Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1992, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.1992, Qupperneq 36
F R ETTAS KOTI Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. - Askrift - Dreifing; Sími ÞRIÐJUDAGUR 15. SEPTEMBER 1992. Halldóra Ingólfsdóttir. Brompton-sjúkrahúsið; Halldóra látin Halldóra Ingólfsdóttir lést á Brompton-sjúkrahúsinu í London síðastliðinn laugardag. Hún var haidin ólæknandi bandvefssjúkdómi í lungum. Hún hafði dvalið á sjúkra- húsinu í London frá því í lok nóv- ember 1991 þar sem hún beið þess að skipt yrði um lungu í henni. Hall- dóra lést af völdum sjúkdómsins áð- m- en til slíkrar aðgerðar kæmi. Hún lætureftirsigsexbörn. -JSS Stöð 2: Starfsfólki sagt upp Öllu starfsfólki á síma- og áskrifta- deild Stöðvar 2, um 10 manns, var sagt upp í síðustu viku vegna skipu- lagsbreytinga en stefnt er að þvi að koma upp nýrri deild, þjónustudeild. Páll Magnússon sjónvarpsstjóri skýrði frá þessu á almennum fundi í síöustu viku. Hjá Verslunarmanna- félagi Reykjavíkur könnuðust menn ekki við þessar uppsagnir en skylt er að tilkynna félagsmálaráðuneyti og viðkomandi hagsmunasamtökum ef fleirum en 5 er sagt upp. Ekki náðist í Pál Magnússon sjón- varpsstjóra, Bjama Kristjánsson starfsmannastjóra eða Jóhann J. Ól- afsson, stjórnarformann íslenska út- varpsfélagsins, í morgun en þeir sátu alliráfundi. -Ari Breiðadalsheiði í nótt: Aðeinsjeppafæri Áður en vegagerðarmenn frá ísafirði fóm upp á Breiðadalsheiöi snemma í morgun var jeppafæri þar. Stór vörubíll með tönn var sendur upp til að skafa og var orðið vel fært um það leyti sem bílaumferð hófst. Hiti var fyrir neðan frostmark á heið- inni enda er hún í 500-600 metra hæð. Að sögn Vegaeftirlitsins var Botns- heiði einnig skafin í morgun en færð á þjóðvegum landsins var að öðm leytigóðímorgun. -ÓTT LOKI Heitir þetta ekki krass á vondu máli? Kvöld- og næturfundur í ríldsstjóm um íjárlagageröina: Náðu ekki lendingu á f imm tíma f undi Ríkisstjóm Davíðs Oddssonar gerði árangurslausa tilraun í gær- kvöldi og nótt til að ganga frá nýj- um tillögum um fjárlög næsta árs. Fundurinn hófst í Stjórnarráðinu klukkan m'u í gærkvöldi og lauk ekki fyrr en á þriðja tímanum í nótt. í gærdag höfnuðu bæði þing- flokkur Sjálfstæðisflokks og Al- þýöuflokks mestu af tillögum Frið- riks Sophussonar um breytingar á viröisaukaskattinum. Ríkisstjórn- in kom aftur til fundar klukkan ellefu í morgun til að freista þess að ná samkomulagi. Eftir að þingflokkarnir höfðu hafnaö tillögum Friðriks Sophus- sonar um tvískiptan og nær undan- þágulausan viröisaukaskatt var ljóst að fjárlagagerðin væri nánast komin í strand. Sá dráttur, sem orðið hefur í íjárlagageröínni, hef- ur þegar gert ríkisstjóminni ómögulegt að leggja ijárlagafrum- varpið fram í byrjun október eins og lög gera ráð fyrir. í herbúðum stjómarandstæöinga segja menn afsögn Friðriks sem íjármálaráðherra hljóta að koma til umræðu verði hann neyddur til að bakka með allar sínar hug- myndir. Eftir þingflokksfundina í gær vörðust ráðherrar allra frétta um næstu skrefin í fjárlagagerðinni. Uppnám blasti viö í herbúðum stjómarliða. Til stóð að ríkisstjórn- in kæmist að sameiginlegum nið- urstöðum í gærkvöld og að þær niðurstöður yrðu síðan bornar undir þingflokkana fyrir hádegi í dag. Af þvi verður ekki þar