Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1992, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1992, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1992. Lífsstíll Greidslukortaviðskipti: Dýrt að nota greiðslukort- in til að taka út reiðufé Gjaldeyriskostnaður ef miðað er við 100 þús. kr. - Peningaúttekt (Visafj\ 4.018 kr. Peningaúttekt (Euro, 3.013 kr. Sedlar Ferðatókkar 1.600 kr. Vöruúttekt. 500 kr. 1-150kr- jf f jf 4Bia= Þaö er að mörgu aö hyggja áður en lagt er af staö út fyrir landsteinana. Gjaldeyrir er eitt af því sem má alls ekki gleymast, en þó að munað sé eftir honum vill það brenna við að ekki hafi verið keypt nógu mikið af honum áður en haldið var í ferðina. Getur þá verið gott að grípa til greiðslukortanna til að verða sér úti Það getur verið ósköp þægilegt að verða sér úti um reiðufé í hraöbönk- um erlendis en slíkt kostar þó sitt og er ódýrara að kaupa vöruna beint út á geiðslukortið ef hægt er. DV-mynd BG um reiðufé. Slíkt hækkar þó ferða- kostnaðinn meira en margan grunar. Þegar ferðatékkar eru keyptir héma heima þarf að borga 1 prósent gjaldeyrisþóknun og ákveðna upp- hæð fyrir tékkana sjálfa. í íslands- banka er þessi upphæð 175 krónur en 150 krónur í Búnaðarbankanum. Ef ferðamaður kaupir erlendan gjaldeyri fyrir 100.000 krónur þarf hann því að borga 101.175 krónur í íslandsbanka en 101.150 krónur í Búnaðarbankanum. * Neytendur Seðlarnir dýrari en tékkarnir Þó að undarlegt megi virðast þá er dýrara að kaupa gjaldeyrinn í seðl- um. Við seðlakaup þarf að borga 1,5 prósent gjaldeyrisþóknun en seðl- arnir sjálfir kosta 100 krónur. í áður- nefndu dæmi þyrfti því að borga 101.600 fyrir seðlana. Ef ferðagjaldeyririnn klárast fyrir lok ferðarinnar og gripið er til Visa eða Eurocard til að bjarga málunum og ná sér í reiðufé er um talsvert meiri kostnað að ræða. Hjá Eurocard er 2,5 prósent úttektargjald og ofan á það leggst síðan 0,5 prósent gjald- eyrisþóknun. Hjá Visa er úttektar- gjaldið 3,5 prósent og 0,5 prósent gjaldeyrisþóknum. Ef haldið er áfram með dæmið um ferðamanninn sem þarf á 100.000 krónum að halda þá þarf að hann að borga 103.013 krónur þegar heim kemur ef hann notar Eurocard en 104.018 ef hann hefur notað Visa, þ.e.a.s. 2,5 prósent eða 3,5 prósent ofan á upphæðina og síöan 0,5 pró- sent gjaldeyrisþóknun. Atli Öm Jónsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Kreditkorta hf., sagði að það ætti að kosta þaö sama aö taka út úr hraðbanka og beint út úr bankanum, alltaf 2,5 prósent. Það væri svo ákvörðun hvers banka hvort hann tæki ákveðið gjald fyrir eða ekki. „Þetta er annars vegar þjónustu- gjald eða þóknun til bankans erlend- is, hvort sem upphæðin er tekin út úr hraðbanka eða fengin beint við afgreiðsluborð bankans, og hins veg- ar er það greiðsla til okkar því við- komandi tekur út peninga en á ekki fyrir þeim hérna heima. Við erum því að lána viðkomandi en verðum að fjármagna þetta um leið og úttekt- in kemur hingað heim,“ sagði Leifur Steinn Ehsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Visa-íslands. Einungis gjaldeyrisþóknun í þessu tilfelli væri ódýrast fyrir ferðamann að taka vörur erlendis beint út á Visa eða Eurocard því þá þarf hann einungis aö borga' 0,5 gjaldeyrisþóknun. Á móti vegur að með því er tekin ákveðin gjaldeyrisá- hætta. Miklar gjaldeyrisbreytingar geta valdið þvi að þegar reikningur- inn kemur er í raun borgað mun meira fyrir vöruna í íslenskum krón- um en greitt hefði verið fyrir gjald- eyrinn. Ferðamaður sem ætlar að eyða 100.000 krónum á ferðalagi getur því valið um að borga 1.150 krónur (eða 1.175 krónur) í kostnað fyrir ferða- tékka, 1.600 krónur fyrir seðla, 3.013 krónur eða 4.018 krónur fyrir pen- ingaúttekt erlendis eða 500 krónúr fyrir vöruúttekt. Hafa ber í huga að þó að næstum allar verslanir og þjón- ustuaðilar hérlendis taki við greiðslukortum þá er minna um það erlendis og hæpið að menn geti kom- ist hjá því að hafa eitthvert reiðufé á sér. -GHK Hagkaup selur Levi' s vörur - gallabuxumar á innan við 4.000 krónur Senn mun verða óþarfi að fara í verslunarferðir til út- landa til að kaupa Levi’s galla- buxur á lægra verði en hingað til hefur verið hægt hér á landi því að í