Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1992, Page 31
MÁNUDAGUR 18. MAÍ 1992.
43
Fjölmiðlar
sögur eru
bestar
Kvlkmyndir og framhaldsþætt-
ir byggðir á sannsögulegum at-
burðum hafa einhverra hluta
vegna veriö þaö sem mest hefur
freistaö af sjónvarpsefni undan-
genginna ára. Slíkt efni virðist
hafa aukist ef eitthvað er.
Sjónvarpsmyndin Góða nótt,
kona góð, var sýnd í sjónvarpinu
þegar halla tók að miðnætti á
laugardagskvöld. Hún fjallaði um
morð í Boston árið 1989. Eigin-
maöur tilkynnir að hann og
þunguð kona hans hafl verið
skotin í bíl þeirra á götu í borg-
inni. Konan reyndist látin. Eigin-
maðurinn sagði lögreglu að
blökkumaður heföi skotið á hjón-
in og rænt þau. Þegar atburður-
inn varð ríkti eins konar umsát-
ursástand í Boston í nokkurn
tíma Blökkumenn máttu vart
um frjálst höfuð strjúka - hvorki
þar né annars staðar í Bandaríkj-
unum eins og ef eitthvað misjafnt
gerist. Þeir voru stöðvaðir af lög-
reglu eöa handteknir í tíma og
ótíma. Hið sanna kom ekki í ljós
með óyggjandi hætti fyrr en bróð-
ir eigimnannsins fór aö leysa frá
skjóðunni og eiginmaðurinn
svipti sig lífi.
Myndin var kynnt með þeim
hætti að blaöakona einsetji sér
að leiða hið sanna i ljós. Hún
grunar alltaf eiginmanninn um
verknaðinn. Þessi kynning var
óþörf því þegar upp var staðið
kom mjög á óvart að blaðakonan
gegndi alls engu lykilhlutverki
við aö upplýsa málið. í raun virt-
ist lögreglan heldur ekki hafa
gert það. Myndin endaði á svekk-
elsi blaðakonunnar yfir því að
hafa alls ekki upplýst neitt - al-
gjöru aukaatriöi þessa atburðar
með hliðsjón af sögulegu sam-
hengi. Hvað sem því líður ætla
ég líka að horfa á næstu kvik-
mynd byggða á sannsögulegum
atburðum. Óttar Sveinsson
Andlát
Guðmundur Jónsson, Þverási 16,
Reykjavík, andaðist miövikudaginn
13. maí.
Guðbrandur Sveinn Þorláksson frá
Veiðileysu, Öldugötu 2, Hafnarflrði,
andaðist í Sankti Jósefsspítala í
Hafnarfirði aðfaranótt laugardagsins
16. maí.
Jón Guðni Lúðvíksson frá Súganda-
firði er látinn.
Jarðarfarir
Hlíf Tryggvadóttir, fv. kennari í
Ytri-Njarðvík, síðast til heimilis að
Litlu-Grund, Hringbraut 50, Reykja-
vík, verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju þriðjudaginn 19. maí kl. 15.
Ingólfur Gíslason, Eskihlíð 14a, sem
lést á heimili sínu fmuntudaginn 14.
maí, verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju fóstudaginn 22. maí kl.
13.30.
Guðríður Kristjánsdóttir, Miðleiti 5,
Reykjavík, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju miövikudaginn 20.
maí kl. 13.30.
Friðrik Ólafsson, Fífumóa 1, Njarð-
vík, verður jarðsunginn frá Keflavík-
urkirkju þriðjudaginn 19. maí kl. 14.
Jakobína Þorláksdóttir lést á hjúkr-
unarheimilinu Skjóli laugardaginn
2. maí sl. Að ósk hinnar látnu hefur
útfórin farið fram.
Úlfljótur G. Jónsson, Æsufelli 6,
verður jarðsunginn frá Fíladelflu-
kirkju þriðjudaginn 19. maí kl. 13.30.
Jóhann Georg Möller, Flúðaseli 63,
Reykjavík, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju miövikudaginn 20.
maí kl. 15.
Ásgeir Bjami Ásgeirsson, Hátúni 10,
lést 11. maí í Landakotsspítala. Jarð-
arfórin hefur farið fram.