sem ríkisstjóminni auðnaðist ekki að ganga frá tillögum í gær og því kom hún aftur saman til fundar klukk- an ellefu í morgun. Þingflokks- fundir veröa síðar í dag. Allir ráðherrarnir, að undan- skildum Sighvati Björgvinssyni, voru á ríkisstjórnarfundinum í nótt. Eftir fundinn vörðust þeir allra frétta. Jón Baldvin Hannib- alsson sagöi ekki erfiðara að koma saman fjáriögum nú en í tið síðustu ríkisstjórnar. Friðrik Sophusson sagði að ríkisstjórnin mundi sam- eiginlega leggja tillögur fyrir þing- flokkana á morgun, en ríkisstjórn- in kom aftur saman til fundar klukkan ellefu í morgun, eins og áður sagði. Þingflokksfundir veröa síðar í dag, en þar veröur tekin af- staða til tillagna ríkisstjórnarinn- ar. Davfð Oddsson og Friðrik Sop- husson sögðust báðir vissir um að samstaða tækist í dag og að fjár- lagavinnu stjórnarflokkanna lyki í dag. -sme/-kaa Hafrannsóknastofnim: Þorskkvót- ekki aukast næstu árin Sjö bila árekstur varð á Nýbýlavegi í Kópavogi um klukkan átta þegar fólk var á leið i vinnu. Talsvert mikió eigna- tjón varó í óhappinu. Of lítið bil virtist hafa verið á milli bilanna í morgunumferðinni - dæmigert óhapp á höfuð- borgarsvæðinu þar sem fjöldi bila fer um göturnar í einu og margur flýtir sér of mikið. Það er því aldrei um of brýnt fyrir vegfarendum að halda niðri hraða og hafa bil á milli bila nægilegt. Að sögn lögreglu slasaðist enginn á Nýbýlavegi í morgun. DV-mynd S i 4 í i I i Kvófa' Hagræðingarsjóðs til sölu Kvóti Hagræðingarsjóðs, alls tólf þúsund þorskígildistonn, er til sölu. Alls hafa 1.100 aðilar forkaupsrétt að kvótanum en það eru allar þær út- gerðir sem hafa yfir að ráða meira en 100 þorksígildiskíióum. Þetta er mikil fjölgun frá því sem áður var en þá höföu 330 forkaupsrétt. Kvótinn skiptist í 5.920 tonn af þroski, þar sem kílóið á að kosta 38 krónur, 1.840 tonn af ýsu á 25 krónur kílóið, 2.640 tonn af ufsa sem kostar 20 krónur kílóið, 3.700 tonn af karfa sem kosta 20 krónur hvert kíló, 1.012 tonn af grálúðu sem kostar 34 krónur kílóið og 460 tonn af kola sem eiga að seljast á 34 krónur hvert kíló. -sme „Enda þótt sjálfar seiðarannsókn- irnar hafi ekki verið notaðar til að meta endanlega stofnstærð hefur það aldrei brugðist að þær gefa rétta vís- bendingu. Því ekkert sem bendir til annars en að við fáum lélegan þorsk- árgang nú og munum búa áfram við minni þorskkvóta en verið hefur undanfarin ár,“ sagöi Jakob Magn- ússon, aðstoðarframkvæmdastjóri Hafrannsóknastofnunar, um þá stað- reynd sem kom í ljósvið þorskseiða- rannsóknir að undanfórnu að nýlið- un þessa árs er léleg. Þetta er áttunda árið í röð sem nýhðun þorsk er undir meðallagi. í fýrra var hún einhver sú lélegastaT síðan mælingar hófust. í ár er hún talin heldur skárri en léleg samt. Niðurstöður seiðarannsóknanna verða gerðar opinberar í dag, eftir að þær hafa verið kynntar sjávarút- vegsráðherra. -S.dór Veöriðámorgun: Bjart að mestu á Suðurlandi Á hádegi á morgun verður hæg norðlæg átt víðast hvar á land- inu. Dálítil súld við norður- ströndina en annars að mestu þurrt og yfirleitt nokkuð bjart sunnan til. Þá verða ef til vill smáskúrir allra syðst. Hiti verður svipaður og verið hefur. Veðrið í dag er á bls. 36 NITCHI RAFMAGNSTALÍUR Tmlsen Suðurlandsbraut 10. S. 686499. 4 í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.