Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1992, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.1992, Page 25
FÖSTUEAGUR 14. ÁGÚST 1992. 33 Tilkyimingar Hana nú í Kópavogi Vikuleg laugardagsganga Har.a nú í Kópavogi veröur á morgun. Lagt verður af staö frá Fannborg 4 kl. 10. Nýlagað molakaffi. Félag eldri borgara í Kópa- vogi Spilað og dansað í kvöld, fóstudagskvöld 14. ágúst, að Auðbrekku 25 kl. 20.30. Hús- ið öllum opið. Baldurshátíð Laugardaginn 15. ágúst verður haldið hið árlega útiball á Baldurstorgi. Hátíðin hefst kl. 20 með léttum lögum, hlj ómsveit- in Júpíters munu leika fyrir gesti og gangandi og veitingahúsið Þrír Frakkar hjá Úlfari mun sjá um veitingasölu á staðnum. Hátíðinni lýkur kl. 24. Hólahátíð Hólahátíðin verður haldin sunnudaginn 16. ágúst og hefst með guðsþjónustu í Hóladómkirkju kl. 14 þar sem Hjálmar Jónsson, prófastur á Sauðárkróki, pred- ikar. Kirkjukór Sauðárkrókskirkju syng- ur undir stjóm Rögnvaldar Valbergsson- ar. KL. 16 hefst hátíðardagskrá í Dóm- kirKjunni, þá syngja Sigurdrif Jónatans- dóttir og Jóhann Már Jóhannesson við undirleik Rögnvalds Valbergssonar, Njörður P. Njarðvik flytur erindi um Sólarljóö og Haukur Þorsteinsson les úr Sólarljóðum. Útihátíð Eurocard verður haldin í Hvammsvík í Hvalfirði sunnudaginn 16. ágúst. Hátíðin er fyrir gidlkorthafa og félaga 1 Eurocardklúbbn- um og verður margt sér til gamans gert; t.d. verður boðið upp á reiðtúra, veiðar, gönguferðir, leiki, grillveislu o.fl. Hátíðin hefst kl. 10 og stendur fram eftir degi. Almenningsvagnar bs. Laugardaginn 15. ágústs mun nýtt fyrir- tæki, Almenningsvangar bs., í almenn- ingssamgöngum taka til starfa. Til að fagna þessum tímamótmn verður ekið miUi bæjarfélaga og munu fulltrúar hvers bæjarfélags þakka Landleiðum fyr- ir þá þjónustu sem þær hafa veitt. Þeir Sveinn Bjömsson og Öm Karlsson, for- svarsmenn AV og SVR, skrifa undir sam- starfssamning. Farið verður svo með alla fulltrúa sveitarstjómanna og gesti þeirra í Félagsheimili Kópavogs og þar verður boðið upp á léttar veitingar. Félag eldri borgara í Fteykja- vík Göngu-Hrólfar fara frá Risinu laugar- dagsmorgun. Námskeid Námskeið í ofurminnistækni 17. ágúst hefjast námskeið í ofurminnis- tækni. Námskeiðin verða haldin í menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi á vegum Sköpunar. Kennari verður Emil þór Emilsson sem er nýkominn úr ofur- minnisnámi í Bandaríkjunum. Uppl. og skráning í síma 674853. 100 áraminning Eftirfarandi grein er til minningar um þjónin Guðnýju Pálínu Pálsdóttur og Agúst Þorgrím Guðmundsson frá Háam- úla í Fljótshlíð. Guðný fæddist 2. nóvemb- er 1891 en Ágúst Þorgrímur 16. ágúst 1892. Þau eignuðust 14 börn og eru 5 þeirra á lífi. Bamabömin em 26 og bamabama- bömin þeirra 54. Þau fluttu frá Ormsfelli í Hvolhrepp árið 1922 til Vestmannaeyja og bjuggu þar til dauðadags. Guðný Pál- ína lést árið 1959 en Ágúst Þorgrímur 6. febrúar 1966. Hann var mestan hluta starfsævi sinnar sjómaður. Alheimsmót hvítasunnu- manna Aiheimsmót hvítasunnumanna verður haldið í Osló, Noregi, 9.-12. september nk. Þetta er í 16. skipti sem hvítasunnu- hreyfmgin kemur saman til alheims- móts. Hér á íslandi er hvítasunnusöfnuð- urinn þriðja stærsta skráða trúfélagið, næst á eftir hinni evangelísk-lútersku þjóðkirkju og kaþólsku kirkjunni. Uppl. í síma 91-21111. Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim sem glöddu mig með kveðjum, blómum, gjöfum og nærveru sinni á 70 ára afmæli mínu þann 24. júlí sl. Sérstaklega þakka ég börnum mínum tíu og fjölskyldum þeirra fyrir yndislegan dag. JÓHANNA ELÍN ÁRNADÓTTIR FURUGRUND 30, KÓPAVOGI Veiðivon Stefán Guðjohnsen er lunkinn með stöngina og hann veiddi í Leirvogsá fyrir skömmu. Hann fékk sjö laxa á maðkinn. DV-myndir G.Bender Fnjóská í FnjóskadáL: Gylfi Pálsson veiddi 6laxa á heimatilbúinn spón „Fnjóská hefur gefið 308 laxa fram til þessa og stærsti laxinn er 19,5 pund, þetta gengur mjög vel í Fnjósk- ánni þessa dagana," sagði Eiríkur Sveinsson á Akureyri í gærkveldi er viö spurðum frétta af árbökkunum. „Gylfi Pálsson, fyrrverandi skóla- stjóri, var fyrir skömmu í Fnjóská og veiddi 6 laxa á heimatilbúinn spón sem hann hefur hannað. Mér skilst að þessi spónn sé gerður úr teskeið og hann hefur svo sannarlega reynst vel. Gunnar Karlsson veiddi þann stærsta í ánni ennþá, 19,5 punda fisk á Devon. Hann var tvo klukktíma að landa laxinum í Efri-Skarðsbreiðu. Veiðimenn á bökkum Fnjóskár þurfa ekki að kvarta þessar vikumar, veið- in er feiknagóð. 166 laxar hafa veiðst í Húseyjar- kvísl í Skagafirði og Júlíus Björnsson veiddi þann stærsta, 19 punda. Sig- urður Ringsted og Gunnar Arason voru að koma úr Húseyjarkvísl með 5 laxa. Mokveiði er hka í Hcfsá í Vopnafirði og nú hafa veiðst þar 1200 laxar. Þetta er mokveiði á Hofsár- bökkum," sagði Eiríkur ennfremur. Laugardalsáin hefurgefið þrjá 16 punda, þá stærstu „Laugardalsáin hefur gefið 170 laxa Það er munur þegar „öll“ fjölskyld- an getur rennt saman fyrir fisk og haft af því nokkurt gaman. DV-mynd B og eru þrír þeir stærstu 16 pund. 10 laxar hafa veiðst í vatninu," sagði Siguijón Samúelsson á Hrafnabjörg- um í gærkveldi er við spurðum um Laugardalsá í ísafjarðardjúpi. „Flugan er sterk þessa dagana en vatnið fer minnkandi í ánni. Það má rigna eftir helgi því þá verð ég búinn að ná öllu heyinu í hús. Það era komnir 904 laxar fyrir ofan teljar- ann,“ sagði Siguijón ennfremur. Mikið af laxi í Haukadalsá „Það era komnir 512 laxar og hann er 17 pund sá stærsti á maðkinn," sagði Torfi Ásgeirsson er við spurð- um um Haukadalsá í Dölum í gær- kveldi. „Vatnið fer minnkandi en mikið er af fiski í ánni. En hann heldur sig í djúpu hyljunum og tekur Ula eins og er. Það þarf rigningu," sagði Torfi í lokin. Rífandi veiði í Mýrarkvísl „Við vorum á Nessvæðinu í Laxá í Aðaldal og veiddum 12 laxa, frá 10 til 17 pund,“ sagði Friðrik Friðriks- son á Dalvík í gærkveldi. „Helmingur af löxunum veiddist á flugu, svo á maðk og spón. Þetta var „doktor krókur“. í Mýrarkvísl hefur verið rífandi veiði og 26 laxar hafa legið eftir fjóra daga,“ sagði Friðrik ennfremur. Laxá í Aðaldal hefur gefið 1800 laxa. -G.Bender Veiðifréttir víða af landinu Sumir veiðimenn era ekki mjög hressir meö nýja laxastigann í Aust- urá í Miðfirði. Ástæðan er þessi: Lax- inn virðist stansa minna á neðra svæðinu og hverfa strax á þaö efra. Veiðimönnum finnst neðra svæðið mjög gott og þeir vilja að laxinn sé þar. Þetta á nú kannski eftir að breyt- ast því að efra svæðið er líka gott og þar eru margir góðir staöir. Alþingismennimir eru margir hveijir góðir með veiðistangirnar og Jóhann Geir Sigurgeirsson á Önguls- stöðum veiddi stærsta laxinn í Skjálf- andafljóti fyrir skömmu. Laxinn var 20 pund en áin hefur gefið kringum 500 laxa. Dagur greinir frá því í vikunni að mús hafi verið inni í urriða sem veiddist í Eyjafjarðará,- Einar Ingi Einarsson veiddi fiskinn. Þegar gert var að fiskinum kom í ljós að urrið- inn hafði gleypt heila mús sem var ómelt. Já, urriðinn étur ýmislegt en er þetta ekki hámarkið. Víkurá í Hrútafirði er kannski ekki þekkasta laxveiðiá landsins en þessa dagana hefur hún að geyma nokkra mjög væna fiska. „Ég hef séð nokkra stóra laxa um ævina en þessir vora kringum 30 pund en það var alls ekki hægt að fá þá til að taka,“ sagði Össur Skarp- héðinsson alþingsmaður sem veiddi þama sinn fyrsta lax en engan 30 punda. En hann setti í 12-13 punda lax en hann fór af eftir stutta baráttu. -G.Bender

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.