Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1992, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1992, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttcstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Skoðanakönnun DV í stórum dráttum má segja, að helmingur landsmanna sé andvígur því, að farið verði eftir tillögum um að minnka þorskaflann „verulega“ á næsta fiskveiðiári. Þetta eru niðurstöður í skoðanakönnun DV, sem voru birtar í gær. N’ðurstöðurnar vekja þann ugg, að helm- ingur þjóðarinnar sé ekki reiðubúinn til að taka nógu ábyrga afstöðu í þessu lífshagsmunamáh. Allir þekkja tihögur Alþjóða hafrannsóknaráðsins, sem leggur til 40 prósent minnkun þorskafla hér við land á næsta fiskveiðiári. Þetta sé nauðsynlegt til að koma í veg fyrir hrun þorskstofnsins. Landsmenn bíða nú tillagna frá Hafrannsóknastofnuninni hér á landi. Menn fara ekki í grafgötur um, að lögð verður til mikil minnkun aflans. Þetta telja fiskifræðingar óhjákvæmi- legt. En helmingur landsmanna, langþreyttur á efna- hagslegum samdrætti og umræðum um atvinnuleysi, sættir sig greinilega ekki við það. Þvert á móti virðast menn tilbúnir að ganga áfram á þorskstofninn og taka þá áhættu fremur en þola afleiðingar verulegrar skerð- ingar aflans. DV spurði: Ertu fylgjandi eða andvígur því, að farið verði eftir tillögum um að minnka þorskaflann verulega á næsta ári? Af öhu úrtakinu sögðust 38,5 prósent vera fylgjandi, 35,7 prósent andvíg, 24 prósent óákveðin og 1,8 prósent vildu ekki svara. Þetta þýðir að 51,9 prósent þeirra sem afstöðu tóku eru fylgjandi því, að farið verði eftir tillögum um verulega aflaskerðingu, en 48,1 pró- sent eru því andvíg. Munurinn er innan skekkjumarka, sem eru 3-4 prósentustig. Því er niðurstaðan jafntefh. DV kannaði einnig afstöðu landsmanna tU Evrópska efnahagssvæðisins, EES. Spurt var: Ertu fylgjandi eða andvígur samningnum um evrópskt efnahagssvæði? Af öUu úrtakinu, 600 manns, sögðust 24,3 prósent vera fylgj- andi, 40,7 prósent andvíg, 31,5 prósent óákveðin og 3,5 prósent vUdu ekki svara. Samkvæmt þessu eru 37,4 prósent þeirra sem taka afstöðu fylgjandi samningnum um EES en 62,6 prósent andvíg. Félagsvísindastofnun hafði sams konar spumingu í skoðanakönnun fyrir Sjónvarpið. Niðurstöður hennar voru, að af úrtakinu voru 30,6 prósent fylgjandi EES-samningnum, 28,6 pró- sent andvíg og 40,4 prósent óákveðin. Þetta þýðir, að af þeim sem afstöðu tóku voru 52,7 prósent fylgjandi samn- ingnum og 48,3 prósent andvíg. Þarna munar miklu á niðurstöðum skoðanakannana DV og Félagsvísinda- stofnunar. Munurinn er mjög óeðUlegur. Meginhluti könnunar Félagsvísindastofnunar var gerður á undan skoðanakönnun DV og áður en Danir feUdu Maastricht- samkomulagið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Áhrif þess kunna að skýra muninn á niðurstöðum þessara skoð- anakannana að miklu leyti. Annað, sem nefnt hefur verið, er sá möguleiki, að ýmsir í skoðanakönnun DV hafi ruglazt á EES og EB. Félagsvísindastofnun spurði um afstöðu til EB-aðildar á undan spumingunni um EES-samninginn. Því, segja menn, vora minni líkur til, að fólk mglaði EES saman við EB í þeirri könnun. En vel að merkja yrðu landsmenn, tU dæmis í þjóðarat- kvæðagreiðslu, að fást „hjálparlaust" við að taka af- stöðu til Evrópska efnahagssvæðisins. DV spurði einnig í skoðanakönnuninni um afstöðu fólks tíl flokka og ríkisstjómar. Þær niðurstöður sýna, að stjómarUðið á enn langt í land 111 að endurvinna meirihlutafylgi. Haukur Helgason „Lánasjóði íslenskra námsmanna verður lokað haustið 1992“, segir m.a. í grein Svavars. Af hverju eiga náms- menn að leggja fram meira en allir aðrir? Það er samdráttur í þjóðarbú- skapnum. Það þarf að spara. Það þarf jafnvel að draga úr einstökum þáttum almennrar þjónustu af ýmsu tagi. Allir verða að leggja eitt- hvað fram. Þetta eru viðurkenndar staðreyndir. En af hveiju eru þá sumir látnir leggja meira fram en allir aðrir? Af hverju eru sumir ekki látnir leggja neitt fram? Af hverju á