Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1992, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1992, Page 15
MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1992. 15 Alþing hið nýja Forsætísráðherra landsins sló því fram í yfirheyrslu sjónvarps- manna fyrir skömmu að fækka mætti þingmönnum um 10 til að byija með og síðan um aðra 10, þannig að endanleg tala þeirra yrði 43. Ráðherrann rökstuddi ttilögur sínar ekki með öðru en því að þannig mætti hækka kaup þing- manna. Nú vill svo til að ráðherra þessi var kjörinn til þings í síðustu kosn- ingum og settist beint í stól forsæt- isráðherra að lokinni stjómar- myndun. Hann hefur því enga reynslu af því að vinna sem al- mennur þingmaður, en því meiri reynslu af setu í borgarstjóm Reykjavíkur, þar sem hann stjórn- aöi harðri hendi ásamt embættis- mannaliði borgarinnar um árabil og valtaði yfir minnihlutann eins og honum sýndist. Leikurinn endurtekinn? Nú hefur Davið fengið þá snjöllu hugmynd að endurtaka leikinn úr borgarstjóminni 1986 er borgar- fulltrúum var fækkaö úr 21 í 15. Nú vill hann fækka þingmönnum. Hver skyldi ástæðan vera? Heldur hann að lýðræðið verði öflugra á fámennara þingi? Heldur hann að hlutur kvenna verði fremur réttur á smærra þjóðþingi? Heldur hann að hagsmunir landsbyggðarinnar verði betur tryggðir með slíkri að- gerð? Heldur hann að þingið verði skilvirkara með 43 þingmönnum en 63? Forsætisráðherrann hefur kvart- aö og kveinað yfir stjómarandstöð- unni, sem hann segir alltaf blaðr- andi ölium til leiðinda. Ráðherrann hefur nefnilega þurft að vera við- staddur þingfundi, jafnvel á kvöld- in og það hefur ekki farið fram hjá neinum að hann er ekki sæll á svip, KjaUarinn Kristín Ástgeirsdóttir þingkona Kvennalistans í Reykjavík þegar hann er kaUaður til svara, enda hefur hann lítiö að segja. Á Alþingi gilda önnur vinnubrögö en í borgarstjóminni. Ráðherrar verða að standa fyrir máli sínu, og stjórnarandstaðan getur ráðið nfiklu um gang mála. Það líkar Davíö ekki og því vfil hann fækka þingmönnum í von um að geta náð meira valdi yfir þinginu. Hvað myndi gerast? Samkvæmt þeirri hefð sem ís- lensk stjómskipan byggist á vinna ráðherramir á ábyrgð þingsins og það er hlutverk löggjafans að fylgj- ast með framkvæmdavaldinu og setja því leikreglur. í raun er það þó þannig að ráðherramir stjóma för og þingmenn meirihlutans gera það sem þeim er sagt. Hér ríkir ráðherraveldi og Alþingi afsalar sér stöðugt völdum með því að gefa ráðherrunum rétt til setningar endalausra reglugerða um nánast hvað sem er. Þetta er að mínum dómi öfugþróun sem getur reynst lýðræðinu beinhnis hættuleg. Al- þingismenn em fuUtrúar fólksins í landinu og eiga að sjá til þess að landinu sé stjómað með almanna- hag að leiðarljósi. Forsætisráð- herrann er greiifilega á annarri skoðun. Hann viU enn meiri völd til ráðherranna og ætlar að ná þeim, með því að draga úr styrk Alþingis. Núverandi tala þingmanna er hvorki heUög kýr né hin eina rétta niðurstaða. Síður en svo. En hvað myndi gerast við þá miklu fækkun þingmanna sem forsætisráðherr- ann leggur til? Hvað þýðir þetta fyrir konur? í fyrsta lagi myndi fuUtrúum landsbyggðarinnar væntanlega fækka verulega, þar sem meirihluti þjóðarinnar býr á suðvesturhom- inu og það er yfirlýst stefna ríkis- stjómarinnar að jafna atkvæðis- réttinn frá því sem nú er. í öðm lagi myndi fækkun þing- sæta væntanlega þýða aö harðar „Þetta eru störf sem forsætisráðherr- ann hefur enga reynslu af, enda veit hann ekkert um hvað hann er að tala.