Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1992, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1992, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1992. 17 Fréttir Snjóflóðavamir á Flateyri: Greinarmunur gerður á náttúruhamförum Reynir Traustasan, DV, Flateyri; „Okkur flnnst skrítiö að greinar- munur skuli vera gerður á náttúru- hamforum. Ríkið greiðir 100% fyrir sjóvarnir en þegar um er að ræða snjóflóðavamir þá þurfa sveitarfé- lögin að greiða 80% af kostnaðinum sjálf. Við höfum fengið þau við- brögð frá félagsmálaráðherra að engin breyting verði á þessu rang- læti. Okkar hugmyndir lúta að þvi að gerð verði lagabreyting sem gef- ur ráðherra það vald að meta greiðslugetu sveitarfélaga þegar um er að ræða þessar framkvæmd- ir og hækka framlög ríkisins í sam- ræmi við þá niðurstöðu. Þær hug- myndir hafa ekki hlotið hljóm- grunn,“ segir Kristján Jóhannes- son, sveitarstjóri á Flateyri. í næstu viku hefjast framkvæmd- ir vegna snjóflóðavama fyrir ofan Ólafstún á Flateyri en undanfarna vetur hafa íbúðar við götima ítrek- að orðiö að Tlýja hús sín um lengri og skemmri tíma vegna snjóflóða- - segir Kristján Jóhannesson sveitarstjóri hættu. Samkvæmt hættumati em 24 hús á hættusvæði vegna snjó-. flóðahættu. Að sögn Kristjáns verða settir hlerar fyrir glugga húsa sem em við ofanvert Olafst- ún. Þá verða byggðir tveir leiði- garðar fyrir ofan byggðina. Garð- amir verða 160 metrar á lengd hvor. Þá þarf að færa vatnsveituna. Heildarkostnaður við verkið er 54 milljónir og þarf Flateyrarhreppur að greiða rúmar 10 miHjónir af þeirri upphæð en Ofanflóðasjóður greiðir afganginn. Kristján sagði það ljóst að sveitarfélagið yrði að fjármagna sinn þátt með lántökum þar sem enginn afgangur væri af framkvæmdafé. „Það er mjög erfitt fyrir sveitarfé- lag af okkar stærðargráðu að standa undir þessum framkvæmd- um, sérstaklega þar sem við erum skuldsettir fyrir. Stærri sveitarfé- lög eiga auðveldara um vik við slíka fjármögnun," sagði Kristján Jóhaxmesson. Alls eru 24 hús á Flateyri á hættusvæði vegna snjóflóða. Kristján Jóhannesson sveitarstjóri stendur fyrir ofan byggðina þar sem svokallaðir leiðigarðar verða byggðir. Hólarnir í bakgrunni gegna hlutverki snjóflóða- varna. DV-mynd Reynir EskiQörður: Rækjuvinnslan hef ur skapað Mð sem geirtr heimillð m 1 sselareit kærkomna atvinnu Emil Thoiarensen, DV, F.skifirði: Hraðfrystihús Eskifjarðar hf. hefur rekið rækjuvinnslu frá árinu 1988. Það þótti á sínum tíma umdeilanleg ákvörðun hjá Aðalsteini Jónssyni er hann ákvað að hefja vinnslu á rækju og gekk það ekki þrautalaust að koma hugmyndinni í framkvæmd. Það hefur hins vegar komið á dag- inn að þessi nýjasta deild fyrirtækis- ins hefur skotiö styrkari stoðum undir starfsemi Hraðfrystihúss Eski- fjarðar auk þess aö skapa ný og kær- komin atvinnutækifæri á Eskifirði. Búi Þór Birgisson verkstjóri sagði í samtali við DV að rækjuvinnslan hefði verið starfrækt í um 8 mánuði á ári. í vor hefði starfsemin byrjað í lok apríl og væri stefnt að heilsárs- rekstri framvegis. „Unniö er á þrískiptum vöktum, alls 20 tíma á sólarhring, 6 daga vik- unnar,“ sagði Búi, „en nauðsynlegt er að stoppa einn dag á viku til þess að sinna viðhaldi og viðgerðum á tækjum og vélum.“ Um 40 manns hafa atvinnu í landi við rækjuvinnsluna. Rækjuveiðam- Búl Þór Birglsson verkstjóri. DV-myndlr Emil ar hafa gengið vel og 5 bátar voru í viðskiptum við fyrirtækiö í sumar og lönduðu ísaðri rækju til verk- smiðjunnar. Búi sagði verksmiðjuna hafa tekið á móti um 1.500 tonnum af ísaðri rækju frá því í vor, auk 275 tonna af sjófrystri rækju, sem færi til end- urvinnslu. „Ég geri ráð fyrir að framleiðslu- verðmæti frá því í vor sé rúmar 200 milljónir króna," sagði Búi, „hins vegar hefur verið mikil sölutregða í útflutningi á stærri rækjunni, sem er um 50 til 60% af vinnslunni, og eru því birgðir um þessar mundir 1 meira lagi. Mest af framleiðslunni er flutt út í gegnum Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna og eru helstu kaupendumir Bretar, Frakkar, Þjóðveijar og Dan- ir. Á hinn bóginn fer talsvert á innan- landsmarkað og seljum við í því sam- bandi rækju um allt land,“ sagði Búi. Viðskiptavinir hafa haft orð á því að rækjan sé sérstaklega góð. „Bráðnar uppí manni“, eins og einn ánægður viðskiptavinur orðaði það,“ sagði Búi Þór Birgisson að lokum. Vlnna í rækjuvinnslunnl. fjölskyldunnar er notalegt umhverfi með fallegum húsgögnum þar sem öllum getur liðið vel og látið fara vel um sig. Við hér í Húsgagnahöllinni leggjum mikið upp úr því að bjóða alþjóðlegt og fallegt úrval vandaðra húsgagna. Við getum boðið þér hefð- bundin húsgögn til þess nýjasta nýja og alla verðlagsbreiddina. Hvemig væri nú að fá sér fallegan veggskáp í stofuna? Teg: Sole II, svartur/grár eða alveg svartur eða perlugrár. Géð grsiéslúkjör Visa, Euro raðgreiðslur eða þá Munalángreiðslur. Dæmi um Munalán: Útborgun 25.000,- afborgun 3.290,- á mánuði í 30 mánuði. Húsgagnahöllin BÍLDSHÖFÐA 20 -112 REYKJAVÍK - SÍMI 91-681199

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.