Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1992, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.1992, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 25. MAÍ 1992. 31 Iþróttir „Mjög brýnt fyrir félagið að fá innisundlaug hið fyrsta“ - segir Jón B. Helgason, form. Sundfélagsins Suðumes, sem er eitt yngsta og öflugasta sundfélag landsins Ægir Már Kárasan, DV, Suðumesjum: Sundfélagið Suðumes, eitt yngsta og öflugasta sundfélag landsins, var stofnað í ágúst 1989. Innan raða félagsins er margt sterkasta sund- fólk landsins og frammistaða fé- lagsins frá því það var stofnaö hef- ur vakið mikla athygli. Hér á eftir er rætt við Jón B. Helgason, form- ann félagsins, um stöðu félagsins í dag, aðstöðu sundfólksins og fram- tíðina, svo eitthvað sé nefnt. „Rekstur á svona sundfélagi er umfangsmikill og við höfum fengið mjög góða aðstoð frá fyrirtækjum og Keflavíkurbæ. Það sem helst vantar hjá okkur er að klára bygg- ingu innilaugar með ýmsum breyt- ingum sem við höfum fengið í gegn. Gert er ráð fyrir 25 metra laug með átta brautum. Laugin myndi nýtast vel fyrir allan almenning, ekki síð- ur en sundfólk sem æfir að stað-- aldri. Útilaugin, sem við höfum aðgang að nú, er bara rugl. Sundfólkið hrapar niður yfir vetrartímann svo það er brýnt og mjög áríðandi mál að fá innilaugina í gagnið sem fyrst. Auk bættrar æfingaaðstöðu myndi þá opnast möguleiki á að halda hér sprettsundmót á Evrópumæli- kvarða. Þá væri einnig hægt að taka á móti æfingahópum sem hefðu áhuga á að dvelja hér í æf- ingabúðum en margar slíkar beiönir hafa borist. Með innilaug gætiun við tekist á við þetta og haldið fleiri mót.“ Fjórir sundmenn að reyna við ólympíulágmörkin Jón heldur áfram: „Núna eru fjórir sundmenn hjá okkur að reyna við ólympíulágmörkin. Þetta eru þeir Eövarð Þór Eðvarðsson, Magnús Már Ólafsson, Amar Freyr Ólafs- son og Bryndís Ólafsdóttir. í þess- ari viku freista þau þess að ná lág- mörkunum á mótum í Mónakó og Frakklandi. Öll fjögur hafa synt á ólympíu- leikum, nema Amar Freyr, en að keppa á ólympíuleikum. er vita- skuld hápunkturinn á ferli hvers íþróttamanns. Yngra sundfólkið hjá okkur er einnig að gera mjög góða hluti. Magnús Konráðsson og Eydís Konráðsdóttir hafa þegar náð lágmörkunum fyrir Evrópu- meistaramótið sem fram fer í Leeds og þær Berglind Daðadóttir og Ey- gló Tómasdóttir reyna við lág- mörkin í sumar. Við höfum trú á þessu fólki og þau sem ekki hafa enn náð lágmörkunum ættu að geta gert það.“ Hápunkturinn að vinna bikarinn árið 1991 - Nú hefur Sundfélagið Suðurnes náð undraverðum árangri frá stofnun þess. Hvað stendur upp úr? „Hápunkturinn er tvímælalaust þegar við urðum bikarmeistarar árið 1991 og einnig árangurinn á íslandsmótinu sama ár og svo náði okkar fólk enn betri árangri á síð- asta íslandsmóti en þá vann sund- fólk okkar 13 greinar af 34.“ - Hverju þakkar þú þennan góða árangur? „Stóran hluta af þessum árangri má án efa þakka þjálfara okkar, Martin Rademacher. Við teljum hann einn besta sundþjálfarann á landinu í dag. Hann var ráðinn til félagsins árið 1990 og hefur unn- usta hans séð um þjálfun yngri flokka félagsins og einnig nám- skeið sem haldin hafa verið. í Sundfélaginu Suðurnes er um 100 manna keppnisliö og á námskeið- um hafa verið allt að 70 manns á aldrinum frá 3ja mánaða upp í 70 ára. Sterkustu sundmenn félagsins hafa ekki síst komið til okkar vegna þjálfarans og góðrar aðstöðu en það sem allt íslenskt sundfólk bíður nú eftir er innilaug. Það er engin 50 metra innilaug, keppnislaug, til á landinu. Sundsambandið og sundfélögin þurfa því að senda sitt fólk á mót erlendis til að ná lágmörkum fyrir stórmótin. Það er þvi afar brýnt að ljúka við innilaugina og því fyrr því betra,“ sagði Jón B. Helgason. Martin Rademacher, þjálfari SFS, í samtali við DV: „Líkar mjög vel á íslandi" „ . " ., ir sem hafa flest til að bera til að graram í dag. Okkur vantar fleiri Æga Már Karasan, D , Suðumequm. geta náð frábærum árangri. Það brautir. Vandamálið er veðrið „Mér líkar mjög vel hér á ís- tekur hins vegar mörg ár að hvað útilaugamar varöar og þá landi. Annarshefðiégekki fram- byggja upp toppsundmann svo einkum og sér i iagi vindurinn.