“ Forsætisráðherra hefur viðrað þá hugmynd aö fækka alþingismönnum. yrði barist um hvert sæti. í slíku ástandi væri ástæða til að óttast um hlut kvenna, enda sýnir reynsl- an að karlar standa treglega upp fyrir konum í núverandi starfi, hvað þá ef þingsætum yrði fækkað. í þriðja lagi er erfitt að sjá hvem- ig mun fámennara þing ætti að sinna öUum þeim störfum sem al- þingismönnum er ætlað að leysa af hendi og þeir eiga nú fuUt í fangi með að annast. Er meiningin að flytja þau störf tU embættismanna? Annars vegar er um að ræða öU þau nefndarstörf sem þingmenn sinna nú allt árið og er hluti af störfum Alþingis, auk neftidar- starfa fyrir hið opinbera vegna ýmissa verkefna. Hins vegar er svo sívaxandi alþjóðastarf sem íslensk- ir þingmenn reyna að sinna en er reyndar þröngur stakkur skorinn vegna peningaleysis. Með samn- ingnum um EES er meiningin að auka enn á samstarf þingmanna á svæðinu sem kaUar á meiri vinnu og enn fleiri utanferðir þingmanna. Þetta eru störf sem forsætisráð- herrann hefur enga reynslu af, enda veit hann ekkert um hvað hann er að tala. Hvað á að verða um öU þessi störf þingmanna á 43 manna þingi? Er ástæða til að auka völd embættismanna hér á landi? Á valdakerfið að verða eins og hjá EB, þar sem embættismenn ráða fór? Er það fyrirmyndin? Þessum ólýðræðislegu hugmynd- um Davíðs Oddssonar ber að hafna. Þess í stað ættum við að sameinast um að efla Alþingi íslendinga og auka áhrif þess og virðingu á kostnað framkvæmdavaldsins. Kristin Ástgeirsdóttir Ný tegund refsinga „Það vlröist svo sem vlð höldum uppi þessum dýru stofnunum til þess eins að viðhalda afbrotum," segir m.a. i greininni. Fyrir nokkru var í fjölmiðlum skýrt frá athugunum Lárusar Helgasonar prófessors á áhrifum fangavistar á afbrotamenn. Lárus kemst að þeirri niðurstöðu að fangavist hafi engin áhrif á afbrota- menn nema þá til ills. „Að halda sama formi og viðhalda þar með óbreyttu ástandi þýðir í raun og veru algera uppgjöf. Hópur af- brotamanna, einkum síbrota- manna, mun stækka og afbrotum fiölga.“ Fangelsi Það er útbreidd skoðun að fang- elsi og frelsissvipting séu úrræði sem viö höftun haft frá alda öðli. Það er nfisskilningur. Sögulega séð eru fangelsi tiltölulega ný uppfinn- ing. í Evrópu komu þau fyrst til sögunnar á 14. og 15. öld. En hvað um Sókrates. Sat hann ekki fang- elsaður í helli þegar hann rétti fram höndina eftir bikar fullum af banvænum drykk sem verðimir réttu honum. Svo segir sagan. En fangelsi fyrir 1500 höfðu annan til- gang en fangelsi nú á tímum. Þau voru annaðhvort vistarverur þar sem menn biðu aftöku eða úrræði sem menn höfðu til þess að gera póhtíska andstæðinga óskaðlega. Fyrsta dæmið um það á íslandi er sennilega í Sturlungu. Eftir Apa- vatnsför sendi Sturla Sighvatsson Gizur Þorvaldsson í einskonar fangavist til Orms