Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1992, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1992, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR ElNARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning. umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. — Helgarblað 150 kr. Bóndabeygja Til skamms tíma töldu íslendingar almennt, að fram- tíðin mundi verða sér og þjóðinni hagstæð, að möguleik- amir væru miklir fyrir alla, sem vildu taka til hendi. Fólk var bjartsýnt og taldi sér flesta vegi vera færa. Jákvæður andi sveif yfir vötnum þjóðfélagsins. Bjartsýnin gekk stundum út í öfgar. Menn réðust í verkefni af vanefnum og reistu sér hurðarás um öxl. Sum dæmin gátu alls ekki gengið upp, hvernig sem á hefði verið haldið. Mikhr íjármunir og mikil fyrirhöfn og mikið hugvit fór forgörðum í þessum sviptingum. Oftar var þó bjartsýnin og sjálfstraustið nægilega temprað til að ná árangri um skamman eða langan tíma. Þannig hafa síðustu áratugir einkennzt af mikihi fjár- festingu, miklum framforum og ört vaxandi þjóðartekj- um. íslendingar rifu sig upp úr kreppu og fátækt. Nú virðist nokkurra áratuga tímabili bjartsýni, áræð- is og framfara vera lokið. Atvinnurekendur verða gjald- þrota hrönnum saman. Hinir, sem eftir standa, eru svo hræddir um hag fyrirtækja sinna, að þeir ráðgera að draga saman seglin á næstu mánuðum og misserum. Þetta kemur fram í könnunum, sem samtök þeirra hafa verið að láta gera. í þeim kemur fram, að menn gera ráð fyrir htlum fjárfestingum og auknum uppsögn- um starfsfólks. Niðurstaðan er sú, að spáð er þrengri kreppu og vaxandi atvinnuleysi á komandi ári. Sama svartsýni og kjarkleysi kemur fram í vænting- um unga fólksins. Ekki er lengur tahð öruggt, að lang- skólanám leiði til öruggrar atvinnu á góðum lífskjörum. Verkfræðingar og hagfræðingar ganga atvinnulausir eins og aðrir, svo og læknar og lögfræðingar. Stöðmrn undanfarinna ára hefur stuðlað að hugar- farsbreytingunni. Fólk hefur séð lífskjör sín rýrna ár- lega og býst ekki við neinum bata á næstu árum, enda er um þessar mundir fylgt hagstefnu fastgengis, verð- hjöðnunar og samdráttar í opinberum framkvæmdum. Ekki bætir úr skák, að fólk sér, að yfirstéttin hefur vikið sér undan að taka með öðrum þátt í þessum erfið- leikum. Þetta hefur þau óbeinu og mjög skaðlegu áhrif, að tilfinning fólks rýmar fyrir því, að það eigi hluta í þjóðfélaginu og sameiginlega hagsmuni með því. Ekki dugar að kenna sögumanni um ótíðindin. Gjald- þrotin héldu áfram að hrannast upp, þótt ekki væri sagt frá þeim. Atvinnurekendur héldu áfram að draga saman seglin, þótt ekki væri sagt frá uppsögnum starfs- fólks. Ríkisstjómin héldi áfram samdráttarstefnunni. ísland er lítið þjóðfélag, sem má ekki við miklum hremmingum af þessu tagi. Samdráttur getur hreinsað kalvið úr þjóðlífsskóginum, til dæmis í atvinnulífinu, og þannig orðið til nokkurs gagns, ef hann verður ekki svo langvinnur, að burðarásamir falli líka. Langvinn kreppa drepur kostina, sem einkenndu framfaratímabil hðinna áratuga. Bjartsýni hverfur og áræði með. Væntingar rýma og þar með tilfinning fyrir eigin þátttöku og hlutdeild í þjóðfélaginu. Þunglyndi og tilfinningar tilgangsleysis leggjast á unga fólkið. Þótt grisja megi kalviði og riíja upp gamlar kennisetn- ingar um nauðsyn á stöðugu gengi og verðlagi, um leið og ríkisstjóm vih þrengja að skólagöngu fólks og að öhum þeim, sem miður mega sín í þjóðfélaginu, getur þessi grisjun fljótlega orðið afar skaðleg. Við erum að komast í svo mikla andlega bónda- beygju, að betra er að magna bjartsýni og áræði en halda fast í kennisetningar ríkisstjómarráðgjafa. Jónas Kristjánsson „Innan ríkiskerfisins þarf aö eiga sér staö endurmat á því hvaöa þjónusta er nauðsynleg,“ segir Árni m.a. grein sinni. Jafnvægi í ríkisflármálum: Leiðir til lausn ar vandanum Undanfariö hefur fariö fram mikil umræöa í fjölmiðlum um af- komu ríkissjóðs og hvaða árangri ríkisstjórn Sjálfstæöisflokks og Al- þýðuflokks hefur náð í þvi að koma á jafnvægi í ríkisfjármálum. Undir- ritaður skrifaði m.a. grein um þetta efni hér í blaðið þar sem leitast er við með tiivísun til kenninga um almannaval að útskýra hvers vegna árangurinn er ekki meiri en raun ber vitni. í framhaldi af því má spyrja er þá ekki hægt að ná jafnvægi í