Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1992, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1992.
11
erkalf
Ekkja í þorpinu Mawuggawe í
ÍJganda fer að gröf bónda síns
hvern morgun þegar sólskin er
og grefur lík hans upp. Þetta seg-
ist hún gera til að karl fái yl í
kroppinn.
: Maðurinn á að hafa vitrast kon-
unni í draumi skömmu eftir
dauða sinn og kvartaö undan
kulda í gröfmni. Bað hann því
um að vera grafinn upp svo hann
gæti notið sólar.
Ár er frá því maðurinn lést en
konan heldur fast við venju sína.
Hún nýtur aðstoðar barna sinna
við moksturinn.
Drottning á að
borga skatta
Mikill þrýstingur er nú á Elisa-
betu Bretadrottningu, ríkustu
konu heims, að greiða skatt af
auðæfum sínum.
Krafan um skattgreiðslu
drottningar hefur fengið byr und-
ir báða vængi eftir hneykslismál-
in í íjölskyldu hennar í sumar.
Bæði blöð og stiómmálamenn
leggja hart að John Major forsæt-
isráðherra að leiða skattlagning-
una í lög. Konun gsíjölskyldan
fær árlega um einn milljarð
króna af almannafé sér til fram-
færis auk tekna af eignum sínum.
Aimenningi fmnst þetta mikið
fé, sérstaklega þegar haft er i
huga að kóngafólkið hefur á síð-
ari tímum einkum oröið þjóð
sinni til skammar.
Hungraðirslátra
kúmíhögunum
„Fólkið er atvinnulaust og
svangt. Það virðist ekki haía tök
á að stunda erfiðari veiði-
mennsku,“ segir í opinberri
rannsókn á dauða fjölda kúa í
bithögum nærri Cloville í Was-
hingtonríki i Bandaríkjunum.
Bændur á svæðinu hafa kvart-
að sáran undan fækkun í hjörð-
um sínum og héldu um tíma að
ægilegur dýrbítur legöist á kým-
ar. Nú þykir sannað að svangir
heimUisleysingjar slátri baulun-
um sér til matar.
Sfjómmála-
umræður hann-
aðar hörnum
Foreldrum í New York er ráð-
lagt að senda börn sín snemma í
háttinn á fimmtudaginn. Þá fara
fram i sjónvarpinu kappræður
frambjóðenda sem keppa um sætí
ríkisins í öldungadeildinni af
hálfu demókrata. Prófkjör veröur
hjá demókrötum eftir helgina.
Einn frambjóðenda segir að
réttast væri að koma með fótu
fulla af skít til kappræðanna svo
framhjóöendur geti sparaö sér
orðbragðið. Hart er sótt að Ger-
aldinFerrarofyrirað Iiafabrugð-
ist í baráttunni við skipulagða
glæpastarsemi.; ö "ri
LentuíKeflavík
Þota frá SAS-flugfélaginu varö
í gær að snúa .frá lendingu í
Syðri-Straumfirði á Grænlandi
og lenda í Keflavík vegna þess aö
á Grænlandi er ekki lengur not-
hæfur aöflugsradar. Bandaríkja-
menn tóku búnaöínn niður þegar
þeir fóru frá Syðri-Straumfiröi í
fyrra en ekki hefur tekist að
koma nýjura radar upp.
Kéuter og Ritzau
Fellibyljasvæðin
alltaf að stækka
- búist viö fleiri alvarlegum byljum á þessu hausti
Veðurfræðingar reikna með að
fleiri kröftugir fellibyljir eigi eftir að
hrella fólk í löndum nærri miðbaug
jarðar á þessu hausti en þegar er
orðið. Nú hafa tveir fellibyljir valdið
manntjóni og verulegum skemmdum
á húsum við Karíbahaf og Kyrrahaf.
Eftir því sem hiti á jörðinni eykst
aukast líkurnar á að hættulegir felli-
byljir verði til. Sjávarhiti þarf að ná
27 gráðum á Celsíus til að byljirnir
myndist. Nú beina menn í auknum
mæli sjónum sínum að svokölluðum
gróðurhúsaáhrifum sem valda
hækkandi hita. Veðurfræðingar
álykta því að fellibyljir eigi eftir að
verða alvarlegra vandamál á næstu
árum en verið hefur.
Fellihyljasvæðið er líka að stækka
með hækkandi hita. Þannig hafa
Hawaiieyjar verið utan svæðisins
þar til Iniki reið yfir nyrstu eyjuna
um helgina.
Útlönd
sianaieKinneTYtr
Lögreglan í Lundi í
handtók í gær rúmlega þrítugan
maun sem hugðist ræna ungu
bami og krefjast lausnargjalds
fyrir það. Foreldrum barnsins
tókst að flýja undan manninum
og láta lögregluna vita.
Lögreglan komst fljótlega á slóð
mannsins og stöðvaði hann eftir
að hafa skotið fjórum skotum að
híl hans. Hann sagðist eftir hand-
tökuna hafa ætlaö aö fá hjónin til
að greiða milljónir í lausnargjald.
