Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1992, Page 13
I
FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1992.
Fréttir
Drífa Sigfusdóttir, starfandi bæjarstjóri í Keflavík:
Hélt ég myndi eignast
barn á fyrsta bæjar-
stjórnarfundinum
Ægir Mar Kárason, DV, Suðumesjuiru
„Ég hélt ég myndi eignast mitt
þriðja barn á fyrsta bæjarstjórnar-
fundi mínum árið 1982 en sem betur
fer átti ég það stuttu eftir fundinn.
Fundurinn var á þriðju hæð og allir
bæjarfulltrúarnir karlmenn nema
ég. Það hefði verið gaman að vita
hvað þeir hugsuðu þegar ég kom á
fundinn kasólétt og aðeins spurning
hvenær ég mundi eiga. En þetta var
virkilega skemmtilegur tími,“ sagði
Drífa Sigfúsdóttir, forseti bæjar-
stjómar Keflavíkur og nú starfandi
bæjarstjóri, en bæjarstjórinn, Ellert
Eiríksson, er í fríi.
Auður Auðuns var sem kunnugt
er borgarstjóri í Reykjavík og Hulda
Jakobsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi
svo að Drífa mun þvi vera önnur
konan sem gegnir starfi bæjarstjóra
hér á landi og eina konan nú í þeirri
stöðu. Drífa er einnig formaður bæj-
arráðs Keflavíkur. Hún hefur komið
víða við í ýmsum nefndum þrátt fyr-
ir ungan aldur - nýorðin 38 ára.
„Það var nú hrein tilviljun að ég
fór út í pólitíkina. Ég kláraði stúdent-
inn 1979 og síðan átti ég mitt annað
barn árið eftir. Ég ætlaði að vera
heimavinnandi húsmóðir með tvö
börn. Það fyrra átti ég 1972. En það
átti eftir að breytast. Ég byijaði á því
að taka að mér formennsku hjá for-
eldrafélaginu í Myllubakkaskóla í
Keflavík. Það gekk mjög vel hjá okk-
ur þar. Síðan var hringt í mig frá
framsóknarmönnum og spurt hvort
ég vildi gefa kost á mér á listann hjá
þeim. Ég hugsaði þá að það væri aÚt
í lagi og var svolítið spennt að taka
að mér að vera í einhverri nefnd fyr-
ir flokkinn. Þá hringdu þeir aftur og
vildu fá mig í 3.-4. sæti. Ég hugleiddi
málið vandlega og gaf síðan jákvætt
svar. Sem betur fer var ég sett í fjórða
sætið og varð því varamaður í bæjar-
stjóm 1982 en vegna forfalla hjá aðal-
mönnum þurfti ég að sitja Í3 fundi
sem aðalmaður. Skemmtilegur tími
MARKAÐSVISIR KOMPASS
1992/1993 - er kominn út.
Nákvæmar vöru- og þjónustuupplýsingar
helstu fyrirtækja og stofnana á íslandi, Fær-
eyjum og Grænlandi.
Bókin er í dreifingu til þátttakenda.
Pöntunarsími: 91-673390.
Myndsendir: 91-673354.
Kompass - Island
Umboðsskr. Bildshöfða 12, 112 Reykjavík
Drífa Sigfúsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Keflavík og settur bæjarstjóri.
DV-mynd Ægir Már
og það var ekki aftur snúið úr pólitík-
inni. Ég varð svo bæjarfulltrúi 1986.
Þetta er mjög yfirgripsmikið starf,
skemmtilegt og flölbreytt. Maður
verður að hafa þekkingu á því sem
er að gerast í bænum og ég er með
fasta viðtalstíma vikulega. Ég hef
ekki fundið fyrir neinum fordómum
sem bæjarstjóri. Fólk kemur vel
fram en áður fyrr fann ég stundum
fyrir því að vera kona í bæjarstjóm.
