Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1992, Blaðsíða 5
TENNISSKÓR MÁNUDAGUR 25. MAI 1992. DV FH (1) 2 UBK (0) 1 1-0 Andri Marteinsson (5.) 1- 1 Steindór Elison (68.) 2- 1 Grétar Einarsson (87.) Liö FH (8-5-2); Stefán (2) - Daní- el (1), Bírgir (1), Björn (2), - Hall- sleinn (2), Ólafur (2). Andri (2) (Magnús 81. (1)), Þorsteinn (1), Þórhailur (1) - Grétar (1), Hörður Lið UBK. (5-5-2); Cardaklija (l) - Kretovic (1), Reynir (1), Úlfar (1) - Valur (2), Hilmar (2), Amai' (2), Kristófer (2), Grétar (1) - Steindór (1), (Jón Þórir 81. (1)), Sigutjón (1). Gul spjöld: Hörður (FH). Dómari: Eg- ili Már Mark- ússon. ágæt- ur. Aðstæður: Ætineagras- vtillur FH- inga alveg þokkalegur, sterk gola á annað markið. Áhorfendur. Um 700. FyrsfSheima- sigurFH-inga FH og Breiðablik hafa 15 sinn- um leikið saman í 1. deild. Blikar hafa unnið 10 leiki, FH 2 og þrisv- ar hafa liðin gert jafntefli. Sigur FH í gær var sá fyrsti á heima- velli í 1. deild í 8 leikjum. Marka- talan er 14-26, Blikum í vil. Frumraun Njáis og Vignis Þjálfarar beggja liðanna voru að stjórna liðum í fyrsta sinn í 1. deild í gær. Njáll Eiðsson hjá FH og Vignir Baldursson hjá UBK. Þrír nýiiðar Þrír Blikar léku sinn fyrsta leik í 1. deild í gær. Vamarmennimir Úlfar Óttarsson og Reynir Björnsson, sem komu frá ÍK, og Hajrudin Cardakhja frá Sarajevo í Bosníu-Herzegóvínu. 20. mark Andra Markið sem Andri Marteinsson skoraði í gær var hans 20. í 1. deild. 14 af þeim skoraði hann fyrir Viking, 5 fyrir FH og eitt fyrír KR. -GH Þór (0) 1 Fram (0) 0 1-0 Bjami Sveinbjörnsson (50.) Lið Þórs (3-5-2): Lárus (2) - Jul- íus (1), Hlynur (2), Þórir (2) - Lárus Orri (3), Sveinn(2), Sveinbjöm (2), Asmundur (1), Ami Þór (2) - Hall- dór (1), Bjami (1). Lið Fram (3-5-2); Birkir (2) - Pétur O. (1), Omar S. (2), Kristján (1) - Kristinn (2), Pétur A. (1), Ing- ólfur (1) (Ásgeir 64. (2)), Baldur (1), Steinar (1) - Ríkharður (1), Jón Erling (1) (Valdimar 68. (1)). Gul spjöld: Baldur (Fram), Pétur O. (Fram), Sveinbjöm (Þór). Dómari: Ey- jólfur Óiafs- son, ágætur. Aðstæöur: Grasvöllur Þórsara var injög óslóttur og kom það niöur á gæð- um knattspymunnar, örlítii gola. Áhorfendun Um 550. Þórsararmeð takáFram Þórsurum hefur gengið- mjög vel á heimavelli gegn Fram í 1. deildinni undanfarin ár og sigur- inn á laugardaginn var sá fimmti í síðustu átta leikjum félaganna á Akureyri. Þór og Fram hafa alls leikið 10 leiki í 1. deild á Akur- eyri og hafa Þórsarar unnið 5, Framarar 3 en 2 hafa endað með jafntefli. Markatalan í þesstun 10 leikjum er 14-8, Þórsurum í hag. Einn nýliði Ómar Sigtryggsson, varnarmað- ur úr Fram, lék sinn fyrsta 1. deildar leik á Akureyri á laugar- daginn. -VS 9 PATRICK íþróttir Fyrsta flokks tennisskór úr leðri. Mjög góðir fyrir harða velli. Einnig hentugir sem götuskór. Stærðir 39-46. VERÐ AÐEINS 6.700. ÚTSÖLUSTAÐIR HUMMELBÚÐIN, ÁRMÚLA 40 SÓLSKIN, VESTMANNAEYJUM HELLAS, SUÐURLANDSBRAUT 22 Bjami Sveinbjörnsson, sóknarmaður Þórs, sækir aö Birki Kristinssyni, landsliðsmarkverði úr Fram, í leik liðanna á Akureyri á laugardaginn. Það var Bjarni sem skoraði eina mark leiksins og tryggði nýliðunum óvæntan sigur á Reykjavíkurliðinu. DV-mynd Golli Tómas Heimannsson, DV, Akureyri: Þórsarar sýndu það og sönnuðu á laugardaginn