Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1992, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1992, Síða 15
FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1992. 15 Tyrkneskur fríverslimarsamningur: Þegar Tyrkland varðaðEES í vetur, þegar eftir heimkomu samningamanna frá Brussel meö EES-drögin upp á vasann, sagði utanríkisráöherra í viðtah aö þjóö- aratkvæðagreiösla vegna samn- ingsins væri óþörf. Hann tók þá samlíkingu að verið væri að gera íríverslunarsamning við Tyrkland og engum dytti í hug að bera hann undir þjóðina. Sama gilti auðvitað um EES-plögginn sem væru auðvit- að bara venjulegur fríverslunar- samningur sem auðvitað væri ekki unnt af tæknilegum og lýðræðis- legum ástæðum að leggja í dóm fólks. Fréttamaðurinn spurði ekki um frekari skýringu á þessari Æra Tobba-líkingu ráðherra. Málflutningur Jóns Baldvins, sem er snarpur í ræðustól.er dæmi- gerður fyrir óprúttna baráttuað- ferð margra EES-sinna. í einn stað eru notaðar einhverjar langsóttar og óraunhæfar samlíkingar og í hinn reynt að gera sem minnst úr víðtækum áhrifum samningsins ef hann tekur gildi með öllu sem fylgja ber. Ótyrknesk gjörbreyting A öllum þúsundum síðna EES- plagganna felast vissulega mestu breytingar sem gengið hafa í einu yfir íslenskt þjóðfélag. íslendingar missa hiuta sjálfsákvörðunarréttar í veigamiklum málum, þeir skerða dómsvald að hluta, taka upp reglur um lagasetningar sem fyrirgerir fullu sjálfstæði við gerð laga og reglna (nema til að segja já eða nei) og þeir opna allt hagkerfið fyr- ir erlendum aðilum sem hafa alia burði til harðari samkeppni, meiri fjárútláta og tillitslausari nýtingar auðlinda en við getum nokkru sinni staðið fyrir. Nær öll svið þjóðlífsins munu finna fyrir mikilli breytingu. Ekk- KjaUarinn Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur ert af þessu er „auðvitað bara frí- verslun". Þetta er umbylting, hænufeti frá ullri aðild að Banda- ríkjum Vestur-Evrópu, þar sem löndin verða aðeins hlutríki. Ef tyrknesk-íslenski samningurinn var hliðstæður í augum Jóns Bald- vins, hefur hann verið á tyrknesku eingöngu. Skerðing hvers Menn deila um áht færra lög- fræðinga sem sitt sýnist hverjum. Fjórir sérfræðingar kveða upp dóm um fullveldisframsal og stjómar- skrá sem hafin er upp af ríkis- stjóminni sem Salómonsdómur. Til þess að kóróna fáránleikann eru gild rök annarra sérfræðinga, eins og Guðmundar Alfreðssonar, ekki rædd alvarlega á opinberum vettvangi. Úm þetta má margt segja en vænlegast þó að staldra við hug- tökin og ósvífna meðferð EES- sinna á þeim og vanvirðu við þann vafa sem leikur á og ber að túlka núverandi sjálfstæði og stjómar- skrá í hag. Hvað þýða hugtök eins og fullveldi, sjálfstæði, sjálfræði, sjálfsákvörðunarréttur þjóða? Hver er þess umkominn án vafn- inga eðavafa að skanna 15.000 síð- ur og greina úr þeim ekkert sem stefnir neinu af því er þessi fjögur hugtök innibera í hættu? Sannleikurinn er sá að margir vita fullvel að sjálfsákvörðunar- réttur íslensku þjóðarinnar skerð- ist verulega við þó ekki sé nema almenna yfirlýsingu hinna fjög- urra setninga EB um fijálsa fiár- magnsflutninga, frjáls viðskipti, fijálsa mannflutninga og fijálsar fiárfestingar. Þeir telja slíkt í lagi og halda að það bæti stöðu ís- lenskra fyrirtækja og fiármagns- „Þetta er umbylting, hænufeti frá fullri aðiid að Bandaríkjum Vestur-Evrópu þar sem löndin verða aðeins hlutríki. - Ef tyrknesk-íslenski samningurinn var hliðstæður 1 augum Jóns Baldvins hefur hann verið á tyrknesku ein- göngu.