Jónssonar ráðherra. Ástríður var
dóttir Gunnars, b. í Hvammi á
Landi, Einarssonar og konu hans,
Kristínar Jónsdóttur, b. á Vindási,
Bjarnasonar, b. á Víkingslæk, Hall-
dórssonar, forföður Víkingslækjar-
ættarinnar. Móðir Kristins var Guð-
rún, systir Halldórs, afa Halldórs
V. Sigurðssonar ríkisendurskoð-
anda. Guðrún var dóttir Álfs, b. í
Einkofa á Eyrarbakka, Jónssonar,
b. í Tungu í Flóa, Ólafssonar. Móðir
Jóns var Sesselja Aradóttir, b. á
Eystri-Loftsstöðum, Bergssonar, b.
í Brattholti, Sturlaugssonar, forföð-
ur Bergsættarinnar. Móðir Álfs var
Gróa Álfsdóttir, systir Þórunnar,
langömmu Ástríðar, ömmu Víg-
lundar Þorsteinssonar, formanns
Félags íslenskra iðnrekenda. Móðir
Guðmundar var Kristín Guðmunds-
dóttir, b. á Leifsstöðum í Öxarfirði,
Þorgrímssonar, b. á Hámundarstöö-
um í Vopnafirði, Péturssonar, bróð-
ur Þorbjargar, langömmu Jóns Ól-
afssonarritstjóra.
Meðal móðursystkina Sigurðar
eru Ólafur sagnfræðingur, Sæ-
mundur, faðir Matthíasar Viðars
bókmenntafræðings, og Anna, móð-
ir Erlends Haraldssonar sálfræð-
ings. Guðrún var dóttir Elimundar,
formanns á Helhsandi, Ögmunds-
sonar, skálds og handlæknis á Hell-
Sigurður E. Guðmundsson.
issandi, Jóhannessonar. Móðir Guð-
rúnar var Sigurlaug Cýrusdóttir, b.
á Öndverðamesi, Andréssonar,
bróður Ögmundar, föður Karvels
útgerðarmanns. Móðir Cýrusar var
Guðrún Bjömsdóttir, b. á Hrafna-
björgum í Hörðudal, Gestssonar og
konu hans, Halldóru, systur Guð-
rúnar, ömmu Guðmundar Bjöms-
sonar landlæknis og langömmu
Bjarna, afa Ingimundar Sigfússon-
ar, forstjóra Heklu.
Sigurður er að heiman í dag.
Til hamingju meö
afmælið 18. maí
80 ára 50 ára
Guðný Guðjónsdóttir, Granaskjóli21,Reykjavík. Jón Ágústsson, Sigluvík 2, Vestur-Landeyjahreppi. Messiana Marsellíusdóttir,
75 ára Urðarvegi60, ísafirði. Hrafnhildur Georgsdóttir,
Hjalti Bjarnason, Sólvangi, Árskógshreppi. Ragnheiður Þ. Jónsdóttir, Hvassaleiti 6, Reykjavík. Grýtubakka 14, Reykjavík. Guðrún Gríma Árnadóttir, Þrastarlundi 17, Garðabæ. Jóhann Jóhannsson, Oddeyrargötu 4, Akureyri.
70 ára Elísabet Proppé, Hjallaseli 14, Reykjavík.
Ingólfur Arnarson, Suðurgötu 58, Siglufirði. 40 ára
Guðrún Klara Jóakimsdóttir, Skúlagötu 74, Reykjavík. Sigrún Hjartardóttir, Ásvallagötu 31, Reykjavík.
60ára Ingibjörg Hjartardóttir, Tryggvagötu 4, Reykiavík.
Brynjólfur Jónsson, Stóragerði25, Hvolsvelli. Kristín Bjarnadóttir, Húnabraut 18, Blönduósi. Jóhanna Sigurðardóttir, Ásvegi 19, Breiðdalsvík. Gísli Hólm Óskarsson, Viðigrand26, Sauðárkróki. ~ Jón Frímann Ágústsson, Löngumýri20, Garðabæ. Stefán Sigurðsson, Brekkustíg2, Sandgerði. Pálína Dagbjört Björnsdóttir, Möðruvallastræti2, Akureyri. Ingvi Rafn Sigurðsson, ' Smáratúni 12, Selfossi.
