Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1992, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1992, Síða 4
4 FIMMTUDAGUR 30. JtJLÍ 1992. Fréttir Skúli Jóhannesson um sölu hlutabréfa Fjölmiðlunar sf.: Komu, stálu bréfunum mínum og seldu þau „Við erum tíu menn saman í Fjölmiðlun sf. Þessi íjórmenninga- klíka, sem hefur kúgað okkur aö undanfömu, lætur sig hafa það að selja hluti upp á heilar 240 milljón- ir króna án þess að tala við aðil- ana. Þetta er fyrir neðan allar hell- ur,“ sagði Skúli Jóhannesson, einn eigenda Fjölmiðlunar sf. Stjóm félagsins hefur sem kuirn- ugt er selt öll hlutabréf þess í ís- lenska útvarpsfélaginu til nýstofn- aðs fyrirtækis, Útheija hf. „Þegar við keyptum stóran hlut i Stöð 2 stofnuðum við samtök, Fiölmiðlun sf., um að standa saman í tvö ár, eða til 1. júlí í ár. Jóhann J. Ólafsson stjómarformaöur var búinn að hringja og ákveða á fundi að við fengjum hlutabréfm okkar afhent þegar ljóst var að við ætluð- um að ljúka samstarfinu í Fjölmiðl- un 1. júlí 1992. Hann lét Bjama Kristjánsson, fjármálastjóra Stöðv- ar 2, hringja í mig til að segja mér að verið væri að ganga frá bréfun- um og að ég fengi þau næstu daga. Jóhann hringdi í mig sjálfur til að spyrja hvort Bjarni hefði ekki ör- ugglega hringt. Loks átti ég samtal við Pál Magn- ússon sjónvarpsstjóra um það að bréfm væm að koma. Það hefði reynst smávægilegur formgalli á prentuninni, ella væri ég kominn með þau í hendumar. Mér skildist að bréfin væm á skrifstofu sjón- varpsstjóra. Þetta gerðist í kring- um 10. júlí. Svo komu fjórmenningarnir þarna eins og þjófar að nóttu, stálu bréfunum mínum og seldu þau. Ég heyrði fyrst í fjölmiðlum aö búið væri að selja þau. Mér hefði fundist eðhlegt aö stjómin hefði kallað okkur saman og við fengiö upplýsingar um stööu félagsins sem er að kaupa, ábyrgðir og tryggingar. Ég tel að stjómin hafi verið að selja sjálfri sér hlutabréfm og að Útherji hf. sé aðeins leppur. Þeir sjá að íslenska sjónvarpsfélagið gengur vel og þeir eru aö sölsa þennan hlut undir sig. Þarna er um að ræða valdagræðgi og brenglaða siðferðiskennd. Kannski þurfa þeir að halda völdum til þess að geta falið eitthvað fyrir okkur.“ -JSS Jóhann J. Ólafsson, stjómarformaöur Fjölmiðlunar sf: Bað fjármálastjórann að undirbúa skipti - en krafa um þau var ekki sett fram „Um er að ræða eitt bréf í eigu Fjölmiðlunar og aðilar eiga hlut í því bréfi. í reglum Fjölmiðlunar sf. segir að leysa megi félagið upp ef krafa berist um slíkt eftir 1. júlí 1992. Slík krafa hefur ekki borist eim. Hins vegar bað ég fjármálastjóra íslenska sjónvarpsfélagsins að undirbúa skipti ef slík krafa kæmi fram. í millitíðinni vom svo gerðar aðrar ráðstafanir eins og menn þekkja.“ Þetta sagöi Jóhann J. Ólafsson, stjómarformaður Fíölmiölunar sf., er DV ræddi við hann í gær. Jóhann sagöist vísa því algjörlega á bug að meirihlutinn væri að selja sjálfum sér hlutabréf Fiölmiðlunar sf. í íslenska sjónvarpsfélaginu. „Ég er ekki eignaraðili að Útheija hf. og mér hefur ekki verið boðin þátttaka í því félagi.