Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1992, Qupperneq 8
8
FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1992.
Utlönd
Skálmöldin í Bosniu-Hersegóvinu:
Fá 500 dollara fyrir
að skjóta fréttamenn
Starfsmenn bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar ABC setja á sig skotheld vesti áður en þeir fara út úr höfuðstöðv-
um Sameinuðu þjóðanna í Sarajevo. Fjórði liðsmaðurinn, David Kaplan, var skotinn í bakið af leyniskyttum i
gær. Fremstur í flokki sjónvarpsmannanna er Sam Donaldson. Simamynd Reuter
Stríðið í fyrrum lýðveldum Júgó-
slavíu er nú farið að taka sinn toll
meöal blaða- og fréttamanna. Leyni-
skyttur fela sig í niðumíddum bygg-
ingum, skógum og bak við runna til
að komast að bráð sinni sem á sér
einskis ills von. Fleiri blaðamenn
hafa látið lífið í þessu stríði en
nokkru öðru stríði á síðari tímum,
eða 30 alls.
Blaðamenn, hvort sem þeir eru frá
Júgóslavíu eða öðrum löndum, eru
ekki vinsælir meðal hersveita sam-
bandshersins. Bíll, sem er merktur
dagblaði eða sjónvarpsstöö, er jafn-
líklegur til aö draga að sér skothríð
eins og friðhelgi. Síðasta fómarlamb
leyniskyttanna var bandaríski sjón-
varpsmaðurinn David Kaplan sem
skotinn var í bakið í gær en hann
hafði afþakkað boð um að klæðast
skotheldu vesti. Kaplan var í fylgd-
arhði Milan Panic, forsætisráðherra
Júgóslavíu, þegar hann kom til
Sarajevo.
Panic, sem var auðsjáanlega miður
sín vegna bana Kaplans, sagði: „Vitið
þiö að leyniskyttumar fá 500 dollara
fyrir að drepa einn fréttamann?"
Kaplan starfaði fyrir bandarísku
sjónvarpsstööina ABC og var að gera
þátt um Panic.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
ákvað í gær að leyfa „allar nauðsyn-
legar aðgerðir", þar á meðal valdbeit-
ingu, til að tryggja að hægt væri að
koma hjálpargögnum til íbúa Bos-
niu-Hersegóvínu. Atkvæði fóm
þannig að 12 greiddu tillögunni at-
kvæði sitt, enginn var á móti en full-
trúar Kína, Indlands og Zimbabwe
sátu hjá.
Talið er að eftir samþykkt öryggis-
Japanskirher-
menn vopnaðir
smokkum
Japönsk stjómvöld hafa enn
ekki ákveðið hvemig flutningi
japanskra herraanna til Kambód-
íu verður háttað en eitt er ör-
uggt, þeir veröa vopnaðir smokk-
um. Hefur sjúkdómurinn eyðni
verið settur í sama flokk og
Rauðu khmeramir og jarö-
sprengjur.
Skógareldará
Korsíku
Kona lést og tveir slökkviliðs-
menn slösuðust í miklum skógar-
eidum á frönsku eyjunni Korsiku
í gær. Eldamir eyðilögðu fjölda
húsa og neyddu nokkur hundmö
ferðamenn til að flytja sig um
set. Flýttu þeir sér svo mikiö aö
þeir skildu nánast allt eftir.
Reuter
ráðsins muni hitna mjög í kolunum
í Serbíu. Leiðtogi Serba, Radovan
Karadzic, sem óttast að hemaðarað-
gerðimar muni beinast gegn Serb-
um, varaði við þvi að lýðveldið gæti
breyst í helvíti ef vopnavaldi yrði
beitt. „Einhver úr röðum íslama mun
skjóta á flutningalestir Sameinuöu
þjóðanna og eins og venjulega verður
Serbum kennt um allt saman,“ sagði
Karadzic.
Stjómvöld í Bandaríkjunum, Bret-
landi, Frakklandi og Rússlandi em
treg tíl að beita vopnavaldi í Bosníu-
Hersegóvínu. Sendiherra Bretlands,
David Hannay, sagði m.a.: „Þetta er
ekki samþykkt sem fyrirskipar vald-
beitingu. Þetta er samþykkt sem gef-
ur leyfi fyrir henni ef í harðbakkann
slær.“ Reuter
Likiðláiibúð-
inniítvománuði
íbúi í flölbýlishúsi í Málmey i
Sviþjóð hringdi í lögregluna og
bað hana að grennslast fyrir um
hvaö væri að gerast í íbúðinni
fyrir ofan hann. Hann sagöi að
maðkar væru farnir að skríða í
gegnum loftíö.
Lögreglan kom á staðinn og
fann lík 72 ára gamals manns sem
bjó í íbúöinni. Ekkert hafði
heyrst frá manninum frá því um
vorið. Lögreglan segir að haxm
hafi látist fyrir tveimur mánuð-
um í þaö minnsta.
