Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1992, Blaðsíða 24
36
MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 1992.
Höfundur segir aö þjóðin leggi, í mikilmennsku sinni, bestu landbúnaðar-
héruðin undir sumarbústaöi og hrossastóðabúskap.
Þjóð í vanda
Út við ysta haf, þar sem er kallað
á mörkum hins byggilega heims,
býr ósköp lítil þjóð, hún er fjarska
fámenn, en lítur þeim mun stærra
á sig. Að höfðatölu er þjóðin ekki
fjölmennari en miðlungsþorp í út-
löndum á mælikvarða þarlendra,
þar sem milljónaríjórðungur
manna lifir góðu lífi á htlu, en vel
nýttu landsvæði.
Stórbrotin þjóð
Það hentar ekki þeirri þjóð, sem
hér er fjallað um, að búa þröngt,
hún verður að hafa landrými sem
svarar til þess sem að rými og land-
gæðum nægir miljónaþjóðum ann-
ars staðar á jörðinni til að lifa
menningarhfi við vænleg lífskjör.
En þessi þjóð krefst þess að und-
irstöðuatvinnugreinum, sem hún
byggir lífsafkomu sína á, sé dreift
um ahar þorpagrundir. Ekki má
lélegasti afdalur fara úr byggð og
ekki má ömurlegasta krummaskuð
leggjast af. En í mikilmennsku
sinni leggur þjóðin bestu landbún-
aðarhéruðin undir sumarbústaði
og hrossastóðabúskap. Sumarbú-
staðimir eru að öhu jöfnu iha nýtt-
ir þar sem stór hluti þjóðarinnar
fer th útlanda th að eyða sumar-
fríunum og hrossastóðin rótnaga
landið sem við síðan eyðum kröft-
um okkar og ómældum fjármunum
í að firra uppblæstri. Og í htihæti
sínu krefst þjóðin þess að búa í það
minnsta við jafn góðan hag og það
sem best gefur annars staðar í
heiminum.
Kjallariim
Benedikt Gunnarsson
framkvæmdastjóri
Arfur19. aldar
Þessi dreifða byggð gat, svo langt
sem það náði, átt rétt á sér allt fram
á annan tug tuttugustu aldar, með-
an fólk bjó sem mest að sínu.
Sveitafólkið fór að jafnaði í kaup-
stað tvisvar á ári, þegar farið var
með afurðirnar th kaupmannsins
vor og haust, og sjómennimir unnu
sjálfir afla sinn í salt og skreið og
afurðin sótt einstaka sinnum eftir
því sem hún verkaðist og efni stóðu
th að öðm leyti. Þá gat fólk ekki
farið í búð þegar þvi sýndist og lét
sér það lynda.
Hvar er þessi þjóð stödd?
Nú er þjóð þessi stödd í efnahags-
legum vitahring sem ekki verður
séð hvemig hún vhl losna út úr.
Krafan gildir m.a. um það aö hægt
sé að lifa af búskap á nær aö segja
hveiju því örreytiskoti sem mönn-
um dettur í hug að stunda búskap
á, verðlag búvöru verður í sam-
ræmi við það, og verður að greiða
með þessum afurðum af almannafé
á einhvern hátt svo fólk geti keypt.
Er það óhemjufé sem í það fer,
bæði leynt og ljóst.
Það eru heldur ekki neinir smá
fjármunir, einnig af almannafé,
sem í það fara að græða upp land-
ið, sem síðan er jafnóðum rótnagað
af verðlausum búsmala.
Og ekki er ástandið betra við
sjávarsíðuna.
Á undanfórnum áratugum hafa
allmörg sjávarþorp staðið efna-
hagslega á heljarþröm og verið
haldið í byggð af opinberum sjóð-
um og nú er svo komið að fyrir-
tæki á þessum stöðum eru lýst
gjaldþrota eða löngu orðin ófær um
að standa undir rekstri. Enn er
þessum stöðum haldið uppi þótt
grundvöhur fyrir rekstri á þeim sé
löngu fyrir bí.