Björn Guðnason byggingameistari,
Hólavegi 22, Sauðárkróki, verður
jarösunginn frá Sauöárkrókskirkju
mánudaginn 18. maí kl. 14.
©1991 by King Features Syndicatejn^wöíídngtít^ese^ed"^^^^™
©KFS/Distr. BULLS
■ og ég tel að Lalli haldi að ég sé bara
snoppufrítt andlit.
Lalli og Lína
Slökkvilið-lögregla
Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og
0112, slökkvilið og sjúkrabifreið sími
11100.
Seltjarnarnes: Lögreglan sími 611166,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100.
Kópavogur: Lögreglan sími 41200,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100.
Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100.
Keflavík: Lögreglan sími 15500,
slökkvilið sími 12222 og sjúkrabifreið
sími 12221.
Vestmannaeyjar: Lögreglan sími
11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið
11955.
Akureyri: Lögreglan símar 23222,23223
og 23224, slökkviliö og sjúkrabifreiö
sími 22222.
ísafjörður: Slökkvilið sími 3300, bruna-
sími og sjúkrabifreið 3333, lögreglan
4222.
Apótek
Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna
í Reykjavík 15. maí tÚ 21. maí, að báðum
dögum meðtöldum, verður í Laugar-
nesapóteki, Kirkjuteigi 21, simi 38331,
læknasími 30333. Auk þess verður varsla
í Árbæjarapóteki, Hraunbæ 102b, simi
674200, læknasími 674201, kl. 18 tO 22
virka daga og kl. 9 til 22 á laugardag.
Upplýsingar um læknaþjónustu eru gefn-
ar í síma 18888.
Mosfellsapótek: Opið virka daga frá
kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12.
Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga-
fostudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl.
11-14. Sími 651321.
Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá
kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12.
Hafnartjöröur: Norðurbæjarapótek er
opið mánudaga til fimmtudaga frá kl.
9-18.30, Hafnarfjarðarapótek frá kl.
9-19. Bæði apótekin hafa opið fóstudaga
frá kl. 9-19 og laugardaga frá kl. 10-14
og til skiptis annan hvem helgidag frá
kl. 10-14. Upplýsingar í símsvara apó-
tekanna, 51600 og 53966.
Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19
virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h.
Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka
daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka
daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar-
daga og sunnudaga.
Akureyrarapótek og Stjörnuapótek,
Akureyri: Virka daga er opið í þessum
apótekum á afgreiðslutíma verslana.
Apótekin skiptast á sína vikuna hvort
að sinna kvöld-, nætur- og helgidaga-
vörslu. Á kvöldin er opiö í þvi apóteltí
sem sér um þessa vörslu til kl. 19. Á
helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á
öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak-
vakt. Upplýsingar eru gefnar í síma
22445.
Heilsugæsla
Slysavarðstofan: Sími 696600.
Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur
og Seltjamames, sími 11000,
Hafnarfjörður, sími 51100,
Keflavik, sími 12222,
Vestmannaeyjar, simi 11955,
Akureyri, simi 22222.
Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé-
lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og
fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414
Læknar
Læknavakt fyrir Re/kjavík, Seltjarn-
arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar-
stöö Reykjavíkur al a virka daga frá kl.
17 til 08, á laugardöí.um og helgidögum
allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir,
símaráðleggingar og timapantanir í
sími 21230. Upplýsingar um lækna og
lyfjaþjónustu eru gefnar í símsvara
18888.
Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla
virka daga fyrir fólk sem ekki hefur
heimilislækni eða nær ekki til hans
(sími 696600) en slysa- og sjúkravakt
(slysadeild) sinnir slösuðum og skyndi-
veikum allan sólarhringinn (sími
696600).
Læknavakt Þorfinnsgötu 14: Skyndi-
móttaka rúmhelga daga kl. 10-16. Sími
620064.
Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er
opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar-
daga kl. 10-11. Sími 612070.
Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes:
Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta
morgun og um helgar, sími 51100.
Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8
næsta morgun og um helgar. Vakthaf-
andi læknir er í sima 14000 (sími Heilsu-
gæslustöðvarinnar).
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í
síma 11966.
Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu-
gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og
helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far-
sími) vakthafandi Iæknis er 985-23221.
Upplýsingar hjá lögreglunni í sima
23222, slökkviliðinu í síma 22222 og
Akureyrarapóteki í síma 22445.
Heiirisólaiartírni
Landakotsspítali: Alla daga frá kl.
15-16 og 18.30-19. Bamadeild kl. 14-18,
aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör-
gæsludeild eftir samkomulagi.
Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl.
18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18.
Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og
18.30-19.30.
Fæðingardeild Landspitalans: Kl.
15-16 og 19.30-20.00.
Sængurkvennadeild: Heimsóknartími
frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30.
Fæðingarheimili Reykjavikur: Alla
daga kl. 15-16.30
Kleppsspitalinn: Alla daga kl. 15-16 og
18.30- 19.30.
Flókadeild: Alla daga kl. 15.30-16.30.
Grensásdeild: Kl. 18.30-19.30 alla daga
og kl. 13-17 laugard. og sunnud.
Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími.
Kópavogshælið: Eftir umtali og kl.
15-17 á helgum dögum.
Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug-
ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga
og aðra helgidaga kl. 15-16.30.
Landspitalinn: Alla virka daga kl. 15-16
og 19-19.30.
Barnaspitali Hringsins: Kl. 15-16 alla
daga.
Sjúkrahúsið Akureyri: Alla daga kl.
15.30- 16 og 19-19.30.
Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla
daga kl. 15-16 og 19-19.30.
Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl.
15.30- 16 og 19-19.30.
Hafnarbúðir: Alla daga frá kl. 14-17 og
19-20.
Vifilsstaðaspitali: Alla daga frá kl.
15-16 og 19.30-20.
Geödeild Landspítalans Vífilsstaða-
deild: Heimsóknartími: Sunnudaga kl.
15.30- 17.
Vísir fyrir 50 ánun
mánud. 18. maí:
12.000 Þjóðverjar felldir á fimm dögum
segja Rússar.
Spakmæli
Brosið er fegursta blóm jarðarinnar.
Henrik Wergeland.
Söfnin
Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag-
lega kl. 13-16.
Ásgrimssafn, Bergstaðastræti 74: Op-
ið daglega nema mánudaga kl. 13.30-16.
Árbæjarsafn: Opið í júní, júlí og ágúst
alla daga nema mánudaga kl. 10-18 og
um helgar í sept. á sama tíma. Upplýs-
ingar í síma 84412.
Borgarbókasafn Reykjavíkur
Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155.
Borgarbókasafnið í Geröubergi 3-5, s.
79122, 79138.
Bústaðasafn, Bústaöakirkju, s. 36270.
Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814.
Ofangreind söfn eru opin sem hér segir:
mánud.-fimmtud. kl. 9-21, fóstud. kl.
9-19, laugard. kl. 13-16.
Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið
mánud.-laugard. kl. 13-19.
Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, s.
27640. Opið mánud.-föstud. kl. 16-19.
Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs
vegar um borgina.
Sögustundir fyrir börn:
Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15.
Borgarbókasafnið í Gerðubergi,
fimmtud. kl. 14-15.
Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11.
Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12.
Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8.
Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18.
Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7:
er opiö daglega nema mánud. kl. 12-18.
Listasafn Einars Jónssonar er opiö
alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16.
Höggmyndagarðurinn er opinn alla
daga kl. 11-16.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á
Laugarnesi er opið um helgar kl. 14-17.
Kaffistofan opin á sama tíma.
Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg:
Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og
laugard. kl. 13.30-16.
Norræna húsið við Hringbraut: Sýn-
ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19.
Bókasafn Norræna hússins: mánud. -
laugardaga kl. 13—19. Sunnud. kl. 14-17.
Sjóminjasafn íslands er opið alla daga
nema mánudaga 14-18.
J. Hinriksson, Maritime Museum,
Súðarvogi 4, S. 84677. Sjóminja- og vél-
smiðjumunasafnið er opið frá kl. 13.-17
þriðjud. - laugard.
Þjóðminjasafn íslands. Opið þriðjud.,
fimmtud., laugard. og sunnud. kl. 12-16.
Leiösögn á laugardögum kl. 14
Bilanir
Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og
Seltjamames, sími 686230.