“ „Hvað þýða hugtök eins og fullveldi, sjálfstæði, sjálfræði, sjálfsákvörðun- arréttur þjóða?“ eigenda (við hin bætum svo „eitt- hvað“ í kjölfarið). Nútiminn þarfn- ast ekki fullvalda ríkja - segja mennimir. Gott og vel en reynið þá ekki að fela þá skoðun eða fá okkur hin til þess að trúa að engu sé verið að breyta er máli skiptir, svara ég. Já eða nei Fyrir skömmu lýstu opinberir aðilar því margoft yifir að mönnum mætti ekki mismuna eftir þjóðerni við eignakaup hér á landi ef EES- samningurinn tekur gildi. Annað sögðu samningsmenn, annað sögðu ráðherrar, annað segja sumir lög- fræðingar. Hvort menn vilja að er- lendir aðilar geti keypt það sem falt er eða ekki. Er ekki spurning í ætt við „tyrkneskan fríverslunar- samning". Það er snertir einfald- lega umhyggju um næstu framtíð tæplega fimmtugs lýðveldis sem hefur kosti og galla er þorra þjóðar- innar þykir í lagi að búa við. Um þetta vilja menn fá að segja já eða nei. Kröfuna um þjóðaratkvæða- greiðslu er hvorki unnt að afgreiða sem ranga vegna lítils umfangs samningsins né óþarfa vegna þess að EES-aðildin skerði ekki sjálfsá- kvörðunarréttinn. í fyrra tilvikinu er um að ræða að samningurinn er altækur stjórnmála-, félagsmála-og efna- hagsmálasamningur við öflugustu ríkjasamsteypu heims. í því síðara á vafinn að nægja til þess að öllu verði kostað til umræðu, fræðslu og atkvæðagreiðslu. Ef ekki... Ef EES-samningum verður þröngvað upp á þjóðina í skjóli þess að hún hafi gefið ríkisstjórnar- flokkunum umboð til þess í kosn- ingnum, skal telja það valdníðslu. Verði sofandaháttur alltof margra meðal almennings til þess að fullri stjórn mála verði glatað, hlýtur það að teljast óhappaverk. Verði van- hæfni íslensks efnahagskerfis til þess að fleyta landinu að lokum inn í EB, verða það endalok lýðveldis- ins eins og við þekkjum það og upphaf að fullri þátttöku í skertu lýðræðiskerfi EB, átökum þess við önnur öflug ríki og þriðja heiminn og tilhtslausu arðráni innan bandalagsins. Stjórnarskráin fyrirskipar ekki þjóðaratkvæðagreiðslur og hún ber ekki í sér ákvæði er heimta -/ meirihluta um EES-samninginn eins og í Noregi og Svíþjóð. Hún hefur að þessu leyti aðeins tvo ör- yggisventla: í fyrsta lagi látlausar kröfur og þrýsting almennings um þjóðaratkvæði og kröfu um virð- ingu fyrir niöurstöðu hennar og í öðru lagi neitun forseta að skrifa undir lög vegna gildistöku samn- ingsins. Þá fylgja þingkosningar í kjölfarið; kosningar er myndu snú- ast að mestu um samningamálið. Annað tveggja verður að ganga eftir. Ari Trausti Guðmundsson Mig langartil... Greinarhöfundi finnst ekki mikið til koma um umferðaröryggi fyrir gang- andi. Á Hverfisgötunni. Mig langar að geta farið til messu í Langholtskirkju. Mig langar að heyra tónhst í Langholtskirkju. Langholtskirkja er við Sólheima 11-13. Mig langar að fara gangandi í stórhýsin númer 25 og 27 og til læknis í Sólheimum 35. Mig langar að ganga að raðhúsinu við gangstíg við Sólheima 35. Gangbrautir hverfa Bamasögur byija oft með setn- ingu eins og „Einu sinni var kon- ungur og drottning..." Það er hægt að segja núna um gangbraut- ir. Fyrir nokkru fékk ég skýrslu um gangbrautir í Reykjavík og þar var skýrt frá því að árin 1989 og 1990 hefðu 29 gangbrautir verið teknar í burtu hvort