Og hvaðan kemur svo fé til þess
að halda þessum vítahring lokuð-
um?
í fyrsta lagi hefur þjóöin að und-
anfömu húið við ytri hagsæld. Er-
lendis hefur verð á afurðum henn-
ar stöðugt hækkað, en öhum hlýtur
að vera ljóst að það gat ekki gengið
endalaust.
I öðru lagi af erlendu lánsfé, sem
heldur ekki getur gengið endalaust.
Og í þriðja lagi með því að blóð-
mjólka framleiðslufyrirtækin, sem
eiga að standa undir thveru þjóðar-
innar, bæði með launakröfum og
álögum af opinberri hálfu.
Eftir margra ára hagsæld á öhum
sviðum, bæði hérlendis og erlendis,
þolir þjóðin ekki smááfóll nema
aht hrynji.
Enda virðist nú komið að þeim
skuldadögum sem við eðlilegar að-
stæður mátti búast við fyrir ára-
tugum.
Benedikt Gunnarsson
„En þessi þjóð krefst þess að undir-
stöðuatvinnugreinum, sem hún byggir
lífsafkomu sína á, sé dreift um allar
þorpagrundir.“
Víman gefur lífinu lit
Fyrir skömmu rak á fjörur mínar
bækhng sem nefnist Fíkniefni - frá
fikti th dauða, sem tjáist vera upp-
lýsingarit frá lögreglunni en ætlaö
foreldrum. Við yfirlestur snephs-
ins hnaut ég m.a. um eftirfarandi
setningu: „Þaö er ahtaf einhver
brestur í lifi þeirra einstakhnga
sem leiðast út í óreglu og fikniefna-
neyslu.“ Hér er mælt af mikhh
ábúð en eigi htihi grunnfæmi þeg-
ar á það er htið að frá örófi alda
hafa hin ýmsu vímu- og nautnaefni
verið forunautar mannsins og gefið
honum einbeitni í dagsins önn,
styrk í mótlæti, gleði á góðum
stundum og síðast en ekki síst;
andlega upphafningu til hvers kon-
ar listsköpunar.
Trúaratriði
Ég hygg þó að það sé th lítils að
reyna að koma hehaþvegnum SÁÁ-
og AA-sjúklingum í skhning um
þessi sannindi, enda virðist það
vera trúaratriði í þeim herbúöum
að thgangurinn helgi meðahð og
sárahtlu máh skipti hvað sé satt
og hvað logið. Trúlega eiga framan-
greind sannindi heldur ekki upp á
pahborðið hjá hinum ýmsu sér-
menntuðu vandamálafræðingum
sem margir hverjir virðast húa til
flókið og viðamikið vandamál úr
hverju og einu úrlausnarefni sem
þeir koma nærri - að ekki sé talaö
um ómenntaða eða httinenntaða
einstaklinga 1 vandamálaþjón-
ustunni. Ber hér þó að gæta þess
að þar sem þessir menn hafa lifi-
brauð sitt af því að leysa vandamál
(önnur en sín eigin) er þeim nokkur
vorkunn þótt þeir reyni heldur að
fiölga atvinnutækifærum sínum.
í bók dr. Þorkels Jóhannessonar,
Lyfjafræði miðtaugakerfisins, sem
hann hóf að rita „í Herdísarvík 10.8.
1982 í þeim dýrðarheimi sem þar
er,“ segir orðrétt: „Áhrif vímugjafa
á skáld, rithöfunda og ýmsa hst-
menn og verk þeirra eru í senn
ákaflega áhugaverð og óþijótandi
KjaUarinn
Guðmundur Sigurður
Jóhannsson
æviskrárritari
rannsóknarefni.“
Ahir þeir sem kunnugir eru
poppsögu vita að bróðurparturinn
af fremstu popp- og rokkhstamönn-
um sögunnar var og er dreifður við
neyslu margs konar vímugjafa.
