Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1992, Qupperneq 18
18
MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1992.
Menning
Heimsókn Bolshoi og Kirov ballettsins:
Svanavatnið með dönsurum sem
eru með þeim bestu í heiminum
Eins og kunnugt er kemur úrvals-
flokkur rússneskra ballettdansara
úr Bolshoi ballettinum og Kirov ball-
ettinum til landsins í þessari viku
ásamt þjóðarballett St. Pétursborgar
og sýnir Svanavatnið í Þjóðleikhús-
inu. Ekki er um að ræða eina sýn-
ingu heldur verða þær níu talsins og
er þegar uppselt á nokkrar. Þetta er
einn mesti Ustviðburðurinn á þessu
ári. Sex aðaldansarar koma og er þar
um að ræða dansara sem eru í
fremstu röð í heiminum. Hér fer á
eftir smákynning á þeim:
Mikhail Tsivin var ekki fyrr búinn
að ljúka námi en hann var ráðinn til
Bolshoi. Hann er talinn hafa mjög
góða stökktækni og þegar hann dans-
aði Mercutio í Rómeó og Júlíu í
Moskvu áttu gagnrýnendur varla orð
til að lýsa hæfni hans. Tsivin er ekki
bara stórkostlegur dansari, hann er
rpjög vinsæll hjá áhorfendum og er
talinn meðal sex bestu dansara í
heiminum í dag.
Yevgeni Neff lauk námi í St. Pét-
ursborg 1974 og var þá strax ráðinn
til Kirov ballettsins. Kom hann þar
fyrst fram í Les Sylphides og hlaut
frægð fyrir. í Svanavatninu dansar
hann hlutverk Siegfried, en hann
hefur fengiö mikið hrós fyrir túlkun
sína á þessu hlutverki.
Nadeja Pavlova er talin meðal
hæfileikaríkustu ballerína allra
tíma. Hún er búin að starfa lengi með
Bolshoi ballettinum og hefur dansað
öll mestu danshlutverk í klassískum
ballett.
Ludmilla Kunakowa er hjá Kirov
ballettinum og var ráðin þangað þeg-
ar hún hafði unnið fyrstu verðlaun
í keppni ballettdansara í Vama. Með
Kirov ballettinum hefur hún dansað
mörg stór hlutverk. Kunakova hefur
ferðast mikið og dansað og ávallt
fengið mjög góða gagnrýni.
Alexander Bogatiriev hefur fengið
viöumefnið „Danseur Noble“ Bols-
hoi ballettsins. Það em ekki ófáir af
þeim sem skrifa um ballett er segja
að hann sé í dag besti karldansari í
heiminum. Með Bolshoi hefur Boga-
tiriev dansað öll erfiðustu og þekkt-
ustu danshlutverkin.
Tatjana Golikowa er prima ball-
erina Bolshoi ballettsins í dag. Vegna
mikflla túlkunaræfileika hefur hún
pft verið kölluð dansandi leikkonan.
í Svanavatninu dansar hún aöalhlut-
verkið Odette/Odfle, en hún hefur
fengið sérstaklega góða dóma fyrir
túlkun sína á þessu hlutverki. Hún
hefur eins og allir þeir sex dansarar
sem hér hafa verið nefndir unnið tfl
flölda alþjóðlegra verðlauna.
Af þessari upptalningi má sjá að
með þessari uppfærslu á Svanavatn-
inu er verið að bjóða upp á ballett-
sýningu eins og þær gerast bestar í
heiminum í dag.
-HK
JóhannEyfells:
Bræðir málma
oghellirímót
ijörðinni
í Listasafni íslands var opnuð á
laugardaginn sýning á úrvali verka
síðasta áratugar eftir Jóhann Eyfells,
og er þetta stærsta sýning sem haldin
hefur verið á höggmyndum hans.
Jóhann var við nam í byggingarlist,
skúlptúr, málaralist og keramík í
Bandaríkjunum á ámnum 1945-1953.
Fram tfl ársins 1969 starfaði hann
sem teiknari, hönnuður, arkitekt,
listamaður og kennari, ýmist í
Bandaríkjunum eða á íslandi, en frá
1969 hefur hann haft fasta búsetu í
Flórída og verið prófessor í myndlist
við University of Central Florida,
auk þess að starfa sem listamaður.
Aðferðir Jóhanns við að gera verk
sín em einstæðar og hafa átt sinn
þátt í að vekja athygli á verkum hans
um allan heim. Hann bræðir málma
og hellir í mót sem hann hefur gert
í jörðinni. Samspfl jarðvegsins,
málmsins, hitastigs hans og annarra
þátta ræður útkomunni.
í inngangsorðum að sýningunni
segir Bera Nordal, forstöðumaður
Listasafns íslands, meðal annars:
„Sýning Jóhanns Eyfells hefur verið
lengi á döfinni og mér er það sérstök
ánægja að fá tækifæri tfl að kynna
heimalandi hans ný og óþekkt verk
hans en á sýningunni er aðaláhersl-
an lögð á málmskúlptúrana. Þar gef-
ur að líta feiknstóra skúlptúra en
þróun þeirra hefur verið í átt til auk-
innar stærðar innan stórra mynd-
raða þar sem formin em endurtekin
í sifellu með mismunandi stefj-
um... “
DV-mynd GVA
Jóhann Eyfelts vió eltt af stórum skúlptúrverkum sínum.
Hafnarflörður:
Myndlistarskóli og sýningarsalur í
húsnæði þar sem áður var vélsntiðja
Um það bil eitt hundraö manns
sóttu um á haustönn nýs myndlistar-
skóla í Hafnarfirði en kennsla hófst
þar síöastliðið fóstudagskvöld.