að lækka skatta á einstök- um hópum þar á meðal stóreigna- mönnum? Það er að minnsta kosti ekkt jafnaðarstefná. Verr farið með námsmenn en fiesta aðra Þessar spurningar hljóta að vakna í hugum námsmanna ogfjöl- skyldna þeirra þessa dagana. Námsmenn munu ekki fá nein lán í haust hvemig sem þeir eru á vegi staddir í námi. Lánasjóður ís- lenskra námsmanna veitir ekki krónu í lán. Lánasjóði íslenskra námsmanna verður lokað haustið 1992. Lánin eru eini framfærslueyr- ir námsmanna. Lánin eru þess vegna jafngildi launa á heimilum þeirra hvort sem þeir búa á eigin heimili eða hjá foreldrum sínum. Hver myndi líða það að verða sviptur launum í hálft ár? Hver mundi þola það að vera settur á framfæri bankanna með 10% vöxt- um til þess að geta séð sér og sínum farborða í hálft ár og að launin yrðu fyrst borguð út eftir áramót - í febrúar? Auðvitað enginn. Ríkis- stjóm Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðuflokksins lætur sig þannig hafa það að notfæra sér veika fé- lagslega stöðu námsmanna. Þeir geta ekki gert verkfall. Þeir eiga enga vöm nema málflutning sinn og samheija sinna á Alþingi. Hvað gerðist? Hvers vegna kom- ast forráðamenn stjómarflokk- anna upp með að skera námslánin svona niður? Rökin em þau að lánasjóðurinn hafi staðið illa. Þessi rök duga ekki. í fyrsta lagi var eig- iö fé sjóðsins jákvætt um 9 millj- arða króna í fyrra - hann stóð því betur en flestir aðrir sjóöir. En í öðm lagi er lánasjóðurinn ekkert annað en tiltekið form á aðferð við menntunaraðstoð. Munurinn á honum og framlögum til skólakerf- KjáQarinn Svavar Gestsson alþingismaður. Gegndi starfi menntamálaráðherra á síð- asta kjörtímabili is eöa vísinda og rannsókna er því stigsmunur en ekki eðhsmunur. Sex aðalatriði Hvað gerðist á Alþingi? Sjálfstæð- isflokkurinn lagði fram tihögur um breytingar á lánasjóðnum. Alþýðu- flokkurinn samþykkti þær í öllum meginatriðum. Stjómarflokkarnir keyrðu 1 gegn eftirfarandi aðal- breytingar: 1. Við meðferð málsins á Alþingi var felld tillaga stjórnarandstöð- unnar um að hafa orðið jafnrétti með í markmiðsgrein laganna. 2. Lánin bera allt að 3% vexti. Afleiöingin verður sú að háskóla- menn með lágar tekjur munu aldr- ei geta borgað upp lánin. Affóhin verða því meiri en í gamla kerfinu. 3. Lánin verða með harðari end- urgreiðslum þannig að tekin verða 7% af launum þeirra sem hafa tek- ið lán í sjóðnum - ofan á aha aðra skatta í samfélaginu sem em nú um 40%. 4. Krafist er miklu sterkari ábyrgðarmanna en áður var gert ráð fyrir. Misrétti eykst á ný. 5. Gert er ráð fyrir þvi aö náms- menn fái ekki lán fyrr en eftir á og þá ekki nema þeir skili 100% námsframvindu. Strax á sumarþingi Þegar lögin um Lánasjóð ís- lenskra námsmanna voru afgreidd á dögunum barst stuðningur víða að úr þjóðfélaginu. Best man ég þó stuðningsyfirlýsingu Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar; það er tákn um þá ríku samstöðu sem umræðan um lánasjóðinn kallaði á í þjóðfélaginu öllu. Alþýðubandalagið hefur beitt sér framar en aðrir flokkar fyrir því að námsstuðningur væri góður hér á landi. Lögin um lánasjóðinn vora sett þegar Alþýðubandalagið var í ríkisstjórn 1982 meðal annars fyrir þrýsting frá þáverandi fjármála- ráðherra Alþýðubandalagsins, Ragnari Arnalds. Við atkvæða- greiðsluna á Alþingi í vor lýsti Al- þýðubandalagið því yfir að máhö yrði tekið fyrir aftur og strax á sumarþinginu. Þannig mun baráttan halda áfram og þaö er ekki spuming hvort heldur hvenær kerfinu verð- ur breytt á nýjan leik námsmönn- um og fjölskyldum þeirra og þar með framtíö þjóðarinnar í vil. Og það viðurkenna alhr að það er ekki sanngjamt að námsmenn verði látnir borga meira til þess að koma til móts við samdráttinn í þjóðar- búinu en allir aðrir. Svavar Gestsson „Alþýðubandalagiö hefur beitt sér framar en aðrir flokkar fyrir því að námsstuðningur væri góður hér á landi. Lögin um lánasjóðinn voru sett þegar Alþýðubandalagið var 1 ríkis- stjórn 1982... “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.