Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1992, Blaðsíða 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1992.
Einkaritari
Starf einkaritara forstjóra opinberrar stofnunar er
laust til umsóknar.
Stúdentsmenntun eða önnur sambærileg menntun
og/eða starfsreynsla er æskileg, ásamt góðu valdi á
ensku og Norðurlandamálum.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. desember
1992.
Umsóknir um starfið, ásamt greinargóðum upplýs-
ingum um menntun og fyrri störf, skulu berast til
blaðsins fyrir 30. september nk., merkt „einkaritari
forstjóra T-7102".
Launakjör verða ákveðin samkvæmt gildandi kjara-
samningum ríkisstarfsmanna.
Aukablað
um tísku
Miðvikudaginn 23. september nk. mun auka-
blað um nýjungar í tiskuheiminum fylgja DV.
Pjallað verður um tísku í viðum skilningi.
Föt, snyrtivörur og fylgihiutir eru í brennidepli.-
Stiklað verður á stóru í fréttum úr tísku-
heiminum. Auk þess verða birtar stuttar
greinar um tískutengt efni og ýmsar
hagnýtar leiðbeiningar.
Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að aug-
lýsa í þessu aukablaði, vinsamlega hafi sam-
band við Sonju Magnúsdóttur, auglýsingadeild
DV, hið fyrsta í síma 63 27 22.
Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur
auglýsinga er fimmtudagurinn 16. september.
ATM.I Bréfasími okkar er 63 27 27.
Sómalskur faðir reynir að hugga ungan og hræðilega vannærðan son sinn eftir langt ferðalag til bæjarins Baidoa.
Þar er miðstöð hjálparstarfs við sveltandi ibúa miðhluta Sómalíu. Simamynd Reuter
Hermenn SÞ komnir tll Sómalíu:
Hungursneyðin
á eftir að versna
Uppboð
Uppboð munu byrja á skr'ifstofu
embættisins að Skógarhlíð 6,
Reykjavík, 3. hæð, sem hér seg-
ir, á eftirfarandi eignum:
Amartangi 55, Mosfellsbæ, þingl. eig.
Ósk Jóhanna Sigurjónsdóttir, gerðar-
beiðandi Lífeyrissj. verslunarmanna,
17. september 1992 kl. 11.15.
Amartangi 58, Mosfelkbæ, þingl. eig.
Guðjón Ingi Jónsson, gerðarbeiðend-
ur Lífeyrissj. verkstjóra og Eftirlauna-
sj. S.S., 17. september 1992 kl. 11.55.
Barðastönd 49, Seltjamamesi, þingl.
eig. Gunnar Ingimarsson, gerðarbeið-
andi Lífeyrissj. hjúkrunarkv., 17. sept-
ember 1992 kl. 10.50.
Esjugrund 44, Kjalamesi, þingl. eig.
Þorvaldur Hauksson, gerðarbeiðend-
ur Islandsbanki, innheimta ríkissjóðs,
Blikk & Stál h£, Byggingarsj. ríkisins
og Vátryggingafél. Islands hf., 17.
september kl. 11.05.
Esjugrund 45, Kjalamesi, þingl. eig.
Ketill Ingimarsson, gerðarbeiðendur
Innheimta ríkissjóðs og Lífeyrissj.
verslunarmanna, 17. september kl.
13.25.________________________
Grundartangi 8, Mosfellsbæ, þingl.
eig. Sigríður B. Kjartansdóttir, gerð-
arbeiðendur Lífeyrissj. verslunar-
manna og Kaupþing hf., 17. september
kl. 10.25._________________________
Lindarbraut 11, Seltjamamesi, þingl.
eig. Felix Þorsteinsson, greiðarbeið-
andi íslandsbanki hf., 17. september
kl. 10.15.
Lóð úr landi Mela, Kjalameshr.,
þingl. eig. Ólafúr Kristinn Ójafsson,
gerðarbeiðendur Landsbanki Islands,
Innheimtust. ríkisjóðs og Byggingarsj.
ríkisins, 17. september kl. 10.20.
Melavellir, Kjalameshr., þingl. eig.
Geir Hjartarson, gerðarbeiðendur
Byggingarsj. ríkisins, innheimta ríkis-
sjóðs og Búnaðarbanki íslands, 17.
september kl. 10.40.
Nesbali 92, Seltjamamesi, þingl. eig.
Finnbogi B. Ólafssonv gerðarbeiðandi
Innheimta ríkissjóðs, Islandsbanki hf.,
Lífeyrissj. verslunarmanna, Sparisj.
vélstjóra, 17. september kl. 11.25.
Neströð 7, Seltjamamesi, þingl. eig.
Fjóla G. Friðriksdóttir og Haraldur
Jóhannsson, gerðarbeiðendur Bygg-
ingarsjóður ríkisins, 17. september kl.
11.30.____________________________
Seljabrekka, Mosfellshr., þingl. eig.
Guðjón Bjamason, gerðarbeiðandi
Innheimta ríkissjóðs, 17. september
kl. 10.55.________________________
Stóriteigur 17, Mosfellsbæ, þingl. eig.