Stúlknavarp
löglegtenniður-
lægjandi
Sænska jafnréttísráöíð hefur
komist aö þeirri niöurstööu aö
ekkert sé ólöglegt við að varpa
fáklæddum stúlkum í vatn þótt
þaö sé óneitanlega niöurlægjandi
fyrir stúlkumar.
f sumar hefur stúlknavarp not-
iö vinsælda í Svíþjóð. íþróttin
felst í því aö karlar varpa fá-
klæddum stúlkum, gjarnan af
filippseyskum uppruna, i sund-
laug og sigrar sá sem getur gert
mestar gusur.
Málið var kært til jafnréttísráðs
en það taldi sig ekkert geta að-
hafst tíl að banna íþróttina.
Ævafornhella-
málverk reynd-
ustveraný
Rannsókn fornleifafræðinga á
ævafomum hellamálverkum í
Baskahéruðum Spánar hefur
leitt í Ijós að þau eru ekki 13 þús-
und ára gömul heldur falsanir frá
síðari tímum.
Hellirinn með máiverkunum
fannst í apríl árið 1990 og þótti
merkur fundur og sambærilegur
vi.ð hellamálverk sem áður höfðu
fundist í Suöur-Frakklandi. Nú
er komiö á daginn að flest mál-
verkanna em ný en þó er ekki
hægt að skera úr um aldur allra
þeirra því hugsanlega hafa gömul
verk verið máluð upp á nýtt til
að skerpa þau.
Fölsun málverkanna hefur ver-
iö lýst með „menningarglæp" en
þau voru þegar farin að laða að
ijölda ferðamanna sem dáðust að
list fmmbyggja Evrópu.
Leyniskyttur
ráðnartilaðút-
rýma villiköttum
Leyniskyttur úr ástralska
hemum hafa undanfarið verið á
æfmgum fyrir opinbera herferð
sem gerö verður á hendur villi-
köttum í landinu. Fyrstu þrjá
daga heræfinganna féllu 420 kett-
ir í valinn nærri Brisbane. Sá
árangur þykir lofa góðu um fram-
haldið.
Vilhkettir ógna víða náttúrlegu
lífi í Ástralíu. Kettimir þrifast vel
í landinu og verða ótrúlega stór-
ir. Algengt er að þeir séu átta kíló
að þyngd og ljóngrimmir.
TT og Reuter
Samtök um að halda uppi verði á eldislaxi:
íslenskir útf lytjendur voru
með í ólöglegu samráði
- Norðmenn stóðu fyrir samningum um laxaverðið í síma
í grein í norska blaðinu Dagens
Náringsliv er því haldið fram að
íslenskir útflytjendur á eldislaxi
hafi verið með í ólöglegu samráði
helstu laxeldisþjóða við Norður-
Atiantshaf um að halda verði á laxi
upp í löndum Evrópubandalagsins.
Eftir því sem blaðiö segir höfðu
Norðmenn frumkvæöið aö samráð-
inu og fengu aðra í lið með sér.
Máhð hefur undanfarið verið í
rannsókn hjá nefnd á vegum
Erópubandalagsins. Hún hefur
komist að þeirri niðurstöðu að lög
bandalagsins um samkeppni hafi
verið brotin.
Upphaf málsins er rakið til þess
að stjómedur sölusamtaka fisk-
eldis í Noregi fóru þess á leit við
seljendur eldislax frá íslandi, Fær-
eyjum, Skotlandi, Hjaltlandi og ír-
landi hættu að keppa um verð á
mörkuðum Evrópubandalagsins
og kæmu sér þess í staö saman um
veröið.
Efnt var til símafundar um sam-
ráðiö þann 20. desember árið 1989.
Samkomulag náðist þá um verð og
gilti það langt fram efti rárinu 1991
eftir því sem segir í Dagens Nár-
ingshv.
Norskir laxeldismenn lýsa yfir
miklum áhyggjum vegna þessara
upplýsinga og segja að Norðmenn
hafi fengið alvarlega viðvörun um
að reyna ekki oftar aö stjórna verði
á laxi í Evrópu.
Fyrrum lögmaður sölusamtaka
fiskeldis í Noregi segir að niður-
staða rannsóknarnefndar gefi aðra
mynd af sölu á norskum laxi en
samtökin hafi reynt að halda á
lofti. Þar hafi alltaif verið talað um
undirboð á mörkuðunum en í raun
hafi samtökin haldið uppi verðinu
með ólöglegu samráði.
NTB
VATNSFÆLA
SÍÐAN 1960
Fæst hjá BB-byggingavörum
BYK0 og Húsasmiðjunni.
KÍSILL HF.
Lækjargötu 6 - s. 15960
Sérverð
til verktaka