Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1992, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1992. Fréttir Bjöm Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambandsins, um atvinnuleysið: Fólk er bæði örvænting- arf ullt og niðurbrotið - þettaástanderalgerlegaóásættanlegt „Fólk, sem hefur verið lengi á at- vinnuleysisbótum, er bæði örvænt- ingarfullt og niðurbrotið þegar það talar við mann. Ungt fólk, sem sett hefur sig í skuldir vegna húsnæðis- kaupa, er að missa allt sitt. Og það allra versta í þessu sambandi er sá bölmóður sem hafður er uppi af þeim sem stjóma landinu. Það missa allir móðinn við að heyrá þennan bölmóð. Maður sér hvergi neitt nýtt að ger- ast, það örlar ekki á tilraunum til að koma hjólunum aftur af staö. Ég tel því þetta ástand fullkomlega óásættanlegt," sagði Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamanna- sambandsins. Bjöm á sæti í atvinnumálanefnd þeirri sem skipuð var að loknum kjarasamningum í vor. Hann sagði að nefndin mundi skila tillögum til ríkisstjómarinnar alveg á næstunni. Meðal þess sem þar verður lagt til er að flýta ýmsum arðbærum, opin- berum framkvæmdum, svo sem vegagerð og öðru í þeim dúr. Þá verð- ur lagt til að dregið verði úr þeirri miklu frystitogaravæðingu sem nú á sér stað og flytur vinnuna úr landi og út á sjó. Björn sagði að varöandi það mál væra ýmis sjónarmið uppi. „En það er ekki hægt að horfa upp á það þegjandi að fólk sé skilið eftir atvinnulaust í landi meðan atvinna þess er flutt út á sjó,“ sagði Björn Grétar. Hann sagðist ekki oft vera sam- mála þeim Vinnuveitendasambands- mönnum en sagðist alveg sammála spá þeirra um 6 prósent atvinnuleysi í vetur ef ekkert verður að gert. „Ég held aö það liggi ljóst fyrir að ef ríkisstjórnin aöhefst ekkert í at- vinnumálunum verða fleiri að koma að stjórnun þessara mála, bæði stjórnmálaflokkar og verkalýðssam- tökin. Viö getum ekki og munum ekki sætta okkur við aö atvinnuleysi vaxi jafnt og þétt og að ekkert sé aðhafst til vamar,“ sagði Bjöm Grét- ar Sveinsson. -S.dór Þessa dagana er unnið hörðum höndum í sláturhúsum landsins við slátrun sauðtjár. Hjá sláturhúsi KEA á Akureyri á að slátra um 36 þúsund fjár. Myndin var tekin þar og er af starfsmanni í „hausadeild" en þarna er haus- unum raðað á grindur áður en þeir fara á næsta stað og eru sviðnir. DV-mynd gk Þrátt fyrir vaxandi atvinnuleysi: Vantar víða fólk í f iskvinnslu - um 1.100 útlendingar með atvinnuleyíi um þessar mundir „Það er staðreynd að á nokkrum stöðum á landinu vantar fólk í fisk- vinnslu. Þetta á við um staöi bæði á Vesturlandi og Vestfjöröum. Það er eins og atvinnulaust fólk á höfuð- borgarsvæðinu vilji ekki fara í fisk- vinnslu út á land og því er ekki um annað að ræða en að veita útlending- um, sem fást í fiskvinnslu, atvinnu- leyfi," sagði Óskar Hallgrímsson, deildarstjóri atvinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins, í samtali viðDV. Óskar sagði að ástæðan fyrir því að fólk færi ekki af höfuðborgar- svæðinu út á land í fiskvinnsluna væri í flestum tilfellum húsnæðis- skortur. Á þessum stöðum væri ekki hægt að fá íbúðir fyrir fjölskyldufólk og því aðeins hægt að taka við ein- staklingum. Hann benti á að fyrir svo sem 10 árum hefði veriö til stór hópur sem kallaður var farandverkafólk. Svo virtist sem þetta fólk væri ekki leng- ur til. Allt árið í fyrra vora veitt um 2.200 atvinnuleyfi til útlendinga. Óskar sagði að í ár hefði verið reynt að spoma eins mikið við því að veita útlendingum atvinnuleyfi og hægt hefði verið. Ný atvinnuleyfi hefðu verið í lágmarki en eldri leyfi end- umýjuð. Um mitt þetta ár hefðu um 1.100 útlendingar verið hér með at- vinnuleyfi og sú tala væri mjög svip- uð um þessar mundir. Varðandi þá staði á Vesturlandi og Vestfjörðum, þar sem mannekla er mest, sagði Öskar að annaðhvort væri að veita útlendingum atvinnu- leyfi þar eða að fiskvinnslustöðvarn- ar yrðu að losa sig við hráefniö með öðrum hætti en vinnslu í heima- byggð. Á þessum stöðum sagði Óskar að hlutfall vinnandi fólks af íbúa- fjöldanum væri mjög hátt eða um 80 prósent. Það væri því ekki meiri mannafla að sækja á heimaslóðir. Varðandi atvinnuleysið á öðrum landsvæðum sagði Óskar að nokkuð meira hefði verið tilkynnt um hóp- uppsagnir til