Mannætutígris-
dýrsentaftur
ídýragarðinn
Yfirvöld í Bangalore hafa
ákveðiö að senda tígrishögnann
Bill, sem í sumar át unga stúlku,
aí'tur í dýragarð fremur en að
lóga honum. Bill var sérstaklega
fenginn frá dýragarðinum í
Lundúnum til aö kynbæta stofn-
inn á verndarsvæði tígrisdýra
nærri Bangalore.
Bill áttí erfitt með að semja sig
að lifnaðarháttum í náttúrunni
og sýndi ferðamönnum meiri
áhuga en tígrislæðunum.
TT og Reuter
Japanir
styðja nýju
hvalveiði-
Japanir styðja nýja Norður-At-
lantshafssjávarspendýraráðið, eða
NAMMCO, sem hvalveiöiþjóðir við
Norður-Atlantshaf stofnuðu í Þórs-
höfn í Færeyjum í síðustu viku sem
mótvægi við verndarstefnu Alþjóða
hvalveiðiráðsins.
„Við styðjum stofnun slíkra sam-
taka,“ sagði embættismaður í hval-
veiðideild japanska sjávarútvegs-
ráðuneytisins í gær. „Alþjóða hval-
veiðiráðið kemur nú í veg fyrir alla
hvalveiði í ábataskyni þrátt fyrir að
vísindamenn telji að sumar hvalateg-
undir, eins og hrefnan, séu ekki í
útrýmingarhættu," bætti hann við.
Hann sagði að Japanir hefðu áhuga
á að stofna sambærileg samtök á
Kyrrahafssvæðinu en óttaðist að erf-
itt kynni að fá samvinnu landa á
borð við Suður- og Norður-Kóreu,
Kína, Rússland og Tævan.
Japanir hafa gengið í lið með ís-
lendingum og Norðmönnum og rekið
áróður gegn hvalveiðibanni hval-
veiðiráðsins, einkum banni við
hrefnuveiðum. Reuter
Vaxtalækkun
til stuðnings
Maastricht
Vaxtalækkunin í Þýskalandi í gær
hefur orðið til þess að auka bjartsýni
stuðningsmanna Maastricht-sam-
komulagsins í Frakklandi, aðeins
fimm dögum fyrir mjög tvísýna þjóð-
aratkvæðagreiðslu um máhð.
Vandaræði frönsku ríkisstjórnarinn-
ar á heimavelli gætu þó gert þennan
ávinning að engu.
Pierre Bérégovoy, forsætisráð-
herra Frakklandi, lýsti yfir ánægju
sinni með aðgerðir Þjóðverja sem
miðuðu að því að draga úr spennu á
fjármagnsmörkuðum fyrir atkvæða-
greiðsluna um nánari samruna Evr-
ópubandalagsríkjanna þann 20. sept-
ember. Hann sagði að þetta boðaði
gott um samvinnuna í framtíðinni.
Þýski seðlabankinn lækkaði vexti
á millibankalánum um 0,25 prósent,
þrátt fyrir ótta manna að það mundi
kyndaundirverðbólgu. Reuter
ÖTATUNG’
TÆKNIBUNAÐUR
Otatung*
KYNNIR
TCS-8960S 386SX/25MHz
Tatung hágæðatölvur með ótrúlegum kynningarafslætti:
TCS-9300S 486SX/25MHz
L3! 14" SVGA, lág- geislaskjár. 80MBharður diskur, 2MB 14" SVGA, lág- geislaskjár. 80MBharður diskur, 4MB
minni, 3'/2"drif, minni,3'/i"drif.
r“. 1 dosð.O Windows3.1 og mús. * P*®"" dosð.O Windows3.log mús.
L
TCS-9300T 486DX/33MHz
14" SVGA, lág-
geislaskjár. -
80MB harður
diskur, 4MB
minni, 3VJ"drif,
dos 5.0
- stgr.
TILBOÐSVERÐ:
aðeins kr. 119.900,-
(Listaverð kr. 204.476.-)
TILBOÐIÐ GILDIR AÐEINS TIL 1. OKT.
Teknarverða 4 safnpantanlr, fyrir 10., 17. og 24. sept. og 1. okt. 75% grelðastvið pöntun og 25% við afhendingu ca 10 dögum síðar.
TILBOÐSVERÐ:
aðeins kr. 89.000,- stgr.
(Listaverð kr. 160.417,-)
TILBOÐSVERÐ:
aðeins kr. 149.800,- stgr.
(Listaverð kr. 280.748,-)
TÆKNIBUNAÐUR, ARMULA 23, SIMI813033 FAX 813035
SUZUKIVITARA
5 DYRA LÚXUSJEPPI
Suzuki Vitara er rúmgóður 5 manna lúxusjeppi, búinn öllum helstu þæg-
indum fólksbíls og kostum torfærubíls. Hann er grindarbyggður og má
auðveldlega hækka og setja undir hann stærri dekk. Suzuki Vitara er
með 4ra strokka, 16 ventla vél með beinni innspýtingu.
suzuki
Verð frá kr. 1.576.000.- ______________
SUZUKI BÍLAR HF
17 SÍMI 68 51 00