Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1992, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1992, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1992. 29 Iþróttir L'' g ' ' > 5. 1 . - ■ • iv's '7-'‘ ðara mark KR gegn IA á laugardaginn, 2-1. A innfelldu myndinni sendir hann boltann yfir Kristján Finnbogason, markvörð ÍA, sem hafði varið skot Heimis Guðjóns- ■ Steinar markinu en Kristján er ekki jafn ánægður. DV-myndir Brynjar Gauti og Akranes gerðu jafntefli, 2-2, í líflegum leik á KR-vellinum á laugardaginn boltann út í teiginn þar sem Rúnar Kristinsson skoraði með hnitmiðuðu skoti, 1-0. Bæði lið fengu góð færi skömmu sið- ar. Þórður Guðjónsson átti gott skot á mark KR en Ólafur Gottskálksson varði mjög vel og hinum megin fékk Steinar Ingimundarson tvö dauðafæri fyrir KR en brást bogalistin í þeim báðum. Skagamönnum tókst þó aö finna leið- ina í markið á 34. mínútu þegar dæmd var aukaspyma rétt utan vítateigs KR. Haraldur Ingólfsson skoraði beint úr spymunni, 1-1, en vamarveggur KR- inga var þar illa á verði. Heimamenn höföu undirtökin framan af síðari hálfleik og voru meira með knöttinn. Litlu munaði að þeir næðu forystunni þegar Steinar átti góðan skalla frá markteig en boltinn datt ofan á þverslána. En Steinar bætti þaö upp um miðjan síðari hálfleik með marki. Heimir Guðjónsson átti þá þmmuskot sem Kristján Finnbogason hálfvarði en Steinar fylgdi vel á eftir og skoraði, 2-1. Rétt á eftir átti Heimir annaö hörku- skot en þá sá Kristján við honum og varði. Eftir markið var eins og KR-ingar misstu tökin og Skagamenn fóru að ná undirtökunum. Tvíburamir spræku, Amar og Bjarki Gunnlaugssynir, voru KR-ingum sérstaklega erfiðir og það var einmitt samvinna þeirra sem skóp jöfn- unarmark Skagamanna 12 mínútum fyrir leikslok. Aðdragandinn var glæsi- legur. Sigurður Jónsson opnaði vörn KR með góðri sendingu á Harald sem sendi fyrir markið. Þar skaut Arnar viðstöðulaust á markið, Ólafur varði en hélt ekki boltanum og Bjarki skoraði af stuttu færi, 2-2. Bæði liö fengu góð færi á síðustu 10 mínútunum án árangurs. KR-ingar vildu fá víti þegar Heimir féll í víta- teignum en ekkert var dæmt. „Við áttum að fá víti í lokin en í heild- ina er ég ánægður með þetta og þetta var mjög góður leikur. Jafntefli vom alls ekki slæm úrslit fyrir liðin,“ sagði Atli Eðvaldsson, aðstoðarþjálfari KR, eftir leikinn. Besti maður KR-inga var Óskar Hrafn Þorvaldsson, hinn ungi og efnilegi varnarmaður. Ragnar Margeirsson var einnig öflugur ásamt þeim Rúnari og Heimi. Þá stóð Ólafur sig einnig vel í markinu. Skagaliðið var jafnt að getu en tví- burabræðurnir Amar og Bjarki vom sérstaklega sprækir. Þórður og Luca Kostic unnu geysilega vel og Sigurður var einnig öflugur þó hann geti leikið munbetur. -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.