Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1992, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1992, Qupperneq 11
MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1992. 11 Utlönd Tiskan hippaíímans virðist vera að koma aftur ef marka má fötin sem Gianni Versace hannar. Hann sýndi framleiðslu sína í Mílanó um helgina. Simamynd Reuter Major aldrei jafn óvinsæll John Major, forsætisráðherra Bretlands, nýtur nú minni vinsælda meðal kjósenda en nokkru sinni frá því hann tók við forustu Ihalds- flokksins fyrir rétt tæpum tveimur árum. Samkvæmt skoðanakönnun, sem birtist í sunnudagsútgáfu dag- blaðsins Times, eru 60 prósent kjós- enda óánægðir með ráðherrann en aðeins 33 prósent ánægðir. Óvinsældir forsætisráðherrans svo og óvissan um stefnu stjómar hans gagnvart Evrópubandaiaginu og í efnahagsmálum gætu orðið til þess að hart verði sótt að breska pundinu á fjármagnsmörkuðum í dag. Landsfundur íhaldsmanna hefst á morgun og til stóð að þar yrði kosn- ingasigrinum frá í vor fagnað. Þess í stað mætir til fundar flokkur þar sem djúpstæður ágreiningur er um utanróds- og efnahagsstefnuna. Bretland tapaði orrustu við spá- kaupmenn á gjaldeyrismörkuðum heimsins og dró sterlingspundið út úr gengissamstarfi Evrópubanda- lagsins þann 16. september og lét gengið fljóta. Á föstudag var gengi þess gagnvart þýsku marki lægra en nokkm sinni fyrr. Háværar kröfur hafa verið um af- sögn Normans Lamonts fjármálaráð- John Major, torsætisráðherra Bret- lands, nýtur aðeins stuðnings 33 prósent kjósenda. Teikning Lurie herra og í Ijós hefur komið alvarleg- ur klofningur meðal íhaldsmanna um framtíð Bretlands innan Evrópu- samstarfsins. Reuter Einvígi Fischers og Spasskíjs: Jaf ntefli í 15. skákinni Jafntefli varð í fimmtándu einvíg- isskákinni hjá Bobby Fischer og Bor- ís Spasskíj í Belgrad í gær. Kappam- ir ákváðu að leggja niður vopnin eft- ir 33 leiki. Fischer hafði hvítt og tók þann kostinn að reyna enska leikinn í upp- hafi í stað kóngspeðsleiks eins og jafnan áður í einviginu. Þessi byrjim hefur aðeins tvisvar leitt til sigurs hjá Fischer á ferli hans. Allt fór eftir bókinni fram í 23. leik þegar Spasskjj ákvað að fóma biskup fyrir peð. Þetta þótti skákskýrendum mikil áhætta ef ekki afleikur. Fischer átti líka sín mistök og í 30. leik lék hann af sér og Spaskíj náði riddara fyrir biskupinn. Skömmu síðar sætt- ust þeir á jafntefli. Staðan í einviginu er nú þannig að Fischer hefur 5 vinninga en Spasskíj 2. Jafntefli em ekki talin með og sá sem fyrr vinnur tíu skákir sigrar í einvíginu. Reuter LIPUR OG ÖFLUGUR LÚXUSJEPPI * Aflmikil vél með beinni innspýtingu. * Vökvastýri - rafmagnsrúðuvindur - samlæsingar - rafdrifnir útispeglar - lúxusinnrétting. * Mjúk gormafjöðrun - aksturseiginleikar í sérflokki. * Grindarbyggður - auðvelt að hækka bílinn upp. * Eyðsla frá 8 1 á 100 km. * Verð.frá kr. 1.395.000 stgr. skeifunni m ■ sími 685ioo $ SUZUKI --........... SUZUKIBÍLAR HF. k Frá verksmiöju til hafna | erlendis.... og heim! FUJTNINGSMIÐLUNIN »* TRYGGVAGÖTU 26 - REYKJAVÍK - S: 29111 Fax 25590

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.