að þeir verða ekki auð- veldir heim að sækja í sumar. Þeir sigruðu Framara, sem flestir spá sigri í 1. deildinni, örugglega á gras- velli sínum á Akureyri, 1-0. í leiðinni gáfu þeir flestum „knatt- spymuspekingum“ landsins langt nef, því eins og flestum ætti að vera Ijóst, var þeim spáð neðsta sæti deild- arinnar. Þórsarar fengu mun fleiri færi en Framarar og hefði sigurinn allt eins getað orðið stærri. Það var gífurleg barátta í liðinu og fóru þar fremstir miðjumenn Þórsara þeir Sveinbjöm Hákonarson og Láms Orri Sigurðs- son. Framarar vom afar slakir og var eins og þeir hefðu engan áhuga á því sem þeir voru að gera. Leikurinn fór rólega af stað og gerðist ekki mikið í fyrri hálfleik. Framar höfðu þægilega golu í bakið og vom meira með boltann án þess að skapa sér færi. Þórsarar börðust vel en gekk erfiðlega að spila knettin- um á milli sín á ósléttum vellinum. Á 22. mínútu ætlaði Júlíus Tryggva- son aö hreinsa frá marki Þórs en hitti ekki boltann sem barst til Rík- harðs Daðasonar sem var einn og óvaldaður rétt fyrir utan vítateig. Ríkharður skaut hátt yfir markið úr þessu góða færi. Þórsarar fengu tvö ágæt færi en Birkir Kristinsson, markvörður Fram, sá við þeim í bæði skiptin. Síðari hálfleikur var mun skemmtilegri en sá fyrri. Þórsarar byijuðu með látum og 50. mínútu skoruðu þeir sigurmark leiksins. Júlíus tók langt innkast inn í vítateig Framara, Hlynur Birgisson nikkaði knettinum aftur fyrir sig og Bjami Sveinbjömsson kom á fleygiferð og skoraði fallegt mark með skalla. Þórsarar héldu áfram að sækja og sköpuðu innköst Júlíusar mikla hættu við mark Fram. Eina færi Fram í síðari hálfleik kom á 84. mín- útu, þá átti Ásgeir Ásgeirsson gott skot á markið en Láms Sigurðsson varði vel í marki Þórs. „Ég hef enga skýringu á af.hverju strákamir léku svona illa, þeir léku flestir langt undir getu,“ sagði Ómar Torfason, aðstoðarþjálfari Fram, við DV eftir íeikinn. „Þetta var ágætur sigur en það er mikið eftir af þessu móti og heilt 51 stig eftir í pottinum," sagði Sigurður Lárusson, þjálfari Þórs, við DV eftir leikinn. Nökkvi Már á förum frá ÍBK? - Bow leitar fyrir sér erlendis Ægir Mai Kárasan, DV, Suðumesjum: Svo kann'að fara að íslands- meistarar ÍBK í körfuknattleik verði að sjá af einum sínum besta leikmanni, Nökkva Má Jónssyni, til Bandaríkjanna næsta vetur. Þjálfari skólahðsins, sem Falur Harðarson, landsliðsmaður frá Keflavík, leikur með vestra, er með upptöku af leikjum ÍBK í skoðun og lítist honum vel á er líklegt að Nökkva verði boðinn styrkur til náms við skólann. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu og reikna með því að taka boðinu ef það kemur, annars verð ég að óbreyttu með Keflavík næsta vetur,“ sagði Nökkvi við DV í gærkvöldi. Daykes fyrir Bow? Óvíst er hvort Jonathan Bow leiki áfram meö ÍBK en hann er að leita fyrir sér erlendis og á eftir aö gefa Keflvíkingum ákveð- ið svar. Þeir hafa á meðan svipast um eftir erlendum leikmanni og líst vel á Robert Daykes, banda- rískan blökkumann, sem sk<*aði 19 stig að meðaltali í leik fyrir 1. deildar háskóla í vetur og er 2,03 metrar á hæð. Þór ekki í vandræðum með slaka Framara - Bjami Sveinbjömsson tryggði Þórsurum 1-0 sigur á Fram

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.