Kristján Jóhannsson
Kristján Jóhannsson, ritstjóri Nes-
frétta sem auk þess rekur prent-
smiðjuna Nes, Hrólfskálavör 14, Sel-
tjarnarnesi, er fimmtugur í dag.
Starfsferill
Kristján fæddist á ísafirði og ólst
þar upp í foreldrahúsum. Hann lauk
gagnfræöaprófi á ísafirði en á ungl-
ingsáranum var hann til sjós á tog-
urum frá ísafirði og starfaði hjá fóð-
ur sínum í rækjuverksmiðju Guð-
mundar og Jóhanns á ísafiröi.
Kristján kom til Reykjavíkur 1963
og hóf þar prentnám í prentsmiðj-
unni Eddu en hann lauk sveinsprófi
1967. Hann starfaði síðan áfram í
Eddu til 1970, starfaöi við prent-
smiðju Alþýðublaðsins 1971 og í
Blaöaprent frá ársbyrjun 1972-87.
Kristján stofnaði prentsmiðjuna
Nes 1986 og hefur starfrækt hana
síðan. Þá hefur hann gefið út bæjar-
blað Seltjarnarness, Nesfréttir, frá
1988 og er ritstjóri þess og ábyrgðar-
maður.
Kristján hefur svarfaö meö Kiwan-
isklúbbnum Nesi og var forseti hans
1989-90. Þá situr hann í stjórn knatt-
spyrnudeildar Gróttu.
Fjölskylda
Kristján kvæntist 12.10.1963 Elísa-
betu Stefánsdóttur, f. 20.11.1943,
hjúkrunarkonu. Hún er dóttir Stef-
áns Guðmundssonar, fyrrv. skip-
stjóra hjá Eimskip, og konu hans,
Guðrúnar Kristjánsdóttur húsmóð-
ur.
Kristján og Elísabet eiga fiögur
böm. Þau eru Guðrún, f. 1.8.1963,
stjórnmálafræðingur og á hún eina
dóttur, Elísabetu Elmu Líndal, f.
16.6.1989; Jóhanna, f. 28.10.1967,
stúdent, en hún á einn son, Kristján
HögnaKristjánsson, f. 10.3.1992;
Valur, f. 28.3.1973, nemi við Fjöl-
brautaskólann í Ármúla; Guðmund-
ur Gauti, f. 8.3.1981, nemi.
Kristján á þrjár systur og einn
bróður. Systkini hans eru Anna
Steingerður, f. 20.9.1943, gift John
Hedegárd og reka þau eigið fyrir-
tæki í Borás í Svíþjóð; Droplaug, f.
20.8.1945, skrifstofumaður við HÍ,
búsett í Reykjavík; Elín, f. 8.12.1950,
sjúkraliði í Álaborg í Danmörku,
gift Guðjóni Guðmundssyni, raf-
virkja og verkstjóra, og eiga þau
þijú börn; Sigurður Jóhann, f. 8.6.
1953, arkitekt í Reykjavík, kvæntur
Kristínu Guönadóttur, listfræðingi
á Kjarvalsstööum, og eiga þau eina
dóttur.
Foreldrar Kristjáns: Jóhann Jó-
hannsson, f. 10.11.1910, d. 1973, for-
Kristján Jóhannsson.
stjóri á ísafirði, og kona hans, Jó-
hanna Kristjánsdóttir, f. 26.6.1919,
húsmóðir.
Ætt
Jóhann var sonur Jóhanns, kaup-
manns á ísafirði, Þorsteinssonar frá
Kjarlaksstöðum á Fellsströnd, og
Sigríðar Guðmundsdóttur húsmóð-
ur.