Þetta hefur breyst með árunum og
það kemur stundum fyrir að konur
koma til mín og ræða vandamál sem
þær mundu ekki koma með til karl-
manna og það er ágætt," sagði Drífa.
Fyrrum sóknarprestur í Karmöy 1 Noregi:
Fékk brennandi löngun
til að líta söguslóðirnar
Pétur Kristjánsson, DV, Seyðisfiröi;
Ýmislegt rekur menn utan úr hin-
um stóra heimi hingað til íslands.
Eftir að Finnleiv Haga hafði lokið
löngu starfi sem sóknarprestur í
Karmöy í Noregi - allstóm eyju 30
km norðaustur af Stafangri, handan
Boknaíjarðar - ákvað hann aö láta
gamlan draum rætast og gista ísland.
Alveg síðan á unglingsárum hafði
hann stundað lestur íslendingasagna
og haft brennandi löngun til þess að
sjá landið þar sem sögumar urðu tii.
Hann flaug til landsins og ferðaðist
landleiðina um söguslóðir til Seyðis-
fjarðar þar sem yngri söguslóöir taka
við.
Hingað komu nefnilega margir
Norðmenn í byijun aldarinnar og
settust að. Margir þeirra komu ein-
mitt frá Karmöy og svæðinu þar í
kring, enda hafði Finnleiv heyrt
ýmsar frásagnir þar að lútandi, eins
konar íslendingasögur nútímans.
Eins og svo margir Norðmenn fyrr
á tímum gekk Finnleiv hér á skips-
fjöl, sigldi út fjörðinn og hefur trú-
lega verið með Dalatanga í sjónmáli
er stefnan var tekin til austurs.
Finnleiv Haga á Seyðisfirði - lét
drauminn rætast - að lita söguslóð-
ir íslendingasagna. DV-mynd Pétur
A f immta hundrað aðilar á
ferðakaupstef nu á Akureyri
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri;
Á annað hundrað aðilar í ferða-
þjónustu munu verða með kynningu
á starfsemi sinni á Vest Norden
ferðakaupstefmmni sem fram fer á
Akureyri í næsta mánuði en alls er
reiknað með að á fimmta hundrað
manns muni taka þátt í ráðstefnunni
sem kaupendur og seljendur.
íslensku aðilamir, sem taka þátt í
sýningunni, eru um 80 talsins, á
þriðja tug grænlenskra aðila verða
þar með kynningu á starfsemi sinni
og 10 færeyskir.
Reiknað er með að um 150 kaup-
endur muni koma erlendis frá, bæði
frá Evrópu en einnig frá Bandaríki-
Tvær leiðir
eru hentugar til þess
að verja ungbarn í bíl
Látiö barnið annaöhvort liggja
í bílstól fyrir ungbörn eöa
barnavagni sem festur er
meö beltum.
UMFERÐAR
RÁÐ
unum og Japan. Alls er' talið að um
400 manns komi til bæjarins í tengsl-
um við kaupstefnuna og er gistirými
í bænum að verða fullbókað þá daga
sem hún stendur yfir.
Það eru íþróttafélögin KA og Þór
sem annast uppsetningu sýningar-
innar sem verður,haldin í íþrótta-
höllinni dagana 23.-26. september.
PFNfEUSHáTlÐ „
í DflQ: WKBTTtSKdN ^
ICELANDIC MODELS sýna glæsilegan haust-
fatnað kl. 15 og 17 frá tískuverslunum Kringlunnar.
Á Einnig verður kynning á því nýjasta
A* í snyrtingu og hárgreiðslu. O
Breskir tjöllistamenn - listsýning 5 ára bama
- tónlist - leiktæki og margt fleira
til skemmtunar.
ftú ©f ooqo® 15. ágást wrða
DSrBoD^jDoijQÐDcaff
opnar tll kl. 16 ú taDgardðgwn
KRINGWN
Hard Rock Café er opið alla daga til kl. 23:30.