ár. Það er að segja gangbrautum fækkaði árlega um 29. Af hveiju veit ég ekki. Né heldur voru gefnar upplýsingar um ástæðuna. Aðeins hvar það var, t.d. í Sólheimum, gangbrautin yfir Sól- heima er ekki lengur til. Ekkert samband var haft við íbúa við þess- ar götur. Nauðsynlegt er að hafa í huga að ekki í nokkru landi er reiknað með að sebrabrautir séu aðeins fyrir börn yngri en 10 ára, aldraða eldri en 65 ára og fatlaða. Ef íbúafiöldinn er að meðaltah á aldrinum 10-65 ára er ekki tekið tihit til hans við ákvörðun um gangbraut. Reiknað er með að þeir sem eru á aldrinum 10-65 ára verði að ganga á milli KjaUarinn Eirika A. Friðriksdóttir hagfræðingur bha sem aka á miklum hraða! Mig langar einnig að koma í Þjóð- leikhúsið. Áður var hægt að ganga yfir Hverfisgötu við Ingólfstræti, þ.e.a.s. milh Bankastrætis og Hverfisgötu, en það er ekki lengur hægt. Þar sem umferðin á Hverfis- götu er allan daginn mjög mikfi varð ég að kaupa mér far í leigubO eða hætta að fara í Þjóðleikhúsið, það geri ég og margt annað fólk. Nýr hættustaður er kominn í Reykjavík, misvísandi með öllu - Austurstræti. Yfir akbrautinni er oft allan dag- inn stórt skhti sem sést mjög vel úr Bankastræti en við Lækjartorg, við hhðina á akbrautinni, eru um- ferðarljós, varla sýnheg en skipta um lit og sýna reglubundið rautt ljós. Ég lenti næstum með 50 cm milhbih undir bO. BOlinn fylgdi skOtinu OPIÐ og ég grænu ljósi á umferðarljósum. Þetta minnti mig á stríðsárin í London! Sem íbúi Reykjavíkur og greið- andi útsvars og eignaskatts krefst ég þess að gatnamáladeild sendi gangandi og sjáandi rannsóknar- mann sem fyrst þangað tO að koma í veg fyrir dauðaslys. Slysafiöldinn er mikill og fiöldi manns kemur á slysadeOd. Það er talan sem gOdir, ekki aðeins fiöldi þeirra sem eru settir í skýrslur lög- fræðinga, Umferðarráðs og trygg- inga. í árbók Nordisk Statistiks eru tölur frá lögreglunni um þetta færri en 1.000 en frá sjúkrahúsinu nærri 3000! En ísland er hæst alls staðar. ílyftum Eins og ég skýrði frá í grein fyrir nokkru er fólk ahtaf í hættu eða getur verið í hættu í fólkslyftum í opinberum byggingum, t.d. í Perl- imni og Ráðhúsinu. Stuttu eftir að Perlan var opnuð í fyrra voru 14 manns næstum dánir í lyftu sem er á stærð við litla snyrtingu í eins manns íbúð. Á hverri hæð ætti að vera skhti við lyftuna þar sem tO- tekinn væri sá fiöldi manna og sú þyngd sem lyftan getur tekið. Þessi skhti vantaði og því voru 14 manns í lyftunni. Neyðarbjaha var ekki í gangi og ekki var hægt að senda neyðarkah í vasatæki húsvarðar. Reglugerð 203/1972 er ennþá í ghdi, endurútgefin 6. maí 1992. En ef við getum ekki hugsað sem menn með tilhti th mannlegrar skyldu, hugsað um öryggi manna og líkama, væri e.t.v. hægt að láta fólk hugsa um peningabudduna sína. ísland er ferðamannaland, það er dýrt, en ef það er þar að auki hættulegt land munu ferða- menn hugsa sig um áður en þeir ákveða að koma hingað. Tekjutap okkar yrði mikið: 1991 voru tekjur okkar skv. upplýsingum frá Þjóð- hagsstofnun þessar: Fargjöld 5,5 mihjarðar kr. Neysla 6,9 mihjarðar kr. Samtals 12,4 mihjarðar kr. Tekjur frá útflutningi ahs: 126 mihjarðar kr. Hver vih borga? Eiríka A. Friðriksdóttir. „ísland er ferðamannaland, það er dýrt, en ef það er þar að auki hættulegt land munu ferðamenn hugsa sig um áður en þeir ákveða að koma hingað.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.