Svínfellings. Fangelsi, eins og við þekKjum þau í dag, hafa tvö markmið, sem í raun eru alveg ósamrýmanleg. í fyrsta lagi að vistin þarf að vera fangan- um ógeðfelld. Fangavistin á að fæla hann og aðra frá afbrotum. í öðru lagj á fangelsið að vera betrunar- hús. í þeim tilgangi er td. haldið KjaHarinn Páll Skúlason lögfræðingur uppi einhverri kennslu í fangelsum og fangar hafa í einhveiju mæli fengið að sækja almenna skóla. Skv. niðurstöðum Lárusar Helga- sonar hafa betnmaráhrif fanga- vistar nánast engin orðið. Eitt sinn fangi ávallt fangi, segir hann í grein sinni. Þaö virðist svo sem við höld- um uppi þessum dýnT stofnunum til þess eins að viðhalda afbrotum. Samfélagsþjónusta í Vestur-Evrópu hefur verið farið út á þá braut að láta afbrotamenn vinna gagnleg störf í stað þess að setja þá í fangelsi. í framkvæmd er þetta eitthvað misjafnt eftir löndum. Yfirleitt er brotamaðurinn látinn vinna einhver lítið eftirsókn- arverð störf í opinberri stofnun eða fyrirtæki. Hér á landi er mikið af störfum sem vinna þarf í þágu almennings. Allir vita hve nfikið er óunnið á sviði landgræðslu og skógræktar en fjármurfir til þeirra hluta tak- markaðir. Þá er einnig alltaf þörf á mönnum til að vinna að líknarmál- um. Margir munu segja sem svo að fangar séu ekki líklegir til að gera gagn þar, en reynslan erlendis frá segir annað. Þá er á það að lfta að slík störf eru líklegust til að gera afbrotamanninn að betra manni. Menn hætta að vorkenna sjálfum sér ef þeir sjá neyð annarra. Brotafólkið á að vinna þessi störf launalaust. Það á að gefa því kost á þessari afþlánun í stað þess að fara í fangelsi. Á Alþingi hefur tvivegis verið lagt fram frumvarp þar sem lagt er til að þessi úrræði verði reynd hér á landi. Þótt undarlegt sé hafa þau ekki vakið neina sérstaka at- hygli. Það hefur þó töluvert verið rætt um refsingar í blöðiun og manna á milli, yfirleitt á þeim nót- um að refsingar séu of vægar. Það er samt engum til góðs aö byggja fleiri fangelsi og lengja fangelsis- dóma. Hið raunhæfa er að grípa til nýrra aðferða til að fækka afbrot- um og endurhæfa sakamennina. í frumvarpi þvi, sem nú liggur fyrir Alþingi, er ekki gert ráð fyrir að þeir sem fengið hafi langa fang- elsisdóma eða drýgt hafa svo alvar- lega og umfangsmikla glæpi að lík- legt sé að þeir fái þunga dóma vinni að þessum störfum. Hverjir veröa afbrotamenn í grein Lárusar í Læknablaðinu kemur ýmislegt fleira athyglisvert fram. T.d. að fæðing og búseta í Reykjavik auki- líkumar á því að einstaklingar verði afbrotamenn. Það leiðir hugann að því hvort það séu ekki einmitt tengslin við nátt- úruna sem geri einstaklinginn að heilbrigðum manni og það sé brýnt að treysta þau sem best. Aðalatriðið er samt sú niðurstaða hans að löng fangavist sé mönnum til ills eins. Þeim sem einu sinni hafi setið í fangelsi sé miklu hætt- ara en öðrum við að lenda þar aft- ur. Af þessu eigum við að draga lærdóma og leita nýrra leiða til aö gera samfélag okkar betra. Páll Skúlason „I Vestur:Evrópu hefur veriö fariö út á þá braut að láta afbrotamenn vinna gagnleg störf í stað þess að setja þá í fangelsi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.