ríkis- útgjöldum? Aö mati undirritaðs er það hægt en það verður ekki gert nema til komi grundvallarbreyting á rekstri ríkisfyrirtækja, hagsmun- um ríkisstarfsmanna og afstöðu neytenda, þ.e. skattgreiðenda (kjósenda). Sjálfstæði, ábyrgð og umbun Rekstur ríkisstofnana þarf að vera sjálfstæðari í þeim skilningi að yfirmenn og starfsmenn hafi meira að segja um þaö hvemig rekstri er háttað og þjónusta er veitt. Sjálfstæðið á ekki að vera í því fólgið að gera það sem þeim sýnist og ríkissjóður borgi heldur á sjálfstæðinu að fylgja sá agi sem tilheyrir því að bera raunverulega ábyrgö á því að halda sig innan ramma fjárlaga. Kjör yfirmanna og jafnvel stórs hluta eða alira annarra starfs- manna þurfa aö vera tengd afkomu stofnunarinnar eða fyrirtækisins. Þá þannig að þegar vel gengur fái þeir umbun fyrir vel unnin störf og eins að þegar illa gengur þá rými kjör þeirra. Þannig á sér stað innra aðhald starfsmanna sjálfra í rekstrinum. Nauðsyn þjónustu og skattbyrðin Innan ríkiskerfisins þarf að eiga sér stað endurmat á því hvaöa þjónusta er nauðsynleg. í þessari vinnu þarf að felast mat á því hvort rétt sé að ríki veiti tiltekna þjón- ustu yfirhöfuð, hvort rétt sé að taka gjald fyrir þjónustuna að hluta eða öllu leyti eða hvort þjónustan sé svo nauðsynleg að veita eigi hana neytendum að kostnaðarlausu. Niðurstaöan úr mati sem þessu þarf jafnframt aö tengjast ákvörð- unum í skattamálum. Því að þeim mun meiri ókeypis eða niður- greidda þjónustu sem ríkið veitir KjáOarinn Árni M. Mathiesen 3. þingmaður Reykjanes- kjördæmis þeim mun hærri verður skattbyrð- in. Þaö getur verið skynsamlegt aö hafa lægri skatta og minni þjón- ustu og jafnframt ýta undir að þegnamir leggi fyrir til þess að mæta sjálfir minni háttar áföllum. Kostnaðarvitund einstaklinga og stofnana Það er afar nauðsyniegt að þjón- usta, sem nokkur minnsta hætta er á að verði misnotuð, sé verðlögð þannig að kostnaðarvitund ai- mennings virki sem aðhald á það þjónustumagn sem ríkið veitir. Þess vegna eru þjónustugjöld í mjög mörgum tilfellum réttlætan- leg. Þetta á ekki við í öllum tilfell- um þar sem fyrirbyggjandi aðgerð- ir geta komið í veg fyrir svo mikil útgjöld í framtíðinni aö jafnvel er réttlætanlegt að auglýsa þjón- ustuna til þess að ná til sem flestra. Kostnaðarvitund er ekki einung- is nauðsynleg hjá einstakhngum heldur líka hjá stofnunum. Þess vegna getur verið skynsamlegt að aðskilja þá aðila sem veita þjón- ustuna og þá sem greiða kostnað- inn. Þannig gætu sjúkrasamlög, sem greiddu kostnað vegna veik- inda almennings, veitt læknum, sjúkrahúsum og öðrum sjálfstæð- um heilbrigðisstofnunum verulegt kostnaðaraðhald. Um þetta atriði má lesa í ályktunum landsfundar Sjálfstæöisflokksins og grein und- irritaðs í Morgunblaðinu 9.10.91. Einkavæðlng Ein besta leiðin til þess að ná árangri í ríkisfjármálum er að færa verkefni frá hinu opinbera og til einstaklinga. Þessa tilfærslu nefn- um við venjulegast einkavæðingu og könnumst við hana vegna sölu á ríkisfyrirtækjum sem stóðu í samkeppni við einkaaðila á hinum frjálsa markaði. Einkavæðing getur hins vegar verið annað og meira en sala á rík- isfyrirtækjum. Hún getur verið í formi útboða á einstökum verkefn- um eða starfsþáttum opinberra fyr- irtækja. Einkavæðingin getur líka fahst í því aö tengja saman kjara- lega hagsmuni starfsmanna hins opinbera og ráðdefld og aðhald í ríkisrekstri eins og að framan er lýst. Þannig verður starfsemin og þau lögmál sem hún lýtur líkari því sem gerist í hinu aimenna at- vinnulífi. Einkavæðingin er hins vegar áhrifamest þegar hún felst í því að einstaklingar taki við fram- kvæmd verkefna sem ríkið sá al- farið um áður. Þeir hafa alla rekstrarlega ábyrgð en velferðarþjóðfélagið getur ábyrgst greiðslur fyrir þjónustu við þegnana að öllu eða einhverju leyti í gegnum t.d. sjúkrasamlög. Það er enginn vafi á því aö á þessu sviði er verulegt svigrúm tfl spamaðar fyrir ríkið og það svigrúm verðum við að nýta okkur. Við verðum aö fara gætilega og velja þær leiðir sem okkar þjóðfélagi hentar en við verðum að ganga hiklaust til verks. Árni M. Mathiesen „Þaö getur verið skynsamlegt að hafa lægri skatta og minni þjónustu og jafn- framt ýta undir að þegnarnir leggi fyr- ir til þess að mæta sjálfir minni háttar áföllum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.