Jóhanna er dóttir Kristjáns Jó-
hannessonar, sjómanns á ísafiröi,
og Elínar Sigurðardóttur frá Hara-
stöðum á Fellsströnd.
Kristján verður að heiman á af-
mælisdaginn.
Rannsóknastyrkir EMBO
í sameindalíffræði
Sameindalíffræðisamtök Evrópu (European Mole-
cular Biology Organization, EMBO), styrkja vísinda-
menn sem starfa í Evrópu og ísrael til skemmri eða
lengri dvalar við erlendar rannsóknastofnanir á sviði
sameindalíffræði. Nánari upplýsingar fást um styrkina
í menntamálaráóuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150
Reykjavík. - Umsóknareyðublöð fást hjá Dr. J. To-
oze, Executive Secretary, European Molecular Bio-
logy Organization, 69 Heidelberg 1, Postfach 1022
40, Þýskalandi. Límmiði með nafni og póstfangi
sendanda skal fylgja fyrirspurnum. Umsóknarfrestur
um langdvalarstyrki er til 16. febrúar og til 15. ágúst
en um skammtímastyrki má senda umsókn hvenær
sem er.
Menntamálaráðuneytið,
12. maí 1992.
Ingi Guðmonsson
Ingi Guðmonsson skipasmiður,
Hlíðargerði 2, Reykjavík, er níræöur
ídag.
Starfsferill
Ingi er fæddur aö Kaldrananesi í
Strandasýslu en ólst upp í Kolbeins-
vík í Árneshreppi á Ströndum þar
sem hann bjó til 22 ára aldurs. Hann
fór til Reykjavíkur 1922 að læra
smíði hjá Einari Kristjánssyni og
Stefáni Einarssyni og var í höfuð-
borginnitill926.
Ingi vann ýmsa vinnu en þó mest
við sjósókn og var ennfremur þijú
sumur í Djúpuvík við byggingu sölt-
unarstöðva. Eftir dvölina í Reykja-
vík settist hann að á Drangsnesi við
Steingrímsfiörð og bjó þar til 1941.
Þar stundaði Ingi einkum bátasmíði
en sótti einnig sjóinn á eigin bát.
Hann flutti til Akraness árið 1942
og þá hófst bátasmíðin fyrir alvöru.
Ingi smíðaði á annað hundrað báta,
frá þremur til fiórtán tonna, ásamt
mörgum smábátum. Heilsa hans fór
að bila 1963 vegna hjartaáfalls og
hann flutti til Reykjavíkur þremur
árum seinna. í höfuðborginni vann
Ingi sem leiðbeinandi við siglinga-
bátasmíði hjá Æskulýðsráði
Reykjavíkur og Kópavogs um ára-
bil.
Aðaláhugamál Inga er söngur og
á Akranesi söng hann með Svönun-
um og kirkjukór staöarins. í Reykja-
vík hefur hann tekið virkan þátt í
kirkjukórastarfi Bústaða- og
Grensáskirkna.
Fjölskylda
Ingi kvæntist 28.12.1928 Guðrúnu
Guðlaugsdóttur, f. 23.3.1904, d. 17.2.
1971. Foreldrar hennar voru Guð-
laugur B. Guðmundsson og Sigur-
lína Guðmundsdóttir en þau bjuggu
síðast á Bakka í Geiradal.
Ingi og Guðrún eignuðust fimm
böm en misstu eitt þeirra á fyrsta
aldursári. Börn þeirra em búsett í
Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og
Bretlandi.
Ingi Guðmonsson.
Ingi eignaðist fimm systkini en
fiögur era látin. Á lífi er Anna, 93
ára, búsett á Höföa á Akranesi.
Foreldrar Ihga voru Guðmon
Guðnason, f. 17.10.1866, d. 4.6.1946,
og Guðrún Kristjánsdóttir, f. 8.3.
1867, d. 5.9.1946, en þau bjuggu
lengst af í Kolbeinsvík á Ströndum.