Akureyri, sími 11390.
Keflavík, sími 15200.
Hafnarfjörður, sími 652936.
Vestmannaeyjar, sími 11321.
Hitaveitubilanir:
Reykjavík og Kópavogur, sími 27311,
Seltjamarnes, sími 615766.
Vatnsveitubilanir:
Reykjavík simi 621180.
Seltjamames, sími 27311.
Kópavogur, simi 41580, eftir kl. 18 og
um helgar, sími 41575.
Akureyri, sími 23206.
Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555.
Vestmannaeyjar, símar 11322.
Hafnarfiörður, sími 53445.
Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi,
Selfiamarnesi, Akureyri, Keflavík og
Vestmannaeyjum tilkynnist í 05.
Bilanavakt borgarstofnana, sími
27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17
síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum
er svarað allan sólarhringinn.
Tekið er við tilkynningum um bilanir á
veitukerfum borgarinnar og í öörum
tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa
aö fá aðstoð borgarstofnana.
Tilkyimingar
AA-samtökin. Eigir þú við áfengis-
vandamál að stríða, þá er sími samtak-
anna 16373, kl. 17-20 daglega.
Leigjendasamtökin Hverfisgötu 8-10,
Rvík., sími 23266.
Líflínan, Kristileg simaþjónusta. Sími
91-676111 allan sólarhringinn.
Sljömuspá
Spáin gildir fyrir þriðjudaginn 19. maí
Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.):
Þú ert á öðru máli en vinir þínir hvað varðar allar framkvæmd-
ir. Það borgar sig ekki að rífast heldur skaltu fara þínar eigin
leiðir.
Fiskarnir (19. febr.-20. mars.):
Aðstæðumar eru þér í hag og þér gengur vel með viðhorf til per-
sónulegra áhugamála. Farðu þó gætilega í fjármálum því annars
áttu á hættu að tapa því sem þú getur hagnast á með gætni.
Hrúturinn (21. mars-19. apríl):
Morgunninn lofar góðum degi. Þú verður að halda þér við efhið
og það þýðir ekkert að slaka á. Forðastu að raska framkvæmdum
þínum á einn eða annan hátt.
Nautið (20. april-20. mai):
Persónulegur ferill þinn eða áhugamál em í sviðsljósinu. Vinátta
og sambönd þín gefa þér mikið og bera góðan árangur.
Tviburarnir (21. maí-21. júní):
Láttu ekki hugfallast þótt eitthvað komi óvænt aftan að þér. At-
hugaðu langtímasamninga mjög vel áður en þú ffamkvæmir.
Krabbinn (22. júni-22. júli):
Eitthvað truflar áætlanir þínar og athygli þín beinist að vini eða
kunningja. Stutt ferð gæti reynst nauðsynleg. Haltu vel utan um
þitt og fagnaðu ekki sigri of snemma. Happatölur era 5,20 og 26.
Ljónið (23. júlí-22. ágúst):
Það ljómar af þér í umræðum og það sem þú hefur að segja veg-
ur meira fyrir þig persónulega heldur en það sem þú gerir. Happa-
tölur era 1,17 og 27.
Meyjan (23. ágúst-22. sept.):
Þú mátt búast við spennu í ákveðnu sambandi fyrri hluta dags-
ins. Þú kemst langt á einstaklingshyggjunni og þú getur snúið
hlutunum þér til hagnaðar.
Vogin (23. sept.-23. okt.):
Félagslífið og persónuleg sambönd era stöðug og þú getur leyft
þér að takast á við eitthvað annað. Gerðu sem mest úr metnaði
þínum á næstu dögum.
Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.):
Reyndu að skapa þér rétt umhverfi. Gefðu þér næði og tíma og
þá nærðu bestum árangri. Það sakar ekki að kippa í spotta bak
við tjöldin.
Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.):
Það má búast við óvæntri þróun sem þó verður þér í hag. Taktu
þó enga áhættu. Vertu í sambandi við þá sem þú getur treyst á.
Steingeitin (22. des.-19. jan.):
Það verður mikið annríki hjá þér fyrri hluta dagsins. Það gæti
orðið til þess að þú gleymir einhverju sem þú ætlaöir að gera,
Reyndu að halda áætlun.