“ Varðandi það atriði hvort ekki hefði verið ástæða til að láta alla hluthafa vita um fyrirhugaða sölu hlutabréfanna og fá samþykki þeirra fyrir henni sagði Jóhann að mjög stuttur frestur hefði verið gefinn til að svara tilboði Útherja hf. Að auki hefði ótvíræður meirihluti hluthafa verið samþykkur sölunni þannig aö menn hefðu talið í lagi að taka tilboð- inu við svo búið. „Nú er eölilegast að menn rói sig niður og tali sarnan," sagði Jóhann. „Það er nauðsynlegt að þeir líti til framtíðar og setji hagsmuni félagsins ofar einhverju dægurþrasi." -JSS herja hf. við Þegar grannt er skoðað kemur í Ijós aö talsverö tengsl eru milli Gunnars Þórs Ólafssonar, annars stofnanda Útlieija hf„ og einstakra hluthafa í Fíölmiðlun sf. Gunnar Þór og Haraldur Haraldsson, stjórnarmaður í Pjölmiölun sf., áttu saman umboðs- og heildversl- unina Andra hf. Haraldur hafði keypt sig inn í fyrirtækið þar sem Gunnar Þór var fyrir. Samstarf þeirra Haralds og Gunnai's Þóre var raunar víðtæk- ara þvi þeír stofnuðu, ásamt fleir- um, greiðslukortafyrirtækið Kort hf. á sínum tíma, sem átti 1/4 í Kreditkortum hf. Kort hf. seldi síð- an hlut sinn til Sparisjóðanna, Landsbanka og Búnaðarbanka. Haraldur, Gunnar Þór og félagar lögðu 50 milljónir af söluverði fyr- irtækisins í íslenska sjónvarpsfé- lagið. í gegniun Andra hf. áttu þeir því 50 milljóna hlut af þeim 150 milljónum sem Fjölmiðlun hf. hafði yfir að ráöa í félaginu. Að auki á Gunnar Þór 5 milljóna hlut í ís- lenska sjónvarpsfélaginu. Gunnar Þór stofiiaði Útherja hf. ásamt Páli Gústafssyni fyrir rétt- um manuði. Hlutur Gunnars Þórs er 499.990 krónur en Páls 10 krón- ur. Fullyrt er að Gunnar Þór hafi setið flesta fundi Fjölmiðlunar sf. og gjörþekki því alla málavöxtu. Hann sé í raun aöeins leppur fyrir stjórn fyrirtækisins sem sé að selja sjálfri sér hlut Fjölmiðlunar sf. -JSS í dag mælir Dagfari Fyrir tveim árum var settur á fót nýr sjóður, svokallaður Hagræð- ingarsjóður. Þaö var ekki sjóður peninga heldur samansafnaður kvóti af kvóta þeirra skipa sem sigldu með aflann. Þetta var sem sé sjóður þar sem safnað var saman þorskígildum sem síöar skyldu not- uð til hagræðingar fyrir þau byggð- arlög sem þyrftu á aðstoð að halda. Þess vegna hét þessi þorsksjóður Hagræðingarsjóður. í vetur sem leið breytti núverandi ríkisstjóm þessum sjóði með þeim hætti að í stað þess að úthluta þorskkvótum úr Hagræðingarsjóði til hagræðingar fyrir hin ýmsu sjávarpláss eftir atvikum var ákveðið að ríkissjóður seldi kvóta úr Hagræðingarsjóði þegar sjávar- útvegsfyrirtæki þ'urftu nauðsyn- lega á meiri aflakvóta að halda, vegna atvinnu eða reksturs hjá við- komandi. Þannig reiknuðu sér- fræðingar ríkisstjómarinnar út að ríkissjóður gæti krækt sér í rúmar fimm himdmð milljónir króna sem að verulegu leyti átti að fjármagna rekstur Hafrannsóknastofnunar. Þegar krísan kom upp með skerð- inguna á þorskkvótanum var strax farið að gæla við þá hugmynd