Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1992, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.07.1992, Side 5
FIMMTUDAGUR 30. JÚLÍ 1992. 5 Ásta Kristin Haraldsdóttir er ekki í hefðbundnu kvennastarfi. Hún afgreiðir malbik í Malbikunarstöð Reykjavíkur og þykir mest gaman þegar mikið er að gera. Það hefur það sannarlega verið í góðviðrinu að undanförnu og vinnudagurinn því langur. DV-mynd GVA Á kaf i í malbiki á - ÁstaKristínHaraldsdóttirfórótroönarslóðir sumrin-meðjárn- köllum á veturna Þeir sem leggja leið sína í Malbik- unarstöð Reykjavíkur reka margir upp stór augu þegar þeir sjá annan þeirra sem afgreiðir malbiiúð á bíl- ana. Sá er nefnilega tvítug stúlka og enginn viðvaningur í faginu. Ásta Kristín Haraldsdóttir var bara sautj- án ára þegar hún byijaði í „malbik- inu“ og fyrsta stelpan í malbiksaf- greiðslunni. „Ég var atvinnulaus. Mamma vinnur héma og benti mér á þetta,“ segir Ásta um valið á starfmu. Hún segir það skemmtilegt á sumrin þeg- ar vel viðri og mikið sé að gera og tekjumöguleikarnir þess vegna meiri. „Undanfarna viku höfum við unnið frá hálfátta á morgnana til fjögur á nætumar við að dæla úr sílóum á bílana." Hversu marga bíla Ásta afgreiðir á dag í góðu veðri segist hún ekki hafa tölu á en tonnafjöldann er hún með á hreinu. „Ef mikið er að gera hjá borginni getum við farið upp í 700 til 800 tonn af malbiki á dag. í þessum mánuði var slegið met einn daginn. Þá af- greiddum við 1600 tonn til borgarinn- ar.“ Á veturna segist Ásta vera hand- langari hjá, járnköllunum" í Malbik- unarstöðinni, auk þess sem hún leysi af hér og þar eins og til dæmis í eld- húsinuogáviktinni. -IBS Landbúnaðarráðuneytið boðar f und um fækkun mjólkurbúa Landbúnaðarráðuneytið hefur boðað fulltrúa Samtaka afurðar- stöðva í mjólkuriðnaði til fundar næstkomandi fimmtudag til að ræða hagræðingu í greininni. Til umræðu verður meðal annars að fækka mjólkurbúum í landinu með úreld- ingarstyrkjum úr Verðmiðlunarsjóði en tiUaga þess efnis kom nýverið fram hjá sjö manna nefnd. Alls eru starfandi 16 mjólkurbú á landinu og sýna arðsemisútreikningar að hag- kvæmt sé að fækka þeim til muna. -kaa SUZUKISWIFT 3 DYRA, ÁRGERÐ 1992 * * * * * Aflmikil, 58 hestafla vél með beinni innspýtingu. Ódýr í rekstri - eyðsla frá 4.0 1. á hundraðið. Framdrif. 5 gíra. Verð kr. 726,000,- á götuna, stgr. ^SUZUKI SUZUKIBÍLAR HF. SKEIFUNNI 17 • SiMI 685100 UPUR OQ SKEMMTILEGUR 5 MANNA BÍLL. Fréttir Framkvæmdastj óri ullarverksmiðjunnar ístex 1 Mosfellsbæ: Litarmengunin í Varmá á að hverf a - framkvæmdum lokið við að tenga affail í stóran útþynningartank Forsvarsmenn ullarverksmiðjunn- ar ístex í Mosfellsbæ, gömlu Álafoss- verksmiðjunni, hafa notað síðustu vikur til að koma í veg fyrir að htar- mengun frá lopaframleiðslunni ber- ist í Varmá. Eins og fram kom á ljós- mynd í DV barst mjög mikil litar- mengun út í ána fyrr í júlí. Þetta stendur nú til bóta. „Það er búið að tengja saman frá- rennslið frá öllum litunarpottum og tengja við það dælu sem sér um að frárennslið frá pottunum fari í 240 þúsund lítra tank fyrir utan húsið. í þetta fer bæði affallið frá lituninni, skolvatn og kælivatn þannig að þama verður mjög mikil útþynning þegar vatnið fer um yfirfall og út í ána,“ sagði Guðjón Kristinsson, framkvæmdastjóri ístex í samtali við DV í gær. Gert er ráð fyrir að fram- kvæmdirnar muni kosta 600-700 þús- und krónur. „Niðurstaða úr' tilraun sem við gerðum, þar sem litarupplausnum var blandað saman, sýnir að htimir vinna hver á móti öðrum. Vatnið verður því í flestum tilfehum alveg glært. Litarmengunin á því að vera alveg úr sögunni. Við höfum þegar tengt frárennshð frá litunarvélun- um. Strax í næstu viku verður síðan skolvatn eða frárennsh frá þvottavél tengt inn á tankinn. Þessi mengunar- mál, eða sjónmengun, á þá að vera úr sögunni. Menn hafa haft áhyggjur af efnainnihaldinu. Það verður fylgst mjög náið með innihaldi tanksins - hvaða efni verða í þessu. En sam- kvæmt upplýsingum, sem við höfum frá Iðntæknistofnun sem hefur skoð- að þessi mál hjá okkur, mun efna- innihaldið verða langt fyrir neðan hættumörk. Það er síðan ekkert ann- að að gera en að prófa þetta, sjá hver útkoman verður og ákveða í fram- haldi af því hvort ástæða sé th frek- ari aðgerða," sagði Guðjón. Halldór Runólfsson, hehbrigðis- fuhtrúi í Mosfehsbæ, sagði við DV fyrr í mánúðinum að með þessum framkvæmdum ístex væri ákveðin lausn fundin vegna umræddra mengunarmála: „Þegar svona htur "kemur fylgir mjög vitlaust sýrustig sem er slæmt fyrir lífríkið. Tankur- inn mun jafna þetta út,“ sagði Hall- dór. Halldór sagði jafnframt að í litun- um væru þungmálmar sem yllu eitr- un í lífríkinu þegar þeir söfnuðust upp í árfarvegi eða í sjónum - svif, krabbadýr og fiskar væru þar með í hættu við fæðuöflun. „Þessar framkvæmdir, sem standa nú fyrir dyrum hjá ístexi, eru fyrsti hðurinn í að jafna þessa mengun út - sjónmengunin mun hverfa og topp- ar, sem eru í sýrustiginu, þynnast út. Síðan verður haldið áfram á næstu mánuðum að koma fyrir frek- ari mengunarvömum við tækjabún- aðinn,“ sagði Hahdór. -ÓTT í einu og sama leiktækinu, vasadiskó og tölvuleikur. Þú getur valið um Knattspyrnu - Tennis eða Kappakstur. Tækinu fylgja sterió heyrnartæki og það er með sjálfvirkum stoppara á spólu - frábær hljómgæði. Afþreying í útilegunni ^sadiskó Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI691520

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.