félagsmálaráðuneytis- ins en var á sama tima í fyrra. Hann sagöist ekki geta gert sér grein fyrir því á þessari stundu hvort um fleira fólk yrði að ræða eða hvort atvinnu- rekendur væru bara fyrr á ferðinni nú en í fyrra. -S.dór I dag mælir Dagfari Staðið við loforðin Það er mikill misskilningur hjá Bandalagi íslenskra listamanna að Sjálfstæðisflokkurinn meini ekkert með því þegar hann segist ekki vilja skattahækkanir. Ennþá vit- lausara er það hjá listamönnunum þegar þeir era famir að taka mark á landsfundum Sjálfstæðisflokks- ins og vitna í það að landsfundur hafi ályktað og samþykkt að hstin og menningin eigi aö vera undan- þegin virðisaukaskatti. Sjálfstæðis- flokkurinn gerir ekkert með lands- fundi, enda löngu viðurkennt að landsfundir era til að hittast og klappa og fella formennina í flokknum. Landsfundir hafa ekk- ert með skatta eða stefnumótun að gera. Þegar Davíð Oddsson lýsti yfir því í síðustu kosningabaráttu aö skattar yrðu ekki hækkaöir var hann að tala í alvöru. Enda er það ljóst að Davíð hefur ekki hækkað skattana og það stendur alls ekki tfl af hans hálfu eða ríkisstjómar- innar að hækka skattana. Þvert á móti er verið að lækka virðisauka- skattinn úr 24,5% í 22% og jafnvel í 14% fyrir þá sem minnst borga. Hvemig geta menn verið að brúka munn og mótmæla viröisauka- skatti þegar verið er að lækka skattinn? Hitt er annað mál og allt önnur Ella að það er verið að leggja virðis- aukaskatt á suma sem ekki hafa áður borgað viröisaukaskatt. Það er ekki hækkun á skatti. Það er nýr skattstofn, nýir greiðendur og þeir horga ekki neina hækkun. Þeir þurfa að borga það sem þeir hafa slopþið við að borga. Hvers vegna eiga heflir þjóðfélagshópar að sleppa við aö borga skatt? Hvaða sanngimi er í því? Engin, segir for- sætisráðherra og ríkisstjómin og þess vegna er þetta réttlætismál gagnvart þeim sem hingað til hafa borgað að aðrir borgi líka og allir sitji við sama borð. Ríkisstjómin segir að skattar hækki ekki við að fækka undan- þágum á virðisaukaskatti vegna þess að aðalvirðisaukaskatturinn lækkar á móti. Ríkisstjómin hefur þaö fyrir póhtískt markmið aö ná í alla þá sem geta borgað skatt og eiga að borga skatt og undanþágur era af hinu illa og óréttláta og við sem borgum skatta unum því ekki að aðrir sleppi. Það er krafa okkar skattborgaranna að ríkisstjómin herði leitina að þeim sem ékki borga skatta og skattleggi sem allra, allra flesta. Það er tfl að mynda afar ánægju- leg frétt að nú standi til aö lækka fæðingarorlofið um einar fimm hundrað milljónir króna. Þetta er ekki nýr skattur en þetta er aðferð til að láta þá sem einhvers mega sín í þjóðfélaginu taka á sig efna- hagskreppuna. Nýburamæður borga ekld hærri skatt, enda hefur því verið hátiðlega lofað að enginn borgi hærri skatta. En nýbura- mæður fá minna í fæðingarorlof í framtíðinni og þannig nær ríkis- sjóður í auknar tekjur sem aö öðr- um kosti færa tfl spillis. Það er nefnflega ekki nóg að ná í fleiri skattgreiðendur. Það verður að fækka þeim ölmusuþegum sem sjúga sig fast á velferðarkerfið og ríkisjötuna og eyða öllum þeim peningum sem búið er að ná inn í sköttum. Það má alls enginn sleppa. Dagfari hvetur afla þjóðholla ís- lendinga, sem hugsanlega kunna að vita um einhverja sem sleppa við virðisaukaskatt eða tekjuskatt eða aðstöðugjald, að gefa sig strax fram og benda á þessa undanvill- inga svo að ríkisstjómin geti sett á þá nýjan skatt. Ríicisstjórnin hefur næga skatta til að leggja á og næg úrræði til að útbúa skattaálögur um leið og hún fær ábendingar um að til sé fólk sem sleppur. Böm og gamalmenni skulu ekki undanþegin, ekki heldur ófrískar konur, lasburða fólk eða þeir sem vinna að líknarmálum, menning- arstarfsemi eða era svo vitlausir að leggja fram endurgjaldslausa vinnu sína í þágu íþrótta eða ann- arrar slflLrar ómerkilegrar iðju. Enginn má sleppa, það er kjörorð- iö, það er markmiðið. Það er ekki verið að hækka skatt- ana. Við það er algjörlega staðið. Það er hins vegar verið að leggja á nýja skatta og það er ekki hækkun á sköttum enda leggur ríkisstjórnin áherslu á að geta efnt kosningalo- forðið sem við verður staðið að skattar skulu ekki hækkaðir. Rík- isstjómin stendur við loforö sín. Það er mergurinn málsins. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.