að hætta viö sölu aflakvóta úr Ha- Miinchhausen sigraði græðingarsjóði og nota þau tólf þúsund tonn sem þar hafa safnast saman til aö úthluta þeim til Vest- firðinga og annarrra þeirra byggð- arlaga sem verst fara út úr skerð- ingunni. Þessar hugmyndir setti sjávarútvegsráðherra fram í tillög- um sínum og þetta tóku þeir imdir þeir Matthías Bjamason og ýmsir höfuðpaurar sjávarútvegsins, sem og stjómai'andstaðan og margir stjómarliðar á þingi. Þetta vom hugmyndimar sem forsætisráð- herra kallaði Múnchhausenaðferð- ir og átti þá við að menn vfidu draga sjálfa sig upp úr keldunni á hárinu með hestinn í klofinu, alveg eins og Múnchhausen gerði í lyga- sögunni. Niðurstaðan hefur orðið sú að sjávarútvegsráðherra varð að draga tillögu sína til baka. Hagræð- ingarsjóður veröur ekki notaður til hagræðingar eins og upphaflega var stefnt að. Hagræðingarsjóður verður ekki notaöur til að hagræða fyrir þorskveiðimenn og áfram stefnir ríkissjóður að því að selja kvóta úr sjóðnum til hæstbjóðanda sem þýðir í raun að fyrirtækin, sem fara fram á gjaldþrotabrúnina vegna niðurskurðarins, geta keypt sér kvóta ef þau hafa efni á því. Hagræðing ríkisstjómarinnar verður þá fólgin í því að skera mis- kunnarlaust niður og kippa rekstr- argrundvellinum undan sjávarút- veginum. Þegar reksturinn er kom- inn í þrot er aðferðin sú að þau geta keypt sér nýjan kvóta úr Ha- græðingarsjóöi! Það er að segja ef þau hafa efni á því eftir að hafa misst kvóta og tapað í rekstri og eiga ekki fyrir skuldum! Múnchha- usen hefði ekki getað fundið upp betri lygasögu um aðferðir til að bjarga fyrirtækjum úr sjávar- háska. Með þessari aðferð er Hagræð- ingarsjóður til hagræðingar fyrir þá eina sem ekki hafa lengur tök á neinni hagræðingu. Enda er það mat ríkisstjómarinnar að það sé mikið óhagræði af því að nota Ha- græöingarsjóð til hagræðingar. Hún sér hins vegar hagræðið í því óhagræði sem felst í Hagræðingar- sjóði ef sjóðurinn er eingöngu not- aður til hagræðingar þegar ríkis- sjóður getur grætt á því. Hagræð- ingarsjóður er nefnilega til ha- græðingar fyrir illa staddan ríkis- sjóð en ekki til hagræðingar fyrir sjávarútveginn nema þegar sjávar- útvegurinn er svo illa staddur að hann getur ekki haft hag að ha- græðingu vegna þess að hann á ekki fyrir henni! Múnchhausen þóttist geta dregið sjálfan sig upp á hárinu. Forsætis- ráðherra hlær að svoleiðis aðferð- um. En þegar til kastanna kemur er ekki betur hægt að sjá en hann hafi lent í þeirri keldu að tileinka sér sams konar aðferðir og Múnchhausen varð frægur fyrir. Ríkisstjómin hefur nefnilega kom- ist að þeirri merkilegu niðurstöðu að kvótinn í Hagræðingarsjóði er falur til kaups fyrir þá eina sem ekki hafa efni á að kaupa hann. Ríkisstjómin ætlar að græða fimm hundruð milljónir á kvótasölu til byggðarlaga sem eiga ekki fyrir kaupunum. Ríkisstjómin vill hag- ræða með peningum sem ekki em til. Múnchhausen hafði betur þegar upp er staðiö. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.