Ingólfur Ámason, gerðarbeiðandi
Innheimta ríkissjóðs, 17. september
kl. 13.20.________________________
Tjamarból 2, Seltjamamesi, þingl.
eig. Hildur Bjömsdóttir, gerðarbeið-
endur Lífeyrissj. sjómanna og Bygg-
ingasjóður ríkisins, 17. september kl.
11.50,____________________________
Urðarholt 4, þingl. eig. Ingólfur Áma-
son, gerðarbeiðandi Landsbanki ís-
lands, 17. september kl. 10.35.
SÝSLUMAÐUMN í REYKJAVÍK
Fjöldi látinna vegna hungursneyð-
arinnar í Sómaliu á eftir að fara vax-
andi á komandi ári nema þegar í stað
verði hafist handa viö samræmt al-
þjóðlegt hjálparstarf, að því er segir
í skýrslu Mavæla- og landbúnaðar-
stofnunar Sameinuöu þjóðanna.
Aö minnsta kosti tvær milljónir
manna eiga yfir höfði sér að verða
hungurmorða í landinu sem hefur
orðið illa úti af völdum þurrka og
innbyrðisátaka ættbálka.
í skýrslunni segir að til þessa hafi
Sómalir aðeins tryggt sér helming
þeirrar matvælaaðstoðar sem þeir
þurfa á að halda fyrir 1993. Á þessu
ári fá Sómalir samtals tíu milljónir
tonna af hveiti, korni og hrísgrjón-
um.
Vopnaðir óaldarflokkar hafa staðið
öllu hjálparstarfi fyrir þrifum en í
gær komu fjörutíu pakistanskir her-
menn á vegum SÞ til höfuðborgar-
innar Mogadishu til að tryggja að
matvælaaðstoöin kæmist til skila.
Pakistönsku hermennirnir eru fyrst-
ir af fimm hundruð manna sveit sem
verður send til Sómalíu á næstunni.
Öryggisráð SÞ vill senda alls 3500
hermenn til að gæta öryggis starfs-
manna viö hjálparstöfin.
„Það er alveg ljóst aö það er ekki
matarskortur sem er vandamálið í
Sómalíu heldur dreifing matvælanna
og til þess þurfum viö öryggis-
gæslu,“ sagði Manuel Marin, aðstoð-
arframkvæmdastjóri Evrópubanda-
lagsins, í gær.
Stuðningsmenn annars stríðsherr-
ans í Mogadishu, Mohameds Farah
Aideeds, efndu til mótmælaaðgerða
vegna komu hermannanna. Helsti
keppinautur Aideeds um yfirráð í
borginni, sjálfskipaður forseti lands-
ins, Ali Mahdi Mohamed, fagnaði
hins vegar komu hermannanna og
vill að SÞ sendi tíu þúsund menn.
Pakistönsku hermennirnir munu
taka sér stöðu við lykilstaði í Moga-
dishu, eins og við höfnina og flugvöll-
inn, og þeir munu fylgja bílalestum
með matvælasendingar innan borg-
arinnar og um nærsveitir. Þeir verða
allir komnir til starfa um næstu
mánaðamót.
Reuter
Nixon segir Bush að gefa
Kaliforníu upp á bátinn
- allar skoðanakannanir sýna vaxandi forskot Clintons á Bush
Richard Nixon, fyrrverandi
Bandaríkjaforseti, ráðleggur flokks-
bróður sínum, George Bush, að
hætta kosningabaráttunni í Kalifor-
níu og snúa sér að öðrum ríkjum þar
sem einhver von er um sigur. Kali-
fornía er með fjölmennustu ríkjum
Bandaríkjanna og því mikilvægt fyr-
ir forsetaframbjóðendurna að fá góöa
kosningu þar.
Ráðleggingar Nixons eru haiðar
eftir honum í Los Angeles Times í
gær. Liðsmenn Bush segja að þótt
Nixon sé skarpur maður þá skjátlist
honum í þessu efni, enda standi ekki
til að gefa Kalifomíu upp á bátinn.
Skoðanakannanir sýna aö Bill
Clinton eykur stöðugt forskot sitt á
Bush. í könnun Los Angeles Times
frá í gær munar 21% á fylgi þeirra í
Kaliforníu. Könnunin sýndi að Clin-
ton fengi 57% atkvæða en Bush 36%.
í könnun ABC sjónvarpsstöðvar-
innar og Washington Post munar
15% á fylgi frambjóðendanna sé mið-
að við landið allt. Þar fengi Clinton
53% atkvæða en Bush 41%. Það er
nokkru meiri munur en þegar sam-
bærileg könnun var gerð í síðu:
viku.
Bush og Chnton tala báðir í dai
fundi með þjóðvarðliðum í Ut
Bush verður þar fyrr um daginn
er talið víst að hann geri undansl
Clintons frá herþjónustu að u
ræöuefni. Clinton verður því væ
anlega aö gefa skýr svör þegr ha
kemur til fundar síðdegis. Hann h
ur til þessa veigrað sér við að ra
herþjónustmálið opinberlega.