Skólastjóri er Öm Óskarsson og
sagði hann að viðbrögð hefðu verið
mjög góð, sérstaklega miðað viö að
lítill tími vannst til kynningar á
starfseminni. Öm sagði að mikill
hugur væri í aöstandendum skólans
og margt í bígerð en kennarar væm
fimm.
Skólinn, sem heitir Myndlistar-
skólinn í Hafnarfiröi, er tfl húsa aö
Strandgötu 50 þar sem áður var starf-
rækt Vélsmiöja Hafnarfjarðar. Á
þessari haustönn er boðið upp á
námskeiö í fjöltækni fyrir böm og
unglinga. Auk þess veröa í boði nám-
skeið í grunnteikningu, módelteikn-
ingu, málun og vatnslitamálun. Að-
Fyrsta kennslustundin i Myndlistarskóta Hafnarfjarðar. Það er teikning sem
verið er aö kenna. DV-mynd JAK
spurður kvaö Öm nemendur alls
ekki alla vera Hafiifirðinga heldur
kæmu nemendur frá Reykjavík,
Keflavík og fleiri stöðum í nágranna-
byggðum Hafnarfiarðar.
í tengslum við skólastarfið verður
í húsinu rekinn sýningarsalur þar
sem listamenn munu sýna verk sín.
Þar mun nemendum skólans gefast
kostur á aö kynna sér verk viðkom-
andi listamanna undir leiðsögn list-
fræðings. Áformað er aö opna sýn-
ingarsalinn í lok október.
Öm Óskarsson sagði að fyrirhugað
væri að snyrta tfl í kringum húsið,
malbika, helluleggja og gróðursetja
og væri fyrirhugað að allt yröi tfl-
búið fyrir Listahátíð Hafnarfjarðar
næsta sumar og þama yrðu útisýn-
ingar, tónleikar, útimarkaður og
ýmislegtfleira. -HK
metsölubók
Guðbergur Bergsson skáid með
meira verður sextugur 16. októb*
er. Meðal þess sem verður gert
honum tfl heiðurs er sýning í
Gerðubergi sem nefhist Orölist
Guðbergs Bergssonar. Sýning-
unni er ætlað að gefa mynd af
Guðbergi sem listamanni og per-
sónu. í tengslum viö hana verður
dagskrá sem byggist á verkum
hans. Þá mun Forlagiö gefa út
bókina Guöbergur Bergsson,
metsölubók. Er hér um viötals-
bók að ræða sem skráð er af Þóra
Kristínu Ásgeirsdóttur. Er ekki
að efa að þar kemur margt for-
vitnilegt frá listamanninum sem
hefur í gegnum árin verið virkur
pistlahöfundur og ekki legið á
skoðunum sinum.
Kæra Jeiena á
stórasviðið
Þrátt fyrir aö hið vinsæla leik-
rit Kæra Jelena hafi verið flutt
af litla sviðinu í Þjóðleikhúsinu á
stóra sviöið er engin breyting á.
Það selst upp á allar sýningar
sem auglýstar era. Kemur það
talsvert á óvart þegar haft er í
huga að leikritið var sýnt fyrir
fullu húsi allt síðasta leikár og
að stóra sviðið hefur margfalt
fleiri sæti. Ástæða þess að leikrit-
ið var flutt tfl var fyrst og fremst
sú aö það þurfti að rýma litla
sviðið fyrir leikritinu Rita gengur
menntaveginn sem var frestað í
fyrra vegna aðsóknar á Jelenu. i
stað þess að hætta aö sýna leikrit-
ið var brugðiö á það ráð að fara
með það á stóra sviðið. Strax seld-
ist upp á þær sex sýningar sem
auglýstar voru í október.
Bréf Jóhanns
Jónssonaribók
Þaö kom mörgum á óvart þegar
það spurðist á vormánuðum að
fundist hefðu uppi á háalofti á
Húsavík á þriöja tug bréfa Jó-
hanns Jónssonar skálds tfl sr.
Friðriks A. Friðrikssonar. Jó-
hann orti ekki mikið en er kunn-
astur fyrir Ijóð sín. í þessumbréf-
um kveður Jóhann upp palla-
dóma yfir mönnum og málefnum,
og fá skáldbræður hans það
óþvegið. Segir hann til dæmis að
Jónas sé ekki annað en gáfuð
Heine eftirherma, Matthias Joch-
íunsson íslenskur Grundtvig og
Steingrímur Thorsteinsson út-
þynnt þýsk rómantík. Nú hefur
Ingi Bogi Bogason bókmennta-
fræöingur búið bréfin til prent-
unar, tengir þau saroan og segir
frá æví Jóhanns. Vaka-Helgafell
gefur bókina út en hún nefhist
Undarlegt er lif mitt
heiður Demetz
Hinn kunni söngfrömuöur Sig-
urður Demetz verður áttræður
11. október. Til heiðurs honum
mim vinir og veluxmarar halda
sönghátíð í Þjóðleikhúsinu annað
kvöld. Á þessum tónleikum koma
fram mai-gir af okkar þekktustu
söngvuram, má þar nefna Sigriöi
Ellu Magnúsdóttur, Gunnar Guð-
bjömsson, Jóhönnu Iinnet og
Signýju Sæmundsdóttur, Auk
þess koma fram félagar úr ís-
lensku óperunni og Óperusmiðj-
unni og ýmsir nemendur Sigurö-
ar Demetz. Pyrri hluta ævi sinnar
söng Sigurður við þekkt óperu-
hus, meðal annars á Scala f
Mílanó. Síðan hann fluttist til is-
lands hefur hann átt drjúgan þátt
í að lyfta sönglistinni í þær hæðir
; sem hún er í um þessar mundir
og hafa margir af bestu söngvur-
um landsins veriö nemendur
hans.