Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1992, Blaðsíða 12
34
MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1992.
fþróttir
Úkraínu-
stúlkan fékk
5 verðlaun
Tatiana Gutsu, 15 ára stúlka frá
Úkraínu, hlaut 5 verðlaun á Evr-
ópumeistaramótinu í fimleikum
sem lauk í Nantes í Frakklandi í
gær. Hún sigraði í Qölþraut og
vann síðan á tveimur áhöldum,
hlaut silfur á einu og hrons á
einu.
Svetlana Boginskaja frá Hvíta-
Rússlandi og Gina Gogean unnu
sín gullverðlaunin hvor á áhöld-
um. Boginskaia er fyrrum heims-
meistari og árangur hennar olli
vonbrigðum. Er hún nú ekki talin
líkleg til afreka á ólympíuleikun-
umísumar. -VS
Peterborough
í 2. deildina
Peterborough United leikur í 2.
deild ensku knattspyrnunnar í
fyrsta skipti næsta vetur en liðið
sigraði Stockport í úrslitaleik um
þriðja sætið í 3. deild, 2-1, á Wem-
bley-leikvanginum i London. Þá
er hið fornfræga félag Blaekpool
komið upp í 3. deild eftir sigur á
Scunthorpe í vítaspyrnukeppni
eftir 1-1 jafntefli á Wembley.
-VS
B1903 með
góðastöðu
B1903 á mikla möguleika á
danska meistaratitlinum i knatt-
spyrnu eftir 6-0 sigur á AaB í
úrslitakeppninni 1 gær. Lyngby
vann Frem úti, 0-1, og er stigi á
eftir B1903 þegar tvær umferðir
eru eftir. Bröndby vann loks sig-
ur, 0-1, gegn Næstved en er
næstneðst í átta liða úrslitunum.
Silkeborg vann AGF, 3-1. B1903
er með 29 stig, Lyngby 28 og Frem
er í þriðja sæti með 23 stig.
-VS
Boavista
bikarmeistari
Lið Boavista varð í gær portú-
galskur bikarmeistari í knatt-
spyrnu þegar liðið vann meistar-
ana í Porto, 2-1. Marlon Brandao
og Richard Owubokiri gerðu
mörk Boavista en Jaime Magal-
haes skoraði fyrir Porto.
-GH
Lynfékk
stóran skell
Lyn, lið Teits og Ólafs Þórðar-
sona, fékk skell gegn Start, 5-0, í
norsku L deildinni í knattspyrnu
í gær. Önnur úrslit:
Ham-Kam - Molde...........3-0
Lilleström -Tromsö........6-0
Mjöndalen - Rosenborg.....0-1
Sogndal - Brann...........1-1
Viking - Kongsvinger......1-1
Rosenborg er með 13 stig, Start
11, Lilleström 10, Ham-Kam 9,
Molde 9 og Lyn 9 stig.
-VS
Getraunaúrsfit
Úrslit sænsku leikjanna á ís-
lenska getraunaseðlinum um
helgina urðu þessi: AIK - Gauta-
borg 3-0, GAIS - Öster 2-2, Frö-
lunda - Djurgárden 3-1, Kir-
una-Hammarby 1-2, Spárvág-
en - Luleá 0-2, Vásby - IFK Sund-
svall 0-1, Degerfors - Brage 2-0,.
Eskilstuna-Forward 1-1, Sir-
ius-Vasalund 3-5, Myresjö-
Tidaholm 3-0, Skövde AIK -Elfs-
borg 0-3, Karlskrona - Helsing-
borg 2-0, Landskrona - MjáUby
4-0. -VS
Sigþór Halldórsson á Hlébaröanum tekur stökk í tímabrautinni. í umfjöliun um b.f. Goodrish torfæruna varð myndabrengl. Mynd sem sögð var vera af
Hlébarðanum var af Benidikt Eirikssyni á Tíkinni.
Greifatorfæra Bílaklúbbs Akureyrar:
Óvæntur sigur Einars
í sérútbúna f lokknum
Greifatorfæra Bílaklúbbs Akur-
eyrar var haldin á laugardaginn í
gryfjunum fyrir ofan Akureyri. Alls
tóku 26 bílar þátt í keppninni, 15 út-
búnir, 11 götubílar og voru allir bíl-
arnir keyrðir í gegnum keppnina
sem er sú fyrsta í sumar sem gefur
stig til íslandsmeistara.
Keppnin byrjaði stundvíslega
klukkan tvö og stóð yfir í rúma fjóra
klukkutíma. Þrátt fyrir þetta langan
tíma var alltaf nóg um að vera og þar
sem gott veður var kom þessi seink-
un ekki í veg fyrir að fjölmargir
áhorfendur ættu góðan dag. Starfs-
menn voru yfirleitt nokkuð fljótir að
koma bílum úr brautum eftir brot
og veltur, enda orðnir vanir í lokin
þar sem veltur urðu í allt 11 talsins.
Flokkur sérútbúinna
Brautir hjá sérútbúnum voru nokk-
uð skemmtilegar og fjölbreyttar og
mikið um góð tilþrif en því miður
mikið um veltur líka eða 9 talsins.
Baráttan um toppsætin var hörð
framan af en veltur, brot og bilanir
settu strik í reikninginn hjá mörgum.
Sem dæmi má nefna að bæði Stefán
Sigurðsson og Ámi Kópsson misstu
út braut vegna bilana.
Þegar leið á keppnina var ljóst að
óþekkt nafn var í toppbaráttunni,
Einar Gunnlaugsson. Hann keyrði
af yflrvegun, losnaði við veltur og
bilanir og uppskar sigur. Eftir þenn-
an árangur bætist hann í hóp margra
sem líklegur íslandsmeistari.
Flokkur götubíla
Brautir hjá götubílum voru einnig
íjölbreyttar og skemmtilegar.
Keppnisharka er á köflum alveg
ótrúleg. Sem dæmi um hana má taka
aö tveir bílar fóru með affelgað í
gegnum nær alla tímabrautina, þeir
Steingrímur Bjarnason og Rögnvald-
ur Ragnarsson.
Tilþrif hjá götubílaflokki voru síst
minni en hjá útbúnum og einungis
tvær veltur í þeim flokki. Keppni var
hörð en úrslit svona nokkuð eftir
bókinni.
Úrsht um kvöldið fór fram verð-
launaafhending í Sjalianum og tóku
Akureyringar upp þá skemmtilegu
nýbreytni að verðlauna einnig að-
stoðarmenn þriggja efstu manna í
hvorum flokki en segja má að árang-
ur keppenda byggist að miklu upp á
góðum aðstoðarmönnum og eru þeir
vel að viðurkenningu komnir.
Úrsht voru sem hér segir. Sérút-
búnir:
1.........Einar Gunnlaugsson 1125
2..'.........Magnús Bergsson 939
3............Arni Kópsson 916 stig
Tilþrifaverðlaun hlaut Sigþór Hall-
dórsson á Hlébarðanum fyrir glæsi-
akstur í tímabraut.
Götubílar
1 ..........Ragnar Skúlason 1435
2 .......Gunnar P. Pétursson 1377
3 .......Þorsteinn Einarsson 1236
Tilþrifaverðlaun hlaut Rögnvaldur
Ragnarsson einnig fyrir glæsiakstur
í tímabraut.
Ása Jóa
Rögnvaldur Ragnarsson krækti sér í sinn sjötta tilþrifabikar með þessu prjóni.