“ lengt samning minn og ég verö sundfólk verður að byija að æfa - Hvað heldur þú um það sund- allavega hér fram í ágúst á næsta á ungaaldri. Ég gæti vel ímyndað fólk sem er aö berjast við ólymp- ári.Eftirþaðmunégtakaákvörö- mér að íslendingar myndu ein- íulágmörkin í dag? un í samráði við konu mína hvort hvern tíman eignast toppmann í „Ég er mjög bjartsýnn á aö þetta ég verð áfram. Það sem gæti helst Evrópu. í Sundfélaginu Suðumes fólk nái lágmörkunum. Þetta er komið í veg fyrir áframhaldandi eru margt ungt og efnilegt sund- sterkt sundfólk og ef vfljinn verð- vera okkar hér er að allt er hér fólk sem hefur komiö virkilega á ur fyrir hendi þá er ég hvergi mjög dýrt og ekki hvað síst okkar óvart og unniö marga titla, Þetta smeykur." hugmyndir," sagði Martin Rade- fólk á að geta náð langt í framtíð- - Er þetta ekki erfitt starf? macher, þjálfari Sundfélagsins inni og haldiö merki félagsins á „Þetta er miög erfitt og maður Suðumes. lofti í íramtiðinni. Þetta er míög þarf að skipuleggja alla daga Rademacher, sem er Þjóðvetji, gott félag og krakkarnir hafa mjög vel. Það koma alltaf upp hefur gert mjög góða hluti hjá mikil tengsl sín á milli. Foreldr- vandamál, sérstaklega þegar þú sundfélaginu. Hann hefur störf amirhafaeinniggamanafþessu ert með margt gott sundfólk í eldsnemma á morgnana og er að og þeir taka virkan þátt í starfs- höndunum. í dag er Sundfélagið svo til allan daginn. Hann stund- seminni." Suöuraes besta sundfélag lands- aði sjálfur sund á sinum yngri - Hvað með aðstööuna? ins en það getur breyst á einu árum en hætti iðkun greinarinn- „Þaðsemgeturkomiöívegfyr- ári. Það verður að halda vel á ar 1985 og sneri sér þá aö þjálfun ir enn betri árangur í framtíðinni málum varðandi yngri flokka fé- iÞýskalandi. eraðinnilaugkomistekkiígagn- lagsins sem eru mjög göðir hjá „íslendingar eiga marga efni- ið fyrr en seint og síðar meir. Þaö okkur,“ sagði Martin Rademac- lega sundmenn og þeir era marg- er mjög erfitt að gera æfingapró- her. Mjög góður þjálfari - segja Magnús og Eðvarð „Martin Rademacher er langbesti þjálfarinn á landinu í dag. Þegar ég var heima í Þorlákshöfn hafði ég lært allt sem hægt var að læra þar hjá móður minni, Hrafn- hildi Guðmundsdóttur," sagði Magnús Már Ólafsson í samtali viö DV. „Eftír að ég fór að æfa undir stjórn Rademachers hef ég átt mín bestu ár sem sundmaður. Fram- koma hans er til fyrirmyndar og allt sem hann segir og gerir stendur eins og stafur á bók,“ sagði Magnús Már sem gekk til liðs við félagið 1990. „Mjög góður þjálfari" Um þjáharann Rademacher segir Eðvarð Þór Eövarðsson, bestí bak- sundsmaður landsins í dag og mörg undanfarin ár: „Martin Rademac- her er mjög góður þjálfari. Hann hefur sjálfur verið í sundinu sem keppnismaður og skilur því öll vandamál sem upp koma. Hann er mjög agaður og það stendur allt sem hann segir og allar þær áætl- anir sem hann gerir. Það sem hann hefur umfram aðra þjálfara er að hann er mjög næmur í sambandi við tæknina. Ég hef lært mjög mik- ið af honum, bæði sem sundmaður og einnig varðandi þjálfun sem gæti komið sér mjög vel fyrir mig í framtíðinni," sagöi Eðvarð Þór Eðvarðsson. Hér sést hresst sundfólk í Sundfélaginu Suðurnes. Frá vinstri: Eðvarð Þór Eðvarðsson, Magnús Már Ólafsson, Arnar Freyr Ólafsson, Bryndís Ólafsdóttir, Martin Rademacher, þjálfari SFS, og Jón B. Helgason, formaður SFS. DV-mynd Ægir Már Kárason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.