Nægir þar að nefna meðhmi hljóm-
sveitarinnar Rohing Stones með
Mick Jagger í broddi fylkingar, Jim
Morrison, Eric Clapton, Jimi
Hendrix, Janis Joplin og Bob Mar-
ley. Margt af þessu fólki lést á góð-
um aldri og var ofneyslu vímuefna
kennt um en einhvem tíma hefði
það dáið hvort eð var og þegar upp
er staðið hygg ég að nýtingin á hf-
inu vegi þyngra en lífslengdin. Með
fullri virðingu fyrir langlífi hallast
ég að því að lífsreynsla, velhðan
um lífsstimdardaga og afrakstur
lífshlaupsins, metinn í gæðum en
ekki endilega magni, sé ekki síður
mikhs verður en langlífið - en allt
þetta munu þeir sælu hljómhstar-
menn hafa uppskorið í ríkum mæh.
Jónas Hahgrímsson, listaskáldiö
góða, túlkar þetta sjónarmið á mjög
áhrifaríkan hátt í eftirmælum um
séra Stefán Pálsson, aðstoðarprest
á Hofi í Vopnafirði, en þar segir
m.a.: „Margoft tvítugur meir hefir
lifað, svefnugum segg er sjötugur
hjaröi."
Staðreynd
Það er eftirtektarverð staðreynd
að þau ljóðskáld, sem við íslending-
ar höfum eignast best, voru að
miklum hluta th vínhneigð og
drykkfehd í meira lagi. Skal þar
nefna Bjarna Thorarensen, Sigurð
Breiðfjörð, Jónas Hahgrímsson,
hstaskáldið góða, Pál Ólafsson,
Kristján Jónsson Fjahaskáld,
Hannes Hafstein, Einar Benedikts-
son', Jóhann Siguijónsson, Davíð
Stefánsson og Stein Steinarr. Við
þessa upptalningu má svo bæta
okkar fremsta ljóðaþýðanda,
Magnúsi Ásgeirssyni.
Þetta háa hlutfah áfengisneyt-
enda í íslenskri skáldastétt er ekki
svo torskilið þegar þess er gætt að
áfengisáhrifin auka hugarflugið.
(Sbr. Alfræðisafn AB, Lyfin, Rvík,
1968, bls. 36). Slíkt hið sama gera
fleiri vímugjafar, svo sem hass og
amfetamín. Það virðist sem sagt
vera ómótmælanleg staðreynd,
hvað svo sem bhndir menn segja,
að vímugjafar leysa oft og tíðum
úr læðingi þau öfl í neytandanum
sem auðvelda honum hstsköpun.
Menn skyldu því sjá sóma sinn í
þvi að láta vímuefnin og neytendur
þeirra njóta sannmæhs í stað þess
að flýja raunveruleikann með þvi
aö afneita ghdi vímunnar fyrir
mannsandann.
Vel við skál
Nú í sumar dvaldist ég um skeið
í Reykjavík. Eitt fóstudagskvöld
gekk ég niður í miðbæ um lágnætt-
ið og virti fyrir mér mannlífið.
Þama var fjöldi fólks á ferh, mest-
megnis unghngar en einnig nokkuð
af fuhorðnu fólki. Flestir voru vel
við skál og einstaka maður virtist
hafa eitthvað fleira gott í poka-
horninu. Ahir voru glaðir og kátir
og virtust skemmta sér hið besta.
Mér varð gengið út í Hljómskála-
garð þar sem ég settist við styttuna
af Jónasi Hahgrímssyni. Ég leit upp
á styttuna og hugsaði með mér:
„Mikið held ég nú að íslensk tunga
væri fátækari af skáldperlum ef þú
hefðir aldrei auðgað anda þinn við
nautn áfengra drykkja." Mér
fannst eins og styttan kinkaði kohi
í kvöldkyrrðinni en í fjarska heyrð-
ust nokkrir unglingar raula vel
þekkt stef eftir Jim Morrison.
Guðmundur Sigurður Jóhannsson
„Þetta háa hlutfall áfengisneytenda í
íslenskri skáldastétt er ekki svo torskil-
ið þegar þess er gætt að áfengisáhrifin
auka hugarflugið.“