lok þessarar viku fara verslanir Hagkaups að selja Levi’s vörur. Að sögn Jóns Ásbjömssonar mun Hagkaup flytja Levi’s vör- umar beint inn frá Bandaríkj- unum, bæði bama- og fullorð- insstærðir, og verður verðið á Levi’s gallabuxunum eitthvað innan við 4.000 krónur. Levi’s vörur hafa notið mik- illa vinsælda hér á landi síðustu misseri. í alþjóðlegri verðkönn- un, sem gerð var í níu löndum, kom í ljós að Levi’s 501 galla- buxur vom dýrastar hér á landi, kostuðu 6.890 krónur en 4.327 krónur í Helsinki þar sem þær vom ódýrastar. í Bandaríkjunum, þar sem Levi’s merkiö þykir standa fyr- ir gallabuxur, er hægt að fá Levi’s 501 á útsölum fyrir 20-25 dollara en nýjasta gerðin af Levi’s 501 kostar núna 46 doll- ara eða 2.484 krónur ef miðað er við aö gengi dollarans sé 54 krónur eins og hann var á fóstudaginn. Það er því ljóst aö það er hægt að fá þrennar bux- ur af nýjustu gerðinni af Levi’s 501, eða fimm buxur á útsölu, fyrir sama verð og einar hafa kostaö hér á Fróni. -GHK Levi’s gallabuxur hafa notiö mikilla vinsælda hérlendis síðustu misseri. í lok vikunnar mun Hagkaup fara að selja Levi’s vörur i verslunum sfnum. Kreditkort: Erlendu upphæðinni skipt yfir í íslenskar krónur á útskriftardegi - áður breytt í dollara Síðustu mánuði hefur gengi dollar- ans verið mjög óstöðugt, sem og ástandið á öðmm gjaldeyrismörkuð- um erlendis. Dollarinn t.d. var skráð- ur á sölugenginu 54,16 krónur þann 18. ágúst síðastliðinn en var rúmlega tveimur krónum hærri nákvæmlega mánuði síðar. Þessi óstöðugleiki hef- ur komið mörgum ferðamanninum illa og brá ýmsum í brún þegar þeir sáu upphæöir erlendra úttekta á kreditkortareikningunum. Neytendasíðan kannaði þvi ferli erlendra úttekta og hvenær erlendu upphæðinni væri breytt yfir í ís- lenskar krónur. Af því tilefni var haft samband við Visa-ísland, um- boðsaðila Visa, og Kreditkort hf. sem er meö Eurocard. Að sögn Atla Amar Jónssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra Kredit- korta hf., gengur það yfirleitt þannig fyrir sig að viðkomandi verslun í ferðalandinu sendir kvittunina í við- skiptabanka sinn, og er það ýmis samdægurs ef um beinlínutengingu að ræða eða tveimur til þremur dög- um seinna ef notuð hefur verið gamla sleðaaðferðin. Þegar upphæðin er komin í bankann er henni skipt yfir í dollara. Hjá Kreditkortum hf. er doUara- upphæðum síðan skipt yfir í íslensk- ar krónur aUtaf 17. hvers mánaðar. Þann 17. september var ■ sölugengi doUarans 56,76 krónur. Er miðað við opinbert gengi Seðlabanka íslands sem fyrirtækið fær að morgni dags. „Síðasta mánuð var gengismunur- inn óhagstæður en tvo mánuðina þar á undan virtist munurinn vera okkur hagstæður. Okkur er fremur Ula viö þessar sveiflur. Þetta skapar mis- ræmi og þegar doUarinn er að vaða svona upp og niður þá raskar það öUu jafnvægi, en við getum að vísu ekkert gert við því,“ sagði AtU Öm. Leifur Steinn EUsson, aöstoðar- framkvæmdastjóri Visa-íslands, sagði að Visagreiðslur færu frá versl- uninni til viöskiptabanka hennar og þaðan áfram til Visa í viðkomandi landi. Þaðan síðan tíl Visa Inter- national í London og þegar þangað væri komið væri upphæðinni breytt yfir í doUara og send til íslands. Við útskrift á reikningum er síðan miðað við sölugengi doUarans á út- skriftardegi. Það er nokkuð breyti- legt hvenær Visa vinnur sínar út- skriftir en það er alltaf í kringum 20. hvers mánaðar og getur fólk séð á reikningum hvenær útskrift fór fram. Þar af leiðandi er fljótséð hvaða dag erlendu upphæðinni var skipt úr doUurum yfir í íslenskar krónur þar sem um sama dag er að ræða. Skráð sölugengi doUarans hjá Seðla- banka íslands þann 18. september var 56,29 krónur. Er því ljóst að tveir aðUar sem hafa keypt sömu vöru fyrir sömu upphæð erlendis munu ekki borga það sama fyrir hana er heim kemur ef annar tók hana út á Visa en hinn út á Eurocard. Svo tekið sé auðvelt dæmi þá mun handhafi Eurocards borga 5.676 krónur fyrir 100 doUara vöru á sama tíma og notandi VISA-kortsins borgar 5.629 krónur. Á þetta leggst síðan 0,5 prósent gjaldeyrisþóknun. Ef um háar upphæðir er að ræða getur því veriö talsvert misræmi miUi Visa og Eurocard reikninga. -GHK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.